Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 20112 Fréttir Með gildistöku þess hluta nýrrar matvælalöggjafar sem snýr að framleiðslu búfjárafurða. 1. nóvember síðastliðinn urðu ýmsar breytingar sem snerta bændur. Þegar hefur verið fjallað ítarlega um sumar þeirra í fjölmiðlum, t.a.m. breytingar á dýralækna- málum, en minna um aðrar. Meðal þeirra breytinga sem snerta bændur með mjög afgerandi hætti eru breytingar á merkingum á naut- gripum. Frá og með 1. nóvember er skylt að merkja alla kálfa fædda eftir þann tíma með eyrnamerkjum í bæði eyru. Ekki er skylt að merkja eldri gripi með sama hætti. Ekki er um breytingar á grunnskráningar- kerfi að ræða heldur er eingöngu um að ræða að merkja skuli í bæði eyru. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun eru þó enn hnökrar á breytingunum, m.a. er ekki hægt að panta tvöfalt sett af merkjum í tölvukerfinu en unnið er að því að uppfæra það. Þá stendur til að breyta reglugerð 289/2005 um merkingar búfjár til að uppfæra hana í samræmi við áorðnar breytingar. Unnið er að þeirri útfærslu og ætti breytingin að ganga í gegn á næstu vikum. /fr Aðalfundur Félags hrossabænda fór fram í Bændahöllinni 18. nóvember sl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynnti Ólafur H. Einarsson frá Eiðfaxa nýja vefgátt fyrir hrossaræktarbú. Þá flutti Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ og hrossaræktandi í Kirkjubæ, erindið „Hesturinn okkar?“ þar sem hann varpaði ljósi á erfða- framfarir í íslenskri hrossarækt innanlands og utan. Fram kom í máli Ágústs að erlend- ar þjóðir sæki mjög á og nauðsynlegt sé fyrir íslenska ræktendur að horfa til framtíðar og íhuga nýja stöðu, ætli þeir sér að halda forystuhlutverkinu í ræktun íslenska hestsins. Ágúst hvatti hrossaræktendur einnig til að „fara út fyrir þægindarammann“ og taka erfiða en nauðsynlega umræðu um hugsanlegan inn- og útflutn- ing á sæði, aukningu í sæðingum og fósturvísaflutningum og fleira ræktunartengt. Kosið var um tvo menn í stjórn, en Eyþór Einarsson í Sólheimagerði gekk úr stjórn eftir tíu ára farsælt starf og voru honum færðar sérstakar þakkir fyrir. Sigbjörn Björnsson á Lundum II, núverandi varaformaður, var endurkjörinn í stjórn og nýr kom svo inn Vignir Sigurðsson í Litlu- Brekku. Nánari upplýsingar um fundinn munu birtast í fundargerð sem hægt verður að skoða á vef félagsins, www.fhb.is, á næstunni. /HGG Á ráðstefnunni Hrossarækt 2011 sem fram fór á Hótel Sögu sl. laugardag voru afhent ýmiss konar verðlaun í heimi hrossaræktar- innar, auk þess sem Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir flutti áhuga- vert erindi um uppruna íslenska hestsins. Einnig fór fram vinna í umræðuhópum þar sem rætt var um mögulegar leiðir í framtíð- arþróun kynbótasýninga á lands- mótum, sem myndu miða að því að stytta þær og gera áhugaverðari fyrir áhorfendur. Einstakur árangur Fjórtán hrossaræktarbú voru til- nefnd til ræktunarverðlaunanna í ár og fengu fulltrúar þeirra afhenta viðurkenningu á ráðstefnunni. Hrossaræktarbú ársins var útnefnt Auðsholtshjáleigubúið í Ölfusi þar sem Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir stunda hrossarækt, ásamt börnum sínum Þórdísi Erlu og Eyvindi Hrannari. Þetta er í fimmta sinn sem búið hlýtur þennan titil, en árangurinn í ár var einstakur. Ekki aðeins voru 20 hross frá búinu sýnd og dæmd í ár, með meðalaldur 5.35 ár og meðal- einkunn 8.01, heldur voru þrjár efstu heiðursverðlaunahryssur ársins frá þeim, þær Gígja, Trú og Vordís, sem og handhafi Sleipnisbikarsins, Gári frá Auðsholtshjáleigu, efstur heiðurs- verðlaunastóðhesta á landsmótinu sl. sumar. Stóðhesturinn Gígjar hampaði einnig 1. verðlaunum fyrir afkvæmi og stóðhesturinn Arnoddur stóð efstur í sínum flokki á heimsmeistaramótinu í Austurríki svo eitthvað sé nefnt. Átta hryssur hlutu heiðursverð- laun fyrir afkvæmi á ráðstefnunni að þessu sinni, efst eins og áður segir var Gígja frá Auðsholtshjáleigu, önnur Trú og þriðja Vordís frá sama stað. Þar næstar komu Álfadís frá Selfossi, Þruma frá Hofi 1, Askja frá Miðsitju, Ísold frá Gunnarsholti og Ösp frá Háholti. Spuni og Þórður báru af Félag hrossabænda veitir að auki tvenn verðlaun á ráðstefnunni, annars vegar fyrir hæst dæmda kynbóta- hross ársins, sem að þessu sinni var stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti með 8,92 og hins vegar verðlaun til þess knapa sem sýnir hross í hæstan hæfileikadóm á árinu, án áverka. Þau verðlaun féllu í hlut Þórðar Þorgeirssonar fyrir sýningu hans á Spuna, með 9,25 í einkunn fyrir hæfileika. Tímamótasýning þar að margra mati. Að verðlaunaafhendingum lokn- um flutti Gunnfríður Elín erindi sitt og þar á eftir tóku við umræður í hópum. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á slíka umræðuhópa á ráðstefnunni og komu margar áhuga- verðar tillögur fram sem munu fara til fagráðs í hrossarækt til úrvinnslu. Ráðstefnan var fjölmenn og vel heppnuð og gott dæmi um þann mikla áhuga sem er á hrossarækt í landinu. /HGG Góður árangur kynntur á ráðstefnunni Hrossarækt 2011 á Hótel Sögu: Auðsholtshjáleiga hrossaræktarbú ársins - Einstakur árangur og í fimmta sinn sem búið hlýtur þennan titil Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, afhenti fjölskyldunni í Auðsholtshjáleigu ræktunarverðlaunin 2011. Myndir / HGG Magnús Benediktsson tók við knapaverðlaununum fyrir hönd Þórðar Þorgeirssonar, sem nú er bú- settur í Þýskalandi. Rosemarie Þor- leifsdóttir, brautryðjandi í reiðken- nslu á Íslandi, afhenti verðlaunin. Átta hryssur hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, hér má sjá eigendur þeirra með verðlaunin sem Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, afhenti. Matvælasýningunni Igeho í Basel lauk í gær en hún er ein sú stærsta og glæsilegasta sinnar tegundar í Sviss. Um 80 þúsund gestir úr hótel- og veitingageiranum mæta til að skoða það sem sýnendur hafa upp á að bjóða í mat, tækjum og ýmissri þjónustu. Fulltrúar Íslands voru í Basel að kynna lambakjöt undir merkjum „Iceland Lamb“ en það er sameiginlegt vörumerki íslenskra kjötútflytjenda. Alls komu um 5.000 manns á íslenska básinn og brögðuðu á ofnsteiktu lambakjöti sem hafði mikið aðdráttarafl. Það var Sölufélag Austur- Húnvetninga sem sá um fram- kvæmdina af hálfu Íslendinganna en svissneska fyrirtækið Pernet Pearl er samstarfsaðili sölufélagsins og stóðu sölumenn þess jafnframt vaktina á sýningunni ásamt fulltrúum íslenskra sauðfjárbænda. Meira verður sagt frá Igeho í næsta Bændablaði og mark- aðsstarfi með íslenska lambið í Sviss þar sem markmiðið er að selja kjötið á háu verði til kröfuharða veitinga- manna og neytenda. /TB Íslenska lambið í Sviss: Nýr og spennandi markaður sem greiðir hátt verð Hulda Finnsdóttir tók við verðlaun- um fyrir Spuna frá Vesturkoti úr hendi Ingimars Sveinssonar hesta- og fræðimanns. Aðalfundur Félags hrossabænda: Vignir nýr í stjórn Þessi kynntu íslenska lambið á svissnesku matvælasýningunni Igeho. Frá vinstri: Patric sölumaður, Sigurður Jóhannesson frá SAH, Helga Ágústsdóttir frá SAH , Christofer sölumaður, Sindri Sigurgeirsson formaður Lands- samtaka sauðfjárbænda og Urs Tohmann samstarfsaðili Pernet og SAH. Mynd / TB Skylt að eyrnamerkja nautgripi í bæði eyru

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.