Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 18

Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 18
17Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Austurbæjar og fuglagöngu um garð- inn. Í maí buðum við einnig upp á liljuleiðsögn þegar hátíðaliljur í blóma voru skoðaðar. Í byrjun júní voru steinhæðar- plönturnar í brennidepli og gestir gátu fræðst um erlendar fjölærar háfjalla- plöntur og smárunna sem raðað er eftir heimkynnum í steinhæð garðsins. Þann 19. júní bauð Grasagarðurinn upp á leiðsögn um Laugarásinn í Reykjavík þar sem plöntur voru greindar í tilefni af Degi villtra blóma. Í júlí fagnar Grasagarðurinn hinum íslenska safnadegi og minnir á að garðurinn er lifandi safn undir berum himni. Gestir verða hvattir til þess að kynna sér safnkostinn og njóta þess að dvelja í garðinum. Fimmtudaginn 21. júlí kl.17 verður rósaganga í sam- starfi við Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands og Yndisgróður. Rósirnar í Grasagarðinum verða skoðaðar og gengið yfir í rósasafn Rósaklúbbsins í skrúðgarðinum í Laugardal. Þegar líða fer að sjálfum afmælis- deginum, í ágústmánuði, verður boðið upp á vikulegar fræðslugöngur alla föstudaga kl.13. Fimmtudaginn 11. ágúst kl.20 verður svo hægt að fræð- ast um skipulag garðsins og stækkun hans. Á afmælisdeginum sjálfum, fimmtudaginn 18. ágúst kl.16, verða ýmsir skemmtilegir viðburðir í tilefni dagsins og nýja svæðið verður opnað með viðhöfn. Uppskeruhátíð í nytjajurtagarð- inum er árviss viðburður, sem í ár verður haldin laugardaginn 27. ágúst kl. 13-17, en þá taka garðyrkjufræð- ingar og annað starfsfólk garðsins á móti gestum. Afmælisdagskránni lýkur svo með tónleikum þeirra Páls Óskars og Moniku í Café Flóru en þeirra sam- starf hófst þar fyrir 10 árum síðan,“ segir Hildur. Nánari upplýsingar um dagskrá sumarsins má finna á heimasíðu garðsins www.grasagardurinn.is. /smh Linhai árgerð 2011 400cc með sjálfskiptingu og sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum 979.900 kr. Tilboð Borgartún 36 | 105 Reykjavík Sími 588 9747 Jóhanna Þormar er umsjónar- maður krydd- og lækningajurta- garðsins. Hún er garðyrkjufræð- ingur frá Garðyrkjuskóla ríkisins og hefur starfað við Grasagarðinn með hléum síðan 1980. „Ég vann nokkur ár í grasagarðin- um í Árósum í Danmörku og tók mér hlé til að læra að verða hómópati hjá College of Practical Homoeopathy í London. Lækningaplöntur eru mitt áhugamál og því hentar það mér mjög vel að sjá um þennan hluta garðsins, en krydd- og ilmjurtir hafa flestar einnig lækningamátt. Krydd- og ilmjurtagarðurinn var hannaður af starfsfólki garðsins og til hliðsjónar var haft form klaustur- garða frá miðöldum. Flestallar plönt- urnar eru forræktaðar í gróðurhúsi og þeim komið fyrir að vori. Allar eru þær af erlendum uppruna og margar langt að komnar. Margar sérstakar plöntur eru í þessum hluta Grasagarðsins og ekkert endilega alltaf þær sömu ár eftir ár. Við ræktum allar helstu teg- undirnar sem fólk kannast almennt við, en einnig margar sem ekki er víða að finna. Má þar nefna sítrónu- járnurt, ananassalvíu, eplamintu, sykurlauf, rósmarín, ilmvöndul (lavender) og margt fleira ilmandi og gómsætt. Sítrónujárnurtin er í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og öllum sem henni kynnast. Hún hefur dásamlegan sítrónuilm og er fyrst og fremst notuð sem tejurt en einnig í snyrtivörur, sápur ofl. Hún er trjákennd og þarf skjól yfir vetrar- tímann í frostlausu gróðurhúsi enda ættuð frá Argentínu. Allar fjölærar plöntur sem ekki þola frost eru teknar inn að hausti og þær geymdar í gróðurhúsi. Þar hvíla þær yfir veturinn og ýmist er þeim sem þarf að endurnýja fjölgað með græðlingum eða umpottað síðla vetrar. í mars-apríl er síðan sáð til .þeirra tegunda sem við á - s.s. oregano, timians, kóriander, salvíu og viðlíka plantna Má segja að við byrjum með hreint borð á hverju vori og útplöntunin er ekki endilega alltaf eins. Til skrauts notum við morgunfrú, skjaldfléttu og dúkablóm en þær hafa öll blóm sem nota má í salöt og til skrauts í matargerð. Krydd- og lækningajurtagarðurinn Argentísk sítrónujárnurt Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja 31" 33" 35" 38" á lager 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Traktorsdekk 540/65 R30 kr.170.000 m/vsk Vagnadekk 600/50 -22,5 kr.135.000 m/vsk Fólksbíladekk 215/65 R16 kr.18.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.