Bændablaðið - 23.06.2011, Síða 42

Bændablaðið - 23.06.2011, Síða 42
41Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum 10. júní um ýmsar aðgerðir í kjölfar eldgosa. Samþykkt var að veita nú 54,3 milljónir króna til úrbóta í kjölfar eldgosa í Grímsvötnum, Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Ákvarðanir um frekari fjárveitingar verða teknar um leið og frekari úttektir á aðstæð- um og fjárþörf liggja fyrir. Auk þessa er sjóðsöfnun Samstöðusjóðs vegna Grímsvatnagoss, sem Guðni Ágústsson hefur verið í forsvari fyrir, komin í um 30 milljónir króna. Segir Guðni mikinn áhuga meðal einstaklinga, félagasamtaka og fyrirtækja fyrir söfnuninni en henni lýkur um næstu mánaðamót. Áður hafði ríkisstjórnin sam- þykkt 867,7 m.kr. vegna ýmissa þátta og viðbragða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Með þessari samþykkt um 54,3 m.kr. til viðbót- ar eru heildarframlög úr ríkissjóði á árinu 2010 og 2011 vegna eld- gosanna þriggja orðin 922 m.kr. Þar að auki hafa Bjargráðasjóður og Viðlagatrygging staðið straum af umtalsverðum útgjöldum auk þess sem ráðuneyti og stofnanir hafa breytt forgangsröðun sinni og verkefnum til þess að mæta afleið- ingum eldgosanna. Eftirfarandi verkefni voru samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 10. júní: Fjárframlag til Landgræðslu ríkisins Samþykkt var að ríkisstjórnin veiti aukafjárframlag til Landgræðslu ríkisins til mikilvægra og brýnna uppgræðsluverkefna til að hefta öskufok og sandfok á gossvæð- unum. Um er að ræða samtals 40,0 m.kr. Búnaðarsamband Suðurlands Ríkisstjórnin staðfesti 6 milljóna kr. styrk til Búnaðarsambands Suðurlands vegna aðstoðar sambandsins við bændur á gos- svæðinu í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Styrkbeiðnin er sem nemur einu ársverki en sam- bandið hefur lagt út kostnað vegna aðstoðarinnar sem nemur vinnu- framlagi upp á 3.843 stundir eða rúmlega tvö ársverk. Þá hefur sambandið jafnframt notið stuðn- ings frá norskum bændum og frá Bjargráðasjóði. Heildarkostnaður sambandsins, sem það ber auka- lega, er 15 milljónir króna. Bjargráðasjóður Samþykkt var að unnið verði eftir reglum Bjargráðasjóðs nú í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum eins og gert var í kjölfar gos- anna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið mun fylgja þessu eftir og tryggja að Bjargráðasjóður viðhafi sam- bærilegt verklag og gert var í fyrra og hefjist þegar handa við tjónaskoðun á gossvæðinu. Fjárþörf Vegagerðarinnar Á síðasta ári veitti ríkisstjórnin Vegagerðinni og fleiri stofnunum viðbótarfjárheimildir til að mæta hluta þess kostnaðar sem á þær hafa fallið vegna neyðaraðgerða og framkvæmda á gossvæðinu. Að auki samþykkti ríkisstjórnin við- bótarframlag til Vegagerðarinnar vegna lagfæringa á bæjarhlöðum og heimreiðum á fundi sínum 30. nóvember sl. Innanríkisráðuneytið og Vegagerðin áforma að verkið verði framkvæmt í sumar. Loftgæðamælingar Samþykkt var að veita 6,2 m.kr. fjárframlag vegna uppsetningar annars svifryksmælis á gossvæðið þannig að mæla megi loftgæði á stærra svæði. Mælirinn mun koma til landsins og verða tekinn í notkun fyrri hluta næsta mánaðar. Kostnaður vegna fyrstu viðbragða í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum Unnið er að því að taka saman helsta kostnað sem hefur fallið til vegna fyrstu viðbragða í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum og stefnt er að því að slík samantekt liggi fyrir í lok þessa mánaðar. Átaksverkefni vegna þjónustu við ferðamenn Iðnaðarráðherra og velferðarráð- herra lögðu fyrir ríkisstjórn minn- isblað varðandi átaksverkefni vegna þjónustu við ferðamenn á gossvæðum. Átakið snýr að mark- aðssetningu, upplýsingaveitu, Kötlusetri og Katla-geopark. Slysavarnarfélagið Landsbjörg Ríkisstjórnin samþykkti 2,1 m.kr. fjárframlag til Landsbjargar vegna kostnaðar á síðasta ári við flutninga vísindamanna vegna fyrstu viðbragða í kjölfar eld- gosanna í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Í náttúruhamförum standa Íslendingar saman. Grímsvatnagos olli íbúum á gossvæðinu miklum erfiðleikum og tjóni, því stendur fjársöfnun yfir til styrktar íbúum þar sem tryggingum sleppir. Söfnunin stendur út júnímánuð. Stofnaður hefur verið reikningur í útibúi Arion-banka á Kirkjubæjarklaustri fyrir söfnunina. Miðað er við upphæðir frá fyrirtækjum á bilinu frá 100 þúsund krónum til einnar milljónar en frjáls framlög almennings. Samtök atvinnulífsins og verkefnisstjórn söfnunarinnar hvetja almenning, fyrirtæki og félagasamtök til að bregðast vel við þessu brýna verkefni. Reikningsnúmer söfnunarinnar er: 317-26-2200 Kt.: 470788 1199 Sýnum stuðning í verki V E R K E F N I S S T J Ó R N S Ö F N U N A R I N N A R *         !"#$$%  %& '(#$$($$)*'(#+(,$#---.   Fjárveitingar vegna fyrstu aðgerða í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum: Ríkið ver 54 milljónum króna til úrbóta - Búið að verja 868 milljónum vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.