Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 45
Þriðjudagur 5. júlí 2005 45 „Vöxtur í neyslu mjólkurafurða hefur ekki verið meiri í langan tíma en um þessar mundir. Ef horft er til neyslu síðustu 12 mánaða, til og með maí síðast- liðnum, þá er neysla að aukast um sem svarar 5 milljónir lítra á ársgrunni. Í þessu ljósi er lagt til að greiðslumark næsta verðlag- sárs, sem hefst 1. september 2005, verði 111 milljónir lítra á móti 106 milljónum lítra á nú- verandi verðlagsári sem er 4,7% aukning á milli ára. Þetta er mun meiri neysluaukning en við höfum séð und- anfarin ár þegar aukningin hefur verið rúmlega 1% á ári,“ sagði Guð- brandur Sigurðsson forstjóri MS/MBF í starfsmannablaðinu Mjólkurpóstinum sem kom út á dögunum. „Þessa myndarlegu aukningu má fyrst og fremst rekja til aukinnar neyslu á skyrdrykkjum og ostum auk nokkurra ann- arra afurðaflokka. Það er fróðlegt að skoða aðeins helstu framleiðsluflokkana okkar og velta fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sínu varðandi þær afurðir. Fyrst ber að nefna stóran og mikilvægan flokk sem er neyslumjólk. Til þessa flokks telst nýmjólk, léttmjólk, undanrenna og önnur neyslumjólk (stoðmjólk er þó undanskilin). Þessi flokkur hefur verið að drag- ast saman jafnt og þétt á undan- förnum árum að meðaltali um 2% á ári. Stóra verkefnið hér er að draga úr þeirri stöðugu neyslu- minnkun sem við sjáum á þessum afurðum. Hér þurfum við að skoða hvort að aukið aðgengi á mjólk geti rétt okkar hlut og hvort að þær umbúðir sem notaðar eru svari kröfum neytenda. Það er sér- stakt áhyggjumál að neysla barna og unglinga er að dragast verulega saman á mjólk og er því unnið að sérstöku átaki á þessum vettvangi. Bragðbættar mjólkuraf- urðir eru í góðum og miklum vexti, þökk sé skyr- og jóg- úrtdrykkjum sem hafa gengið af- burðavel á markaði. Þess- ar afurðir virð- ast henta vel þeim lífsstíl sem er að ryðja sér til rúms. Af- urðirnar eru hollar, næringa- ríkar og ákaflega einfaldar í neyslu auk þess að vera pakkað í hand- hægar umbúðir. Við eigum örugg- lega eftir að vinna mikið á þessum vettvangi í fram- tíðinni og má bú- ast við miklum fjölda nýrra afurða á þessu sviði á næstu misserum. Grunnréttirnir okkar eru óbragðbættar sýrðar afurðir og skyr. Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta grunnvörur sem eru mikilvægur grunnur að marg- víslegri matargerð. Vaxtarmögu- leikar á þessu sviði eru takmark- aðir og hefur þessi flokkur dregist nokkuð saman undanfarið. Til- búnir réttir og eftirréttir eru skyr, jógúrtafurðir og svipaðar vörur. Þessi flokkur hefur stækkað mikið á undanförnum árum og líklegt að flokkurinn sé kominn að efstu mörkum hvað varðar stækkunar- möguleika. Þó svo að flokkurinn í heild stækki ekki mikið má gera ráð fyrir mikilli þróun innbyrðis með nýjum bragðtegundum, nýj- um framsetningarmöguleikum og svo framvegis. Stoðvörur og iðnaðarhráefni eru G-mjólk, rjómi og sýrður rjómi. Þessi flokkur hefur nánast allur verið í góðum vexti undan- farið. Hér eru örugglega töluverð tækifæri sem mætti nýta betur til að auka framleiðsluna bæði í af- urðum fyrir heimili en ekki síður í afurðum fyrir stóreldhús og iðnað. Markfæði og bætiefnavörur er flokkur sem hefur vaxið mjög hratt og gengið vel. Til þessara af- urða teljast AB-mjólk, Stoðmjólk og smáskammtarnir (LGG, LH og Benecol). Afurðir sem fólk tengir heilsu og vörur sem hafa að geyma lífvirk efnasambönd virð- ast hafa góða vaxtarmöguleika. Þessar vörur eru allar búnar að vinna sér sess á markaði hér á Ís- landi og öruggt að þetta svið má stækka nokkuð frá því sem nú er. Við framleiðum bæði lífræna drykkjarmjólk og AB-mjólk. Þó svo að þetta sé mjög lítill afurða- flokkur er það eftirtektarvert að þessar vörur hafa gengið vel frá áramótum og verið í stöðugri aukningu. Það bendir til þess að afurðir af þessu tagi eigi ákveðna möguleika ef rétt er á málum hald- ið. Síðast en ekki síst eru það svo ostarnir sem eru allir seldir af Osta- og smjörsölunni. Góð neysluaukning hefur orðið á bæði hefðbundnum ostum og nýjum sé- rostum á borð við Feta. Þá virðist ostasneiðing á föstum (gulum) osti, til þæginda fyrir neytendur, verða til þess að auka ostaneysl- una en frekar. Eins og þessi upptalning hér að ofan bendir til er framundan mikið þróunarstarf í flestum ef ekki öllum þeim afurðaflokkum sem við framleiðum. Virkt og markvisst þróunarstarf sem er unnið í nánum tengslum við mark- aðinn er einn af lyklum okkar að framtíðinni.“ Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri MS/MBF Virkt og markvisst þróunar- starf sem er unnið í nánum tengslum við markaðinn er einn af lyklum okkar að framtíðinni Bragðbættar mjólkur afurðir eru í góðum og miklum vexti. Í lok síðasta mánaðar voru liðin þrjú ár síðan veitingastaðurinn Skriðuland var opnaður. Skriðuland er í Saurbæjar- hreppi í Dalasýslu og eru eigend- ur hans Dórótea Sigvaldadóttir og Fannar Eyfjörð. Nú eru um fimm ár liðin síðan þau hjón fluttu í sveitina frá Akranesi en þá höfðu þau keypt samnefnda verslun, en húsakynnin á Skriðulandi tilheyrðu á sínum tíma Kaupfélagi Saurbæinga og hefur verið rekin þar matvöruverslun um áratugaskeið. ,,Okkur fannst vanta svona stað fyrir ferðaþjón- ustu sveitarinnar. Húsnæðið var fyrir hendi því verslunin var bara í hluta af gamla kaupfélagshúsinu en hitt nánast fullt af drasli og hafði ekki verið notað í mörg ár. En það var mikið átak bæði varðandi vinnu og peninga að laga þetta til þannig að hér væri hægt að taka á móti gestum, sagði Dórótea þegar tíðindamaður blaðsins kom við hjá henni á dögunum. Saurbæjarhreppurinn er ekki fjöl- menn sveit, með tæplega 90 íbúa. En Skriðuland er í þjóðbraut þeirra sem ætla út á Barðaströnd eða vestur á firði. Því er talsverð um- ferð einkum yfir sumarið og marg- ir sem staldra við. Veitingasalur- inn tekur um sextíu í sæti og er mjög smekklegur. Hvað stendur ferðalöngum til boða? ,,Hér er opið yfir sumarið frá kl. 9 árdegis til kl. 22, bæði veit- ingastaðurinn og búðin enda er þetta allt samliggjandi. En yfir vet- urinn er styttri opnunartími. Við erum með kaffi á boðstólum allan daginn og svo er matseðill þar sem allur hefbundinn matur stendur til boða og svo höfum við vínveit- ingaleyfi. Á tímabilinu 20. nóvember til áramóta erum við með ýmsar uppákomur hérna. Svo eru krakk- arnir í skólanum hér með tónleika og stundum fáum við tónlistar- menn til að spila, svo er ég með kaffihlaðborð af og til og þau hafa oft verið mjög vel sótt. Einnig tek ég að mér að sjá um veitingar við ýmis tækifæri t.d. voru Sniglarnir með samkomu hérna í sveitinni um síðustu helgi. Auðvitað byggist svona staður upp á sumar- umferðinni og hún er allt- af að aukast. Við kvörtum ekkert, það þýðir einfald- lega ekki neitt, enda erum við vön að reka eigin fyr- irtæki. Vorum með útgerð í Ólafsvík í 15 ár og nú rekur bóndinn vinnuvéla- fyrirtæki. Fyrirtæki hans heitir Skriðufell og er með gröfu og vörubílaút- gerð. Hann grípur nú í þetta með mér þegar ró- legt er hjá honum í vélun- um,“ sagði Dórótea að lokum. /ÖÞFannar og Dórótea við barinn í Skriðulandi. Veitingastaðurinn Skriðuland fagnar þriggja ára afmæli! Æðardúnn óskast Okkar vantar æðardún til útflutnings Vinsamlegast hafið samband og kynnið ykkur markaðsverð Xco ehf. Inn og útflutningur Vatnagörðum 28 104 Reykjavík Sími: 581-2388 Netfang: sre@xco.is  B+  I                       + ;  !"!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.