Bændablaðið - 23.06.2011, Side 26
25Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Skemmtidagskrá
Landsmóts hestamanna 2011
Mikið verður um að vera á landsmóti fyrir gesti. Barnagarður verður
opinn á svæðinu fyrir yngstu gestina svo þau munu hafa nóg við að
vera. Fjölþætt skemmtidagskrá verður svo í boði og fara helstu atriði
hennar hér á eftir.
Erling Ó. Sigurðsson eða Elli, hesta-
maður og reiðkennari er flestum
hestamönnum að góðu kunnur.
Hann hefur um áraraðir tekið þátt
í landsmótum hestamanna en fyrsta
landsmót sem Elli kom að var 1958.
Nú er hins vegar útlit fyrir að hann
verði ekki með í fyrsta skipti síðan
þá, þó ekki sé loku fyrir það skotið
að hann muni dúkka upp í skeiðinu.
Bændablaðið hafði samband við
Ella og bað hann að spá aðeins fyrir
um Landsmótið á Vindheimamelum,
hverjir væru líklegir til afreka og hver
gæti orðið stjarna mótsins. „Þegar ég
var að byrja í þessu fór maður í fýlu ef
maður var ekki einn af þremur efstu. Í
dag er maður rosalega ánægður með
að vera einn af tíu efstu. Það er gríðar
mikið af góðum og jöfnum hestum og
ég verð að segja að það er eiginlega
útilokað að veðja á einhvern einn hest.
Framfarirnar eru orðnar svo gríðar-
legar að það eru eiginlega hamfarir.“
Veðjar á Stakk frá Halldórsstöðum
Þegar blaðamaður gengur á Ella og
biður hann að nefna þá nokkra líklega
segir hann að þeir hestar sem stóðu
efstir í gæðingakeppni Fáks í lok maí
séu mjög líklegir til afreka. „Mótið er
svona eins og míní-landsmót. Það er
eitthvað sem segir mér að vinur minn
og kunningi Sigurbjörn Bárðarson,
sem aldrei hefur unnið A-flokk gæð-
inga á landsmóti, jafn ótrúlegt og það
nú er – það kæmi mér ekki á óvart
að Stakkur frá Halldórsstöðum, sem
hann er búinn að vera með í fjögur
eða fimm ár, myndi hafa þetta. Það
er sá hestur sem ég myndi veðja á í
A-flokki gæðinga. Þetta er hins vegar
svo rosalega jöfn keppni að það má
lítið út af bregða. Þetta er dagsformið,
þetta er stemmingin og það þarf í raun
ekki nema smá blæbrigðamun hjá
einum dómara til að velta þessu eða
ein lítil mistök.“
Enginn sem stenst
Tuma snúning í töltinu
Elli segist eiga mjög erfitt með að
veðja á B-flokkinn enda sé þetta svo
svakalegur hópur góðra hesta. Sveigur
frá Varmadal og Hulda Gústafsdóttir
séu þó gríðarsterk en þau stóðu efst
á gæðingamóti Fáks með 8,74 í ein-
kunn. Þá er Sigurður Sigurðarson líka
mjög sterkur á Kjarnorku frá Kálfholti.
„Svo gæti orðið athyglisvert að fylgj-
ast með töltkeppninni enda er alltaf
stór stund þegar hún fer fram á lands-
móti. Nú veit ég ekki hvað vinur minn
Viðar Ingólfsson gerir með Tuma frá
Stóra-Hofi. Tumi var að brillera á
úrtökumóti fyrir heimsmeistaramót
í Hafnarfirði og vann þá keppni
með glæsibrag. Tumi er kominn inn
á landsmót með sína punkta, hvort
sem Viðar ákveður að mæta með hann
eða ekki. Ef hann mætir þá held ég að
það sé bara enginn hestur sem getur
sigrað hann. Það þarf hins vegar ekki
mikið að koma uppá til að allt sé búið.
Það þarf ekki meira að gerast en að
hesturinn rétt skeini í hófhlífina og
skeifuna svo hún fari undan. Þá er
hesturinn bara úr leik eins og gerðist
hjá Didda [Sigurbirni Bárðarsyni,
innsk. blm.] með Kolskegg á mótinu
á Hellu síðast.“
Hinrik og Glymur gríðar sterkir
Gæðin á mótinu nú verða jafnvel
meiri nú en síðast, að mati Ella. Þar
sem þrjú ár séu nú frá síðasta lands-
móti séu mörg hross sem eigi eftir
að blómstra. „Ég var í úrtökunum
í Hafnarfirði í gær [15. júní, innsk.
blm.] og það er ekki að sjá að þessi
veiki eða það sem á undan er gengið
hafi haft nein þannig áhrif að við
séum að sjá hesta verr undirbúna.
Til dæmis var unun að sjá vin minn
Reyni Aðalsteinsson koma inn aftur,
vel á sjötugsaldri. Hann var þarna að
sýna Sikil frá Sigmundarstöðum í
fimmgangi, sem er alveg nýr hestur
að koma inn hjá honum. Það er líka
alveg ljóst að fleiri koma sterk inn.
Hinni Braga með Glym frá Flekkudal
er gríðarlega sterkur. Þeir standa efstir
í fimmganginum hjá Sörla eftir fyrri
umferðina eins og stendur.“
Tóti og Þóra svaka sterkt par
Hvað varðar kynbótahrossin verður
slagurinn líka mikill að mati Ella. Þar
er Þórður Þorgeirsson meðal annars
að koma sterkur inn eftir keppnis-
bann sem hann var dæmdur í vegna
agabrota á heimsmeistaramótinu
2009. „Þeir verða líka sterkir Daníel
Jónsson, Erlingur Erlingsson og fleiri.
Ég var að heyra að Daníel væri búinn
að koma hátt í þrjátíu hrossum í fyrstu
verðlaun, takk fyrir takk. Fleiri má
auðvitað telja til, Tóti Eymunds og
Þóra frá Prestsbæ eru svaka sterkt
par og gætu alveg skotið sér í efsta
sæti. Svo er Þórður með Spuna frá
Vesturkoti sem Finnur Ingólfsson á,
fimm vetra hestur sem fór í 8,78 fyrir
hæfileika. Það eru svakalegar tölur. Ég
hef að vísu aðeins minna fylgst með
kynbótahrossunum.“
Elli er því, eins og sjá má, afar
spenntur fyrir komandi landsmóti.
„Þetta verður algjör veisla.“
/fr
Hulda Geirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Félags hrossabænda og Félags
tamningamanna, segir að sér lítist
mjög vel á hestakostinn sem búinn
er að vinna sig inn á Landsmót
hestamanna í ár. „Ég held að þetta
verði rosalega sterkt, það er þorsti
í fólki eftir fríið í fyrra. Ég á von
á mjög sterkri gæðingakeppni og
í töltinu. Síðan er alveg gríðarleg
sprenging í kynbótahrossunum.
Það er metfjöldi af stóðhestum að
koma fram þarna. Ég held að þetta
verði mikil gleði, það er gleðiefni
fyrir hrossaræktendur að komast
á þennan vettvang að nýju. Það
hafa safnast upp hross á bæjum
og tamningastöðvum sem þarf að
koma á mót.“
Hvað varðar hápunkta mótsins seg-
ist Hulda hlakka mest til að afkvæma-
verðlaunin verði afhent.
„Það er gríðarlega sterkt núna. Það
eru sex hestar sem koma til greina í
heiðursverðlaun og ellefu hestar sem
koma til greina í fyrstu verðlaun fyrir
afkvæmi. Það er reyndar enn ekki vitað
[16. júní, innsk. blm.] hvort allir þessir
hestar munu mæta með afkvæmahópa
á mótið en þeir eiga rétt á því. Þetta
gæti orðið alveg meiriháttar sjónarspil.
Mér persónulega finnst mjög gaman að
sjá Arð frá Brautarholti efstan í fyrstu
verðlaununum, það er hestur sem er
að koma alveg gríðarlega sterkur inn.
Hann er meðal annars faðir Dívu frá
Álfhólum sem fékk tvær tíur í dómi
í vor, fyrir tölt og vilja og geðslag.
Það er til dæmis hross sem ég hlakka
gríðarlega til að sjá á mótinu.“
Varðandi heiðursverð-
launin þá segir Hulda Gára frá
Auðsholtshjáleigu vera með yfir-
burðastöðu. „Hann er bara klár, held
ég, í að hampa Sleipnisbikarnum
flotta. Það er samt rétt að nefna að
það er meira en að segja það að setja
saman svona sýningu. Það þurfa að
vera tólf hross með heiðursverð-
launahestunum og sex með fyrstu
verðlaunahestunum. Það er auðvi-
tað þannig með hross sem gefa góð
afkvæmi að þau seljast, gjarnan úr
landi. Hryssur eru settar í ræktun
og stóðhestar eru kannski í notkun
annars staðar. Þetta er mikil vinna og
mikil kúnst og ég held að fólk meti
það ekki alltaf að verðleikum hversu
mikil vinna liggur þar að baki. Þetta
hefur mikið gildi og þetta skiptir
miklu máli inni á landsmótum. Við
þurfum að hlúa vel að þessu.“ /fr
Sunnudagur
26. júní
Fimmtudagur
31. júlí
Föstudagur
1. júlí
Laugardagur
2. júlí
Sunnudagur
3. júlí
20.00-21.00 20.00-21.00 22.00-23.30 15.00 15.00
Verðlaunaafhending
í barna og unglinga-
flokki
Setningarathöfn
Skagfirsk tón-
listarveisla í tjaldi:
Álftagerðisbræður,
Karlakórinn
Heimir,
Geirmundur
Valtýsson
Söngvakeppni í
Barnagarði með
Magna og Siggu
Beinteins
Mótsslit
23.30-02.00 22.00-23.00
Dansleikur
Hljómsveit
Geirmundar
Kvöldvaka
í brekkunni
Brekkusöngur í
umsjón Magna o.fl.
23.00-02.00
Dansleikur í tjaldi
Hljómsveitin Von
ásamt gestum
Skemmtidagskrá Landsmóts hestamanna
Ómögulegt að segja hver verður stjarna landsmótsins
„Verður algjör veisla“
Svo miklar framfarir að það eru eiginlega hamfarir
Afkvæmaverðlaunin
mest tilhlökkunarefni
Erling Ó. Sigurðsson. Íþróttamaður Andvara 2009.