Bændablaðið - 23.06.2011, Side 27

Bændablaðið - 23.06.2011, Side 27
26 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Sumir segja að poppbyltingin hafi breytt heiminum. Út um allan heim hafa popparar fært fólki lög þar sem sungið er um ástina, sorgina, gleðina og hvað sem nöfnum tjáir að nefna. En hvað með landbúnað? Mýmörg dæmi eru um það að í textum sé minnst á dýr og sveita- lífið. Nægir að nefna hið alþekkta lag Magnúsar Eiríkssonar „Einbúann“, þar sem Vilhjálmur Vilhjálmsson syngur um bóndann sem á sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túni, en eitthvað lætur frúin eftir sér bíða þrátt fyrir þessa augljósu mannkosti. Sömuleiðis syngur Vilhjálmur um að koma heim í kæra dalinn sinn þar sem smalakofinn sem hann byggði stendur enn. Reyndar er bara um draum að ræða, enda vaknar sögumaður í þessum texta Ómars Ragnarssonar upp á sjúkrastofu en þráir að komast aftur heim í sveitina frá raunum sínum. Annað þekkt lag með skírskotun í hið ljúfa sveitalíf er lagið „Ég vil fara upp í sveit“ eftir Jón Sigurðsson, en í því dásamar Ellý Vilhjálms sveitalífið enda veit hún að allir elska kaupakonur. Bjössi á mjólkurbílnum Íslenskar stjörnur popptónlistarinnar létu því sitt alls ekki eftir liggja þegar kom að því að dásama sveitina og kosti sveitalífsins. Haukur Morthens söng um Bjössa á mjólkurbílnum, sem var kvennagull og beið hans mær við hvern brúsapall. Áður nefndur Ómar söng sjálfur með miklum tilþrifum um sveita- ball, en kannski stendur sá söngur nú líka nærri ýmsum þéttbýlisbú- anum. Þá má ekki gleyma vísnaplöt- unum geysivinsælu sem þeir Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson stóðu að. Þar fékk nú sveitalífið aldeilis veglegan sess. Á síðustu árum hafa Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna síðan sungið og leikið tónlist sem hefur höfðað mjög til hestamanna, samanber nafnið. Fleiri mætti telja sem tengja sig við sveitina og landbúnað, þar á meðal norð- lensku sveitirnar Hund í óskilum og Hvanndalsbræður. Hljómsveitin Býlið En erlendar popp- og rokkstjörnur hafa sannarlega einnig sungið um og vegsamað sveitalífið, jafnvel sótt í sveitina í nafngiftum hljóm- sveita sinna. Meðal annars starfaði í Bretlandi í upphafi tíunda áratugarins hljómsveitin The Farm (Býlið), sem náði tímabundnum vinsældum þar í landi en ekki miklu flugi á ljósvaka- bylgjum hér heima á Íslandi. Hins vegar er nafn hljómsveitarinnar nánast hið eina sem má tengja við landbúnað. Einnig má nefna hér að hljóðver hljómsveitarinnar Genesis, sem hafði meðal annars þá Phil Collins og Peter Gabriel innanborðs, kallast The Farm. Guns n‘ Roses líka Í Bandaríkjunum er kántrýið geysi- vinsæl tónlistarstefna og hverfast textar þar að miklu leyti um dásemdir sveitalífsins eða smábæjanna. Kántrýið hefur sömuleiðis smitað mjög út í popp- og rokkgeirann. Það væri að æra óstöðugan að telja upp þann mikla fjölda kántrýtón- listarmanna sem hafa gert sveitina og landbúnað að yrkisefni sínu. Því mun kántrýið liggja að mestu óbætt hjá garði í þessari umfjöllun. Það er hins vegar ekki hægt að skilja við þá tónlistarstefnu án þess að minnast á nokkur frábær dæmi um tengingar við sveitalífið. Fyrstan ber að nefna kántrýsöngv- arann ameríska Tim McGraw. Sá er all þekktur í þeim geira þar vestra og hafa plötur hans og lög iðulega sest í efstu sæti kántrývinsældalistans, enda hefur kauði selt yfir 40 milljónir platna á ferlinum. Meðal vinsælla laga Timma er lagið „Down on the farm“ (Heima í sveitinni), sem stjörnurokkbandið Guns n‘ Roses tók upp á sína arma og gerði ábreiðu af. Guði sé lof að ég er sveitastrákur „Thank God I‘m a Country Boy“ (Guði sé lof að ég er sveitastrákur) er lag sem söngvaskáldið þekkta John Denver tók upp á sína arma. Lagið atarna náði efsta sæti á bæði kántrýlistanum og Billboardlistanum í Bandaríkjunum árið 1975. Í text- anum segir að lífið á sveitabýlinu sé frekar rólegt og einfalt, menn fari snemma á fætur og snemma í bólið. Á sögumanni má skilja að hann sé þakklátur fyrir hið einfalda sveita- líf enda segir í textanum, í listilegri þýðingu Sigurðar Kristjánssonar: Í fábrotnu lífi er fólginn auður minn og fullur af græðgi varð aldrei hugurinn. Hinum einfalda bónda, uxinn, plógurinn og angurvær fiðlan er nóg. Dráttarvélar heilla sumar stúlkur Kenny Chesney heitir svo sveita- söngvarinn sem hefur gefið út lagið með skemmtilegasta titlinum sem blaðamaður hefur rekist á. Sennilega hefði einbúinn sem Villi Vill söng um þurft að kynnast stúlkunni sem þar er sungið um, en lagið heitir „She thinks my tractor's sexy“ (Henni finnst dráttarvélin mín kynþokka- full). Einbúinn átti einmitt dráttarvél en ekki virðist hún nú hafa laðað kvonfangið til hans. Jethro Tull yfir og allt um kring Þegar kántrýinu er sleppt og við færum okkur út í poppið og rokkið kennir jafnframt ýmissa grasa. Fyrsta ber að nefna þjóð- lagarokksveitina virtu Jethro Tull. Ekki er nóg með að yrkisefni Ian Anderson, söngvara og aðalsprautu hljómsveitarinnar, hafi ítrekað verið sveitalífið heldur tekur hljómsveitin nafn sitt frá frumkvöðli bresku land- búnaðarbyltingarinnar. Jethro Tull fann upp og kynnti í byrjun 18. aldar sáðvél dregna af hestum og skömmu síðar kynnti hann einnig til sögunnar svokallaðan hreykiplóg dreginn af hestum, áhald til að uppræta ill- gresi þar sem raðsáningu er beitt. Eftir þessum frumherja tók sem sagt hljómsveitin nafn. Yrkisefni hljómsveitarinnar var, eins og áður segir, sömuleiðis oft tengt landbúnaði. Á plötunni Heavy Horses sem kom út 1978 fjallar Anderson um breytingar í landbúnaði í titillaginu: Ó, þungu hestar, bifið þið grund, þolgóðir ristið landinu und. Fátt fá þeir gjört fækkar þeim ört, traktorinn birtist að skammri stund. Sungið um eignarnám Árið 1987 gaf hljómsveitin síðan út plötuna Crest of a Knave, en á henni var meðal annars lagið „Farm on the Freeway“. Þar er fjallað um land sem tekið er eignarnámi undir vegagerð og arfleifð föður til sonar verður að engu. Þrátt fyrir að greiddar hafi verið bætur var það ekki það sem bóndinn var að eltast við. Hann var ríkur maður áður en hann neyddist til að yfirgefa býlið sitt, sem nú liggur undir hraðbrautinni. Dylan misskilinn Tónlist Bob Dylans á rætur í þjóð- lagatónlist og kántrý öðru fremur. Eitt af þeim ótal mörgu lögum sem sá ágæti listamaður hefur sent frá sér í gegnum tíðina er lagið „Maggie‘s Farm“ sem kom út árið 1965. Fjöldi annarra listamanna hefur tekið lagið upp á sína arma í gegnum tíðina, þar á meðal hljómsveitin Rage Against the Machine, sem þyngdi lagið all verulega. Þess má geta hér að Dylan tók einmitt lagið á fyrstu Farm Aid tónleikunum, sem voru til umfjöll- unar í þarsíðasta blaði. Hins vegar er það svo með lagið sjálft, að þrátt fyrir nafnið hafa ýmsir bent á að lagið fjalli í raun um allt annað en býlið hennar Möggu. Textinn fjalli í raun um hernaðarvæðinguna í heiminum og Dylan sé með honum að hvetja ungt fólk til að hafna þjóðfélaginu sem því er búið. Hins vegar breytti það ekki því að hátt og hressi- lega var tekið undir með honum þegar hann flutti lagið á Farm Aid. Kannski má segja að þar hafi verið um að ræða svipaða hugsanavillu og hrjáði Ronald Reagan, sem trúði því að lag Bruce Springsteen „Born in the USA“ (Fæddur í Bandaríkjunum) fjallaði um þjóð- ernisstolt Bandaríkjamanna, þegar Springsteen var í raun að syngja um áhrifaleysi og einangrun verkalýðs- stéttarinnar í Bandaríkjunum. Búgarðurinn Brotna örin Ekki er hægt að skrifa um land- búnaðartengda tónlist án þess að minnast á snillinginn Neil Young en um hann, eins og Dylan, var einmitt fjallað í Bændablaðinu 26. maí síðastliðinn í tengslum við Farm Aid hátíðina. Á þeirri hátíð flutti Young einmitt lagið „Farm Aid Song“ sem er allt í senn, óður til bænda og ákall um að tryggja þurfi viðgang og framtíð landbúnaðarins. Young á rætur í kántrý- og amer- icana-tónlist ásamt blús og rokki. Það er aldeilis ekki í fyrsta sinn sem Young syngur um bændur og landbúnað. Á heilu plötunum hefur slíkt verið yrkisefni hans, nægir þar að nefna plöturnar Harvest og Harvest Moon. Þá var alltaf stutt í sveitamennskuna í tónlist Buffalo Springfield og Crosby, Stills, Nash and Young en í báðum þessum hljómsveitum var Young meðlimur. Kanadamaðurinn síkáti er enda tengdur búskap og landbúnaði sterkum böndum enda á hann búgarð í Kaliforníuríki sem nefnist Broken Arrow Ranch. Gömlu kartöflugarðarnir heima Að lokum er svo rétt að nefna að hljómsveitin Creedence Clearwater Revival duflaði aldeilis við land- búnaðinn. Ekki síst kemur það fram í hinu alþekkta lagi „Cotton Fields“, þar sem sagt er frá því hvernig móðir vaggar syni sínum í vöggu á miðjum bómullarökrunum. Þetta lag tók Árni nokkur Johnsen upp á sína arma, staðfærði textann upp á hið ylhýra og söng um „gömlu kartöflugarðana heima“, sem staðsettir voru í miðjum Þykkvabænum. Af framangreindu má sjá að sveitalífið hefur sannarlega verið áhrifavaldur í dægurtónlist okkar daga. Það virðist enda sameigin- legt með öllu hugsandi fólki að það dreymir um einfaldleika sveitar- innar, að losna undan amstri, ys og þys borga og bæja og hefja nýtt líf í sveitinni þar sem er „sauðfé á beit og sællegar kýr út á túni.“ /fr Listamenn flytja sveitinni óð í dægurtónlist sinni: Sauðfé á beit og sællegar kýr úti á túni – Henni finnst dráttarvélin mín kynæsandi Víkurhvarf 5 Síur í dráttarvélar WWW.VELAVAL.IS Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.