Bændablaðið - 23.06.2011, Síða 19
18 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Utan úr heimi
Nýr formaður dönsku
bændasamtakanna
Nils Jørgen Pedersen var kjörinn
formaður dönsku bændasamtak-
anna (Landbrug & Fødevarer)
í maí síðastliðnum. Hann sest
í stól formanns í stað Michaels
Brockenhuus-Schack, sem lét
af embætti í lok mars eftir lang-
varandi baráttu við krabbamein.
Pedersen atti kappi við Martin
Merrild, sem fram til þessa hefur
verið formaður félags alifugla-
ræktenda innan dönsku bændasam-
takanna. Pedersen var hins vegar
varaformaður samtakanna. Pedersen
hlaut 261 atkvæði í kjörinu gegn 181
atkvæði Merrilds.
Pedersen er kúabóndi á bænum
Snedsted í Thy-héraði á Norðvestur-
Jótlandi. Þar býr hann ásamt fjöl-
skyldu sinni með 175 kýr af Jersey-
kyni og þrjá mjaltaþjóna. /fr Nils Jørgen Pedersen
Kúabændum fækkar
í Danmörku
Kúabændum í Danmörku hefur
fækkað mikið á undanförnum
árum og áratugum.
Árið 1961, fyrir 60 árum, lögðu
141 þúsund bændur í Danmörku inn
mjólk, nú eru þeir 3.925. Árið 1961
var meðalbústærð í Danmörku níu
kýr, nú er hún 146 kýr. Jafnframt
hefur kúm í Danmörku fækkað um
helming á þessum tíma. Dagsnyt
danskra kúa var að meðaltali 12 lítrar
árið 1961, nú er hún 25 lítrar.
Áætlað er að þriðjung aukinna
afurða þeirra á þessum tíma megi
rekja til erfðaframfara, þriðjung til
betra fóðurs og þriðjung til betri
umhirðu.
/ME/Bondevennen nr. 27/2011,
(LandbruksAvisen).
Þurrkar í Evrópu hækka kornverð
Óvenjulega miklir þurrkar hafa
verið í Evrópu á þessu sumri. Spár
veðurfræðinga um rigningu hafa
ekki ræst og áhyggjur kornbænda
hafa vaxið. Í ofanálag hafa frost-
skemmdir á gróðri sl. vetur aukið
á vandræðin.
Fregnir um samdrátt í uppskeru
berast frá Þýskalandi, Póllandi
og Frakklandi en einnig frá fleiri
löndum ESB. Þetta hefur þegar haft
áhrif til hækkunar á kornverði.
Kornuppskera í Frakklandi er
áætluð 11,5% minni en í fyrra og í
Bretlandi er samdrátturinn áætlaður
15%. Þýsku samvinnufélögin DRV
hafa lækkað uppskeruspá sína um
8,2% frá fyrra ári, sem samsvarar
3,4 milljón tonnum miðað við spána
í apríl sl.
Spáð er hækkandi verði á
kornmörkuðum þegar líður á árið.
Evrópskri bankinn Unicredit áætlar
hækkun á verði hveitis 20-30%
fram að uppskerutíma nk. haust.
þegar litið er til annarra heimshluta
er vitað um mikla þurrka í Kína en
aftur mikla úrkomu og kuldatíð í
Bandaríkjunum sem hefur seinkað
þar vorverkum.
Þurrkar hafa valdið vandræðum
í Frakklandi í ár. Sett hefur verið
á skömmtun á vatni allt niður í
þriðjung af venjulegri vatnsnotkun
í nokkrum landshlutum, en grunn-
vatnsstaða og vatnsstaða í ám og
vötnum er þar með því lægsta sem
heimildir eru um.
/Landsbygdens Folk 27. maí 2011.
Rigning á mörgum svæðum í Evrópu hefur aðeins verið um 40% af því sem
þekkist í eðlilegu árferði að því er fram kemur í erlendum fréttamiðlum.
Bjartsýni virðist vera að aukast
hjá sænskum bændum en 46
prósent þeirra telja afkomu sína
frekar eða mjög góða. Það eru 22
prósentum fleiri bændur en voru
á sama máli á síðasta ári. Hins
vegar telur ríflega helmingur
sænskra bænda enn að afkoma
þeirra sé frekar eða mjög slæm.
Mest jákvæðni er meðal mjólkur-,
nautakjöts- og grænmetisframleið-
enda en svínakjötsframleiðendur
telja að afkoma þeirra sé enn á
niðurleið.
Þetta kemur fram í viðamikilli
könnun sem unnin var fyrir sænsku
bændasamtökin, ráðgjafasvið
samtakanna og sænska bankann
Swedbank. Könnunin sem kallast
Lantbruksbarometeren er árleg við-
horfskönnun meðal sænskra bænda
og hefur hún verið framkvæmd frá
árinu 1987. Í könnuninni var hringt
í 3.690 bændur í janúar og febrúar
síðastliðnum.
Ýmsar fleiri athyglisverðar niður-
stöður má lesa út úr könnuninni.
Meðal annars telja 84 prósent bænda
að afkoman verði sú sama eða betri
í ár heldur en síðasta ár á móti 88
prósentum í fyrra.
Fimmtungur byggði á síðasta ári
Einnig kemur í ljós að árið 2010
byggðu 22 prósent bænda ný hús en
það er sama hlutfall og síðustu tvö
árin þar á undan. Stórtækastir voru
bændur í alifugla- og svínakjöts-
framleiðslu en milli 38 og 39 prósent
þeirra fjárfestu í nýjum byggingum
á síðasta ári. Þá fjárfestu 32 prósent
bænda í landbúnaðartækjum og
vélum á síðasta ári, örlítið færri en
árið 2009.
Bændur skulda tæpa 5000
milljarða íslenskra króna
Skuldir sænskra bænda voru um
áramótin 2010/2011 220 milljarðar
sænskra króna. Það samsvarar
ríflega 4687 þúsund milljörðum
íslenskra króna. Á bakvið þá tölu
standa 71.196 bú eða fyrirtæki. Til
samanburðar má nefna að skuldir
íslensks sjávarútvegs námu 543
milljörðum króna í lok ársins 2008.
Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja
námu á sama tíma samtals 22.675
milljörðum króna. Viðlíka tölur eru
ekki tiltækar fyrir íslenskan land-
búnað.
Skuldirnar aukast enn
Skuldir sænskra bænda jukust um
15,8 milljarða sænskra króna frá
árinu 2009 eða um 7,2 prósent. Til
samanburðar má nefna að skuldir
sænskra bænda voru árið 1994 66,5
milljarðar sænskra króna en Svíar
gengu í Evrópusambandið árið 1995.
Við árslok árið 1995 voru skuldirnar
67 milljarðar og við árslok 1996 voru
þær 72 milljarðar sænskra króna á
þágildandi verðlagi. Því virðist inn-
gangan í sambandið lítil bein áhrif
hafa haft á heildar skuldir sænskra
bænda. Heildarvelta í sænskum
landbúnaði var árið 2009 tæpir 45
milljarðar sænskra króna.
Stórir mjólkurframleiðendur ætla
að bæta í
Nokkur munur er á framtíðar áætl-
unum sænskra bænda eftir því um
hvaða greinar er að ræða. Til að
mynda hyggjast 23 prósent mjólkur-
framleiðenda auka sína framleiðslu
á komandi ári en sama tala í fyrra
var 27 prósent. Verulegur munur er
á stærri framleiðendum og þeim sem
minni eru hvað þetta varðar. Bú sem
eru með veltu umfram 5 milljónir
sænskra króna hyggjast í meira mæli
auka framleiðslu en þeimsem minni
eru. Af þeim hyggjast 47 prósent
auka framleiðsluna en einungis 4
prósent draga úr eða hætta fram-
leiðslu. Á hinn bóginn hyggjast 13
prósent þeirra búa sem eru með veltu
milli 500 þúsund og einnar millj-
ónar sænskra króna auka við sig en
41 prósent hyggst hætta búskap eða
draga úr framleiðslu.
Samdráttur í kjötgeiranum
Sænskir svínabændur eru hins vegar
ekki jafn bjartsýnir og kollegar
þeirra í mjólkurframleiðslunni. Af
þeim hyggjast 32 prósent draga úr
framleiðslu eða hætta búskap. Sömu
sögu má segja um nautakjötsfram-
leiðendur en 28 prósent þeirra eru
í sömu sporum og svínabændur. Þá
hyggjast 25 prósent sauðfjárbænda
draga úr framleiðslu eða hætta.
Stoltir sænskir bændur
Þrátt fyrir þetta telja þrír fjórðu
sænskra bænda að neytendur beri
mikið traust til þeirra og framleiðslu
þeirra. Þá eru 70 prósent bænda
tilbúnir að mæla með búskap við
yngra fólk. Í heildina eru 82 prósent
sænskra bænda stoltir af því að vera
bændur. Það eru eilítið færri en á
síðasta ári en á móti kemur að það er
aukning um 13 prósentustig frá árinu
2004. Að lokum kemur fram að 97
prósent bænda eru ánægðir með að
vera bændur. /fr
Aukin bjartsýni sænskra bænda
Sænskur landbúnaður er þó gríðarlega skuldsettur og skuldirnar aukast enn
Rafgirðingaefni
Plaststaurar, grænir og svartir,
ásamt öllu tilheyrandi.
Einnig stagfestur, prílur, ídráttarrör og fleira.
Hringdu í síma
859-9816
og fáðu verðtilboð
í efni og/eða uppsetningu
GIRÐINGAEFNI
FERÐAHÝSI EHF.
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.