Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 5. júlí 2005
Á dómþingi í Héraðsdómi Reykjavíkur í
liðnum mánuði var kveðinn upp dómur í
máli Einars Svavarssonar og Sigríðar
Hermannsdóttur í máli gegn íslenska rík-
inu. Dómkröfur stefnenda voru þær aðal-
lega að viðurkennt yrði með dómi að
stefnandi, Einar Svavarsson, sem hand-
hafi beingreiðslna sauðfjárbúsins að
Hjallalandi, Sveinsstaðahreppi, Austur-
Húnavatnssýslu, ætti rétt til greiðslna úr
ríkissjóði, til jafns við aðra samkvæmt
reglum um úthlutun andvirðis 7500 ær-
gilda (nr. 967/2003). Til vara kröfðust
stefnendur þess að viðurkennt verði með
dómi að þeir ættu skaðabótarétt til
greiðslna úr ríkissjóði vegna áranna 2003
og 2004 til jafns við aðra rétthafa í sam-
ræmi við ásetning þeirra í sauðfé þessi ár
samkvæmt forðagæsluskýrslum.
Þá kröfðust stefnendur þess að stefnda
verði gert að greiða stefnendum málskostnað
að skaðlausu, þá einnig með tilliti til mála-
rekstrar á stjórnsýslustigi, eins og málið væri
eigi gjafsóknarmál. Dómkröfur ríkisins
voru þær aðallega að það yrði sýknað af öll-
um kröfum stefnenda.
Áttu ekki annarra
kosta völ
Stefnendur héldu
því m.a. fram að laga-
heimild hefði skort til
að mismuna sauðfjár-
bændum með þeim
hætti sem gert væri í
reglum nr. 967/2003.
„Heimild í fjárlögum
og skýringum við þau
dugi hér ekki til, auk
þess sem reglurnar
byggist ekki á mál-
efnalegum forsend-
um. Stefnendur uppfylli öll skilyrði regln-
anna til að fá greiðslur nema það að búa á
svæði sem skilgreint sé sem sauðfjársvæði.
Þeir eigi þess ekki kost að afla sér annarra
tekna en af sauðfjárbúskapnum. Bændur
sem búi á skilgreindu sauðfjársvæði, en að
öðru leyti við sömu aðstæður og stefnendur,
fái hins vegar greiðslur. Hér sé um að ræða
mismunun sem skýr rök hafi ekki verið færð
fyrir og brjóti hún í
bága við 65. gr. stjórn-
arskrárinnar. Því eigi
að víkja til hliðar b-lið
4. gr. reglnanna sem
bindi greiðslur við bú-
setu á sauðfjársvæði
samkvæmt 3. gr. og
þeirri grein í heild
sinni. Stefnendur eigi
því rétt á að fá greiðsl-
ur með sama hætti og
aðrir bændur sem þær
hafi fengið,“ eins og
segir í gögnum hér-
aðsdóms.
Styrkja átti byggðir - ekki einstaka bændur
Þar segir einnig: „Það er ljóst af umræð-
um á Alþingi ... og eins í skýringum við fjár-
lög fyrir árið 2003, að fyrir löggjafanum
vakti að styrkja ákveðnar byggðir en ekki
einstaka bændur með sérstöku framlagi.
Samkvæmt því sem kemur fram í skýringum
við fjárlög 2003, og öðrum gögnum málsins,
var framlagið miðað við hluta svokallaðra
beingreiðslna til sauðfjárbænda sem ríkið
hefði þurft að greiða samkvæmt samningi
um framleiðslu sauðfjárafurða frá 11. mars
2000, með gildistíma frá 1. janúar 2001 til
31. desember 2007, en þurfti ekki vegna
þess að það keypti 45.000 ærgildi af bænd-
um. Við þau kaup spöruðust samsvarandi
beingreiðslur. Skýringar við fjárlög 2003
verður að skilja svo að árlegur sparnaður
vegna kaupa ærgildanna hafi verið 78,8
milljónir, og mismunurinn á 37 og 78,8
milljónum, þ.e. 41,8 milljónir, hafi átt að
renna til þess að hækka beingreiðslur til
þeirra bænda sem rétt áttu á slíkum greiðsl-
um samkvæmt framangreindum samningi.
Nutu sauðfjárbændur því jafnt þessa sparn-
aðar að hluta til. Af gögnum málsins verður
helst ráðið, þótt ekki komi það glögglega
fram, að framlagið, u.þ.b. 37 milljónir króna
á ári, hafi átt að greiða í fimm ár, þ.e. árin
2003-2007.“
Í dómsorði segir að tilgangur löggjafans
hafi verið sá að styrkja byggðir en ekki ein-
staka bændur. Enda þótt fyrirkomulag á
greiðslu þessa framlags hafi í framkvæmd
nokkra mismunun í för með sér á milli ein-
stakra sauðfjárbænda verður að telja þá mis-
munun innan marka þess sem jafnræðisregla
stjórnarskrárinnar heimilar. Því var ríkið
sýknað af kröfum stefnenda.
Ný löggjöf innleidd á næsta ári
Ólafur Guðmundsson, forstöðu-
maður Aðfangaeftirlits, kynnti
áhrif þessara nýju reglna á fóður-
framleiðslu. Hann byrjaði á því að
fara yfir meginákvæði löggjafar-
innar sem tiltaka að fóður sé allt
sem fari ofan í skepnurnar, utan
lyf. Tryggja þurfi fóðuröryggi á
öllum stigum framleiðslu, dreif-
ingar og notkunar þannig að stuðla
megi að bættu öryggi varðandi
fóður og matvæli. Megin ábyrgðin
í þessum efnum hvílir á forstöðu-
mönnum fóðurfyrirtækja og skulu
þeir leggja fram fjárhagslegar
tryggingar fyrir því tjóni sem starf-
semi þeirra getur orsakað. Með
ábyrgðinni er átt við að þeir skuli
tryggja að fyrirtækið sé skráð eða
viðurkennt sem slíkt, að hafa að-
eins fóðurefni og fóður frá fóður-
fyrirtækjum sem hafa fengið við-
urkenningu - og ennfremur skulu
forstöðumennirnir bera ábyrgð á
að allar breytingar séu strax til-
kynntar þar til bærum aðilum.
Reglur þessar ná yfir alla bú-
fjáreigendur, fóðurframleiðendur
og fóðurverslun, geymslu og dreif-
ingu. Ennfremur ná reglurnar til
allra framleiðenda aukaafurða svo
sem afgangsbakkelsis, bjórhrats,
mysu og þvíumlíks. Hinir einu
sem eru Hinir einu sem eru þessum
nýju ákvæðum undanþegnir eru
þeir sem framleiða fóður handa
dýrum sem ætluð eru til einka-
neyslu. Til dæmis fyrir frístunda-
bændur og dýr sem ekki eru rækt-
uð til manneldis, til að mynda loð-
dýr og gæludýr. Eins ná reglurnar
ekki til frumfóðurframleiðslu í
litlu magni, það er til notkunar á
takmörkuðu svæði. Allir sem
höndla með fóður sem fellur undir
reglurnar þurfa að hafa virkt gæða-
kerfi og rekjanleiki fóðurs er mik-
ilvægur. Þessa löggjöf höfum við
Íslendingar yfirtekið og þurfum að
innleiða í byrjun næsta árs.
Sauðfjárbændur vel í stakk búnir
Sigurður Örn Hansson aðstoðaryf-
irdýralæknir fór yfir áhrif regln-
anna varðandi sláturhúsin í land-
inu. Hann benti á að Íslendingum
væri ekki skylt að innleiða nýjar
reglur varðandi búfjárafurðir en
þar sem mörg sláturhús séu með
útflutningsleyfi á markaði Evrópu-
sambandsins þurfi þau að aðlaga
sig nýjum reglum og vinna sam-
kvæmt þeim. Sigurður sagði að
með nýrri löggjöf væri meiri
áhersla lögð á skoðun lifandi dýra,
mikið væri lagt upp úr upplýsing-
um úr fæðukeðjunni, svo sem upp-
runa sláturdýra, heilsufar þeirra og
lyfjagjöf. Mikilvægt sé að slátur-
dýrin séu hrein og ennfremur er
lögð mikil áhersla á dýravernd.
Þessi aukna áhersla á fæðu-
keðjuupplýsingar þýðir að bóndi
þarf að skrá nauðsynlegar upplýs-
ingar og sláturleyfishafi þarf að fá
nauðsynlegar upplýsingar með
sláturdýrum. Síðan er það eftirlits-
dýralæknis að sannprófa að þessar
upplýsingar berist til sláturleyfis-
hafa.
Að sögn Sigurðar uppfylla þeir
sauðfjárbændur, sem taka þátt í
gæðastýringu, kröfur þessar. Öðru
máli gegni hins vegar með þá
bændur sem ekki taka þátt í gæða-
stýringu og er allt útlit fyrir að þau
sláturhús sem hafa leyfi til útflutn-
ings þurfi að hafna þeim bændum.
Eins gætu skapast vandamál með
skráningar á sjúkdómum og lyfja-
meðferð á hrossum. Enginn út-
flutningur er inn á ESB markað á
nautgripa-, svína-,
og alifuglakjöti
þannig að bændur
í slíkri framleiðslu
þurfa ekki að að-
laga sig breyttu
umhverfi, meðan
svo er.
Nauðsynlegt að
breyta lögum
Að mati Sigurðar
er nauðsynlegt að
breyta lögum um
dýravernd hér á
landi. Samkvæmt
löggjöfinni skulu
kjötskoðunarlækn-
ar fylgjast með að
öllum reglum um
dýravernd sé fylgt
en samkvæmt ís-
lenskum lögum
skal Umhverfis-
stofnun sjá um
þetta eftirlit. Hún
hefur ekki eftirlits-
kerfi til þess og
því er lagabreyt-
ingar þörf. Litlar
eða engar breyt-
ingar verða varð-
andi búnað eða
byggingar slátur-
húsa þar sem ís-
lenskar reglur taka mið af ná-
grannalöndum og minni breytingar
voru gerða á skoðun sláturafurða
en leit út fyrir í upphafi og eru ís-
lenskar reglur í öllum aðalatriðum
sambærilegar við reglur ESB.
Þar sem íslenskir dýralæknar
eru menntaðir við erlenda háskóla
standa Íslendingar vel að vígi í
sambandi við menntun eftirlits-
fólks. Sigurður benti þó á nauðsyn
símenntunar en embætti yfirdýra-
læknis hefur skipulagt nokkur slík
námskeið undanfarin ár. Einnig
gera nýju reglurnar auknar kröfur
til menntunar aðstoðarfólks sem
Sigurður segir nauðsyn að bæta en
embættið hefur einnig skipulagt
námskeið í þeim efnum. Löggjöfin
hefur því lítil áhrif á byggingar og
búnað, varðandi slátrunina sjálfa
og meðferð sláturafurða, en hins
vegar er breytinga þörf varðandi
fæðukeðjuupplýsingar og menntun
þeirra sem við eftirlitið starfa.
Áhrif á starf eftirlitsaðila
Í mjólkurframleiðslu á við, ekki
síður en í sláturhúsum, að þrátt
fyrir að Íslendingar séu ekki skyld-
ugir til að innleiða þessar reglur þá
eru sjö af níu mjólkurstöðvum
landsins á svokölluðum ESB lista
sem veitir leyfi til útflutnings og
því þurfa þessar stöðvar að vinna
samkvæmt nýju reglunum. Hall-
dór Runólfsson yfirdýralæknir
sagði helstu
markmið regln-
anna varðandi
mjólkurfram-
leiðslu vera að
tryggja neyt-
endavernd og
frjálst flæði
vöru. Mjaltir
eru skilgreindar
sem frumfram-
leiðsla og bera
framleiðendur
ábyrgð á rekstri
og afurð.
Halldór
sagði nýju regl-
urnar svipaðar
hinum eldri í
því sem sneri
að framleiðend-
um en hins veg-
ar munu þær
hafa áhrif á
starfsemi eftir-
litsaðila. Meiri
áhersla er lögð
á eftirlit og við-
brögð vegna
brota. Krafa er
gerð til eftirlits-
aðila um að
engin hags-
munatengsl séu
á milli þeirra og
framleiðandans. Að hans mati mun
íslensk mjólkurframleiðsla ekki
lenda í erfiðleikum í kjölfar þess-
ara breytinga.
Fóðurframleiðendur
þurfa aðlögun
Ljóst er að íslenskur landbúnaður
er nokkuð vel í stakk búinn til
þess að takast á við breytt reglu-
gerðaumhverfi, sérstaklega sá
hluti hans sem mun þurfa að inn-
leiða nýju reglurnar. Fóðurfram-
leiðendur munu þurfa að aðlaga
sig breyttum reglum og einnig
þeir sauðfjárbændur, sláturhús og
mjólkurframleiðendur sem hafa
leyfi til útflutnings á ESB mark-
að. Það virtist mat flestra á mál-
þinginu að Íslendingar væru
nokkuð vel í stakk búnir til að að-
lagast þessu nýja umhverfi, en
einna helst væru það eftirlitsaðilar
sem þyrftu að gera ráðstafanir til
að standast þessar nýju reglur.
Málþing um nýjar Evrópureglur um framleiðslu
og heilbrigðiseftirlit í matvælaframleiðslu
Íslenskur landbúnað-
ur vel í stakk búinn
Á dögunum var haldið í Reykjavík fjölmennt málþing um nýjar reglur ESB
um framleiðslu og heilbrigðiseftirlit með matvælum. Meðal fyrirlesara var
Ronald Dwinger sem starfar hjá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins
í Brussel. Ronald fjallaði um eftirlit með framleiðslu matvæla úr
dýraríkinu en hann var gestur Embættis yfirdýralæknis sem stóð fyrir
málþinginu. Frá vinstri: Ólafur Oddgeirsson, Sigurður Örn Hansson,
Ólafur Guðmundsson, Ronald Dwinger og Halldór Runólfsson.
Þar sem Ísland hefur
innleitt löggjöf ESB um
fóður munu nýjar regl-
ur á því sviði verða
innleiddar hér á landi.
Hins vegar hefur Ís-
land stöðu sem þriðja
ríki gagnvart ESB
varðandi búfjárafurðir
og þarf því ekki endi-
lega að innleiða reglur
þar að lútandi. Þó er
það svo að mörg slát-
urhús hér á landi og
flest mjólkurbúin hafa
útflutningsleyfi á Evr-
ópumarkað og þurfa
því að lúta reglum
sambandsins.
Ádögum stóð embætti yfirdýralæknis fyrir málþingi á HótelSögu. Þar var fjallað um nýjar reglur Evrópusambandsins viðframleiðslu og heilbrigðiseftirlit með matvælum en reglur
þessar taka gildi í ESB löndum 1. janúar á næsta ári og líklega stuttu
seinna í aðildarlöndum EFTA og EES. Á málþinginu var gerð grein
fyrir löggjöfinni og helstu nýjungum og ræddu þeir Ólafur Guð-
mundsson, Sigurður Örn Hansson og Halldór Runólfsson áhrif lög-
gjafarinnar hér á landi. Einnig voru viðruð viðhorf Bændasamtak-
anna, sláturleyfishafa og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.
Ríkið sýknað af kröfu bónda í Húnavatnssýslu