Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 42
43Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011 Bátur til sölu. Til sölu Flugfiskur m/ 115hp Johnson-utanborðsmótor ásamt kerru. Báturinn er staddur á Egilsstöðum. Tilboð óskast. Uppl. gefur Steini í síma 860-5160 eða á tbr@verkis.is Til sölu 30 lítra kjötfarsvél. Einnig færi- banda-pizzuofn fyrir 12 tommu pizzur. Uppl. í símum 486-1300 og 696-5868. Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslensk- ar, vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á olisigur@gmail.com Óska eftir gömlu timbri, öllum stærðum og gerðum. T.d. kúlupanel,1x4 og 1x6, gólffjölum. Má vera illa farið og veðrað. Einnig gömlum áhöldum og verkfærum, t.d. mjólkurbrúsum ofl. Má vera ryðgað og úr sér gengið. Kem og tek til í skemmunum og útihúsunum. Sparaðu þér ferð á haugana. Uppl. í símum 899-6664 og 820-7449. Óska eftir öllum stærðum af bifhjólum, frá árg. 1960-1985. Ennfremur tekk- húsgögnum, helst vel með förnum skenk, annað gamalt dót kemur einnig til greina. Uppl. í síma 775-8700 eða á halldor@nordquist.is Óska eftir að kaupa notaða iðnaðar- saumavél. Áhugasamir hafi samband við Önnu í síma 660-2545. Óska eftir að kaupa ámoksturstæki á gamlan International XL 585. Uppl. í síma 897-1036. Óska eftir varahlutum í lítið kínverskt fjórhjól, Kinroad 200 cc. Ef einhver á ónýtt hjól með heilu vinkildrifi vinsam- legast hringið í síma 891-6363. Óska eftir vélarvana Toyotu Corollu árg. 1994 til 1997. Á sama stað eru til sölu aliendur. Uppl. gefur Hjalti í síma 898-1019. Óska eftir að kaupa eins fasa kornvals. Uppl. gefur Jón í símum 452-7133 og 868-3750. Óska eftir að kaupa frystikistu. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma 845-6839. Óska eftir að kaupa gám 20 eða 40 feta sem kemur til með að verða stað- settur í Þykkvabæ. Uppl. í síma 893- 2620. Óska eftir að kaupa bandsög. Uppl. í síma 893-7113. Atvinna 21.árs frönsk stúlka óskar eftir starfs- námi á blönduðu búi í 10 daga í febrúar og mánuð í júlí/ágúst, helst á SV-landi. Talar mjög góða ensku og langar að læra íslensku. Uppl. hjá lucileec@gmail.com eða í síma 00-3368-1108-736. Þýsk stúlka, Christiane Stadler, óskar eftir vinnu í sveit frá miðjum maí- mánuði á næsta ári. Hún óskar eftir starfi á Vestfjörðunum eða nálægt Dalvík. Hún getur hjálpað til við sveita- störf en einnig við heimilisstörf og ferðaþjónustu. Hún talar ensku og er nú á íslenskunámskeiði en er mennt- aður land- og fjölmiðlafræðingur. Uppl. í síma +49 (0) 15156988461 eða á netfangið christiane.stadler@gmx.de Óska eftir konu eða pari til aðstoðar við heimilishald og umsjón með sauðfé. Gott húsnæði í góðri sveit á Norðurlandi, eigin hitaveita. Möguleiki á að hafa með sér hross. Nánari uppl. veitir Eygló í síma 692-7678. Flóamarkaður Flóamarkaður á Baldursgötu 37, geng- ið inn Lokastígsmegin. Laugardag 3. des. frá kl.14.00 til kl.18.00 og sunnu- dag 4. des. frá kl.14.00 til 17.00. Mikið úrval af nýjum og notuðum fatnaði og skóm (keypt í London og USA), bækur, búsáhöld, gamlir hlutir: ritvélar, símar, útvarp, saumavél, áttaviti, svart- ur karlmannssmóking, veski, myndir, smíðaáhöld, gardínur, barmmerki, skartgripir, barnaleikföng og m. fl. - Þú færð jólafötin og jólagjöfina hjá okkur! Gisting Skammtímaleiga. Fullbúin íbúð í hjarta Reykjavíkur til leigu. Uppábúin rúm fyrir allt að 4, íbúðin leigist ekki skemur en tvær nætur. Íbúðin er fallleg og snyrtileg. Myndir og nánari uppl. á hlemmurapartments.com eða í síma 822-0614. Námskeið Gríptu í taumana! Námið stopp? Kynntu þér ódýru fjarnámskeiðin í lestri, stærðfræði, hraðlestri og minn- istækni. www.betranam.is / www.ofur- minni.betranam.is Þjónusta Er kominn tími á viðhald? Sumarhús, nýbyggingar og almennt viðhald húsa. Tilboð eða tímavinna. Nánari uppl. veitir Björn smiður í síma 893-5374. Teg: K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst Teg: K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Teg: K 6.300 150 bör max 550 ltr/klst Teg: K 3.500 120 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Teg: K 7.400 160 bör max 600 ltr/klst Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla, diesel lyftara og jarðtætara af öllum stærðum. Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com                       Næsta Bændablað kemur út 15. desember Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur? Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem leynast í minjum? Flestar þjóðir í kring- um okkur hafa áttað sig á hvílík verðmæti fornleifar þeirra eru og benda rannsóknir til að fornleifar og forn hús, sem er vel haldið við, auki verðgildi annarra eigna í nærumhverfinu. Menningartengd ferðaþjónusta sem beinist fyrst og fremst að minjum fór á flug víða erlendis á tíunda áratug síðustu aldar, í kjölfar aukinnar hnattvæðingar og bættrar upplýsingamiðlunar. Könnun sem gerð var meðal erlendra ferða- manna fyrir Ferðamálastofu árið 2010 bendir til að rúmlega 30% aðspurðra hafi komið til landsins vegna áhuga á íslenskri sögu og menningu. Það er í samræmi við erlendar kannanir, sem benda til þess að yfir 20% ferðamanna ferðist til að skoða minjastaði. Á undanförnum áratugum hafa yfirvöld víða um heim lagst í útreikninga og reynt að meta hag- rænt gildi fornleifa út frá beinum tekjum af minjunum, og út frá skatt- tekjum og hagnaði vegna afleiddra starfa. Þannig mátu Bretar nýlega tekjur nærsamfélagsins af varnar- vegg Hadrians keisara frá 2. öld e.Kr. (Hadrian's Wall) upp á 880 milljónir punda á ársgrundvelli eða rúma 160 milljarða ísl. kr. Af þessu má ráða að fornminjar eru ekki aðeins áhugaverðar fyrir fróðleiks- þyrsta einstaklinga heldur geta þær haft hagræna þýðingu fyrir samfé- lagið allt. Fornleifavernd ríkisins varð til árið 2001 þegar Alþingi ákvað að sameina fornleifanefnd og stjórn- sýsluhlutverk Þjóðminjasafns Íslands í sérstaka stofnun með sam- þykkt laga nr. 107/2001. Haustið 2008 var Fornleifavernd ríkisins með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu en aðeins 11 starfsmenn. Stofnuninni, sem fer með umsýslu allra fornleifa hérlendis, var ætlað mjög naumt fjármagn til rekstrar allt frá upphafi, þannig að hún hefur ekki enn getað sinnt öllum sínum lögbundnu hlutverkum. Á undanförnum árum hefur stofnunin þurft að draga seglin enn frekar saman. Þannig varð að segja upp starfsmanni frá síðustu áramótum og sérfræðingar er gegna sem samsvarar tveimur stöðugildum hafa verið í leyfi allt árið 2011, svo unnt væri að losa um rekstrarfjár- magn. Hér er um að ræða rúmlega 27% starfsfólksins og er það nokk- uð stór biti hjá fámennri stofnun. Allir starfa þessir aðilar á lands- byggðinni þannig að segja má að minjavarsla hafi verið lögð niður á stórum hluta landsins, Austurlandi og Vestfjörðum. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða fjárlög undan- farinna tíu ára, sem gefa ákveðna sýn á það fjármagn sem ríkið hefur varið til náttúru- og minjaverndar á því tímabili. Um leið kemur fram nokkuð raunsönn mynd af því hvernig fjármagni ríkisins er skipt milli stofnana sem fást við þessa málaflokka. Á myndinni hér að neðan sýnir neðri línan jármagn sem fer til stofn- ana sem sjá um fornleifavernd og friðuð hús en sú efri fjármagn til stjórnsýslu náttúru, ótrúlegan mun á fjárveitingum ríkisins til þessa tveggja málaflokka. Staðreyndin er sú að minjaverndarstofnanir fá að jafnaði um 6-7% af fjármagni sem veitt er til allra stofnana sem hafa stjórnsýsluhlutverk vegna umhverfisins. Fjármagn, sem Alþingi ákveður, til skilgreindra verkefna innan málaflokkanna er hér undanskilið, en munurinn á því fjármagni er jafn sláandi. Árið 2012 eru Fornleifavernd ríkisins ætlaðar 85,2 millj.kr. úr ríkissjóði til að reka stofnun með starfsstöðvar á sjö stöðum á land- inu og til allra þeirra verkefna sem stofnuninni er ætlað að sinna sam- kvæmt lögum. Meðal þeirra eru viðhald fornminja, vöktun minja og minjasvæða, bætt aðgengi á minjastöðum, björgunarrannsóknir og fjöldi annarra verkefna sem fræð- ast má betur um í þjóðminjalögum nr. 107/2001. Afleiðingar þess að ekki fæst fjármagn til verkefnanna sem nefnd eru hér á undan eða til fornleifa- skráningar eru m.a. að ekki hefur enn reynst unnt að marka raunhæfa stefnu í fornleifavernd á Íslandi, sem er nauðsynlegt í tengslum við skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þá eru minjar að skemmast víða um land. Fornleifar eru verðmæti. Ekki bara sem hlutlægur arfur sögunnar sem okkur ber að varðveita fyrir komandi kynslóðir með hliðsjón af lögum og alþjóðlegum samþykktum sem Ísland hefur undirritað, heldur eru þær einnig hagræn verðmæti sem ber að sinna af myndugleik og fagmennsku. Ekki síst er mikilvægt að horfa til þýðingar fornminja og menningarlandslags fyrir ferðaþjón- ustuna um allt land. Ljóst er að ferðaþjónustan er að missa af tækifærum og íslenska ríkið er að missa af verðmætum og skatttekjum með því að láta forn- leifar landsins sitja á hakanum. Fornleifavernd er kostur en ekki kvöð. Hún skapar verðmæti fyrir íslenskt samfélag ef vel er á haldið. Kristín Huld Sigurðardóttir er stjórnsýslufræðingur og forn- leifafræðingur og gegnir stöðu forstöðumanns Fornleifaverndar ríkisins. Kristín Huld Sigurðardóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.