Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 22
21Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Óvissa framundan vegna
breytinga á stuðningskerfi ESB
Bæði Alan og Kenneth töldu veru-
lega óvissu framundan í landbúnaði á
eyjunum vegna róttækra breytinga á
stuðningskerfi ESB samkvæmt land-
búnaðarstefnu þess, CAP. Fráhvarf
frá framleiðslutengingu til landteng-
ingar væri áhyggjuefni sérstaklega í
slíkum eyjabyggðum á jaðarsvæðum
ESB. Minni ástæða væri til að hafa
áhyggjur af þróuninni á öðrum
svæðum með hagstæðari skilyrði.
Svipaðar áhyggjur hef ég orðið var
við á Möltu, Sikiley og Krít, og
hvað t.d. mjólkurframleiðslu varðar
er talið að við afnám núgildandi
kvótakerfis eftir tæp fjögur ár verði
eyja- og fjallabyggðir í ESB í mjög
erfiðri stöðu samanborið við önnur
svæði. Við ræddum líka um ESB-
umsókn Íslands og báðu þeir mig
að hafa í huga að ekki mætti reikna
með eins miklum stuðningi við land-
búnað í nýjum aðildarlöndum og
áður tíðkaðist. Auk þess að breyta
um form stuðningsgreiðslna væri
markvisst verið að draga úr stuðn-
ingnum. Þá virtust stærri búin, ekki
síst þau allra stærstu, ná til sín stærri
og stærri hlut á kostnað hinna smærri
sem einkenndu jaðarsvæðin.
Ábendingar og ályktanir
Mér varð ljóst eftir þessi viðtöl, og
skoðun á gögnum, að í raun væri erf-
itt að bera saman reynslu orkneyskra
bænda af landbúnaðarstefnu ESB um
40 ára skeið, annars vegar, og líkleg
áhrif gjörbreyttrar stefnu á íslenskan
landbúnað ef eða þegar Ísland gengi
inn í sambandið, hins vegar. Þó tel ég
rétt að bend á eftirtalin atriði:
1) Þótt efnahagslegt vægi land-
búnaðarframleiðslu hafi minnkað
mikið á Orkneyjum frá lokum
seinni heimsstyrjaldar er það nú
um 15% mælt sem atvinna, og
skiptir verulegu máli í efnahag
eyjanna. Sjávarútvegur hefur aftur
á móti nær horfið síðustu áratug-
ina og er ljóst að ESB aðildin
hefur ekki verið til bóta í þeirri
atvinnugrein.
2) Heil kynslóð bænda og emb-
ættismanna á Orkneyjum þekkir
ekki annað umhverfi í landbúnaði
á eyjunum en það sem landbún-
aðarstefna ESB hefur mótað.
Samanburður við fyrri tíma er
því erfiður. Engu að síður telja
þeir áhrifin hingað til hafa verið
jákvæð í flestu tilliti.
3) Sú tiltölulega sterka staða sem
landbúnaður á Orkneyjum er í
byggist að mínum dómi mest á
tvennu:
a) Markvissri byggðastefnu Skota.
b) Eflingu heimastjórnar í
Skotlandi.
Sé þetta rétt ályktað hlýtur það
að vera áhyggjuefni að á Íslandi
hefur ekki enn verið mótuð mark-
viss byggðastefna og baklandið
hér því veikara en æskilegt væri
miðað við inngöngu í ESB.
4) Landupplýsingar og kortlagn-
ing á skilyrðum til landbúnaðar
og skógræktar á öllu Skotlandi,
og þar með á Orkneyjum, eru
til fyrirmyndar og mikilvæg
hjálpargögn við mótun og viðhald
byggðastefnunnar. Skortur á áætl-
unum um landnýtingu, svo sem
á ræktanlegu landi, hér á Íslandi,
gerir það að verkum að mjög erfitt
er að fella íslenskan landbúnað
að því er virðist framtíðarstefna
ESB í landbúnaði, þ.e.a.s. land –
fremur en framleiðslutengd. Þar
við bætist ýmis sérstaða íslensks
landbúnaðar, jafnvel saman borið
við hinar norðlægu Orkneyjar.
5) Þegar litið er til þróunar land-
búnaðar á Bretlandseyjum eftir
aðild að ESB skal haft í huga að
um áratuga skeið fyrir aðild naut
landbúnaðurinn mikils stuðnings.
Þótt iðnaður væri löngu orðinn
undirstöðuatvinnugrein, var
og er enn, lögð mikil áhersla á
fæðuöryggi. Þeirri áherslu óx
fiskur um hrygg á stríðstímum,
sérstaklega í Seinni heimsstyrj-
öldinni. Prófessorar, sem ég var
í læri hjá í landbúnaðardeild
Háskólans í Aberstwyth í Wales á
árunum 1966-1972, sögðu okkur
nemendum stoltir frá sérstöku
átaki sem þeir tóku virkan þátt í
til að auka framleiðslu matvæla á
erfiðum tímum. Þá var um skeið
m.a. plægt upp land í velsku hæð-
unum þar sem burkni var ríkjandi
vegna þess að jarðvegurinn þar
var kalíríkur og hentaði vel til
kartöfluræktar. Sömu viðhorf
giltu um allar Bretlandseyjar,
einnig í Skotlandi, og þar með
á Orkneyjum sem voru í mikilli
nálægð við átökin á Norður-
Atlantshafi.
6) Túlkun mín á þeim viðhorfum
til framtíðarþróunar í landbúnaði
sem fram komu hjá viðmæl-
endum mínum á Orkneyjum, að
viðbættum öðrum upplýsingum,
er sú að nú ríki veruleg óvissa.
Stuðningskerfið er flókið, draga
á úr greiðslum til landbúnaðar
og ástæða er til að hafa sérstakar
áhyggjur af stöðu jaðarbyggða.
Fram komu áhyggjur um skert
fæðuöryggi í Skotlandi vegna
samdráttar í stuðningsgreiðslum
frá ESB.
ÞÓR HF | Reykjavík : K rók hálsi 16 | Sími: 568-1500 | Akureyri : Lónsbak k a | Sími 461-1070 | www.thor. is
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
KRONE V 150 XC rúlluvél
COMPRIMA V 150 XC rúlluvélin frá KRONE er fastkjarnavél með
breytilegri baggastærð 90 cm -150 cm. Vario fastkjarnavélarnar
frá KRONE eru þær fastkjarnavélar sem reynst hafa hvað best
við íslenskar aðstæður.
Breytileg baggastærð á einfaldan hátt. Baggastærðir frá 90 cm upp í 150 cm.
Gúmmíbelti í stað keðjunnar á baggahólfinu – minni hávaði.
Sterkbyggð og afkastamikil rúlluvél - ódýrt viðhald.
Lítil aflþörf, eingöngu 50 hestöfl.
COMPRIMA V 150 XC
Fastkjarna rúlluvél.
Rúllustærðir frá 90 cm – 150 cm.
Netbindibúnaður
2,15 m Easy-Flow sópvinda.
Mötunarvals með 17 hnífa skurðarbúnaði
Drop floor stíflulosunarbúnaður
Gúmmíbelti í stað keðja, minni hávaði
Sjálfvirk smurning á keðjum.
Miðlægir smurstútar á legum.
Flotdekk (500/50-17 10PR)
Einföld stjórntölva með góðum skjá.
Erum einnig að fá í hús eftirfarandi vélar úr nýju COMPRIMA línunni af rúlluvélum frá KRONE:
COMPRIMA CV 155 XC - Lauskjarna rúlluvélasamstæða með breytilegri baggastærð 120 cm -150 cm
COMPRIMA CV150 XC - Fastkjarna rúlluvélasamstæða með breytilegri baggastærð 90 cm - 150 cm
Hjá okkur er sýning á landbúnaðartækum
innan dyra allt árið um kring!
COMPRIMA V 150 XC verður til sýnis að
Krókhálsi 16, Reykjavík næstu daga.
Hágangur frá Narfastöðum
Tekur á móti merum á Eyrarbakka eftir
Landsmót. Hágangur er hátt dæmdur ein-
staklega geðgóður klárhestur með 8.31 í aðal-
einkunn. Þar af 8.41 fyrir byggingu og 8.25
fyrir hæfileika (9 fyrir tölt, brokk og fegurð í
reið). Verð á folatolli er 85.000 + vsk og girð-
ingargjald með sónar er 25.000 krónur. Tekið
verður á móti hryssum 6-9 júlí. Upplýsingar
hjá Siggu Pje í s: 8997792 eða á siggapjeturs@
simnet.is
Flögri frá Sólvangi
Tekur á móti merum á Sólvangi við Eyrarbakka
eftir Landsmót. Flögri er hátt dæmdur ein-
staklega fallegur klárhestur með 8.23 í aðal-
einkunn. Þar af hvorki meira né minna en 8.68
fyrir byggingu (9.5 fótagerð, 9 háls/herðar/
bógar og prúðleiki) og 7.92 fyrir hæfileika
(9 fyrir Stökk, hægt tölt og hægt stökk, 8.5
fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í
reið). Verð á folatolli og girðingu er 50.000 +
vsk. Tekið verður á móti hryssum 6-9 júlí eða
eftir samkomulagi. Upplýsingar hjá Elsu í s:
8927159 eða á elsa-m@islandia.is
Fáni Orkneyja gæti varla verið nor-
rænni.