Bændablaðið - 23.06.2011, Side 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Oft velti ég því fyrir mér
hvort Samkeppniseftirlitið,
Neytendasamtökin, Neytenda-
stofa, Talsmaður neytenda
og einhver hluti Verkalýðs-
hreyfingarinnar þrífist á mjög
flóknum reglum sem erfitt er
að skilja. Stundum eru ákvarð-
anir teknar og sagðar í þágu
neytenda, sem almenningi
finnst að séu sér alls ekki til
hjálpar eða upplýsandi. Nýjasta
dæmið er afleiðing af aðgerðum
Samkeppniseftirlitsins gegn for-
verðmerkingum matvara.
Nú vill enginn forverðmerkja af
ótta við háar sektir og refsivöndinn.
Nú eru hillumerkingar taldar full-
nægjandi með kílóaverði og til þess
er ætlast að neytandinn rogist með
oststykkið eða lambalærið undir
skanna til að sjá hvað bitinn kostar
og reikna svo út stykkjaverðið.
Verslunin sagðist vera á móti
þessari breytingu, vegna þess að
hún væri neytandanum óþægileg
og best að gera samning við afurða-
stöðina, um leið og samið er um
kaupin á vörunni, um að verðmerkja
hvert stykki þá því er pakkað.
Verslunin taldi jafnvel að hún yrði
þá að forverðmerkja hjá sér og það
þýddi minnst 6 til 7% hækkun á
afurðaverði til neytenda.
Fokreiðir kúnnar
Svo er hin hliðin að nú geti versl-
unin leikið sér að verðlagi vörunnar
frá morgni til kvölds, sé þannig
hugarfar til staðar.
Eftir breytinguna hef ég séð
afleiðingarnar í bakaríinu mínu
og verslunum. Þar hefur niður-
felling forverðmerkinga á ostum
og áleggi gert það að verkum að
ég hef séð fokreiða kúnna skamma
unglingana sem eiga að reikna
verðið á handreiknivél, sem hefur
staðið í afgreiðslufólkinu að klára
og afgreiðslan tafist með biðröðum,
sem Íslendingar þola alls ekki.
Svo spyrja menn, hvaðan koma
þessar reglur – eru þær frá ESB? –
Nei, þær koma ekki þaðan. Koma
þær frá Alþingi? – Nei, lögin standa
enn og reglugerð í gildi sem kveður
svo á að hvert stykki skuli verð-
merkt. Er þá Samkeppniseftirlitið
komið með löggjafarvald? Von er
að spurt sé.
Hækkar þetta verðið?
Jæja, við búum í þjóðfélagi þar sem
enginn má tala saman og allir eru
grunaðir um svik eigi þeir samræð-
ur,við líðum alltaf fyrir þessa fáu
sem stela og hrekkja. Vonandi leiðir
þessi breyting ekki af sér verðhækk-
anir til neytenda.
Ég skora á eftirlitsaðilana og
verkalýðshreyfinguna að fylgjast
vel með hvað breytingin hefur í för
með sér. Hækkar hún verðið eða
eykur hún samkeppnina og lækkar
verðið til neytenda? Ég bíð spenntur
og vil sem neytandi fá verðkönnun
um málið fyrr en síðar.
Fjársöfnun til styrktar íbúum
Í Grímsvatnagosinu sem dundi á
Skaftfellingum með öskumyrkri og
miklu tjóni var stofnaður samstöðu-
sjóður til fjársöfnunar til styrktar
íbúunum á gossvæðinu þar sem
tryggingum sleppir. Í náttúruham-
förum standa Íslendingar saman
og sýna stuðning í verki. Hér er
ástæða til að minna á og þakka allt
það mikla sjálfboðastarf björgunar-
sveita, almennings og vinnufélaga
sem gengu til verka með bændum
og búaliði og íbúum á gossvæðinu.
Ég fann það glöggt á íbúafundi
á Kirkjubæjarklaustri hvað fólkinu
fannst vænt um allan þann stuðning
sem kom frá fólki og fyrirtækjum
allsstaðar að af landinu. Stofnaður
hefur verið reikningur í útibúi Arion
banka á Kirkjubæjarklaustri fyrir
söfnunina. Miðað er við upphæðir
frá fyrirtækjum á bilinu 100 þúsund
krónum til ein milljón. Þá er ein-
staklingum velkomið að leggja fram
frjáls framlög.
Reikningsnúmer söfnunarinnar
er: 317-26-2200. Kt.: 470788 1189.
Að gefa gerir okkur öll að betra
fólki, svo líður öllum svo vel að
verki loknu. Ég þakka undirtektir
og framlög fyrirtækjanna sem þegar
eru búin að tilkynna um sín framlög.
Guðni Ágústsson,
framkvæmdastjóri SAM
Þrífast þau á flóknum reglum?
Fréttir
Gómsæt, íslensk jarðarber eru aðeins brot af markaðssölunni hérlendis:
Markaðurinn þolir vel aukna innlenda
framleiðslu, að mati eigenda Silfurtúns
Í Garðyrkjustöðinni Silfurtúni
á Flúðum rækta hjónin Eiríkur
Ágústsson og Olga Lind
Guðmundsdóttir jarðarber, tóm-
ata og rauðkál. Nú stendur yfir
aðaluppskerutíminn á jarðarberj-
unum en í heild eru framleidd í
Silfurtúni um 8 til 10 tonn af
jarðarberjum á ári og um 35 til
40 tonn af tómötum.
Árlegur innflutningur á jarðar-
berjum er verulegur. Á árinu 2010
voru flutt inn, samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands, samtals rúm 246
tonn af ferskum jarðarberjum og
ríflega 204 tonn af sykruðum (niður-
soðnum) og frystum jarðarberjum.
Samtals nemur jarðarberjainnflutn-
ingurinn því um 450 tonnum á ári.
Hjónin keyptu garðyrkjustöð-
ina árið 2002 en garðyrkja hófst í
Silfurtúni á sjöunda áratugnum.
Fyrstu jarðarberin frá stöðinni
komu á markað síðla sumars 1996.
Jarðarberjaræktin í Silfurtúni þekur
nú um 4000 fermetra gróðurhúsum.
Eiríkur og Olga hafa undanfarin ár
verið einu garðyrkjubændurnir á
Íslandi sem hafa ræktað jarðarber
fyrir íslenskan markað en það er nú
að breytast. Fleiri garðyrkjubændur
eru nú að prófa sig áfram í slíkri
ræktun og þar á meðal er garðyrkju-
stöðin Dalsgarður í Mosfellsdal, sem
greint var frá í síðasta blaði.
Aðeins brot af markaðsþörfinni
„Það eru margir að fara út í að prófa
jarðarberjaræktina. Innlenda fram-
leiðslan er þó enn aðeins lítið brot af
jarðarberjasölunni á Íslandi. Þá erum
við ekki inni á markaðnum nema frá
því í byrjun maí og fram í október,
eða í um sex mánuði. Við náum því
ekki inn á stór sölutímabil eins og
stórhátíðir um jól og áramót. Ég veit
ekki betur en að öll íslenska fram-
leiðslan seljist strax og hún kemur á
markað. Markaðurinn þolir því mun
meiri framleiðslu hér innanlands og
þá sérstaklega vor og haust,“ segir
Eiríkur.
Tvær uppskerur á sex mánuðum
Jarðarberjaræktunin í Silfurtúni fer
öll fram í gróðurhúsum sem flest
eru plasthús án lýsingar. Við þessar
aðstæður getur Eiríkur náð tveim
uppskerum á sex mánuðum með
því að víxla plöntum. Eftir fyrstu
uppskeru er plöntunum skipt út og
taka þá aðrar við sem gefa næstu
uppskeru. Þá er hann að gera tilraunir
með tegund sem gefur af sér stöðuga
uppskeru allan tímann og þarf ekki
að skipta út fyrir nýjar plöntur, sem
sparar mikla fyrirhöfn. Hann segir
að þessi tegund geti þó ekki komið
alfarið í staðinn fyrir aðrar jarðar-
berjaplöntur þar sem þær gefa ekki
af sér eins stór og góð jarðarber.
Stærstu vikurnar í jarðarberja-
uppskeru Silfurtúns eru um og eftir
miðjan júní. „Ætli við séum ekki
að framleiða 8 til 10 tonn í góðu
ári. Þetta er þó aðeins lítið brot af
markaðsþörfinni.“
Eiríkur telur þó vel mögulegt að
lengja framleiðslutímabilið með því
að nota lýsingu. Til þess að það borgi
sig telur hann þó að framleiðslan
þurfi að vera mun stærri í sniðum
og með betri nýtingu á hverjum
fermetra en nú er. Bendir hann á
að framleiðsla t.d. Hollendinga á
jarðarberjum sé mun meiri á hverja
flatareiningu en hér næst í takmark-
aðan tíma ársins. Ástæðan er fyrst og
fremst að tímabil nægilegrar dags-
birtu í Hollandi er lengra.
Mikil handavinna
Jarðarberin eru töluvert viðkvæm í
ræktun, berin eru því handtínd og
flokkuð strax í umbúðir og send sam-
dægurs í verslanir. Mikil handavinna
er í kringum ræktunina allan tímann
og er jarðarberjaræktin því verulega
atvinnuskapandi. Hraðar hendur þarf
síðan að hafa þegar uppskerutíminn
nær hámarki, sem er frá miðjum júní
og fram í júlí.
Býflugur sjá um frjóvgunina
Ræktunin er vistvæn en býflugur sjá
um að frjóvga jarðarberjablómin.
Tilbúnum áburði er haldið í lágmarki
og lífrænum vörnum beitt í stað
lyfja. Aðkoma býflugnanna skiptir
því miklu máli varðandi hvernig til
tekst með frjóvgun plantnanna.
Eiríkur hefur ekki farið út í
að nýta sér hunangsframleiðslu
býflugnanna en segist hafa hugleitt
að bjóða verðandi býflugnabændum
að setja upp bú sín í gróðrarstöðinni
og setja þannig á fót samvinnuverk-
efni sem efldi hag beggja greinanna.
Býflugur sjá einnig um að frjóvga
tómataplönturnar en tómataræktin í
Silfurtúni þekur um 1.500 fermetra í
gróðurhúsum. Eins og í jarðarberja-
ræktuninni eru tómatarnir handtíndir
og er það gert jafn óðum og þeir ná
réttum þroska eða annan hvern dag.
Þá eru þeir flokkaðir og þeim pakkað
í neytendaumbúðir sama dag og þeir
eru tíndir og sendir beint í verslanir.
„Ég er ekki með lýsingu í tómata-
ræktinni heldur og uppskerutíminn er
því mjög svipaður og í jarðarberja-
ræktinni, eða frá enduðum apríl og
út október. Ætli tómatauppskeran hjá
mér sé ekki um 34 til 40 tonn á ári.“
Sjálfsafgreiðslumarkaður
Silfurtún rekur einnig sjálfsaf-
greiðslumarkað á jarðarberjum og
tómötum í gróðrarstöðinni en þó
aðeins í smáum stíl. Þar kemur fólk
hvenær sem er dagsins, afgreiðir sig
sjálft úr kæli stöðvarinnar og greiðir
fyrir í kassa. Eiríkur segir ekki borga
sig að vera með manneskju bundna
yfir sölunni og þess í stað leggi hann
einfaldlega traust á heiðarleika þeirra
sem vilji versla við hann. Auðvitað
hafi þó komið fyrir að óheiðarlegir
einstaklingar hafi komið til hans til
að næla sér í jarðarber og tómata,
en það hafi helst gerst á nóttunni.
Hann vill þó ekki gera mikið úr því
og segir að vel yfir 99% þeirra sem
komi í stöðina séu strangheiðarlegt
fólk.
Hindberin áhugaverð
Auk jarðarberjaræktar hafa tilraunir
hafist með ræktun hindberja hér-
lendis. Eiríkur segist vissulega hafa
áhuga á slíku enda ættu hindber að
henta vel til ræktunar á Íslandi. Hann
vill þó bíða og sjá hvernig frum-
kvöðlunum reiðir af áður en hann
fer út í slíka ræktun.
„Ef það er hægt að rækta þetta hér
þá eigum við að sjálfsögðu að gera
það. Ég vona að það gangi vel hjá
þeim sem eru að prófa þetta. Eftir
því sem fleiri fara út í berjarækt hér-
lendis þá gefur það frekar tækifæri
á að fá til okkar erlenda ráðgjafa,“
segir Eiríkur. /HKr.
Eiríkur Ágústsson garðyrkjubóndi á Flúðum hefur ræktað jarðarber um árabil með mjög góðum árangri. Mynd HKr.
Í safni með Síðumönnum - DVD
DVD, heimildarmynd um smölun á Síðumannaafrétti í
Vestur-Skaftafellssýslu.
Lengd: 53 mín, tal: Íslenska. - Texti: íslenska/enska/danska
Verð: 2.900,- kr.
Diskinn er hægt að panta á vera@vala.is
Fæst einnig í vefverslun: www.vala.is