Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 5. júlí 2005 23 Ótrúlegt verð Gæði á góðu verði „Aðildarfélög Skógræktarfé- lags Íslands eru nú 59 að tölu með tæplega átta þúsund fé- lagsmenn. Síðustu vikurnar hefur félagsmönnum fjölgað um rúmlega sex hundruð, en það er einmitt eitt af áhersluat- riðum félagsins á afmælisárinu að fjölga félögum í hreyfing- unni. Skógræktarhreyfingin er nú lang fjölmennasta umhverf- isbótahreyfing í landinu. Skóg- rækt skógræktarfélaganna hef- ur miðað vel áfram og félögin hafa komið upp skógarreitum við flesta þéttbýlisstaði landsins sem henta vel til útivistar og eru notaðir í vaxandi mæli af íbúum byggðanna og ferða- mönnum. Talið er að á vegum skógræktarfélaganna hafi verið plantað um 40 milljónum plantna í um 230 skógarreiti sem þekja um 200.000 hektara lands. Margir þessara skógar- reita eru nú vinsælustu útivist- arsvæðin í viðkomandi byggð. Það má því með sanni segja að menningin vaxi í lundi nýrra skóga eins og Hannes Hafstein sá fyrir sér í margrómuðu alda- mótakvæði fyrir rúmlega eitt hundrað árum,“ sagði Magnús Jóhannesson, formaður Skóg- ræktarfélags Íslands, þegar 75 ára afmælis Skógræktarfélags Íslands var minnst í Vinaskógi þann 25. júní að viðstöddum fjölda góðra gesta. Um framtíðarverkefni og áherslur Skógræktarfélags Ís- lands sagði Magnús að það væri að vera „bakhjarl skóg- ræktarfélaganna og styðja starfsemi þeirra bæði faglega og eftir atvikum fjárhagslega, en félögin sjá um að koma markmiðum félagsins til fram- kvæmda. Svo mun verða áfram. Þó að nýgróðursetning- ar verði með svipuðum hætti og verið hefur er augljóst að vöxt- ur skóganna kallar á nýjar áherslur félaganna í grisjun, stígagerð og betri aðkomu fyrir almenning til að njóta skógar- reitanna. Einnig er mikilvægt að félagið haldi uppi almennri fræðslu um skógrækt, bæði gildi skógræktar og leiðbeining- um um skógrækt og stuðlaði þannig að enn meiri þátttöku almennings og fyrirtækja í upp- græðslu landsins. Þá mun félag- ið leggja sitt af mörkum til að uppeldisgildi skógræktar fái notið sín enn betur fyrir ungu kynslóðina.“ Skógræktarfélag Íslands 75 ára Vöxtur skóganna kallar á nýjar áherslur fé- laganna í grisjun, stígagerð og betri aðkomu fyrir almenning til að njóta skógarreitanna - sagði Magnús Jóhannesson formaður í hátíðarræðu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.