Bændablaðið - 23.06.2011, Side 8

Bændablaðið - 23.06.2011, Side 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Fréttir Gríðarlegur áhugi virðist vera í Danmörku á þeim möguleikum sem Ísland hefur upp á að bjóða í minkarækt. Eins og oft hefur áður verið sagt frá í Bændablaðinu hafa Samband íslenskra loðdýrabænda, Bændasamtökin og Íslandsstofa auk Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Loðdýraræktarfélags Suður- lands unnið saman að verkefni um að kynna þá möguleika erlendis. Þegar hefur ein fjölskylda tekið sig upp frá Danmörku og rekur nú minkabú í Skagafirði. 14. júní síðastliðinn var hald- inn kynningarfundur á Jótlandi í Danmörku í samvinnu við Heden og Fjorden, sem er stórt bókhalds- og rekstrarráðgjafarfyrirtæki í dönskum landbúnaði. Frá Íslandi fóru Einar E. Einarsson, loðdýraræktarráðu- nautur Bændasamtakanna og Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Íslandsstofu, til að kynna stöðu minkaræktar á Íslandi, möguleikana og almennt starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Fundurinn var gríðarvel heppnaður, að sögn þeirra Einars og Þórðar, en um 120 manns mættu á fundinn, mun fleiri en nokkurn hefði órað fyrir. Stór hópur á leið til Íslands Greina mátti mikinn áhuga meðal fundarmanna, sem rímar mjög vel við það sem á undan er gengið. Þegar er ljóst að um fimmtíu manna hópur er á leiðinni til Íslands í haust til að kynna sér aðstæður hér á landi af eigin raun. Að sögn Einars er lögð áhersla á að kynna möguleika hér á landi í samræmi við þann búskap sem hér er rekinn. Þórður segir að verkefnið hafi farið afar vel af stað en það hefur nú staðið yfir í tæpt eitt og hálft ár. „Við getum auðvitað ekki metið þetta í öðru en þeim áhuga sem fólk hefur sýnt verkefninu. Við getum ekki haft áhrif lengra en að fá fólk hingað til að skoða stöðuna, svo verður það að taka sína ákvörðun. Samstarf okkar í þessu verkefni hefur verið framúrskarandi og það er að skila árangri.“ /fr 120 manns á fundi í Danmörku um minkarækt á Íslandi: Miklu fleiri en nokkurn óraði fyrir Æðarsetur Íslands var opnað með hátíðlegri viðhöfn á annan í hvítasunnu í Norska húsinu í Stykkishólmi. Það var frú Dorrit Moussaieff sem klippti á borða og opnaði setrið formlega en hún er jafnframt verndari þess. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem sjálfur er æðarbóndi, var viðstadd- ur og hélt stutt ávarp þar sem hann óskaði aðstandendum til hamingju með framtakið. Á setrinu er sýning sem helguð er æðarfuglinum þar sem fjallað er um sess hans í nátt- úru Íslands, nýtingu og þýðingu fyrir sögu lands og þjóðar. Undirbúningur Æðarseturs Íslands hófst í fyrra en það eru feðginin Friðrik Jónsson og Erla Friðriksdóttir sem reka Íslenskan æðardún ehf. og Queen Eider ehf. sem komu verkefninu af stað. Fjölmargir komu að undirbún- ingi og uppbyggingu setursins og meðal þeirra eru Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, Náttúrustofa Vesturlands, Daníel Bergmann ljósmyndari, Jón Baldur Hlíðberg myndlistarmaður, Æðarræktarfélag Snæfellinga sem er deild innan Æðarræktarfélags Íslands, Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Anok margmiðlun ehf. o.fl. Sýningin er sem fyrr segir í Norska húsinu í Stykkishólmi en þar er einnig Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla ásamt lítilli verslun þar sem m.a. er hægt að kaupa minja- gripi sem tengjast æðarfuglinum. Áhugasamir geta líka keypt sér dún- sængur sem unnar eru í Stykkishólmi en á vef setursins kemur fram að barnasæng kosti 75 þúsund krónur, fullorðinssæng á bilinu 270-380 þús- und krónur og tvíbreið sæng fæst á 550 þúsund krónur. Sýningin er opin daglega í sumar frá kl. 11:00 til 17:00. Nánari upp- lýsingar um setrið má finna á vef Æðarseturs Íslands: www.eider.is. Fleiri myndir frá opnuninni eru aðgengilegar á vef Bændablaðsins, www.bbl.is /TB Æðarsetur Íslands opnað í Stykkishólmi - hægt að kaupa sæng fyrir rúma hálfa milljón króna Smádekk - Grasmunstur Stærð DEKK Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir SÍMI 440 1120 WWW.N1.ISN1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Dráttarvéladekk - Radial Stærð Dráttarvéladekk - Nylon Stærð Kambdekk - 3RIB Stærð Verð frá m/vsk Vagnadekk Stærð Fínmunstruð dekk Stærð Dráttavéla framdekk Stærð Verð geta breyst án fyrirvara Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379 Bílabær Borgarnesi 437-1300 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb. 436-1111 KB Bílaverkstæði Grundarfirði 438-6933 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík 475-6616 Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440 1378 N1 Réttarhálsi 440 1326 N1 Fellsmúla 440 1322 N1 Reykjavíkurvegi 440 1374 N1 Ægissíðu 440 1320 N1 Bíldshöfða 440 1318 Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst. 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði 440 1372 320/70 R 24 82.900 320/85 R 24 99.000 360/70 R 24 125.900 380/70 R 24 116.900 420/70 R 24 143.900 480/65 R 24 154.900 340/85 R 28 109.900 420/85 R 28 110.900 440/65 R 28 161.900 480/65 R 28 174.900 540/65 R 28 199.900 420/85 R 30 164.900 480/70 R 30 154.000 420/85 R 34 178.900 460/85 R 34 179.900 480/70 R 34 189.900 480/70 R 38 209.000 520/70 R 38 229.900 540/65 R 38 252.500 600/65 R 38 383.000 8.3 - 24 46.900 9.5 - 24 46.900 11.2 - 24 56.900 12.4 - 24 59.400 14.9 - 24 70.900 16.9 - 24 69.000 16.9 - 26 90.900 11.2 - 28 58.900 12.4 - 28 65.500 13.6 - 28 68.900 14.9 - 28 79.900 16.9 - 28 99.900 16.9 - 30 114.900 16.9 - 34 134.900 18.4 - 34 143.000 13.6 - 36 69.900 4.00 - 16 12.900 4.50 - 16 12.900 6.00 - 16 17.500 6.50 - 16 18.300 7.50 - 16 20.900 9.00 - 16 29.000 1000 - 16 39.900 1100 - 16 56.900 4.00 - 19 16.900 7.50 - 20 21.900 7.50 - 10 28.500 10.0/80 - 12 22.500 10.0/75 - 15.3 29.900 11.5/80 - 15.3 42.900 12.5/80 - 15.3 46.900 400/60 - 15.5 52.900 15.0/55 - 17 52.500 19.0/45 - 17 73.500 500/50 - 17 89.900 500/60 - 22.5 149.900 550/60 - 22.5 139.000 600/40 - 22.5 169.900 600/50 - 22.5 189.000 13x5.00 - 6 5.700 15x6.00 - 6 7.600 16x6.50 - 8 8.700 18x6.50 - 8 8.500 18x8.50 - 8 13.900 20x8.00 - 8 15.900 20x10.00 - 8 16.800 20x8.00 - 10 13.500 20x10.00 - 10 18.500 23x8.50 - 12 19.900 23x10.50 - 12 29.100 24x13.00 - 12 30.900 24x8.50 - 12 21.700 26x12.00 - 12 39.900 3.00 - 4 3.490 4.00 - 4 4.290 3.50 - 6 6.500 4.00 - 8 8.400 3.00 - 4 2.390 4.00 - 4 2.990 3.50 - 6 4.300 4.00 - 6 3.300 15x6.00 - 6 5.900 3.50 - 8 3.390 4.80/4.00 - 8 2.900 16x6.50 - 8 8.600 18x8.50 - 8 10.900 5.00 - 8 12.500 16.5x6.50 - 8 14.900 18.5x8.50 - 8 12.900 20.5x8.00 - 10 23.900 20.5x10.00 - 10 26.900 145/80 R 10 10.500 195/55 R 10 31.900 145/80 R 12 10.900 155/70 R 12 23.900 155/80 R 12 14.900 185/60 R 12 30.900 155/80 R 13 17.900 175/80 R 13 23.900 195/50 R 13 34.900 Dorrit Moussaieff forsetafrú opnaði Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi en hún er jafnframt verndari þess. Myndir / TB

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.