Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 36
36 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Til að tryggja meyrt og ljúfengt dilkakjöt með eðlilegt geymsluþol er lykilatriði að við slátrun séu fyrir hendi þeir þættir sem tryggja eðlilegar efnabreytingar í kjötinu á fyrstu klukkustundum eftir slátrun. Þá umbreytist hluti af auðleyst- asta orkuforða vöðvanna í mjólkursýru í vöðvunum og sýrustig lækkar sem trygg- ir eðlilegt geymsluþol kjötsins. Verði mis- brestur á þessu verður sýrustig í vöðvum of hátt og geymsluþolið skert. Haustið 2004 vann MATRA (Matvæla- rannsóknir á Keldnaholti) að frumkvæði LS víðtæka könnun á sýrustigi í dilkakjöti í sláturhúsum víða um land. Þetta var gert vegna þess að vísbendingar voru um breyt- ingar í þessum efnum á síðustu árum. Í þessari rannsókn voru valdir skrokkar af bú- um þar sem um leið voru fyrir hendi mjög ítarlegar upplýsingar sem aflað var um með- ferð lambanna fyrir afhendingu á sláturbíl, flutning þeirra að sláturhúsi og meðferð í sláturrétt. Í sem stystu máli þá hafa niðurstöður úr þessari rannsókn sýnt að hátt sýrsustig er þáttur sem verður að huga að og vera á verði gegn að komi fram sem vandamál í dilka- kjöti. Um leið er ljóst að þetta vandamál á sér ákaflega margþættar orsakir og útilokað er að greina nokkurn einn ráðandi áhrifaþátt um að hlutir fara úrskeiðis. Það er hins veg- ar ljóst að allir þætti sem skapa streitu hjá lömbunum fyrir slátrun, sem veldur því að þau ganga hratt á auðleystan orkuforða fyrir slátrun, eða þættir sem leiða til of lítillar orku í vöðvunum hjá gripnum eru miklir áhættuþættir. Vegna umræðu um þessi mál er ástæða til að nefna að alls ekki var hægt að finna að langar flutningavegalengdir ein- ar og sér væru mikill áhrifavaldur. Hærra sýrustig mældist oft í skrokkum af lömbum sem komu frá búum í næsta nágrenni slátur- húsa en frá búum þar sem fé var flutt mörg hundruð kílómetra til slátrunar á sama tíma. Það virðist einnig mega greina að veru- legur hluti áhættuþáttanna tengist meðferð lambanna heima á búinu áður en þau eru af- hent á sláturbíl. Um leið er samt rétt að und- irstrika að góðir flutningar og meðferð í sláturrétt eru þættir sem hvergi má slaka á kröfum um. Góð samvinna framleiðenda, flutningsaðila og sláturhúsanna verður ætíð lykilatriði til að tryggja gæði. Þannig verða framleiðendur t.d. ætíð að hafa skýrar upp- lýsingar frá sláturhúsunum sem þeir geti treyst um hvíldartíma lambanna þar. Athygli er hins vegar vakin á þessu hér til að hvetja bændur til að vanda sem kostur er meðferð lambanna fyrir slátrun. Vegna þess hve þættir heima á búinu skipta miklu máli verða framleiðendur að vera hér á verði. Lykilatriði er að lömbin séu í góðu næringarástandi þannig að þau hafi nægan auðleystan orkuforða í vöðvum við slátrun. Svelti fyrir slátrun umfram einn og hálfan sólarhring er líklegt að virki neikvætt í þess- um efnum. Nauðsynlegt er í þessu sambandi að skoða í samhengi þann tíma sem lömbin eru án fóðurs heima á búinu fyrir flutning, flutningstímann og biðtíma í sláturhúsi. Ákaflega mikilvægt er að lömbin séu út- hvíld og róleg áður en þau fara á sláturbíl, sé forðað frá allri streitu. Aldrei má henda að lömb séu send til slátrunar beint eftir langan rekstur eða fjárrag. Í þessu samband má einnig benda á vegna flutninga að vís- bendingar eru um að löng bið á sláturbílum meðan verið er að safna viðbótarfé á þá sé til mikilla óþurfta í þessum efnum. Mikil- vægi þess að fjárflutningar séu skipulagðir þannig að þeir tryggi ró hjá lömbunum með- an á flutningum stendur verður aldrei of- metið. Meginatriði er að tryggja að sláturlömb séu í góði næringarástandi, úthvíld og róleg þegar þau eru sett á sláturbíl. Á þenn hátt hefur fjárbóndinn lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt dilkakjöt verði um ókomin ár gæðavara sem allir neytendur treysta. /JVJ Þrjú lykilatriði * Góð hvíld * Forðast alla streitu * Gott næringarástand (næg auðleyst orka í vöðvunum við slátrun) Meðferð lamba fyrir slátrun Eitt sterkasta vopn íslenskrar dilkakjötsframleiðslu er að í augum neytenda eru gæði dilkakjötsins mikil og þeim má treysta. Fátt er sauðfjárræktinni mikilvægara en geta staðið vörð um og viðhaldið þessari jákvæðu ímynd. Bændur sem sauðfjárrækt stunda þekkja það að frá haust- inu 1998 hafa verið unnar á vegum búnaðarsambandanna afkvæmarannsóknir á hrútum eftir ákveðnum reglum sem fagráð í sauðfjárrækt hefur mótað. Árangur af þessu starfi er víða feikilega mikill. Með vali á grundvelli niðurstaðna hafa bændur stóraukið kjötgæði ís- lensks dilkakjöts á fáum árum. Í þessum rannsóknum eru niður- stöður úr kjötmati og ómsjármæl- ingum sameinaðar í heildarmat fyrir afkvæmahóp hvers hrúts. Rétt er að undirstrika það að þess- ar rannsóknir beinast aðeins að kjötgæðum en að sjálfsögðu eru margir fleiri eiginleikar sem taka verður tillit til í ræktunarstarfinu. Æskilegt er að sem flestir hrútar séu í slíkri rannsókn á hverju búi sem tekur þátt í þessu starfi vegna þess að eftir því sem hrútarnir eru fleiri skapast að sama skapi meiri möguleikar á vali á grundvelli niðurstaðna. Það er ljóst að afkvæmarannsókn er talsvert kostnaðarsöm aðgerð og þess vegna er alveg ljóst að þessi úrvalsaðferð á því aðeins rétt á sér að mögulegt sé að nýta niðurstöð- urnar þegar þær liggja fyrir til úr- vals úr hrútahópnum. Þess vegna þarf hrútahópurinn í rannsókn í flestum tilvikum að lágmarki að telja fimm til sjö hrúta. Í þessum rannsóknum er gert ráð fyrir að niðurstöður ómsjár- mælinga og stigunar liggi fyrir hjá að lágmarki átta lömbum und- an hverjum hrúti og eru gerðar kröfur til að þar sé unnið með lömb af aðeins öðru kyni, þ.e. annaðhvort hrúta eða gimbrar. Þetta er gert til að ekki þurfi að leiðrétta mælingar vegna áhrifa af kynjamismun. Framleiðnisjóður landbúnað- arins mun líkt og áður styrkja rannsóknir sem uppfylla tiltekin skilyrði. Þar er um að ræða tvo flokka, það sem við höfum kallað minni rannsóknir og eru þá fimm til sjö hrútar í rannsókn á búinu, en einnig stærri rannsókn og eru þá átta hrútar eða fleiri með full- gildar niðurstöður í rannsókninni á búinu. Ástæða er að hvetja alla sauð- fjárræktendur til að skoða þátt- töku í þessu starfi. Séu niðurstöð- ur nýttar á réttan hátt munu rann- sóknirnar skila verulegum ár- angri, en þær eiga því aðeins rétt á sér að verið sé að nýta niðurstöð- ur í virku ræktunarstarfi. Rétt er að minna á það að búnaðarsamböndin munu yfirleitt gera kröfur um að vorbók hafi verið skilað til uppgjörs hjá BÍ til að vinna afkvæmarannsókn. Þannig eru allar grunnupplýsingar fyrir hendi í tölvum búnaðarsam- bandanna þegar að vinnunni kem- ur. Þá skal á það minnt að búnað- arsamböndin munu einnig að- stoða við uppgjör á afkvæma- rannsóknum sem aðeins byggja á niðurstöðum úr kjötmati slátur- lamba. Slíkar rannsóknir er mjög auðvelt að vinna ef fyrir liggja skráðar upplýsingar frá vorinu og sláturupplýsingar má orðið sækja á flestum stöðum á tölvutæku formi til sláturleyfishafa. /JVJ Afkvæmarannsóknir á hrútum á vegum búnaðarsambandanna haustið 2005 Hrútar í fjárhúsinu á Ærlæk. Þeir eru í sérstakri afkvæmarannsókn fyrir sauðfjársæðingarstöðvarnar. Burðarás þessarar ráðstefnu má segja að hafi verið notkun sneiðmyndatækja í rannsókn- um á kjötgæðum og nýting á þeirri tækni í kynbótastarfi. Þetta mun í fyrsta sinn sem þeir sem einkum hafa starfað að slíkum rannsóknum koma saman og bera saman bækur sínar. Það var að sjálfsögðu mjög vel til fundið að halda slíkan fund í minningu Skjervolds vegna þess að hann var sá sem hóf notkun á þessari tækni í búfjárrækt í heim- inum fyrir rúmum tveimur ára- tugum. Fyrstu árin beindust rann- sóknir mikið að ýmsum tækniat- riðum sem þurfti að leysa til að nýta þessa tækni á þennan hátt. Á seinni árum er hins vegar búið að nýta tæknina í feikilega áhuga- verðum rannsóknarverkefnum sem mörg voru kynnt þarna. Auk þess er farið að nota þessa tækni í hagnýtu ræktunarstarfi og nokkur reynsla er þar þegar fyrir hendi sem þarna var gerð grein fyrir. Slíkt starf er eingögngu bundið við Bretland, Noreg og Nýja-Sjá- land. Þessi tækni er mjög dýr í notkun og var greinilegt að skoð- anir voru eitthvað skiptar meðal þeirra sem hafa unnið að notkun hennar í ræktunarstarfi um hver þróunin yrði á næstu árum. Auk þess er tækið ekki færanlegt þannig að gripi þarf að flytja að tækjunum til mælinga. Slíkt krefst sérstaks skipulags. Auk þessa sem var þunga- miðja ráðstefnunnar var þarna fróðlegt erindi um þróun markað- ar fyrir dilkakjöt í Noregi, sem ásamt Íslandi er hið eina af Norð- urlöndunum sem enn er með dilkakjötsframleiðslu sem hægt er að ræða um. Mjög áhugaverð er- indi voru um þróun í fjárbúskap og sauðfjárræktarstarfi í stóru framleiðslulöndunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, en sérstaklega í Ástralíu eru að gerast ótrúlegar breytingar í þeim efnum. Einnig voru nokkur erindi um ræktunar- skipulag í sauðfjárrækt. Norð- menn kynntu þarna hugmyndir um blendingsrækt í sauðfjárrækt með notkun á sérstökum línum af fé sem eingöngu er ræktað með tilliti til kjötgæða. Áhugavert er að velta þessum hugmyndum frænda okkar ögn nánar fyrir sér þar sem þeir um sumt búa við þann sauðfjárbúskap sem mest líkist þeim íslenska. Með haustinu verður reynt að kynna eitthvað af því forvitnilega efni sem þarna rak á fjörur okkar með stuttum pislum um nokkur af erindum sem þarna voru flutt. /JVJ Ráðstefna um kjötgæði sauðfjár í Noregi Dagana 2. og 3. júní var haldin að Hamri í Noregi alþjóðleg ráð- stefna um kjötgæði sauðfjár. Þarna voru um 60 þátttakendur frá Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskaland, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Héðan frá Íslandi voru auk mín mætt þarna Emma Eyþórsdóttir og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson. Ráðstefna þessi er í flokki slíkra sem tengdar eru minningu Haralds Skjervold, sem lengi var prófessor í búfjárkynbótum við Landbúnaðarháskólann á Ási og mótaði norska búfjárrækt um áratuga skeið meira en nokkur annar einstaklingur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.