Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 20116 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Gott nágrenni – það borgar sig. Möguleikarnir eru í sveitum Íslands LEIÐARINN Fólksjölgunin á jörðinni og nei- kvæð áhrif hlýnunar andrúms- loftsins eru farin að hafa veru- leg áhrif á lífsafkomu milljóna manna. Þessi vandi fer vaxandi og það mun leiða áfram til hækk- unar á matvælaverði. Baráttan fyrir mat og vatni verður því eitt helsta viðfangsefni jarðarbúa í komandi framtíð. Þetta er sú staðreynd sem við blasir og það er algjör fásinna að halda að Íslendingar muni bæta sín lífskjör með því einu að hætta að nenna að standa í eigin lappir og skríða í kjöltuna á haltrandi ESB skessu. Þvert á móti er einmitt rétta tækifærið núna til að nýta þá mögu- leika sem felast í gæðum landsins. Tækifærin liggja víða, einkum í sveitum landsins. Þörfin fyrir aukna matvælaframleiðslu mun kalla á íslenska bændur rétt eins og kollega þeirra í öðrum löndum. Um leið og hlýnandi veðurfar kallar óáran yfir suðlægari lönd, skapa hlýindin aukin tækifæri fyrir bændur á norðlægum slóðum. Stjórn Bændasamtaka Íslands er nú að blása til sóknar og kallar á aukna sjálfbærni íslenskra sveita- býla. Hafin er barátta fyrir því að nýta húsdýraúrgang til orkufram- leiðslu. Skoða á allar mögulegar leiðir til orkuframleiðslu í sveitum þannig að á endanum þurfi bændur ekki að stóla á dýra innflutta orku fyrir sína matvælaframleiðslu. Tækniþróunin er ör á öllum sviðum grænnar orkuframleiðslu og þar geta íslenskir bændur leikið stórt hlut- verk. Framleiðsla á hrágasi í sveitum er t.d. tæknilega einföld og það ætti að vera á færi flestra bænda að koma slíku í gang. Fyrst kínverskir og indverskir bændur geta fram- leitt gas með frumstæðri tækni, þá ætti það varla að það vefjast fyrir úrræðagóðum íslenskum bændum. Tæknin er þekkt, hráefnið er til staðar og sennilega er þetta aðallega spurning um hugarfar og framtaks- semi hvað úr hlutunum verður. Síðan má þróa dæmið áfram eftir efnum og aðstæðum hvers og eins. Með víðtækri samvinnu bænda í sveitum landsins mætti síðan hæglega fara út í framleiðslu á hreinsuðu gasi sem dugar til að knýja vélar. Gasframleiðsla er þó bara einn af fjölmörgum þáttum eldsneytis – og orkuframleiðslu sem möguleg er í íslenskum sveitum. Tækifærin eru óþrjótandi, látum úrtölumenn ekki telja okkur trú um annað. /HKr. Gott nágrenni er bændum mikils virði. Samvinna og samstarf nágranna er oft mikil- vægur hlekkur í búskap. Sama gildir um sam- félagið allt. Eru sátt og stuðningur við íslenskan landbúnað sjálfgefin? Íslenskir bændur búa við gott nágrenni við samborgara sína. Stuðningur við starf bóndans, landbúnaðinn, er almennur og hann ber að þakka. En til að halda slíkri stöðu þarf að þekkja umhverfi sitt, greina hættumerki sem geta raskað þeirri ásýnd, eða önnur þau merki sem geta á stuttum tíma breytt umhverfinu þannig að ástandið verði óbærilegt. Á Íslandi erum við öll nágrannar. Samskipti nágranna eiga ekki endilega að snúast um að gefa alltaf eftir, heldur alveg eins að halda sínu fram með sanngjörnum rökum, það leiðir til þess að menn koma auga á sameiginlega hagsmuni. Bændur leggja sig fram um kynna starf sitt. Það gera þeir að sjálfsögðu best með því að framleiða gæðavörur og bjóða úrvalsþjónustu, fara vel með land sitt og dýrin sem mynda bústofninn og huga að umhverfi og ásýnd bæja og bújarða. Allt eru þetta þættir sem fólk lætur sig varða. Bændur eru að sönnu áberandi í landslaginu. Það er fljótt að koma fram þegar eitthvað fer úrskeiðis. Vissulega er kannski á stundum lítil innistæða fyrir gagn- rýni sem er á borð borin. En við eigum þá sjálfir, bændur, að vera uppteknir af því að hafa umhverfi okkar í lagi. Og við eigum ekki, og gerum okkur ekki, þann óleik að bera í bætifláka fyrir þá sem ekki hafa hlutina í lagi. Verðum líka að þola gagnrýni Til að sátt um stuðning við atvinnuveginn land- búnað eigi að ríkja verðum líka að þola gagnrýni og taka hana til athugunar. Of oft er gagnrýni á landbúnað sett fram af vanþekkingu, en alls ekki alltaf af slæmum hug. Gagnrýni á landbúnaðar- kerfið er stöðugt viðfangsefni. ,,Kerfi” er bara eitt og sér neikvætt orð í hugum margra. Því miður er sú gagnrýni oftar en ekki sett fram til að undir- byggja aðra hagsmuni en hagsmuni bænda. Hvar lýkur málsvörn bænda Liðið sumar og haust ætti að vera okkur nokkurt umhugsunarefni. Hvar lýkur málsvörn bænda, og hvar tekur umræða af hendi afurðastöðva við? Er nauðsynlegt að skerpa þessa línu betur? Samtök afurðastöðva í mjólkur- og kjötiðnaði eiga félagsskap, sem þarf líka að vera áberandi þátttakandi. Mjög vinsælt er núna að slengja því fram að kerfið hljóti að vera ónýtt vegna þess að bændur beri lítið úr býtum, Það er laukrétt, að hlutur bónda í vöruverði á að vera sem gleggstur. Upplýsingar um verð til bænda fyrir afurðir eru yfirleitt aðgengilegar. En varðandi fyrirtækin er það ómögulegt vegna samkeppnissjónarmiða. Er rétt að hengja allt á bóndann? Um þetta þarf að ríkja betri skilningur, það er að segja, gott nágrenni. Það er ekki hægt annað en að segjast skilja óánægju fólks ef vara hækkar gríðar- lega. Oftast eru til gildar skýringar. Ef umræðan er um búvöru á ekki að hengja það allt á bóndann eða kerfið. Hver er hlutur verslunarinnar? Verslun er ekki góðgerðarstarf. Á Íslandi hafa verið afskrif- aðir rúmlega 80 milljarðar af skuldum fyrirtækja í verslun og þjónustustarfsemi á undanförnum árum. Þar mætti því margt færa til betri vegar. Er of mikið af verslunarhúsnæði? Er krafan um hagnað of há? Fyrirtækin of stór eða smá? Samtök bænda eru alltaf tilbúin til að endur- skoða og gera betur í starfsumhverfi sínu, en að sjálfsögðu á þeim forsendum að ekki verði af skaði eða alvarlegur forsendubrestur. En mikilvægast er að skilningur ríki á milli nágranna. Það borgar sig. Síðan eiga bændur að sjálfsögðu að huga að sínum næstu nágrönnum við upphaf aðventunnar, en um það verður ekki skrifað að sinni. /hb Stórutjarnaskóli í Ljósavatns- skarði, S-Þingeyjarsýslu, varð 40 ára gamall fyrr í þessum mánuði og var að sjálfsögðu haldið upp á daginn með viðeigandi hætti. Af þessu tilefni var brugðið út af hefðbundnum skóladegi, nemendur mættu dálítið seinna í skólann en vant er og tóku því rólega fyrst í stað. Boðið var upp á svonefnt árdags- hlaðborð fyrir nemendur og starfs- fólk þar sem fjölmargir gómsætir réttir voru á borð bornir. Eiginleg afmælishátíð hófst eftir hádegi og var hún öllum opin. Þar fluttu nemendur skólans ýmis tón- listaratriði og lásu upp úr gömlum skólablöðum, frásagnir skrifaðar af fyrverandi nemendum um skólahald þeirra tíma. Mátti þar heyra margt skemmtilegt og skondið. Fyrverandi skólastjóri, Sverrir Thorstensen og fyrverandi nemandi, Ragnar Hallsson, rifjuðu einnig upp minningar sínar frá fyrsta starfsári skólans og mátti á báðum skilja að þeim hefði líkað vel vistin í Stórutjarnaskóla þó svo skólastarfið hefði í fyrstu markast af ókláruðum byggingum og þrengslum. En nú eru breyttir tímar og húsnæðið rúmar með sóma grunnskólahald, leikskólahald og tónlistarkennslu. Skólinn hefur líka breyst úr því að vera fjölmennasti heimavistarskóli landsins á grunnskólastigi yfir í það að vera fámennur heimanaksturs- skóli. Skólanum bárust einnig góðar gjafir, m.a. frá kvenfélögunum á svæðinu, starfsfólki skólans og sveitarfélaginu Þingeyjarsveit. Að dagskrá lokinni var opið hús, þar sem skólinn var til sýnis, auk þess sem myndasýningar og sýningar á námsgögnum voru uppi, og svo var að sjálfsögðu boðið upp á veglegt afmæliskaffi. Mikið fjölmenni heimsótti skólann af þessu tilefni, foreldrar, fyrrverandi nemendur og aðrir velunnarar. /MÞÞ Stórutjarnaskóli í Ljósavatnsskarði 40 ára: Áður fjölmennasti heimavistarskóli landsins nú fámennur heimanakstursskóli Skólakórinn söng skólasönginn á afmælishátíðinni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.