Bændablaðið - 29.04.2008, Qupperneq 2
2 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008
Fréttir
Frá aðalfundum
eggja- og kjúkl-
ingabænda
Aðalfundur Félags eggjafram-
leiðenda var haldinn 21. apríl
síðastliðinn.
Gestir fundarins voru Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir og Sig-
urður Eyþórsson framkvæmda-
stjóri.
Stjórn Félags eggjaframleið-
enda skipa: Þorsteinn Sigmundsson
Elliðahvammi, formaður. Geir
Gunnar Geirsson, Gísli Grímsson,
Jón Hermannsson og Haukur Hall-
dórsson.
Aðalfundur Félags kjúklinga-
bænda var haldinn 21. apríl síðast-
liðinn.
Ný stjórn var kjörinn og skipt-
ir hún með sér verkum. Formaður
stjórnar er Skúli Einarsson Tann-
staðarbakka. Meðstjórnendur: Jón
M. Jónsson, Matthías H. Guð-
mundsson, Helga Hólm og Eggert
Gíslason.
Framkvæmdastjóri Félags
eggjaframleiðenda og Félags kjúk-
lingabænda er Hildur Traustadóttir.
Með hækkandi sól margfaldast
notkun á gasi þegar fólk fer í úti-
legu, hvort heldur er á bílum með
húsvagna, fellihýsi eða tjaldvagna
í eftirdragi, eða bara í tjaldi upp
á gamla mátann. Því miður hafa
alvarleg slys átt sér stað vegna
þess að fólk hefur ekki farið rétt
að við notkun á gasi.
Bændablaðið ræddi við Ágúst
Ágústsson hjá Vinnueftirliti ríkisins
um þessi mál. Vinnueftirlitið hefur
eftirlit með ákveðnum atriðum er
varða notkun á gasi. Ágúst segir
Vinnueftirlitið sjá um að gaskút-
arnir séu eftir lögum og reglum og
sömuleiðis áfyllingarstöðvarnar,
sem sjá um að fylla á kútana. Hann
segir nú aðallega tvær stöðvar sjá
um áfyllingu á gaskúta, en það eru
Gasfélagið og Ísaga. Vegna þess,
hve reglur um gasáfyllingu séu orð-
nar stífar, hafi stöðvunum fækkað.
Reglur um gaskúta
Til eru reglur um kútana sjálfa og
eru þeir skoðaðir einu sinni á ári og
séð um að allt sé eins og það á að
vera. Áfyllingarstöðvarnar þurfa
að fara eftir ákveðnum reglum
þegar kútar koma inn til áfyllingar.
Kannað er hvort allt sé eins og það
á að vera með ástand kútanna, bæði
aldur þeirra og útlit, og hvort þeir
hafi orðið fyrir hnjaski. Ágúst segir
að þótt menn haldi að gaskútar end-
ist í það óendanlega sé raunin sú,
að þeir endist ekki nema í 10 ár eða
svo.
Vinnueftirlitið hefur sem sé
eftirlit með kútunum, áfylling-
arstöðvunum og öllum gaslögnum,
þar sem þarf að fara eftir ákveðnum
reglum og stöðlum. Varðandi inn-
flutning á gastækjum eru til reglur
„um tæki sem brenna gasi“.
Vinnueftirlitið hefur eftirlit með
þessum tækjum, fer í þær verslanir,
sem selja búnaðinn, skoðar hann og
gerir kröfur um að honum fylgi leið-
beiningar á íslensku. Leiðbeiningar
á íslensku eiga að fylgja öllum
gasbúnaði, hvaða hluta af honum
sem er. Vinnueftirlitið hefur einnig
eftirlit með atvinnueldhúsum sem
nota gaseldavélar. Séð er til þess að
þar séu gasskynjarar, rétt loftræst-
ing og fleira.
Eldvarnaeftirlitið
Þegar kemur að einstaklingum úti í
bæ lýkur valdsviði Vinnueftirlitsins
og við tekur Eldvarnaeftirlit
Brunamálastofnunar. Ef menn
setja upp gaseldavélar heima hjá
sér eru til sérstakar reglur hjá
byggingafulltrúa, sem fara verður
eftir, og Eldvarnaeftirlitið kemur
þar að. Það er líka með leiðbein-
ingarbæklinga um meðferð gas-
tækja, til að mynda í húsbílum og
húsvögnum.
Varðandi bifreiðar sem ganga
fyrir gasi hefur Vinnueftirlitið ekk-
ert í sínum reglum hvað þær varðar,
enda þótt víða sé vilji til þess að
Vinnueftirlitið taki þetta undir sinn
væng. Nú líður að því að gasknúnir
bílar hér á landi fari í skoðun sam-
kvæmt alþjóðlegum stöðlum. Þá
þarf Umferðarstofa að vera komin
með í sínar handbækur hvernig það
skuli gert. Ágúst segist vonast til að
þá verði tekið á öllum gasmálum,
alveg út í hörgul.-S.dór
Kjúklingabændur, rétt eins og
svínabændur, munu lenda í mikl-
um erfiðleikum þegar innflutn-
ingur til landsins á hráu kjöti
verður leyfður haustið 2009.
Matthías H. Guðmundsson er
framkvæmdastjóri Reykjagarðs
og fyrrverandi formaður Félags
kjúklingabænda. Hann segir að
kjúklingabændur þurfi að nýta
tímann vel fram til haustsins
2009 til að skoða sín mál, því að
ákveðna þætti þurfi að laga áður
en innflutningurinn hefst.
„Við búum við töluvert hærra
fóðurverð en kjúklingabænd-
ur innan ESB. Þá erum við með
ákveðna einangrunarskyldu varð-
andi eggjainnflutning, sem er
kostnaðarsamara en hjá kollegum
okkar ytra. Svo í þriðja lagi eru
sjúkdómavarnir hér á landi meiri en
annars staðar. Þessum miklu sjúk-
dómavörnum verður kastað fyrir
róða þegar farið verður að flytja inn
kjúklingakjöt frá Evrópulöndum.
Það er margt sem þarf að takast á
við vegna þessa og það verður erf-
itt,“ segir Matthías.
Erfitt að standast samkeppnina
Aðspurður hvort hann telji íslenska
kjúklingaframleiðendur standast
samkeppnina þegar að innflutn-
ingnum kemur segir Matthías að
hann óttist að það verði afar erfitt.
Hann á allt eins von á því að fækka
muni í greininni hér á landi ef ekki
verði létt af þessum mikla kostnaði
í rekstrarumhverfi kjúklingabænda.
„Þá óttast ég að greinin sé
dauðadæmd frá fyrsta degi,“ segir
Matthías. „Varðandi fóðurbæt-
inn er verið að afnema kjarnfóð-
urgjaldið sem á honum hefur verið
til verndar fyrir fóðuriðnaðinn.
Hann fellur niður 1. maí. Við
bindum vonir við að geta flutt inn
tilbúnar blöndur. Hvort það verður
ódýrara kemur svo bara í ljós en
menn skoða þetta hver fyrir sig.
Menn eru að skoða hvort og þá
hvernig sé hægt að aðlagast þessu.
Við fáum ekki nema rétt rúmlega
ár til að laga okkur að aðstæðum.
Svo þurfa menn úr öðrum kjöt-
greinum að skoða sína stöðu, því
þegar farið verður að flytja inn
ódýrt kjúklingakjöt mun það hafa
áhrif á aðrar kjötgreinar líka.
Það er há spilaborg í þessu sem
getur auðveldlega hrunið,“ sagði
Matthías H. Guðmundsson.-S.dór
Matthías H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs
„Sjúkdómavörnum kastað fyrir róða
þegar farið verður að flytja inn kjúklingakjöt“
Notkun á gasi getur verið vara-
söm, sé ekki rétt að öllu staðið
Vinnueftirlitið segir að þó menn haldi að gaskútar endist í það óendanlega
sé raunin sú, að þeir endist ekki nema í 10 ár eða svo. Ljósm. TB.
Miklar umræður hafa átt sér
stað um væntanlegan innflutn-
ing á hráu kjöti til landsins. Sitt
sýnist hverjum í þessu máli eins
og öðrum en þó munu þeir vera
fleiri sem óttast þennan innflutn-
ing, vegna hættu á dýrasjúkdóm-
um og því, að innflutningurinn
muni leika íslenska bændur grátt
og ekki síður úrvinnsluiðnaðinn.
Ingvi Stefánsson, formað-
ur Svínaræktarfélags Íslands, var
spurður hvort svínabændur væru
farnir að undirbúa sig fyrir inn-
flutninginn og sagði hann svo ekki
vera.
Ekki hægt að bregðast við þessu
„Ég veit heldur ekki hvernig við
ættum að taka á móti þessu enda
er svo margt óljóst í málinu. Það
eina sem er ljóst er, að þetta mun
draga úr neyslu á íslensku kjöti. En
samt sem áður getum við á þess-
ari stundu ekki gert okkur grein
fyrir því hversu mikil áhrif inn-
flutningurinn mun hafa á íslenska
kjötframleiðslu. Það er hins vegar
ljóst að innflutningurinn mun hafa
áhrif á okkar samkeppnisstöðu.
Áhyggjuefnið í þessu er að það
er svo margt í rekstrarumhverfi
landbúnaðarins, og þar af leiðandi
úrvinnsluiðnaðarins, sem er að
breytast á sama tíma og innflutn-
ingur á hráu kjöti er leyfður. Það
er ekki nema rúmt ár síðan tollarn-
ir voru lækkaðir um 40%,“ segir
Ingvi.
Hann bendir líka á að þegar
matvælalöggjöfin taki að fullu
gildi árið 2009 verði útflutnings-
skylda á lambakjöti afnumin. Fram
til þessa hafi innlendi markaðurinn
gefið mun betra verð en fengist
hafi fyrir lambakjöt á erlendum
markaði. Þegar útflutningsskyldan
verði afnumin muni því enn bæt-
ast í samkeppnina á innlendum
kjötmarkaði.
Sjúkdómahætta
„Hvað varðar okkur svínabændur,
þá erum við með eftirlit á salmo-
nellu í saursýni inni á búunum og
stöndum sjálfir straum af kostnaðin-
um. Svo erum við með tvíþætt eftir-
lit á kjötinu í sláturhúsunum. Svona
mikið eftirlit held ég að menn finni
hvergi annars staðar. Það kom fram
á heimasíðu Matvælastofnunar að
þótt vottorð um salmonellulaust
kjöt fylgi, sé ekki alltaf að marka
það. Finnar keyptu bæði kjúklinga-
og svínakjöt frá Evrópulandi í fyrra
og því fylgdu vottorð um að kjötið
væri alveg heilbrigt, en samt kom
salmonella með þessu kjöti. Við
óttumst að svona lagað geti gerst
hér á landi,“ segir Ingvi.
Varðandi væntanlegan innflutn-
ing á kjöti segir hann mega gera
ráð fyrir að smásöluverslanir muni
sjá um hann. Nú er það svo, að þær
eru með skilarétt á innlenda kjötinu
þegar kemur að síðasta leyfilegum
söludegi. Þetta kostar úrvinnslu-
iðnaðinn fleiri hundruð milljóna kr.
á hverju ári. Það mun ekki verða
skilaréttur á innflutta kjötinu og
Ingvi segist óttast að erlenda kjöt-
inu verði því stillt upp fremst í hill-
unum, en það innlenda notað til
uppfyllingar fyrir aftan.
Úr því sem komið er verður að
leggja áherslu á að gildistöku frum-
varpsins verði frestað og sá tími
nýttur til að athuga hvaða áhrif inn-
flutningur á fersku kjöti muni hafa
á landbúnaðinn og úrvinnsluiðn-
aðinn.
„Þetta er grafalvarlegt mál,
ekki bara fyrir bændur heldur allan
úrvinnsluiðnaðinn og landbúnaður-
inn hér á landi verður óhagkvæmari
ef hann verður fyrir svona búsifj-
um,“ sagði Ingvi Stefánsson.-S.dór
Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélags Íslands
Innflutningur á hráu kjöti er graf-
alvarlegt mál fyrir bændur
Ingvi Stefánsson formaður
Svínaræktarfélags Íslands um auk-
inn innflutning á hráu kjöti: "Þetta
er grafalvarlegt mál, ekki bara fyrir
bændur heldur allan úrvinnsluiðn-
aðinn og landbúnaðurinn hér á
landi verður óhagkvæmari ef hann
verður fyrir svona búsifjum".
Franklín Georgsson matvæla- og örverufræðingur hjá Matís segir
ómögulegt að segja til um hvort hætta sé á að staðfestum tilfellum
salmonellu og kamfýlóbakter muni fjölga þegar farið verður að flytja
inn ósoðið kjöt til landsins. Hann segir það alveg öruggt að í kjúk-
lingum á markaði hjá Evrópusambandinu sé mun meira um þessa
sjúkdóma en hér á landi. Þá sé spurning hvort við getum sett fyrirvara
um þetta vegna þess hve ástandið varðandi salmonellu sé gott hér á
landi, þá með þeim rökum að fá ekki mengað kjöt inn á markað sem
sé ekki mengaður. Svíar og Finnar notuðu þau rök, þegar löndin gengu
í Evrópusambandið, að þeir ættu ekki að þurfa að flytja inn kjöt frá
löndum þar sem mengunin væri meiri en hjá þeim sjálfum og var tekið
tillit til þeirra raka.
Franklín segir því vera haldið fram að meiri hætta sé á salmonellu
og kamfýlóbakter í löndum S-Evrópu. Þar séu fáar tölur til um þessi
mál og Suður- Evrópubúar viti varla hvað kamfýlóbakter er. Hann
segir að líklega séu staðfest tilfelli undir 10% af því sem raunverulega
eigi sér stað. Það séu aðeins verstu tilfellin sem leitað sé með til læknis
og eins geti fólk ætlað að liggja þetta úr sér, en fengið svo einhver eft-
irköst.
Varðandi eftirlit með innfluttu kjöti eru til ákveðnar reglur hjá ESB
sem farið er eftir og þá á ekki að þurfa að skoða kjötið frekar þegar það
er hingað komið. Það sama á að gilda varðandi matvæli sem flutt eru
héðan til landa Evrópusambandsins. -S.dór
Matarsjúkdómar
Meira um sjúkdóma á meginlandinu