Bændablaðið - 23.06.2011, Page 17
16 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Grasagarður Reykjavíkur fagnar
50 ára starfsafmæli sínu í sumar.
Hann var formlega stofnaður
18. ágúst 1961, á 175 ára afmæli
Reykjavíkurborgar, en hugmyndir
um grasagarð í Reykjavík höfðu
verið á kreiki frá 1905.
Hildur Arna Gunnarsdóttir,
fræðslustjóri Grasagarðsins, segir
tildrögin að stofnun garðsins
hafa verið þau að árið 1961 hafi
hjónin Jón Sigurðsson, skólastjóri
Laugarnesskóla, og Katrín Viðar
píanókennari, gefið Reykjavíkurborg
safn með 200 íslenskum plöntum
sem þau höfðu safnað víðsvegar um
landið. „Plöntunum var svo komið
fyrir í tveimur aflöngum beðum á 700
fermetra svæði, sunnan við gróðurhús
Ræktunarstöðvarinnar í Laugardal, og
voru beðin afmörkuð og hólfuð með
handhöggnum götusteinum. Þetta
íslenska safn varð vísir að Grasagarði
Reykjavíkur og miðast stofndagur
garðsins við afmælisdag borgarinnar
þegar tekið var við plöntunum.“
Nýtt svæði formlega opnað
á afmælisdaginn
Grasagarðurinn hefur á þessum tíma
verið í stöðugri þróun. „Fyrst stækkaði
hann hægt og rólega til vesturs í átt að
Laugatungu – sem nytjajurtagarðurinn
umlykur. Á áttunda áratugnum fékk
garðurinn svo stóraukið rými – auk
gróðurhúsa og uppeldisreita – þegar
starfsemi Ræktunarstöðvarinnar var
flutt til í dalnum. Aftur stækkaði
garðurinn árið 1990 þegar trjásafnið
í kringum tjarnirnar var opnað. Þá
tvöfaldaðist garðurinn að stærð og
hefur undanfarin ár verið um 2,5
ha að stærð og varðveitt um 5.000
tegundir, afbrigði og yrki. Þessa
dagana er unnið að því að opna
nýtt 2,4 ha svæði til viðbótar við
safndeildir garðsins og verður nýja
svæðið opnað almenningi í sumar
í tilefni 50 ára afmælisins. Á nýja
svæðinu verður bætt við trjásafn
garðsins en þar verður tegundunum
plantað saman eftir heimkynnum
þeirra og raðað frá austri til vesturs.
Þegar fram líða stundir er áætlað
að auk trjásafnsins verði á svæðinu
skipulagður fuglagarður, steinhæð
og ný lyngrósabeð. Óformlega
verður nýja svæðið opnað gestum
á næstu dögum en svæðið er enn í
mótun og ekki frágengið að fullu.
Svæðið verður svo opnað formlega
með viðhöfn á afmælisdaginn 18.
ágúst.“
Fjölþætt starfsemi
Starfsemi og hlutverk Grasagarðsins
er fjölþætt og þar er í mörg horn
að líta. Hildur segir Grasagarðinn
varðveita stóran hluta af íslensku
háplöntuflórunni ásamt fjölbreyttu
úrvali erlendra plantna. „Í garðinum
eru átta safndeildir sem hver um sig
geymir tegundir sem eiga eitthvað
sameiginlegt – til dæmis uppruna,
skyldleika eða notagildi.“
Að sögn Hildar eru allar átta safn-
deildirnar áhugaverðar og mynda
saman þennan sérstaka stað sem
Grasagarðurinn er – og er mörgum
svo kær. Safndeildirnar eru Flóra
Íslands, fjölærar jurtir, rósir, lyng-
rósir, skógarbotnsplöntur, trjásafn,
steinhæð og nytjajurtagarðurinn
þar sem finna má mat-, krydd- og
lækningajurtir.
Meginhluti tegundanna í
Grasagarðinum kemur úr frælistum
erlendra grasagarða. Ræktunin fer
fram í sáningarhúsi, uppeldisgróður-
húsum, vermireitum og uppeldis-
beðum. Kerfisbundin tölvuskráning
er yfir alla plöntueinstaklinga og í
garðinum eru merkispjöld við hverja
einstaka tegund sem sýnir íslenskt
og latneskt heiti tegundarinnar sem
og upplýsingar um náttúruleg heim-
kynni hennar.“
Fræðsluhlutverk
„Eitt meginhlutverk Grasagarðsins
er fræðsla. Á hverju skólaári tökum
við á móti fjölda leik- og grunn-
skólanemenda. Nýlega tókum við
einnig í gagnið grænan fræðslubak-
poka fyrir leikskólahópa. Í pokanum
er ýmiskonar fræðsluefni og leið-
beiningar um náttúruleiki og hefur
bakpokinn reynst afar vinsæll. Á
sumrin er almenningi boðið upp á
fræðsludagskrá, þá er tekið á móti
fjölmörgum innlendum og erlendum
hópum sem óska eftir leiðsögn.
Markmið fræðslunnar er að nýta hin
margvíslegu plöntusöfn í garðinum
til fræðslu um umhverfið, garðyrkju,
grasafræði, fuglalíf, garðmenningu,
grasnytjar og til listsköpunar.
Þá á Grasagarðurinn í góðu sam-
starfi við fjölmarga aðila sem stunda
rannsóknir á sviðum grasafræða og
ræktunar,“ segir Hildur.
Grasagarðurinn starfar sam-
kvæmt íslensku safnalögunum og
samþykktri stofnskrá. Unnið er eftir
lögum um náttúruvernd, öðrum
íslenskum lögum og reglugerðum
er varða starfsemina og alþjóðlegum
samþykktum um líffræðilegan fjöl-
breytileika. Grasagarður Reykjavíkur
tilheyrir Skrifstofu náttúru og útivistar
sem er hluti af Umhverfis- og sam-
göngusviði Reykjavíkurborgar og fer
umhverfis- og samgönguráð með mál-
efni Grasagarðsins.
Líflegt afmælisár
„Á veturna starfa í garðinum 8 starfs-
menn í 6,5 stöðugildum. Yfir sumarið
bætist sumarfólkið í hópinn alls tíu
manns sem sjá um aðstoð við útplönt-
un, umhirðu og slátt,“ segir Hildur.
Hún segir að afmælisárið verði
með líflegra móti og hafi dagskráin í
raun byrjað strax í janúar með fræðslu-
kvöldi í garðskálanum. „Svo tókum
við þátt í Grænum apríl af krafti og
buðum leikskólabörnum í skógar-
leiðangur hér í garðinum í samstarfi
við Náttúruskóla Reykjavíkur. Á Degi
umhverfisins í apríl vorum við með
náttúruleiki og rathlaup í samstarfi
við Rathlaupsfélagið Heklu sem hefur
útbúið varanlega rathlaupsbraut hér í
dalnum.“
Fjölbreytt sumardagskráin
„Afmælisdagskráin var svo sett
formlega í byrjun maí með lúðraþyt
blásarasveitar Skólahljómsveitar
Auður Óskarsdóttir hefur umsjón
með matjurtagarðinum. Hún
útskrifaðist af blómaskreytinga-
braut Garðyrkjuskólans 1994
og vann í blómabúðum í tæp 8
ár áður en hún kom til vinnu í
Grasagarðinum. Hún tók við
umsjón matjurtagarðsins árið
2007 og fór í millitíðinni aftur í
Garðyrkjuskólann til að læra sér-
staklega um matjurtir.
Hún segir að Þórólfur Jónsson
garðyrkjustjóri hafi teiknað mat-
jurtagarðinn. „Vinnan við hann
hófst árið 2000 og síðan þá hefur
hann verið í óbreyttri mynd að öðru
leyti en því að ég hef breytt hluta
af beðunum úr ferköntuðu formi í
mýkri form til að sýna fram á fjöl-
breytileika. Aðalbreytingarnar eru þó
árvissar og ganga út á það að rækta
matjurtir sem ekki hafa verið áður
hjá okkur. Á ári kartöflunnar vorum
við t.d. með sex mismunandi yrki af
kartöflum auk þess sem við reynum
að finna eitthvað nýtt á hverju ári.
Ég held vinnudagbók þar sem ég
skrái sáningardaga, prikklunardaga
og þá daga þegar plönturnar fara út
í garð og þá bæti ég við staðsetningu
og fjölda hverrar tegundar. Svo er
bara að fylgjast með vexti og skrá
athugasemdir sem nýtast á nýju ári.
Hingað koma sjálfboðaliðar á hverju
ári og oftar en ekki taka þeir þátt í
vinnunni við garðinn. Við erum með
lífræna ræktun sem byggist á því að
við notum einungis búfjáráburð og
áburð unnum úr sjávarfangi – auk
þess sem við eitrum ekki. Þá erum
við með skiptiræktun sem gengur út á
það að rækta jarðveginn – sem er for-
senda árangurs í ræktun eins og gefur
að skilja. Með skiptiræktun nýtist
betur næringin í jarðveginum og
sjúkdómar eiga erfiðara uppdráttar.
Auður segir tilganginn með mat-
jurtagarðinum að sýna hvað hægt sé
að rækta og með hvaða hætti. „Þó
eru ræktendur víða á Íslandi með
tegundir sem ekki hafa gengið hjá
okkur og má þar t.d. nefna gulrótina,
en gulrótarflugan hefur verið skæð
hér og komið í veg fyrir uppskeru
hingað til.“
Fegurðin í matjurtagörðunum
Auður leggur mikið upp úr því
að prýði sé af matjurtagarðinum.
„Stundum staðsetur fólk matjurta-
garða norðanmegin við hús vegna
þess að það heldur að þeir geti ekki
verið fallegir. Sól og birta er hluti af
forsendu þess að matjurtirnar vaxi
og því um að gera að velja þeim
góðan vaxtarstað og hafa svolitla
fjölbreytni í tegundavali. Það er líka
um að gera að forma beðin og fegra
með blómum eins og t.d. dúkablómi,
flauelsblómi, morgunfrú og skjald-
fléttu. Ilmur blómanna getur komið
í veg fyrir að kálfluga finni sér varp-
stað.“
Djásnin eru sólberja- og
rabarbarayrki
„Við erum með tíu mismunandi
yrki af sólberjum og fjögur yrki
af stikilsberjum. Svo varðveitir
Grasagarðurinn 14 yrki af rabarbara
fyrir Erfðalindasetur, en það er
Íslandsdeild Norræna Genabankans.
Rabarbarayrkin eru mjög mismun-
andi að stærð, grófleika og lit; Erly
Red er t.d. fínlegur og fagurrauður
á meðan Ráðherrafrú og fleiri yrki
eru grænleit og gróf. Rabarbarinn er
vissulega ein af þessum gömlu góðu
matjurtum sem var til í flestum mat-
jurtagörðum. Hann er alltaf vinsæll
og afar auðveldur í ræktun,“ segir
Auður.
Uppskeruhátíð Grasasagarðsins er
27. ágúst og þar gefst fólki tækifæri til
að skoða, smakka og spyrja og um að
gera að nýta tækifærið til þess að auka
þekkingu og skiptast á skoðunum og
reynslu. Auður segir ánægjulegt til
þess að vita að áhugi á matjurtarækt-
un hafi stóraukist síðustu ár og vonast
til að starfsfólk Grasagarðsins geti
vakið enn frekar áhuga og bætt við
vitneskju fólks á öllum aldri.
Matjurtagarðurinn
Varðveitir 14 yrki af rabarbara
Grasagarðurinn í Laugardal
Vin í borgarlandinu
– 50 ára starfsafmæli fagnað í sumar
Hér má sjá hvar leiðin liggur inn á nýja svæðið, upp til hægri. Myndir | smh