Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 30
31Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011 Eitt af einkennum nútímans er að upp spretta sjálfskipaðir ráðgjafar sem eru reiðubúnir að gefa okkur hinum góð ráð um allt milli himins og jarðar. Lífið er jú orðið flókið og ekki á allra færi að hafa yfirsýn yfir allt sem gæti skipt okkur máli við að lifa heilbrigðu og innihalds- ríku lífi. Landbúnaður hefur ekki farið varhluta af þessari þróun en í þeim efnum virðast ýmsir telja að allt sem er náttúrulegt hljóti að vera gott. Þetta er ekki svona einfalt því náttúran getur verið bæði blíð og stríð, samanber náttúruhamfarir, sjúkdóma og meindýr svo eitthvað sé nefnt. Landbúnaður er ekki nátt- úrulegt vistkerfi. Hlutverk hans er fyrst og fremst að framleiða mat og ýmiss konar hráefni. Landbúnaður hefur verið að þró- ast í þúsundir ára, seinustu aldirnar með hjálp vísindanna til að auka afrakstur lands og gæði afurðanna. Á sama tíma hafa sprottið fram hreyfingar, kenndar við lífrænan landbúnað, sem ekki vilja hagnýta nýjungar sem byggjast á vísindalegri þekkingu eins og tilbúinn áburð og varnarefni eða nýjar kynbótaaðferðir. Þeir sem lengst ganga í þessu efni vilja að hið opinbera veiti bændum, sem stunda lífrænan landbúnað, sérstakan stuðning vegna þess að lífrænn landbúnaður sé sjálfbærari og afurðir hans hollari og öruggari. Það er í þessum anda sem Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi skrifar grein í Bændablaðið fimmtudaginn 10. nóvember s.l. undir yfirskriftinni Lífrænn landbúnaður getur brauð- fætt heiminn. Málatilbúnað sinn byggir Sandra á nýrri skýrslu frá Rodale-stofnuninni í Bandaríkjunum (http://www.rodaleinstitute.org/files/ FSTbookletFINAL.pdf). Í ljósi þess að skilgreint hlutverk Rodale stofn- unarinnar er „að bæta heilsu og vel- ferð manna og jarðarinnar með því að veita lífræna leiðsögn“ („Through organic leadership we improve the health and wellbeing of people and the planet“) kemur ekki á óvart sú fullyrðing sem í skýrslunni birtist, að „lífrænn landbúnaður sé fremri hinum hefðbundna samkvæmt 30 ára samanburðarrannsókn“. Skýrslan er full af staðhæfingum um ágæti lífrænna búskaparhátta sem Sandra kemur á framfæri í grein sinni. Vandinn er hins vegar sá að lýsingum á framkvæmd tilraunanna er sárlega ábótavant. Þó er ljóst að þarna er ekki verið að bera saman lífrænan og hefðbundinn landbúnað þannig að unnt sé að greina hver munurinn geti verið. Borin eru saman þrjú mismunandi sáðskiptakerfi (mismunandi tegundir skiptast á milli ára eftir ákveðnu kerfi) sem ýmist eru með tilbúnum áburði, búfjáráburði, grænáburði (belgjurtir sem ekki eru uppskornar heldur plægðar niður) og/eða fjöl- ærum smárablöndum. Ekki er gerð tilraun til þess að greina í sundur þessa þætti með því að kanna með hvaða hætti mismun- andi sáðskiptakerfi (þ.e. tegundaval og röð þeirra í sáðskiptunum) bregð- ist við mismunandi áburðargerðum (tilbúnum áburði, búfjáráburði eða grænáburði). Þetta er alvarlegur galli á tilraunaskipulaginu. Þær ályktanir sem dregnar eru í skýrslunni eru því marklausar og stangast á við niður- stöður fjölmargra annarra rannsókna sem Sandra horfir algerlega framhjá. Í næsta nágrenni við Rodale, hjá Penn State University, var t.d. gerð sambærileg tilraun sem uppfyllti allar vísindalegar kröfur (Grover o.fl. 2009, Agronomy Journal 101, 940-946). Af niðurstöðum þeirrar tilraunar er ekki unnt að draga sam- bærilegar ályktanir og dregnar voru í Rodale. Sáðskipti eru almennt talin æski- leg í akuryrkju. Þau hafa jákvæð áhrif á jarðveg og nýtingu næring- arefna auk þess sem þau veita vörn gegn bæði illgresi og sjúkdómum og meindýrum sem geta herjað á plöntur. Belgjurtir og búfjáráburður eru einnig notuð með góðum árangri í hefðbundnum landbúnaði. Víða mætti nýta alla þessa kosti betur. Það sem skilur fyrst og fremst á milli er bann við notkun tilbúins áburðar og tilbúinna varnarefna í lífrænni ræktun. Ýmis náttúruleg varnarefni eru hins vegar leyfð en þau geta verið skaðleg ekki síður en tilbúin efni. Tilbúinn áburður er notaður til þess að auka magn plöntunær- ingarefna í jarðvegi og engar rann- sóknir hafa sýnt fram á að hann sé skaðlegur. Hins vegar getur óhófleg notkun næringarefna valdið skaða. Á það jafnt við um tilbúinn áburð og lífrænan áburð. Varnarefni eru notuð til þess að verjast plöntusjúkdómum, meindýrum og illgresi sem ella geta valdið miklu tjóni á uppskeru og dregið úr hollustu afurðanna. Stöðugt er verið að þróa efni sem lágmarka neikvæðar aukaverkanir. Á sama tíma er einnig verið að kynbæta plöntur sem hafa meiri mótstöðu gegn þessum vágestum. Að sjálf- sögðu ætti það að vera markmið að nota varnarefni í hófi rétt eins og það er kappsmál að lágmarka lyfjanotkun manna og dýra. Rannsóknir hafa sýnt að lífrænar ræktunaraðferðir gefa að jafnaði 20-50% minni uppskeru en hinar hefðbundnu. Þetta þýðir að í líf- rænum ræktunarkerfum þarf allt að tvöfalt meira land til þess að ná sambærilegri framleiðslu. Í ljósi þess að okkar bíður það vandasama verkefni að tvöfalda framboð á mat á næstu 50 árum án þess að brjóta frekara land til rækt- unar verður sú staðhæfing að lífrænn landbúnaður geti brauðfætt heiminn í besta falli hjákátleg og í versta falli stórhættuleg. Almenningur og stjórnvöld verða að gera það upp við sig hvort þau vilji byggja ákvarðanir sínar á óljósri hugmyndafræði, sem ekki stenst fag- lega rýni, eða á traustum vísinda- legum grunni sem sífellt er verið að byggja ofan á. Áslaug Helgadóttir og Guðni Þorvaldsson, Landbúnaðarháskóla Íslands. Er lífrænn landbúnaður besti kosturinn? Rauðsmári úr tilraun með smárablöndur á Korpu. Framleiðum margar stærðir af mykjudreifurum og mykjudælum fyrir húsdýraáburð.    Sími 565-1800 - www.velbodi.is Ráðstefna um nautgriparækt – kynbætur og aðbúnaður Fagráð í nautgriparækt stendur fyrir ráðstefnu um Naut- griparækt verður haldin á Hótel Sögu, miðvikudaginn 30. nóvember nk. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska rautgriparækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Dagskrá: Kl. 9.45 Setning ráðstefnunnar Guðný Helga Björnsdóttir Málstofa I: Fundarstjóri: Sigurgeir Hreinsson 10.00 Ræktunarárangur síðustu 30 ára-yfirlit. Ágúst Sigurðsson & Jón Viðar Jónmundsson 10:30 Ræktunarmarkmið íslenska kúakynsins. Guðný H. Björnsdsóttir 10:45 Helstu þættir sem hafa áhrif á endingu kúnna. Baldur Helgi Benjamínsson 11:00 Blendingsrækt í nautakjötsframleiðslu Þóroddur Sveinsson 11:20 Umræður 12:00 Matarhlé Málstofa II: Fundarstjóri: Þórarinn Leifsson 13:00 Erfðafjölbreytni innan íslenska kúastofnsins Margrét Ásbjarnardóttir 13:20 Þróun skyldleikaræktar í íslenska kúastofninum Þorvaldur Kristjánsson Fyrirspurnir/umræður 14:00 Nýungar á sviði frjósemismála Baldur H. Benjamínsson 14:20 Kynbætur fyrir frjósemi-staða og framtíðarmöguleikar Magnús B. Jónsson/ Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir/ Jóna B. Hlöðversdóttir/ Jóna Þ. Ragnarsdóttir 14:40 Velferð kúa í lausagögnufjósum. Grétar Hrafn Harðarson ofl Fyrirspurnir/umræður 15:00 Kaffihlé Málstofa III: Fundarstjóri: Sigurður Loftsson 15:30 Hagkvæmni ræktunarstarfs- samspil erfða og umhverfis. Daði Már Kristófersson 16.00 Kynbætur með stuðningi erfðamarka/ arfgerðargreininga. Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir 16:15 Framtíðar ræktunarmarkmið í íslenskri nautgriparækt. Magnús B.Jónsson/ Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir 16:30 Umræður og samantekt 17:00 Ráðstefnuslit Fagráð í nautgriparækt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.