Bændablaðið - 23.06.2011, Side 23
22 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Hjónin í Garðyrkjustöðinni Kvistum þátttakendur í berjarækt á norðurslóðum:
Fyrstu íslensku hindberin á markað í sumar
Hafin er tilraunaræktun á hind-
berjum hérlendis. Meðal braut-
ryðjenda í þessari ræktun eru
hjónin Hólmfríður Geirsdóttir
garðyrkjufræðingur og Steinar
Á. Jensen rafvélavirki sem eiga
og reka Garðyrkjustöðina Kvista
í Reykholti í Biskupstungum.
Hólmfríður segir verkefnið lofa
góðu og munu plönturnar sem sáð
var í fyrra gefa fyrstu uppskeru á
næstu vikum.
„Þetta er tilraun hjá okkur og
fyrsta húsið sem við ræktum þetta í.
Við höfum til þessa fyrst og fremst
verið í skógarplöntuframleiðslu
og ræktað fyrir landshlutabundnu
skógræktarverkefnin. Fyrstu íslensku
hindberin ættu að koma á markað
núna í lok júní. Þessi hindber verða
stór og falleg og bragðgóð en eru
eins og frekar smá jarðarber. Svo er
ég líka með nokkrar sólberjaplöntur
hér inni í húsi sem líta vel út,“ segir
Hólmfríður.
Ræktun berja á norðlægum
slóðum
Þetta er hluti af samnorrænu verk-
efni um ræktun berja á norðlægum
slóðum. Þar er norsk tækni nýtt til
að ryðja brautina fyrir berjarækt á
Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
en hlýnandi loftslag og ný fram-
leiðslutækni frá Vestur-Noregi hafa
opnað nýja möguleika til berjarækt-
unar í þátttökulöndunum fjórum.
Norðmenn hafa náð mjög góðum
tökum á hindberjaræktuninni en
hafa samt komið og skoðað gróður-
húsin hjá Kvistum í leit að hent-
ugum húsum fyrir berjaframleiðslu
á norðurslóðum.
Stofnuð árið 2000
Garðyrkjustöðin Kvistar var
stofnuð árið 2000 og voru þá ein-
göngu framleiddar skógarplöntur í
fjölpottabökkum. Garðyrkjustöðin
hefur frá upphafi framleitt plöntur
fyrir landshlutabundnu skógræktar-
verkefnin, s.s. Suðurlandsskóga,
Vesturlandsskóga, Skjólskóga á
Vestfjörðum og Hekluskóga. Kvistar
hafa því sérhæft sig í framleiðslu
skógarplantna og plantna í sumar-
bústaðalönd. Í dag eru framleiddar
og til sölu ýmsar tegundir garð- og
skógarplantna, ýmist ungplöntur í
bökkum eða eldri plöntur í pottum.
Af illri nauðsyn
Hólmfríður segir að Kvistar hafi
komið inn í þetta hindberjaverkefni
af illri nauðsyn, vegna samdráttar
í fjárveitingum til skógræktar á
Íslandi.
„Þar er verulegt bakslag. Hér
voru öll hús full af skógarplöntum
en vegna sparnaðar hjá ríkinu voru
þau mörg orðin tóm. Þessa vegna
ákváðum við að reyna eitthvað nýtt
fremur en að gefast upp. Ef þetta
gengur vel þá höldum við bara áfram
og sér í lagi ef fer fyrir skógarplöntu-
verkefninu eins og nú stefnir í.“
Sérkennilegur sparnaður
Þarna er um að ræða eina af afleið-
ingum efnahagskreppunnar á Íslandi
en þar var m.a. gripið til harkalegs
niðurskurðar á fjárveitingum til
skógaverkefnanna.
„Það er búið að skera niður um
50-60%,“ segir Steinar. „Þetta er
mikil skammsýni því með þessu detta
út nokkur ár í útplöntun. Neikvæðu
áhrifin eru ekki bara á framleiðslu á
plöntum eins og hjá okkur, því þetta
á eftir að hafa veruleg áhrif síðar.
Þegar menn horfa til vinnslu á við úr
þessum skógum þá kemur nokkurra
ára eyða í nýtinguna með tilheyrandi
vandræðum fyrir timburvinnsluna.“
Hólmfríður tekur undir þetta og
segir að með þessum vanhugsaða
sparnaði séu menn líka að valda þeim
skaða sem koma til með að fjárfesta
í tækjum og tólum til timburvinnslu
í framtíðinni.
„Þá erum við mjög fá á landinu
í skógarplönturæktun og þetta getur
hæglega gengið af einhverjum þess-
ara fyrirtækja dauðum. Ef það á svo
að fara að starta svona starfsemi aftur
er hugsanlegt að þeir sem hafa sér-
hæft sig og hafa reynsluna séu hættir
eða komnir í annarskonar ræktun.
Þetta var komið á gott skrið og
við farin að tækjavæða okkur og sér-
hæfa í samræmi við vaxandi kröfur
kaupenda. Þá er þetta einkennilegur
sparnaður hjá ríkisstjórn sem hefur
stöðugt hamrað á því að byggja þurfi
upp mannaflsfrekar atvinnugreinar.
Trjáplönturækt og útplöntun er
fyrst og fremst handavinna og mjög
vinnuskapandi. Sparnaður á þessu
sviði er því þvert á yfirlýsta stefnu
stjórnvalda,“ segir Hólmfríður.
Steinar segir þetta enn furðulegra
i ljósi þess að það fólk sem missir
vinnuna við þennan svokallaða
sparnað í ríkisútgjöldum fari beina
leið á atvinnuleysisbætur. Þar þiggi
fólkið bætur frá ríkinu en skili engri
vinnu á móti. Það verði dapurt og
jafnvel veikt vegna aðgerðarleysis,
sem skapi enn meiri kostnað fyrir
ríkið í gegnum heilbrigðiskerfið.
Styrkt af NORA
Berjaverkefni á Norður-
Atlantssvæðinu, sem svo er nefnt, er
styrkt af Norrænu Atlantsnefndinni
NORA, sem stofnuð var árið 1996 og
heyrir undir Norrænu ráðherranefnd-
Hjónin Steinar Á. Jensen rafvélavirki og Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur segja ræktun hindberja í Garðyrkjustöðinni Kvistum lofa góðu.
Myndir / HKr.
Í þessum gróðurhúsum voru áður ræktaðar skógarplöntur en nú eru þar gerðar tilraunir með hindberjaræktun.
Hindber talin vera
margra meina bót
Hindber eru af rósaætt og heita
á latínu Rubus idaeus Linne eða
Rubus idæus L. Hafa hindber
verið sögð duga vel gegn marg-
víslegum kvillum.
Rannsóknir hafa m.a. verið gerð-
ar á áhrifum hindberja á framvindu
ýmissa kvilla í músum og voru nið-
urstöður birtar á alþjóðlegum fundi
The American Chemical Society.
Eru hindberin (black raspberry‘s)
m.a. sögð hindra vöxt krabbameins-
frumna í ristli, en þau duga hins
vegar skammt til að verja offóðraðar
mýs fyrir offitu.
Svört hindber eru rík af A-, C-
og E-vítamínum, einnig fólínsýru
og steinefnum, t.d. seleni, sinki og
kalki.
Ekkert skal því fullyrt hér um
áhrif hindberjaáts á mannslíkamann
en í öllu falli þykja þau lostæti.
„Hér voru öll hús full af skógarplöntum en vegna sparnaðar hjá ríkinu eru
þau mörg orðin tóm. Þess vegna ákváðum við að reyna eitthvað nýtt fremur
en að gefast upp.“
Hreindýraveiðar:
Árleg skotpróf og
skýrari kröfur til
leiðsögumanna
Alþingi samþykkti í byrjun júní
breytingar á lögum nr. 64/1994 um
vernd, friðun og veiðar á villtum
fuglum og villtum spendýrum.
Breytingarnar varða reglur um
hreindýraveiðar, leiðsögumenn
með hreindýraveiðum og skipt-
ingu arðs af hreindýraveiðum.
Samkvæmt lögunum er hrein-
dýraveiðimönnum skylt að gang-
ast undir verklegt skotpróf árlega,
líkt og tíðkast annars staðar á
Norðurlöndunum, í því skyni að
tryggja að veiðimaður hafi færni
til að fella dýrið á réttan hátt og án
óþarfa þjáningar. Tekur þetta ákvæði
laganna gildi 1. janúar 2012 en
frestur veiðimanna til að skila stað-
festingu á verklegu skotprófi inn til
Umhverfisstofnunar verður 1. júlí ár
hvert. Þó er stofnuninni heimilt að
veita veiðimanni, sem fær úthlutað
leyfi til hreindýraveiða eftir 1. júlí,
frest til að skila inn staðfestingunni.
Þá er í lögunum kveðið á um
hlutverk leiðsögumanna með hrein-
dýraveiðum og gerðar eru skýrari
kröfur til þekkingar þeirra en áður.
Loks kveða lögin á um að
aðeins verði heimilt að úthluta arði
af hreindýraveiðum til þeirra sem
leyfa hreindýraveiðar á landi sínu
allt veiðitímabilið. Veiðitímabilið
er tiltölulega stutt og getur hrein-
dýrakvóti verið stór og er mark-
miðið með þessum breytingum að
dreifa álagi á veiðisvæðin og draga
úr líkum á því að fjöldi leiðsögu-
manna og veiðimanna sé á sama stað
undir lok veiðitímabilsins.