Bændablaðið - 25.02.2010, Side 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010
VARLA HEFUR það farið framhjá
mörgum að til stendur að leggja
niður sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytið, og það skuli ásamt
iðnaðarráðuneyti lagt inni í nýtt
atvinnuvegaráðuneyti. Uppi hafa
verið háværar gagnrýnisraddir
vegna þessara hugmynda og byggja
þær m.a. á gríðarlegu mikilvægi
sjávarútvegs og landbúnaðar í
endurreisninni auk þess sem sam-
runinn er án nokkurrar skynsemi á
sama tíma og Ísland er í aðildarvið-
ræðum við Evrópusambandið.
Ýmis hagsmunasamtök bæði í
sjávarútvegi og landbúnaði og mörg
sveitarfélög víðsvegar um land hafa
tekið undir þessi sjónarmið.
Flokksráðsfundur Vinstri
grænna sem haldinn var á Akureyri
nýlega tók sterka afstöðu eins og
ávallt með íslenskum landbúnaði
og sjávarútvegi en svohljóðandi
ályktun var samþykkt samhljóma á
þeim fundi:
„Flokksráðsfundur Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs, hald-
inn á Akureyri 15.-16. janúar 2010,
skorar á stjórn og þingflokk VG
að áform um endurskipulagningu
stjórnarráðsins verði endurskoðuð í
ljósi breyttra aðstæðna og yfirfarin
áður en frekari skref verða tekin.
Á næstu árum munu grunn-
atvinnuvegir þjóðarinnar svo sem
landbúnaður og sjávarútvegur
skipta verulegu máli við endur-
mótun íslensks atvinnulífs, eftir
sviðna jörð frjálshyggjunnar og
græðgisvæðingu undanfarinna ára.
Varhugavert er að draga úr vægi
ofangreindra atvinnugreina innan
stjórnsýslunnar á sama tíma og
þjóðin þarf öðru fremur að treysta
á þessa málaflokka í þeim hremm-
ingum sem nú ganga yfir“.
Málið hefur því verið rætt
ítarlega og mín skoðun er sú að
hafna þessum hugmyndum nú.
Sóknarfæri okkar liggja í landbún-
aði og sjávarútvegi auk þess sem
stærstu hagsmunamálin gagnvart
ESB snúa að þessum atvinnugrein-
um. Í því ljósi má ekki á nokkurn
hátt veikja stöðu landbúnaðar og
sjávarútvegs innan stjórnsýslunn-
ar né dreifa starfskröftum þeirra
starfsmanna sem starfa að málefn-
um þeirra. Brýnt er því að leggja
þessi áform til hliðar og snúa sér að
öðrum mikilvægari málum.
Kæri lesandi.
Í október síðastliðnum sótti ég ráð-
stefnu um landbúnað og ræktun í
þéttbýli sem haldin var í smáborg-
inni Tutzing í Bæjaralandi. Þarna
var samankomið fólk úr nærri
öllum áttum – það vantaði eig-
inlega bara listafólkið – því við
vorum þarna skipulagsfræðingar,
bændur, félagsfræðingar, kenn-
arar, garðyrkjufólk, garðræktendur,
aktívistar, fólk úr félagslega geir-
anum og fleiri og fleiri. Tekið var
á þróun grænna svæða í skipulagi
í samtímanum og almennt í heim-
inum og svo ræktun og landbúnað á
þéttbýlissvæðum.
Landbúnaður hluti af
þéttbýlismyndinni
Á ráðstefnunni kom fram hversu
greinilega landbúnaður er hugs-
aður sem hluti af framtíðarsýn á
mörgum þéttbýlissvæðum og innan
borgarmarka á Vesturlöndum. Við
höfum jú búið við það síðustu
hundrað ár eða svo hér á Íslandi að
landbúnaður og öll grunnmatvæla-
framleiðsla hefur verið flutt út af
þéttbýlissvæðum smám saman og
mestallur sjálfsþurftarbúskapur var
útilokaður, ef frá eru skildir nokkrir
berjarunnar og kartöflubeð. Þegar
tengdaforeldrar mínir byggðu sér
hús hér á brekkunni á Akureyri fyrir
einum sextíu árum var höfð mjólk-
urkýr niðri á heimavistartúni við
Menntaskólann. Það er ekki lengra
síðan. Svo komst í tísku hérlendis
að hafa helst allt grátt og með stöku
tré upp á milli steypuhellnanna.
Einhvern veginn virðist sú sýn ætla
að verða langlíf. Það þykir flottast
að hafa þetta sem hráast. En á sama
tíma langar alla í mikið líf og fjör
og bæjarlífið á að vera blómlegt í
orðsins fyllstu merkingu.
Ræktað af nauðsyn
En víða í heiminum er það svo að
ræktun nauðsynja, dýrahald og
meira að segja landbúnaður í stærri
stíl hefur aldrei horfið með öllu úr
þéttbýlinu. Mjög víða í heiminum
hefur fólk stærri og smærri land-
búnaðarsvæði innan borgarmark-
anna. Þetta er algengt á mjög
þéttbýlum svæðum í Asíu, Afríku
og Suður-Ameríku, til dæmis á
Kantún-svæðinu við Hong Kong í
Kína eða Lagos í Nígeríu. Í þessu
ört vaxandi risaþéttbýli eru oftar
en ekki framleiddar vörur sem
fara á markað á Vesturlöndum og
hefur fólk í þessum löndum hóp-
ast inn í þessar ört stækkandi borgir
í atvinnuleit. Þar ríkir hins vegar
sums staðar mikil fátækt og örbirgð
og matvörur jafnvel af skornum
skammti, illfáanlegar eða lélegar
og eru þekkt dæmi um það að fólk
taki sér þá auð svæði í borginni til
þess að rækta korn og grænmeti sér
til matar eða til þess að vera með
dýr.
Markviss landbúnaður
Annars staðar eru hlutirnir gerðir
markvisst. Það kemur skemmtilega
á óvart hversu stór hluti af borg-
inni München er til dæmis nýttur
til landbúnaðar. Borgin á meira að
segja í eigu sinni nokkur bænda-
býli þar sem framleiddar er ýmsar
landbúnaðarvörur, svo sem mjólk,
grænmeti, kjöt og fleira. Og það
verður að segjast að borgin er til
þvílíkrar fyrirmyndar í þessum
málum, þar sem flest þessara býla
eru vistvæn eða lífræn. Þarna var
mörkuð meðvituð stefna um það að
hafa landbúnaðinn í þéttbýlinu. Það
er gert til þess að stytta flutnings-
leiðir framleiðsluvaranna og þá er
hafður í huga sá skortur á olíu sem
við komum til með að búa við áður
en alltof langt um líður. En leik-
urinn er einnig til þess gerður að
skapa nálægð borgarbúa við íbúa
sveitarinnar og auka þannig skiln-
ing á landbúnaði, landbúnaðar-
framleiðslu og ræktun, sem fólki
fannst þéttbýlisbúarnir vera farnir
að fjarlægast heldur mikið. Fyrir
nokkrum árum sóttust Þjóðverjar
töluvert eftir því að búa úti á landi
og þá helst í litlu bæjunum ekki
fjarri borginni, en núna er sú þróun
að breytast aftur, þannig að fólk þar
í landi langar frekar til þess að búa
í grænni borg, búa í þéttbýlinu en
hafa „sveitina“ þar líka á einhvern
hátt. Þetta er kannski eitthvað
sem á eftir að bera meira á hér hjá
okkur, hver veit.
Millibilsrými – auð rými
Þegar við erum að hugsa um skipu-
lagsmál á þéttbýlissvæðum virðast
samgöngumál og byggingarreitir
fyrir stórverktaka hafa verið efst
á listanum. Við þurfum að hugsa
okkur bæði auð svæði og græn
svæði á annan hátt og leyfa okkur
að líta á sum þeirra sem millibils-
rými, leyfa þeim að vera auðum
og ónýttum og óskipulögðum í
einhvern tíma. Í því er nefnilega
gróska sem fólk er farið að upp-
götva sem ákveðinn auð. Það þarf
ekki að þaulskipuleggja allt og hafa
hvern millimetra fyrirfram útpæld-
an af skipulagsyfirvöldum. Góð
reynsla hefur fengist af því að búa
meðvitað til opin rými, sem ekki er
búið að ráðstafa til neins sérstaks
annars, og gefa íbúunum tækifæri
til þess að nýta sér þessi rými að
vild.
Þegar við hugsum okkur það
hvernig við viljum hafa hlut-
ina í kringum okkur, hvernig
gott er að skipuleggja svæði, þá
hefur það verið ágætur vettvang-
ur til umræðu um slík mál að
halda íbúaþing. Önnur leið til að
veita fólki tækifæri í raun til þess
að móta umhverfi sitt eru þessi
millibilsrými í skipulagi. Í borg-
inni Dresden í Þýskalandi var gerð
tilraun með slík svæði. Dresden
hefur átt við þann vanda að glíma
að fólk hefur verið að flytja þaðan
síðustu fimmtán ár eða svo, íbú-
arnir eldast og sum svæðin hrein-
lega að tæmast, þannig að hálfu og
heilu blokkirnar standa auðar. Það
minnir dálítið á nýbyggðu svæðin
í Reykjavík, afsprengi góðæris-
ins, sem illa tekst að nýta nú, nema
hvað að í Dresden eru þetta svæði
sem byggt var á eftir seinna stríð og
nýtast nú ekki almennilega. Til þess
að snúa vörn í sókn ákváðu borg-
aryfirvöld að taka saman yfirlit yfir
þessi svæði sem hafa verið að tæm-
ast, skilgreindu svo nokkur þeirra
sem millibilssvæði og veittu íbúum
aðgang til þess að nýta svæðin eftir
eigin höfði. Opnuð var ráðgjaf-
arstofa fyrir íbúana, sem fólk gat
komið með hugmyndir sínar á og
sótt um svæði. Auðvitað hafa verið
takmarkanir á því hvað fólk má
gera. Sem dæmi um það sem búið
hefur verið til eru grænmetisgarð-
ar, heilunargarður og brettasvæði
fyrir unglinga. Þetta verkefni telst
hafa tekist sérstaklega vel, þar sem
þarna hafðist að brúa bilið milli
íbúanna og borgaryfirvalda, því
að oft er tafsamt fyrir íbúa með
skemmtilega hugmynd að fá tæki-
færi og leyfi til þess að koma þeirri
sömu hugmynd í framkvæmd.
Þarna voru leiðirnar í gegnum
kerfið styttar og aðgangur íbúanna
að þessum millibilssvæðum, sem
hvort eð er var ekki verið að nýta í
annað, var greiddur. Borgaryfirvöld
geta svo hvort eð er alltaf fengið
þessi svæði aftur með tiltölulega
stuttum fyrirvara ef ákveðið er að
ráðstafa þeim á annan hátt. Þannig
er hægt að skapa grundvöll fyrir
virkni íbúanna í verki, hafa áhrif á
það hvernig við hugsum um okkar
nánasta umhverfi og gera okkur
meðvitaðri um það.
Aukin áhersla er nú lögð á landbúnað og ræktun nytjajurta innan borg-
armarka víða á Vesturlöndum. Framleiðsla landbúnaðarvara er að verða
hluti af skipulagsmynd margra þéttbýlisstaða, bæði af illri nauðsyn og
eins vegna breytinga á lífsstíl.
Guðmundur Stefánsson,
bóndi í Hraungerði, Flóa
http://gummiste.blogcentral.is/
sida/2006026
21.02.2010
– Legsteinar á
tilboðsverði
Ég heyrði í útvarpinu í gær að fyr-
irtækið S. Helgason auglýsti leg-
steina á tilboðsverði.
Ónýtur var ég að efla minn hag,
útsölu góðkaupin sjaldan ég gerði.
Lægi ég hins vegar látinn í dag,
legsteininn fengi ég tilboðs-
á verði.
GSt.
Bændur blogga
Ritstjórn þiggur með þökkum ábendingar um bændur sem notast
við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar síður eru
vinsamlega beðnir um að senda línu í netfangið ehg@bondi.is
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
Þéttbýli í
umbreytingu
MIKILL VELUNNARI skólastarfs á
Hvann eyri, Sigsteinn Pálsson
fyrr um bóndi á Blikastöðum, er
lát inn í hárri elli. Við skólaslit á
Hvann eyri fyrir 10 árum síðan
af henti Magnús Sigsteinsson frá
Blika stöðum skólanum minning-
arsjóð, sem faðir hans, Sigsteinn
Pálsson og fjölskylda hans, höfðu
stofnað til minningar um eigin-
konu Sigsteins, Helgu J. Magn-
ús dóttur á Blikastöðum, svo og
hjónin Magnús Þorláksson og
Krist ínu Jósafatsdóttur, fyrrver-
andi ábúendur á Blikastöðum.
Blikastaðasjóður hefur frá
stofn un styrkt góðan hóp útskrif-
aðra nemenda Landbúnaðar há-
skól ans til framhaldsnáms. Þessir
styrkir hafa verið nemendum gríð-
arleg hvatning og má geta þess að
allir styrkþegar Blikastaðasjóðs
frá upphafi hafa lokið sínum
náms gráðum með góðum árangri.
Við kveðjum Sigstein Pálsson
með mikilli virðingu og vitneskju
um að minning hans mun lifa.
Ágúst Sigurðsson
Sigsteinn Pálsson frá Blikastöðum
– Kveðja frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Staða landbúnaðar innan stjórnsýslunnar
Ásmundur Einar Daðason
alþingismaður VG í norðvesturkjördæmi
Stjórnsýslumál
Leiðrétting
Glöggir lesendur ráku augun í ýmsar villur í síðasta Bændablaði og skrif-
ast það að öllu leyti á reikning undirritaðs sem í flýtinum við vinnslu
blaðsins láðist að lesa það yfir og leiðrétta. Meinlegust var villa sem bitn-
aði á húsfreyjunni á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Í stað hljómfag-
urs nafns hennar, Ingibjörg Jónsdóttir, voru tvö spurningamerki. Þarna
hafði blaðamaður nafnið ekki við höndina þegar greinin var skrifuð og svo
fórst fyrir í asanum að afla upplýsinga um það. Því fór sem fór og biður
blaðið Ingibjörgu og hennar fólk afsökunar á þessum leiðu mistökum.
Þröstur Haraldsson
Fjórðungur íslenskra ferða-
manna gistir fyrir vestan
Tæplega fjórðungur íslenskra ferðamanna gistu á Vestfjörðum á ferða-
lögum sínum um landið á árinu 2009. Sex af hverjum tíu landsmönn-
um gistu á Norðurlandi og Suðurlandi en fjölmargir gistu á Vesturlandi
eða tveir af hverjum fimm. Fjórðungur gisti á Austurlandi, fimmtung-
ur á höfuðborgarsvæðinu, einn af hverjum tíu á hálendinu og 5% á
Reykjanesi. 7% landsmanna þykja Vestfirðir hvað mest spennandi til
vetrarferða. Norðurland þykir þó mest spennandi til vetrarferða. Jafn
mörgum þykja Vestfirðir og höfuðborgarsvæðið mest spennandi til
vetrarferða á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölfræðibæklingi
Ferðamálastofu.