Bændablaðið - 23.06.2011, Side 25
24 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Landsmót hestamanna hefst næstkomandi sunnudag, 26. júní á Vindheimamelum í Skagafirði. Þá hefst forkeppni í unglinga og barnaflokkum og standa forkeppnir
og milliriðlar yfir til fimmtudagsins. Samhliða verða dómar á kynbótavelli frá sunnudegi til miðvikudags. Yfirlitssýning á hryssum verður svo á fimmtudag og á
stóðhestum á föstudag. Verðlaunafhending fer síðan fram á laugardeginum. Hér að neðan eru stiklur úr dagskrá mótsins þar sem tæpt er á helstu hápunktum.
Guðlaugur Antonsson, hrossa-
ræktar ráðu nautur Bænda-
samtakanna, segist hafa afar góða
tilfinningu fyrir landsmótinu. „Það
hefur mjög lítið verið afboðað af
hrossum sem náðu inn á mótið.
Það voru 249 hross sem náðu inn
á einstaklingssýningu landsmóts.
Síðast þegar landsmót var haldið á
Vindheimamelum voru 258 hross
sem náðu inn til dóms og þau voru
50 sem ekki komu. Nú er hins vegar
bara búið að afboða níu hross í
kynbótasýninguna, þannig að það
er útlit fyrir að þetta verði alveg
metþátttaka.“
Mikill fjöldi stóðhesta kemur nú
til greina í afkvæmaverðlaunin og að
sögn Guðlaugs eru líkur til að fleiri
stóðhestar en nokkru sinni fyrr mæti
á landsmót. „Það eru fjórir stóðhestar
sem mæta til heiðursverðlauna fyrir
afkvæmi, af þeim fimm sem eiga
rétt á því. Svo munu mæta hvorki
fleiri né færri en tíu af ellefu hestum
í fyrstu verðlaunin. Það er með því
mesta sem maður hefur nokkurn
tíma séð. Mætingin er geysilega
góð í hrossunum og þetta lítur bara
vel út.“ Sökum þessa mikla fjölda
verður afkvæmahestunum dreift á
nokkra daga en efstu hestar í 1. verð-
launum verða laugardaginn 2. júlí og
sömuleiðis Sleipnisbikarinn, sem er
heiðursverðlaun afkvæmahesta.
Uppsafnað síðan í fyrra
Guðlaugur segir að mikill fjöldi hrossa
hafi beðið með að koma í dóm frá því
í fyrra vegna frestunar landsmótsins
þá. „Það er alveg ljóst. Langstærsti
hópurinn sem kemur til dóms núna á
landsmót eru fimm vetra hryssur og
það er ábyggilega uppsafnað töluvert
af þeim sem voru bestar í fyrra. Af
þessum 249 hrossum sem náðu inn
í kynbótadóm eru 62 fimm vetra
hryssur, lang stærsti hópurinn. Af þeim
hrossum sem eru að koma inn núna
sýnist mér að gæðin séu bara nokkuð
svipuð og verið hefur en fjöldinn er
gríðarlegur. Um það er ekkert nema
gott að segja.“
Guðlaugur segist eiga von á góðri
mætingu á mótið. „Það er að segja
ef veður verður okkur hliðhollt. Við
vitum að það munu koma heldur færri
útlendingar en verið hefur vegna frest-
unarinnar á mótinu í fyrra. Ef að veður
verður gott á ég von á að Íslendingar
fjölmenni á mótið.“ /fr
Allt á áætlun
og rúmlega það
Hægt að fylgjast með Landsmóti
hestamanna í beinni útsendingu
á netinu
„Þetta gengur bara glimrandi.
Allt er á áætlun og meira að segja
rúmlega það,“ segir Haraldur
Örn Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Landsmóts hestamanna
2011. Þéttur
hópur hafi
verið á fullu
síðustu daga
við að hnýta
lausa enda
og tjöldin séu
komin upp á
mótssvæðinu.
Allt lítur
út fyrir að
góð mæting
verði á mótið, að sögn Haraldar.
Búist er við heldur færri útlend-
ingum nú en verið hefur vegna
frestunarinnar í fyrra og vegna
þess að heimsmeistaramót íslenska
hestsins fer einnig fram nú í sumar.
„Ef veður verður gott gerum við
ráð fyrir níu til tíu þúsund manns
á mótið. Eins og staðan er núna
erum við ánægð með aðsóknina.
Sömuleiðis verður mjög góð mæt-
ing hrossa sem hafa unnið sér rétt
inn á mótið og það gefur okkur
góðar vonir um þetta. Það mætir
auðvitað fólk með hverjum hesti
og það er það sem er burðurinn í
þessu. Það sem býr til landsmót
eru hestarnir og ef þeir mæta vel
þá mætir fólkið líka.“
Rammskagfirsk skemmtun
Vegleg skemmtidagskrá er í boði á
mótinu og er hún rammskagfirsk.
„Það eru heimamenn sem sjá um
þá dagskrá alfarið, í samvinnu við
mig, og þannig á þetta auðvitað að
vera. Það verður stuð á landsmóti,
því get ég lofað.“
„Verður algjör veisla“
Ein þeirra nýjunga sem verður
í boði á á landsmóti nú er sú að
dagskrá mótsins verður streymt í
beinni útsendingu á vef landmóts-
ins, landsmot.is. „Ef menn eru að
koma á fimmtudegi t.a.m., þá geta
þeir fylgst með fram að því. Með
þessu erum við að auka þjónustuna
og sýnileika mótsins. Það eru 120
þúsund manns skráðir í íslands-
hestafélög erlendis og þarna er
kominn gluggi fyrir það fólk að
fylgjast með, komist það ekki
á mótið sjálft. Þetta er gríðarleg
auglýsing fyrir hrossaræktendur,“
segir Haraldur.
„Þetta verður algjör veisla. Þetta
mót verður alveg frábært fyrir þá
sem þangað koma, umgjörðin
verður góð. Ég get alveg lofað því,“
segir Haraldur að lokum.
/fr
Búast má við góðu veðri við setn-
ingu landsmóts, að óbreyttu. Um
helgina er spáð austlægri átt og
þokkalega hlýju, einkum í inn-
sveitum. Líklega verður þurrt og
nokkuð bjart að sögn Haraldar
Eiríkssonar veðurfræðings á
Veðurstofu Íslands.
Þegar líður á næstu viku má
búast við að vindur snúist í norð-
austanátt eða
n o r ð a n á t t .
M ö g u l e g a
gæti fylgt því
l í t i l s h á t t a r
úrkoma en
enn er líklegt
að þokkalega
hlýtt verði. Þegar lengra líður fram
í vikuna er ómögulegt að spá fyrir
um veður.
/fr
Landsmót hestamanna
– Fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26. júní til 3. júlí
Búist við góðu veðri
við upphaf landsmóts
Þurrt og bjart
Haraldur Örn
Gunnarsson. Miðvikudagur
29. júní
Fimmtudagur
30. júní
Föstudagur
1. júlí
Laugardagur
2. júlí
20.00-21.00 15.30-16.30 14.00-14.30 10.00-10.45
Skeið 150, 250 2
sprett
Afkvæmahestar,
1.verðlaun
B-úrslit börn Afkvæmahestar, 1. verðlaun
16.45-18.45 14.30-15.15 10.45-12.30
Forkeppni tölt B-úrslit B-flokkur Verðlaun hryssur
20.00-21.00 15.45-16.30 13.30-14.15
Setningarathöfn B-úrslit unglingar A-úrslit börn
21.00 16.30-17.15 14.15-15.45
Skeið 150, 250 m. B-úrslit A-flokkur Verðlaun stóðhestar
17.15-18.30 16.30-18.00
B-úrslit ungmenni
Afkvæmahestar, 1. verðlaun,
efstu þrír hestar
18.30-19.15 17.15-18.00
Afkvæmahestar, 1.
verðlaun
Heiðursverðlaun stóðhestar,
sæti 2-4
20.00-21.00 20.00-20.30
Ræktunarbússýningar Skeið 100 m.
21.15-22.00 20.30-21.00
B-úrslit tölt Sleipnisbikarinn
21.15-22.00
A-úrslit tölt
Landsmót hestamanna 2011 – Aðalvöllur
Frábær mæting kynbótahrossa
– Aldrei verið annar eins fjöldi stóðhesta í afkvæmaverðlaunum