Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 35
36 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011 Vélabásinn Rásfastur 112 hestafla Suzuki SX4: „Eins og tyggjó í teppi“ Á vormánuðum prófaði ég nokkra litla og sparneytna fram- hjóladrifna fólksbíla (flesta með díselvélum). Það eru ekki margir framleiðendur sem bjóða spar- neytna fjórhjóladrifna fólksbíla, en í Skeifunni 17 hjá Suzuki Bílum hf. er lítill Suzuki SX4 með 1,6 lítra bensínvél sem á að skila 112 hestöflum. Ég prófaði Suzuki SX4 í vikunni sem leið, en hann er ósköp svipaður og aðrir litlir fólksbílar; er í fram- hjóladrifinu í venjulegum akstri, en á milli sætanna er takki til að setja í fjórhjóladrifið. Ef maður vill læsa öllum hjólum þarf að stoppa og halda þessum takka inni smá stund (þar til ljós kviknar í mælaborðinu sem segir að öll hjól séu læst). Ekki þarf að stoppa til að taka læsinguna af (bara að smella takkanum til baka), en ef maður gleymir að taka læsinguna af fer hún af sjálfkrafa ef ekið er upp fyrir 70 km hraða. Sökum hlýinda að undanförnu hafði ég ekki tækifæri til að prófa bílinn í hálku og snjó. Þess í stað fór ég með bílinn efst í Mosfellsdal þar sem ég hef aðgang að grasflöt. Á þessari grasflöt reyndi ég fjór- hjóladrifið og spólvörnina, sem virkaði mun betur en ég bjóst við fyrirfram (samanburðinn hef ég við minn jeppling, sem er mun verri í akstri á blautu grasi). Eins og tyggjó í teppi Næst var að prófa bílinn á lausamöl og var SX4 ósköp svipaður og flestir aðrir framhjóladrifnir fólksbílar á malarvegum (skriðvörnin kom á og fór af til skiptis), en þegar sett var í fjórhjóladrifið var munurinn töluverður sérstaklega hvað hann reif sig betur út úr beygjum og varla sást skriðvarnarljósið kvikna í mæla- borðinu). Næst var að læsa drifinu, en þá hreinlega virtist eins og engin væri lausamölin undir bílnum, bíllinn var eins og límdur við veginn. Það minnti mig á kunningja minn sem var að lýsa rallýbílnum sínum og sagði: „Svo fastur við malarveginn að hann er eins og tyggjó í teppi“. Nettur á fóðrum Eftir þennan prufuakstur fór ég og útréttaði örlítið á bílnum og þurfti að setja nokkra kassa í farangurs- rýmið. Kassarnir voru aðeins of stórir fyrir farangursrýmið svo að ég þurfti að leggja sætin fram. Sú aðgerð er auðveld og ekkert vesen eins og á mörgum bílum, hvorki þegar sætin eru sett niður né aftur í sína stöðu. Á þessum 70 km sem ég ók bílnum (mest innanbæjar) var ég að eyða 8,7 lítrum á hundraðið og verður það að kallast lítið miðað við minn akstursmáta. Hliðarspeglarnir eru stórir og sér maður mjög vel aftur fyrir bílinn í þeim. Það eina sem ég fann að bíln- um er að hann er ekki neitt sérstak- lega vel hljóðeinangraður og heyrir maður töluvert af umhverfishljóðum inn í hann, en þrátt fyrir það er ekki mikið malarvegahljóð inni í bílnum. Framsætin henta mér sérstaklega vel og fannst mér eins og maður sæti hreinlega í hægindastól þarna við stýrið í bílnum (spurning hvort þessi þægindi auki hættuna á að sofna undir stýri á langkeyrslu, allavega tel ég sjálfan mig eiga það á hættu ef bílstjórasæti eru of góð). Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 3.690.000 Lengd: 4.135 mm Breidd: 1.755 mm Hæð 1.605mm Hestöfl: 112 Vél: 1.586cc. 16 ventla bensín Þyngd 1.180 kg Helstu mál Suszuki SX4: Í Bændablaðinu 13. október og 26. október er greint frá tilraun með notkun vetnisbúnaðar til að bæta nýtingu og bruna eldsneytis í bíl- vélum. „Í fljótu bragði má segja að svona orkudæmi frá Thor Energy Zolutions gangi ekki upp. Þetta lítur út fyrir að vera afbrigði af eilífðarvél,“ segir Einar Einarsson vélaverkfræðingur. „Þó er vinkill á þessu sem vert er að skoða, því venjuleg orkunýting bensínvélar er léleg og einhverjir möguleikar kunna að leynast í bættri nýtingu. Byrjum samt á því að skoða orkudæmið. 1. Ef við byrjum með 1 einingu af orku í formi bensíns sem við notum til að keyra bílvél, þá fáum við í besta falli 0,25 einingar af orkunni sem nothæfa hreyfiorku um sveif- arásinn. 2. Notum þessar 0,25 orku- einingar til að knýja rafal, gefum okkur eitthvert tap í því og fáum 0,2 orkueiningar af raforku. 3. Setjum þessar 0,2 orku- einingar í rafgreiningu á vatni með 50% orkunýtingu og fáum 0,1 orkueiningu af vetni. 4. Gróft reiknað höfum við tapað 90% af upprunalegu orkunni en höldum 10% eftir í formi vetnis. Ef þetta er dæmið eitt og sér þá er það vonlaust, orkulega séð.“ Bætir það brunann? „Það er samt vinkill á dæminu sem snýr að orkunýtingu vélarinnar, sem aftur er háð gæðum brunans á eldsneytinu. Miðað við dæmið hér að ofan má segja að ef það tekst að bæta nýtingu vélarinnar um 1% skapast næg orka til að framleiða örlítið magn af vetni ókeypis. Þá vaknar spurningin, ef vetni er blætt inn á soggreinina í örlitlu magni, bætir það þá brunann og þar með nýtingu vélarinnar? Ég hef ekki hugmynd um hvort að svo sé en það er vitað að vetni brennur mjög hratt, hraðar en bensín og miklu hraðar en dísel, og með meiri hita. Vel þess virði að rannsaka betur Ég tel að þetta sé skemmtileg hug- mynd og vel þess virði að rannsaka hvort þessi búnaður virki jákvætt á heildardæmið, hvort það megi minnka eyðslu og í leiðinni minnka mengun.“ Eru aðrir möguleikar í stöðunni? „En ég spyr, ef vetni hefur bætandi áhrif á gang vélarinnar, væri ódýrara að vera ekki með vetnisframleiðslu í bílnum en fylla þess í stað vetni af vetnisstöð inn á lítinn þrýstikút? Og það vaknar líka önnur spurn- ing, ef vetnið (H2) er gott, hvernig myndi koma út að blæða metangasi (CH4) inn á soggreinina?“ spyr vélaverkfræðingurinn. Eðlisfræðilega gengur vetnisúrlausn Thor Energy Zolutions varla upp - Samt vel þess virði að rannsaka hvort vetni eða metangas geti bætt orkunýtingu véla, segir vélaverkfræðingur 5 "    &   &    =    ] 8       & &       „Það er alltaf gaman að fá góða gesti sem vilja kynna sér hvað er að gerast í sveitinni,“ segir Laufey Skúladóttir á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði, Þingeyjarsveit, en á dögunum leit Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og þá starfandi forsætisráðherra við í Gallerí Surtlu, sem þar er starfrækt samhliða hefðbundnum búskap. Katrín hafði sérstaklega valið að fá að skoða Surtlu og einkum og sér í lagi að kynna sér verkefni sem syst- urnar frá Stórutjörnum, Laufey, Kristjana og Halldóra hafa unnið að undanfarin tvö sumur og ber yfirskriftina „Hinn þjóðlegi íslenski þúfnagangur“. Upplifun í sauðskinnsskóm „Þessar ferðir hafa vakið athygli og þeir sem hafa farið með okkur eru ánægðir,“ segir Laufey, en þær stöllur hafa í sameiningu staðið fyrir göngu- ferðum um nágrenni Stórutjarna yfir sumarmánuðina. Gengið er um hina stórkostlega fallegu nátt- úru við Stórutjarnir, eins og upp að Níphólstjörn eða niður að tjörnunum. Þátttakendur ganga í sauðskinnsskóm sem Kristjana útbýr, nesti er í mal og boðið upp á mjólk frá búinu að drekka með. „Fólki finnst það mikil upplifun bara að fara í skóna og svo hugsum við til baka til forfeðranna sem gengu oft langar leiðir, yfir holt og heiðar, á slíkum skóm,“ segir Kristjana. „Við höfum boðið upp á þessar ferðir undanfarin tvö sumur og ætlum að halda ótrauðar áfram með þær,“ segir Laufey, en um þessar mundir eru þær að útbúa kynningarbækling um starfsemina, gönguferðirnar og galleríið. „Þetta er auðvitað hliðar- grein hjá okkur og við höfum farið hægt af stað, það tekur tíma að kynna nýja starfsemi og við tökum þetta bara á þolinmæðinni,“ segir Laufey, en á Stórutjörnum er rekið kúabú með um 220 þúsund lítra framleiðslu á ári og að auki eru kindurnar 150 talsins á búinu. Útlendingar fá að skoða fjósið Laufey rekur Gallerí Surtlu ásamt mágkonu sinni, Sigríði Karlsdóttur á Tjarnarlandi, sem er við Stórutjarnir. Þar bjóða þær til sölu handverk sem þær vinna sjálfar og segir Laufey að þær nýti vetrarmánuðina vel til að sinna framleiðslunni. „Það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur,“ segir hún, en nú í vetur koma rútur frá Sérleyfisbílum Akureyrar við í Gallerí Surtlu, það er áfangastaður í dagsferð sem í boði er fyrir ferðamenn í Mývatnssveit. „Þetta eru aðallega útlendingar og þeim þykir mikið til koma að skoða fjósið og sjá hvernig róbótinn vinn- ur,“ segir Laufey, en rúturnar koma við þrisvar í viku og eru farþegar mismargir í hvert sinn, en allt upp í 12 talsins í einu. „Útlendingunum þykir mikið varið í að staldra við á sveitabæ og fá smá innsýn í líf og störf bænda á Íslandi.“ Buðu upp á heimabakkelsi Með Katrínu í för voru Kolbeinn Marteinsson aðstoðarmaður ráðherra, Helga Haraldsdóttir skrifstofustjóri ferðamála og Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Laufey, Halldóra og Sigríður Karlsdóttir tóku vel á móti fólkinu en þó ekki með neinum íburði – að gömlum, íslenskum sveitasið buðu þær uppá heimabakkelsi, hjónabands- sælu, nýsteikta ástarpunga frá Helen og Granastaða Sveitabrauð smurt með reyktum laxi. Þessar veitingar eru einnig nestið sem sett er í malinn þegar gengið er, auk mjólkur beint úr fjósinu á Stórutjörnum. Iðnaðarráðherra heimsótti Gallerí Surtlu á Stórutjörnum í Þingeyjarsveit: „Hinn þjóðlegi íslenski þúfnagangur“ vakti athygli '  € &       Mynd / Laufey Skúladóttir. \&  € &  '    ] 

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.