Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 5. júlí 2005 31
Fréttir og tilkynningar af ýmsu sem
varðar matvælaöryggi og
dýraheilbrigði
www.yfirdyralaeknir.is
Hefur þú áhuga
á landbúnaði?
Vilt þú verða búfræðingur?
Starfsmenntanám - búfræðibraut
Umsóknarfrestur rennur út 15. júlí
Markmið búfræðinámsins er að auka þekkingu og færni
nemenda til að takast á við alhliða landbúnaðarstörf og
búrekstur.
Sérstök áhersla er lögð á greinar eins og Sauðfjárrækt,
Nautgriparækt og Hrossarækt!
Inntökuskilyrði eru 18 ára aldur, reynsla af
landbúnaðarstörfum og minnst 36 einingar í
grunnáföngum framhaldsskóla.
Upplýsingar eru veittar í síma 860-7302 (kennslustjóri)
eða 843-5332 (námsbrautarstjóri)
„Spatt er slitgigt í flötu liðum
hækilsins sem einkennist af
brjóskeyðingu og kölkun lið-
anna,“ segir Sigríður Björns-
dóttir, dýralæknir hrossa-
sjúkdóma. „Kalkanir í þessum
liðum geta valdið helti eða stirð-
leika í afturfótum en gera það
ekki alltaf þar sem afar lítil
hreyfing á sér stað í þessum lið-
um en þeirra hlutverk er fremur
að dempa högg. Spatt er algeng-
asta orsök afturfótahelti hjá ís-
lenskum hrossum og raunar sá
sjúkdómur sem algengast er að
leiði til þess að hross eru felld
um aldur fram hér á landi.“
Tillaga dýralæknis hrossasjúk-
dóma um aðgerðir til að lækka
tíðni á þessum hvimleiða sjúkdómi
var samþykkt af Fagráði í hrossa-
rækt og komu aðgerðirnar til fram-
kvæmda nú í vor.
Sigríður segir að rannsóknir
hafi leitt í ljós að veikleikinn fyrir
sjúkdómnum sé arfgengur og er
talið að helsta ástæða hans sé
óstöðugleiki í flötu liðum hækils-
ins, huganlega vegna óheppilegrar
byggingar. Nauðsynlegt er að beita
röntgenmyndatöku við greiningu á
sjúkdómnum og hefur tíðni röntg-
enbreytinga verið metin um 30% í
6-12 vetra gömlum reiðhrossum.
Tíðnin er mjög háð aldri og hækk-
aði línulega úr 18,4% hjá 6 vetra
gömlum hrossum í 54,2% hjá 12
vetra gömlum hrossum. Arfgengi
hinnar aldurstengdu áhættu á að fá
spatt var metið 33% og því blasir
við að tækifæri eru til að lækka
tíðni sjúkdómsins í íslenska
hrossastofninum með kynbótum.
Í vor ákvað Fagráð í hrossa-
rækt að farið yrði fram á röntgen-
myndatöku af hæklum á öllum 5
og 6 vetra stóðhestum sem koma
til kynbótadóms og upplýsingar
um niðurstöðu þeirrar skoðunar
gerðar opinberar í gagnabankanum
Worldfengur.com. Skoðanir þessar
fara fram hjá dýralæknum um allt
land en aflestur myndanna er sam-
ræmdur fyrir skráningu. „Rækt-
endur fá með þessum hætti tæki-
færi til að taka tillit til þessa mikil-
væga þáttar í ræktuninni enda hef-
ur þessi sjúkdómur víða valdið
umtalsverðum búsifjum,“ segir
Sigríður.
Því er fylgt strangt eftir að
reglur þessar gildi um alla stóð-
hesta, á þessum tiltekna aldri, sem
koma til sýningar og hefur það
gengið eftir að allir sýndir hestar
hafa verið myndaðir. Eigendum er
þó frjálst að draga hesta úr sýningu
ef þeir reynast vera með spatt og er
þá ekki skylt að skrá niðurstöðuna
opinberlega.
Miðað við þá þekkingu sem nú
liggur fyrir um arfgengi sjúkdóms-
ins má gera ráð fyrir að hægt verði
að ná umtalsverðum árangri í að
lækka tíðni sjúkdómsins á 4 kyn-
slóðabilum. Til þess að það megi
heppnast verða menn að varast að
nota stóðhesta og hryssur sem
greinast ung með spatt til ræktun-
ar. Ekki er talin hætta á að þessar
aðgerðir gegn spatti komi niður á
öðrum erfðaframförum svo nokkru
nemi.
Nú er einnig verið að vinna í
því að koma á samræmdri skrán-
ingu hrossasjúkdóma. „Samræmd
skráning hrossasjúkdóma og auð-
vitað allra búfjársjúkdóma er hugs-
uð sem grunnur til að meta þörf á
fyrirbyggjandi aðgerðum og hvaða
aðgerðir séu vænlegastar til árang-
urs. Slíkur grunnur getur gefið
miklar upplýsingar um orsakir
sjúkdóma og faraldsfræði. Einnig
skiptir máli að framundan er
skylduskráning á allri lyfjameð-
höndlun til að tryggja að framhald
geti orðið á útflutningi á hrossa-
kjöti.
Menn verða auðvitað að hafa í
huga að hrossarækt er langtíma-
verkefni og það er okkar skylda að
rækta hraustan og endingargóðan
hrossastofn,“ segir Sigríður
Björnsdóttir að lokum.
Fagráð samþykkir tillögu
dýralæknis hrossasjúkdóma
um aðgerðir gegn spatti
Heyvinnuvélatindar,
hnífar og festingar
áratuga reynsla
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Heimasætan, Erla Jóhannsdóttir, á Sólheimum í Hrunamannahreppi var
harla ánægð er hún skoðaði folald sem henni fæddist sólríkan júnídag
fyrir skemmstu. Folinn sem er aðeins nokkurra klukkustunda gamall á
myndinni er undan hinum fræga Rökkva frá Hárlaugsstöðum og mikilli
uppáhaldshryssu Erlu, Ljóradótturinni Glóu frá Sólheimum, og á hann án
efa eftir að gleðja eigandann enn frekar þegar kemur að því að setja á
hann hnakkinn í framtíðinni. Bændablaðsmynd: Hulda G. Geirsdóttir
Fyrstu skerfin
Landbúna›arháskóli
Íslands
A›alstö›var:
Hvanneyri • IS 311 Borgarnes • Ísland
Sími: (+354) 433 5000 • Fax: 433 5001 • Netfang: lbhi@lbhi.is • www.lbhi.is