Bændablaðið - 23.06.2011, Page 37
36 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Líf og starf
Á nýafstöðnum fundi fagráðs
í nautgriparækt voru kynntar
nýjustu niðurstöður afkvæma-
rannsókna nauta nautastöðvar
Bændasamtaka Íslands. Þegar
niðurstöðurnar eru skoðaðar
ber að hafa í huga að viðmið-
unarárgangurinn hefur verið
færður til um 5 ár, er nú árgang-
ur 2005. Þar sem framfarir hafa
verið umtalsverðar síðustu ár
hefur þetta í för með sér að ein-
kunnir allra gripa hafa lækkað
talsvert.
Nú liggur fyrir endanlegur
afkvæmadómur fyrir nautaárgang-
inn 2004. Alls var lokið afkvæma-
rannsóknum á 24 nautum. Þessi
árgangur er mun jafnari að gæðum
en árgangurinn 2003. Afurðsemi
er í góðu lagi, og sömuleiðis
júgur- og spenagerð en mjaltir
eru mismunandi, í sumum til-
vikum afburða góðar en í öðrum
tilvikum mjög slæmar. Alls voru
11 naut valin til framhaldsnotk-
unar úr árgangnum og þar af 3
sem hlutu A-dóm, Stássi 04-024,
Stíll 04-041 og Ári 04-043. Besta
nautið í þessum árgangi var valið
Stássi 04-024 frá Syðri Bægisá
undan Stíg 97010 og Stássu 304,
sem er dóttir Frísks 94-026. Yfirlit
yfir kynbótamat árgangsins er að
finna í töflu 1.
Þau naut sem fengu A-dóm búa
yfir mikilli afurðagetu og gefa
góða júgur og spenagerð en mjalt-
ir eru aðeins í meðallagi. Það sem
hinsvegar einkennir nautin sem
hlutu B-dóm er fyrst og fremst
sterk júgurgerð, góðir spenar og
góðar mjaltir og í sumum tilvikum
afbragðsgóðar. Þau naut munu því
nýtast mjög vel og gagnast rækt-
unarstarfi í flestum hjörðum.
Nú liggja fyrir fyrstu niður-
stöður vegna nautaárgangsins
2005. Það var mjög stór árgangur
og var lokið afkvæmarannsókn
á 31 nauti. Flest naut í árgangn-
um eru synir Stígs 97010 eða
23 talsins, 6 eru undan Teini
97001og eitt undan Byl 97002
og Hersi 97033. Það virðist sem
þessi nautaárgangur gefi miklar
afurðir og sterk júgur og spena
en misjafnar mjaltir og sum þeirra
afleitar mjaltir. Það bendir þó
margt til þess að nautaárgangur
2005 verði svipaður og árgang-
urinn 2004. Það er greinilega að
nást mikill árangur í afurðasemi
stofnsins sem endurspeglast í
kynbótaeinkunnunum fyrir bæði
mjólkurmagn og afurðaeinkunn
þessara tveggja árganga. Þá
eru miklar framfarir í júgur- og
spenagerð. Mun misjafnari er
árangurinn í mjöltum, frjósemi
og frumutölu þó í heildina sé um
að ræða erfðframfarir í stofninum.
Það þarf því sérstaklega að gæta
að þessum eignleikum við val á
kynbótagripum framtíðarinnar.
Þar sem yngri nautin í árgangi
2005 hafa ekki nægilega margar
dætur á skýrslum til þess að unnt
sé að kveða upp endanlegan dóm
um stöðu þeirra ákvað fagráð að
fresta ákvörðun um notkun á 18
nautum en tekin er ákvörðun um
13 naut. Hlaut eitt þeirra Stöðull
05-001 frá Brekkukoti A-dóm, 5
önnur B-dóm og 7 C-dóm. Yfirlit
yfir niðurstöðurnar eru birtar í
töflu 2.
Það er ávallt áhugavert að
skoða hvernig eldri nautin eru
að standa sig í samkeppninni við
yngri árgangana. Þegar kynbóta-
matið er skoðað kemur berlega
í ljós að nautin sem hafa verið í
toppsætunum undanfarið verma
þau mörg hver ennþá en þó er
einnig ánægjulegt að sjá hversu
mörg yngri nautanna standa sig
vel. Í töflu 3 er birt yfirlit yfir hæst
dæmdu kynbótanautin. Þar eru nú
Stígur 97-010 frá Oddgeirshólum
efstur og síðan fylgja í kjölfarið
Punktur 94-032 frá Skipholti og
Kaðall 94-017 frá Miklagarði.
Af eldri kunnum nautum
er staða Þráðar 86-013 frá
Lauardælum ennþá mjög sterk en
kynbótaeinkunn hans er nú 107
síðan er Almar 90-019 frá Ytri
-Tjörnum með 105 í kynbótaein-
kunn. Í kjölfar þessa nýja mats
verða allmiklar breytingar á næstu
nautaskrá, mörg af eldri nautunum
detta út þar sem sæðisbirgðir úr
þeim eru á þrotum. Þannig eru nær
öll nautin úr árgangi 2002 fallin
út af þeim sökum. Þá hafa önnur
lækkað í kynbóteinkunn svo rétt
þykir að hætta notkun þeirra.
Þau naut sem verða notuð
áfram sem nautsfeður eru Tópas
03-027, Stássi 04-024 og Stíll
04-041 og nýir nautsfeður verða
Hegri 03-014 sem er að styrkja sig
í kynbótamati og Stöðull 05-001
sem er nýr úr árgangi 2005. Hér
að neðan er yfirlit yfir þau reyndu
naut sem verða í notkun nú á næstu
mánuðum. Kynbótamatið verður
svo keyrt að nýju með haustinu og
þá verður unnt að taka endanlegar
ákvarðanir varðandi 2005 árgang-
inn og vonandi sjá fyrstu niður-
stöður fyrir nautaárganginn 2006.
Til þess að hraða upplýsingum til
bænda er hér yfirlit yfir nautin
í næstu nautaskrá. Nautaspjald
verður sent til bænda innan tíðar
en síðan verður unnin ný nauta-
skrá með nánari upplýsingum um
nautin sem nú koma í notkun.
Nýjar niðurstöður afkvæmarannsókna
Fjóstíran
Naut- númer Fæðingarbú Staða
Ófeigur 02-016 frá Þríhyrningi
Þrymur 02-042 frá Tóftum
Ás 02-048 frá Sumarliðabæ
Gyllir 03-007 frá Dalbæ, Hrun.
Hegri 03-014 frá Hamri nautsfaðir
Máni 03-025 frá Drumbodds-
stöðum
Tópas 03-027 frá Króki, Flóa nautsfaðir
Skandall 03-034 frá Nýja Bæ
Salómon 04-009 frá Hundastapa
Hlaupari 04-010 frá Hríshóli
Hjálmur 04-016 frá Hjálmholti
Rauður 04-021 frá Túnsbergi
Stássi 04-024 frá Syðri Bægisá nautsfaðir
Stíll 04-041 frá Syðri Bægisá nautsfaðir
Ári 04-043 frá Stóra Ármóti
Jaki 04-044 frá Eystra Hrauni
Stöðull frá Brekkukoti nautsfaðir
Bauti frá Miðfelli V
Hryggur frá Bryðjuholti
Standur frá Skálpastöðum
Renningur frá Lambhaga
Gussi frá Dagverðareyri
Yfirlit yfir reynd
naut í notkun
Nafn Númer Faðir
nafn númer
Fæðingabú Afurðir Frjósemi Frumu
tala-
Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Kynb.-
einkunn
Dómur
Eldur 04-001 Sproti 95036 Laugaból 110 90 104 105 84 100 106 98 103 C
Bursti 04-003 Hófur 96027 Bryðjuholt 103 99 87 90 110 104 98 110 101 C
Grikkur 04-004 Fróði 96028 Neðri Hóll 107 107 86 107 109 103 76 107 103 B
Þorri 04-005 Hófur 96027 E. Gegnishólar 104 112 85 110 118 96 95 102 103 C
Þinur 04-006 Fróði 96028 Ytri Tjarnir 111 78 109 109 109 116 66 108 104 B
Farsæll 04-007 Hvítingur 96032 Daufá 96 111 103 89 99 68 81 85 93 C
Salómon 04-009 Prakkari 96007 Hundastapi 107 82 88 110 122 114 107 117 106 B
Hlaupari 04-010 Hófur 96027 Hríshóll 101 119 97 102 127 100 83 116 104 B
Ingjaldur 04-011 Prakkari 96007 Ingjaldsstaðir 101 106 83 109 99 111 92 107 101 C
Þrumari 04-015 Hófur 96027 Ystihvammur 93 107 98 127 117 101 100 107 101 B
Hjálmur 04-016 Pinkill 94013 Hjálmholt 115 90 103 110 110 100 107 88 107 B
Kútur 04-018 Fróði 96028 Vaglir 95 86 107 112 122 116 70 110 100 C
Rauður 04-021 Hófur 96027 Túnsberg 103 94 81 124 133 129 89 107 106 B
Stássi 04-024 Stígur 97010 Syðri Bægisá 117 90 135 129 115 100 85 110 113 A
Búsæll 04-025 Hófur 96027 Litla Ármót 97 104 98 98 125 89 86 98 98 C
Bloti 04-026 Hófur 96027 Eystra Hraun 105 96 96 102 123 112 89 105 104 C
Jaxl 04-027 Stígur 97010 Egilsstaðakot 104 89 95 123 116 114 83 115 104 C
Dagur 04-035 Prakkari 96007 Dagverðareyri 93 107 86 108 104 78 96 101 95 C
Hengill 04-037 Túni 95024 Lambhagi 92 79 113 106 82 93 91 105 94 C
Fjalli 04-040 Hófur 96027 Fjall 87 107 100 112 131 115 102 108 100 C
Stíll 04-041 Stígur 97010 Syðri Bægisá 116 82 127 130 121 98 92 118 112 A
Ári 04-043 Stígur 97010 Stóra Ármót 119 96 129 105 99 99 107 99 111 A
Jaki 04-044 Prakkari 96007 Eystra Hraun 106 89 91 115 106 113 112 104 105 B
Þjálfi 04-047 Stígur 97010 Birtingaholt I 109 111 99 95 104 98 99 104 105 C
Nafn Númer Faðir
nafn númer
Fæðingarbú Afurðir Frjósemi Frumu-
tala
Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Kynb.-
einkunn
Dómur
Stöðull 05-001 Stígur 97-010 Brekkukot 119 102 120 128 116 92 90 111 113 A
Bauti 05-002 Teinn 97-001 Miðfell V 100 91 109 121 138 108 97 113 106 B
Oddgeir 05-006 Stígur 97-010 Oddgeirshólar 110 95 114 79 90 70 76 87 97 C
Sláni 05-007 Teinn 97-001 Tröð 99 94 116 108 113 91 96 106 101 C
Hryggur 05-008 Teinn 97-001 Bryðjuholt 102 86 104 107 110 90 123 114 104 B
Hnappur 05-009 Stígur 97-010 E. Seljaland 119 88 108 100 123 75 87 110 108 C
Hávarður 05-010 Stígur 97-010 Skeiðháholt 109 97 110 111 117 94 84 104 105 C
Ferðalangur 05-011 Teinn 97-001 E. Brúnavellir II 95 92 94 98 108 95 95 113 97 C
Gegnir 05-012 Stígur 97-004 E. Gegnishólar 92 99 119 112 113 94 90 109 99 C
Standur 05-013 Teinn 97-001 Skálpastaðir 104 97 114 116 112 111 98 107 106 B
Renningur 05-014 Stígur 97-010 Lambhagi 114 95 112 119 122 102 88 102 109 B
Grallari 05-017 Stígur 97-010 Hjarðarfell 102 104 113 104 99 103 98 102 103 C
Gussi 05-019 Stígur 97-010 Dagverðareyri 102 109 110 113 132 97 94 116 107 B
Tafla 1. Akvæmadómar nauta fæddra 2004.
Stöðull.
Hegri.
Nafn Númer Faðir
- númer
Fæðingabú Afurðir Frjósemi Frumutala Júgur Spenar Mjaltir Skap Ending Kynbóta-
einkunn
Dómur
Stígur 97-010 Óli - 88002 Oddgeirshólar 120 106 119 123 108 101 84 120 114 A
Punktur 94-032 Þráður
- 86013
Skipholt 119 98 112 101 129 102 118 104 113 A
Kaðall 94-017 Þráður
- 86013
Miligarður 114 104 98 113 121 112 122 119 113 A
Stássi 04-024 Stígur
- 97010
Syðri Bægisá 117 90 135 129 115 100 85 110 113 A
Ás 02-048 Kaðall -
94017
Sumarliðabær 121 104 99 108 112 113 89 118 113 A
Lykill 02-003 Kaðall
- 94017
Hæll II 121 123 84 94 118 112 111 107 113 A
Fontur 98-027 Almar
- 90019
Böðmóðsstaðir 115 98 128 118 114 90 91 127 112 A
Stíll 04-041 Stígur -
97010
Syðri Bægisá 116 82 127 130 121 98 92 118 112 A
Skandall 03-034 Soldán
- 95010
Nýi Bær 133 95 92 85 102 89 95 104 112 B
Magnús B. Jónsson
Ráðunautur í nautgriparækt
Tafla 3. Yfirlit yfir hæst dæmdu kynbótanautin.
Tafla 2. Fyrstu niðurstöður afvæmadóma nauta fæddra 2005.