Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 05.07.2005, Blaðsíða 1
Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Næsta blað kemur út 30. ágúst. Upplag Bændablaðsins 13.749 Þriðjudagur 5. júlí 2005 13. tölublað 11. árgangur Blað nr. 221 Hormónagjöf bönnuð og fóðrið lyfjalaust Reiðskóli fyrir Bandaríkjamenn! Sjá blaðsíðu 42 Meðferð lamba fyrir slátrun 367 Stórsöngvari í Húnaþingi Bændablaðið í sumarleyfi Starfsmenn Bændablaðsins halda nú út í sumarið. Þeir koma aftur til starfa 15. ágúst en fyrsta blað eftir sumarfrí kemur út 30. ágúst. Skrifstofur BI lokaðar vegna sumarleyfa Skrifstofur Bændasamtaka Íslands verða lokaðar vegna sumarleyfa starfsmanna dagana 18.-29. júlí nk. Bbl./Jón Eiríksson „Í hagsmunagæslu minni fyrir jarðeigendur vítt og breitt um landið hef ég rekið mig á það að bætur boðnar af Vegagerðinni vegna vegalagningar um lönd jarða, hvort sem um endurlagn- ingu þjóðvega eða nýfram- kvæmdir er að ræða, eru því miður sjaldnast fullnægjandi og munar þar oft verulegu, svo sem þessi dæmi sýna,“ sagði Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og lektor við lagadeild Háskóla Íslands, í samtali við Bænda- blaðið. Karl rak mál þriggja jarðeig- enda á Austurlandi gegn Vega- gerðinni og hefur Matsnefnd eign- arnámsbóta kveðið upp úrskurði í þeim. „Í öllum tilvikum eru úr- skurðaðar bætur verulega hærri en þær bætur sem Vegagerðin hafði boðið og er sá munur allt að tífald- ur þegar mest er. Þá er í öllum málunum, gegn mótmælum Vega- gerðarinnar, fallist á að viðkom- andi jarðeigendum beri bætur fyrir malarefni úr jarðgöngum, sem um og undir landi þeirra liggja,“ sagði Karl. Vegagerðin bauð á sínum tíma eiganda jarðarinnar Horns í Horna- firði rétt röskar 418 þúsund krónur en úrskurðaðar bætur og samn- ingsbætur námu samtals kr. 2.769.000 auk kostnaðar. Vega- gerðin bauð eiganda jarðarinnar Syðri-Fjarðar í Hornafirði rúmlega 311 þúsund en eftir að Karl hafði rekið málið fyrir eigandann voru úrskurðaðar bætur rétt tæpar þrjár milljónir auk kostnaðar. Hið sama gerðist í máli eigenda jarðarinnar Sléttu í Fjarðarbyggð en þar bauð Vegagerðin upphaflega rétt rúma milljón en úrskurðaðar bætur og samningsbætur námu samtals kr. 5.736.460 auk kostnaðar. Karl segir að framboðnar bæt- ur Vegagerðarinnar hafi lækkað hlutfallslega á liðnum árum, samanborið við þróun jarðaverðs. „Það bætir heldur ekki stöðuna að í mars gekk dómur í svokölluðu Þjórsártúnsmáli sem í raun sýnist ganga þvert á þá þróun í landverði og verðmætasköpun á jörðum sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Ég rak það mál fyrir jarðeigendur, sem nú íhuga málsmeðferð fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu,“ sagði Karl og hann vildi að lokum upplýsa að jarðeigendur eiga rétt á því að fá bættan allan nauðsynleg- an kostnað sem þeir verða fyrir af þessum sökum - þar á meðal lög- mannskostnað. Er slíkt ekki ein- skorðað við kostnað af eignarnámi, samningaumleitunum og/eða rekstri máls fyrir Matsnefnd eign- arnámsbóta, heldur nær slík greiðsluskylda ríkis, stofnana þess Bætur Vegagerðarinnar ganga þvert á þróun í landverði og verðmætasköpun á jörðum Mörg dæmi um að mála- rekstur margborgi sig Framhald á bls. 33 Í ágúst árið 2003 var í fyrsta sinn blásið til keppni um titilinn hrútameistari sauðfjársetursins hjá sauðfjársetrinu á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. Þessi sam- koma var endurtekin árið 2004. Nú er ráðgert að halda slíka há- tíð í þriðja sinn 21. ágúst næst- komandi. Full ástæða er til að hvetja sauðfjárbændur og alla aðra vel- unnara íslensku sauðkindarinnar til að mæta á þessa samkomu sem ætti að hafa alla möguleika til að vaxa og verða sumarhátíð ís- lenskra sauðfjárbænda. Hjónin Jón Jónsson og Ester Sigfúsdóttir hafa unnið ómetanlegt brautryðjendastarf með uppbygg- ingu og starfrækslu sauðfjárseturs- ins á Ströndum. Enginn áhugamaður um ís- lenskt sauðfé sem á leið um þessar slóðir má láta hjá líða að koma við og skoða hina umfangsmiklu og vönduðu sýningu um sauðfjárrækt sem þarna er allt sumarið í félags- heimilinu í Sævangi. Þar hefur með safni muna og minja sem tengjast fjárbúskap auk mikils myndasafns verið sett upp yfir- gripsmikil sýning sem bregður ljósi á þann þátt sem sauðfjárbú- skapur hefur í aldanna rás átt í uppbyggingu atvinnulífs og sam- félags á þessu svæði, líkt og á mörgum öðrum stöðum á Íslandi. Óvíða eru samt áhrifin meiri en á Ströndum vegna þess að þar hefur sauðfé verið burðarás atvinnulífs- ins frá upphafi byggðar. Sjá nánar á bls. 32 Hátíð sauðfjársetursins á Kirkjubóli Góð aðsókn að búfræði- braut LBHÍ Umsóknarfrestur um nám á bú- fræðibraut rennur út um miðj- an mánuðinn og er að sögn Sverris Heiðars, námsbrautar- stjóra á Hvanneyri, góð aðsókn að brautinni. Um sl. mánaða- mót luku um 20 búfræðinemar námsdvölinni, en þeir höfðu verið í henni á vegum skólans síðan í byrjun apríl. Lauk þá fyrra námsári búfræðinámsins hjá þeim. Þar er á ferðinni skemmtilegur hópur ungs fólks með brennandi áhuga á náminu og landbúnaðinum yfirleitt! Þá hefur fjarnám við brautina ver- ið í sókn undanfarin ár og er sí- fellt stærri hópur starfandi bænda að bætast í hóp ánægðra viðskiptavina skólans með því að stunda fjarnám við brautina. Ný lög um olíugjald sem tóku gildi nú um mánaðamótin hafa talsverð áhrif á búrekstur. Sig- urgeir Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands, segir bændur í talsverðum mæli hringja á skrif- stofu samtakana til að spyrjast fyrir um hvernig þessi breyting hafi áhrif á rekstur þeirra. Sigurgeir segir að eft- ir sem áður verði dísilol- íu dreift á heimilistanka hjá þeim sem slíka hafa. Olían verður lituð og eingöngu til notkunar á landbúnaðarvélar. Bændasamtökin hafa verið í við- ræðum við fjármálaráðuneytið um þessi mál og þær hafa leitt í ljós að engar undanþágur verði veittar til þess að leyfa notkun litaðrar olíu á bíla. Hins vegar hefur ráðuneytið lofað að halda áfram endurgreiðslum hliðstæðum þeim sem í gildi voru, þar sem bænd- ur fá helming þungaskatts endurgreiddan. Reglur eru ekki full- mótaðar í þessum efnum en allar líkur eru á að kerfið verði svipað og verið hefur; það er að bændur geti óskað eftir afslætti á sínu skattframtali. Sigur- geir segist vona að kerfið verði þannig að vel megi við una. Olíugjald í gildi um mánaðamótin Bændur fá endurgreiðslur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.