Bændablaðið - 29.04.2008, Side 20

Bændablaðið - 29.04.2008, Side 20
20 Bændablaðið | Þriðjudagur 29. apríl 2008 Utan úr heimi Núverandi matvælaframleiðsla í heiminum mundi fullnægja mat- arþörf jarðarbúa ef henni væri jafnt skipt. Í reyndinni hefur fátækt fólk hins vegar ekki efni á að kaupa mat þannig að fimmt- ungur fólks í þróunarlöndum býr við matarskort. Vannæring þar er þó meiri í dreifbýli en þéttbýli. Fólk getur ekki lifað af litlum akurskákum sínum ásamt óvissri launavinnu. Það er einungis með aukinni matvælaframleiðslu sem unnt er að draga úr vannæring- unni. Þessu hefur verið alltof lítill gaumur gefinn, en efnahagslegar afleiðingar vannæringar eru mjög miklar. Neikvæð áhrif hennar skerða þjóðartekjur sumra landa um 8-10%. Kostnaður við aðgerðir sem auka fæðingarþunga barna yfir hættumörkin, sem eru 2,5 kg, skilar sér sexfalt. Minnkun á vannæringu í þróunarlöndum um helming er 120 milljarða dala virði, eða tölu- vert meiri en öll þróunarhjálp. Bændur í þessum löndum ættu því samkvæmt IFPRI, alþjóða- stofnun um matvælaframleiðslu, að beina kröftunum miklu meira að eflingu landbúnaðar og að því að styrkja innviði dreifbýlisins. Gerist það ekki munu fátæk lönd, einkum í Afríku sunnan Sahara, ekki eiga þess neinn kost að hefja íbúa sína upp úr örbirgð- inni. Annað framfaramál er að eignarréttur bænda á landi á þess- um slóðum og réttur til nýtingar á því batni, þar með talið að konur hafi sama rétt og karlar. Að áliti FAO og IFPRI þarf að auka kornframleiðslu í heiminum um 40% fram til ársins 2020. Það þarf einnig að gerast með aukinni lífrænni ræktun en áðurnefndar stofnanir telja það gerlegt. Tvennt styður álit þessara stofn- ana. Í fyrsta lagi hefur fólksfjölgun í heiminum hægt á sér, niður í eitt prósent á ári. Í öðru lagi sýnir ný rannsókn að lífrænn landbúnaður, með minni notkun aðfanga, skilar meiri uppskeru í þróunarlöndum heldur en hefðbundinn búrekstur. Til skamms tíma litið getur framleiðsla þróunarlandanna þó ekki fullnægt eftirspurn. Áætla má að árið 2020 þurfi þau að flytja inn minnst 15% af kornþörf sinni. Með hækkandi tekjum Asíu- þjóða, svo sem Kína og Indlands, og aukinni kjötneyslu þeirra mun korninnflutningur þeirra stóraukast, jafnvel allt að því fjórfaldast. Í Afríku sunnan Sahara er það hins vegar ónóg matvælaframleiðsla, sem knýr á um innflutning. Útflutningsbætur á búvörur, sem rík lönd hafa greitt, eru gagnrýndar víða, einkum meðal fátækra landa sem flytja út búvörur. Hins vegar hjálpar það ekki allra fátækustu löndunum að fella þær niður, þvert á móti. En þróunarlöndin þurfa einn- ig að taka til í eigin ranni. Meðal þeirra eru lönd þar sem fimmtungur þjóðarinnar er með tvo þriðju hluta teknanna. Á því geta einungis yfir- völd viðkomandi lands tekið. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að auknar tekjur draga ekki alltaf úr hungri. Í mörgum lönd- um eru allt upp í 40% fjölskyldna með lífvænlegar tekjur, en þó er þar minnst eitt barn vannært, oft stúlkubarn. Til að bæta úr því þarf að styrkja stöðu og bæta menntun móðurinnar, en það hefur sýnt sig að það er tvöfalt árangursríkara en að auka framboð á mat. Landsbygdens Folk Þróunarhjálp til sjálfshjálpar Þýskir sérfræðingar telja að fuglaflensa geti borist með frosnu fuglakjöti. Þrjú tilfelli komu nýlega upp í héraðinu Brandenburg. Þar leikur grunur á að hænurnar hafi verið fóðr- aðar með djúpfrystum innyflum úr gæsum og öndum, sem hafi borið smitið. Tilfellin fundist um síðustu áramót á þremur litlum hænsnabú- um, með 15-35 hænum hvert. Dýralæknir, sem kallaður var til, fékk grun um að smitið stafaði af innyflum úr gæsum og öndum. Smittilfellin eru nú til rannsóknar á Friedrich-Loeffler stofnuninni á eynni Reims, sem er talin fremsta rannsóknastofnun á þessu sviði í Þýskalandi. Forstjóri hennar, Thomas Mettenleiter, telur að grun- ur dýralæknisins geti vel staðist. Hann upplýsir að veiran geti lifað í skít og dýravef í um einn mánuð við frostmark. Við enn lægra hita- stig getur veiran lifað töluvert leng- ur. Í þessu umrædda tilfelli hefur smitið líklega ekki komið í ljós fyrr þar sem gæsir og endur sýna ekki strax sjúkdómseinkenni. Smittíminn er hins vegar styttri hjá hænsnum. Sérfræðingar vara hænsnaeigendur við að fleygja sláturúrgangi úr þeim, þar sem dýr komast í hann, og vara enn frekar við að nota hann sem fóður. Djúpfrosið fuglakjöt er hættu- laust fólki, svo fremi að kjötið sé vel steikt, en sýklarnir eyðast við 70°C hita. Að sögn þýsku sérfræðinganna er bóluefni gegn H5N1-stofni af fuglaflensu enn ekki komið á mark- að. Fjöldabólusetning gegn veikinni fer þó þegar fram í Kína, Pakistan og Egyptalandi en bóluefnið, sem þar er notað, er þó ekki talið veita fullnægjandi vernd. Landsbygdens Folk Grunur um að fuglaflensa geti borist með frosnu fuglakjöti Fóðurverð í Banda- ríkjunum dregur úr svínarækt Stærsta fyrirtæki heims í svína- rækt, Smithfield, hefur ákveðið að draga úr framleiðslu sinni á svínakjöti í Bandaríkjunum. Ástæðan er, að svo mikil hækk- un hefur orðið á fóðurverði að framleiðslan ber sig ekki. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það muni fækka gyltum um 4-5%. Alls á Smithfield um eina milljón gyltna í Bandaríkjunum, þannig að fækkunin nemur 40-50 þús- und gyltum. Uppistaðan í fóðri svína í landinu er maís. Á korn- markaðnum í Chicago hefur maísverð hækkað um 26% á einu ári, en á sl. tveimur árum nemur hækkunin hins vegar 184%. Verðhækkun á maís í Bandaríkj- unum stafar af vaxandi eftirspurn eftir maís til etanólframleiðslu, jafnframt því sem útflutningur á maís hefur stóraukist. Veiking doll- arans á þar einnig hlut að máli. Smithfield áætlar að fækkun á gyltum á vegum þess valdi fækkun á sláturgrísum um 800 þúsund upp í eina milljón á ári. Alls elur fyr- irtækið upp um 18 milljónir grísa á ári, sem er um þriðjungur af árlegri grísaslátrun í Bandaríkjunum. Landsbygdens Folk Munntóbak eykur hættu á krabbameini Fólk, sem notar munntóbak, er í meiri hættu á að fá krabbamein en fólk sem notar það ekki. Þetta er nið- urstaða rannsóknar sem Karolinska Institutet í Stokkhólmi hefur gert. Efniviðar í rannsóknina var aflað með því að fylgjast með heilsufari 336 þúsund byggingaverkamanna í Svíþjóð á 22 árum. Af þeim fengu 856 magakrabbamein og 186 krabba- mein í vélinda. Niðurstöðurnar sýndu að fólk, sem notaði munntóbak, væri í þrisvar sinnum meiri hættu á að fá krabbamein en þeir sem gerðu það ekki. Í samræmi við það er reyk- ingafólk varað við því að skipta yfir í munntóbak, ef það vill hætta að reykja. Nationen www.bbl.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.