Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 24
 Grænir orkugjafar 25BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. NÓVEMBER 2011 Minnt er á að lög um gistináttaskatt taka gildi 1. janúar 2012 Gistináttaskattur Gistináttaskatturinn er 100 kr. á hverja selda gistináttaeiningu, en gistináttaeining er leiga á gistiaðstöðu í allt að einn sólarhring. Með gistiaðstöðu er átt við herbergi, húsnæði eða svæði sem leigt er út í þeim tilgangi að þar sé dvalið yfir nótt, að svefnaðstaða sé fyrir hendi eða hægt sé að koma henni fyrir og leigan sé almennt til skemmri tíma en eins mánaðar. Lögin taka til þeirra sem selja gistingu, svo sem hótela, gistiheimila, tjaldsvæða, orlofssjóða stéttarfélaga og ferða- og útivistarfélaga. Ber þeim að tilkynna um starfsemi sína til ríkisskattstjóra. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni rsk.is/gistinattaskattur og í síma 442-1000. Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 nýta það sem eldsneyti á farartæki fremur en til raforku- og hitafram- leiðslu. Þegar staðan var tekin aftur, í byrjun október á síðasta ári, sá fyrir endann á öðrum áfanga sem fólst í því að koma upp hreinsistöð fyrir gasið. Í þriðja áfanga fer fram uppsetning á áfyllingarstöð og prufukeyrsla. Vísir að áfyllingar- stöð var kominn þegar Bændablaðið var síðast á ferð í Hraungerði og að sögn Jóns Tryggva hefur nú náðst að þurrka gasið, þannig að daggar- mark þess er undir 60-70 gráðum. Þannig er tryggt að vatn þéttist ekki í geymslukútum farartækja. Að sögn Jóns Tryggva hefur ekki gefist mikill tími til að sinna verk- efninu síðastliðið ár, en hann vonast til að geta tekið upp þráðinn næsta vor og haldið áfram með prófanir. Það er þó ekki á allra færi að ráðast í slíka einkaframkvæmd sem fram fer í Hraungerði. Jón Tryggvi er véltæknifræðingur af orkusviði og hefur unnið mest sjálfur – einn í frí- tíma sínum – að þessu verkefni. Hann skoðaði þann möguleika að kaupa tilbúna hreinsi- og afgreiðslustöð og fékk tilboð í litla stöð frá Svíþjóð upp á um 40 milljónir íslenskra króna. Það verð var of hátt sem stofnkostnaður og hann ákvað því að hanna og smíða sjálfur, en íhluti í stöðina keypti hann m.a. frá Ítalíu, Bandaríkjunum og Bretlandi. Mikill tími hefur því farið í hönnun, gerð útreikninga og teikn- inga, en líklega mestur tími í smíði, samsetningu, prófanir og skráningar. Að litlu leyti hefur hann fengið styrki til verkefnisins. Hann fékk þó styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins sem nam um 1/3 af stofnkostnaði verkefnisins. Allir græða Eftir nokkru er að slægjast að nýta lífræna úrganginn á þennan hátt. Auk orkunnar, sem fengin er úr haugnum, fæst betri áburður út úr úrgangnum eftir að metanið er farið. Þá eru sterk umhverfissjónarmið með því að vinna metangasið á þennan hátt, því við brennslu á því, t.d. í dráttarvél, minnka hin slæmu umhverfisáhrif af ferlinu um nærri 95%. Metan er afar stórtæk gróðurhúsalofttegund og eru hlýnunaráhrif þess talin vera um 21 sinni meiri en hins „illræmda“ koltvísýrings. Við brennslu á metani verður til koltvísýringur sem nýtist svo plöntunum aftur. Í raun verður engin aukning á koltvísýringi í and- rúmsloftinu, því í ferlinu er einungis verið að flytja þann koltvísýring sem varð til í haugnum út í andrúmsloftið. Þá sparast í þessu ferli sá koltvísýr- ingur sem notkun á jarðefnaeldseyti hefði í för með sér. Meistararitgerð um metangas Síðastliðið haust varði Kristján Hlynur Ingólfsson meistararitgerð sína í umhverfis- og auðlinda- fræðum við Háskóla Íslands, en hún heitir Búorka og er hugsuð sem eins konar handbók um gasvinnslu í sveitum. Markmiðið með henni er að miðla upplýsingum og þekkingu til Íslendinga um reynslu af lífgas- vinnslu erlendis frá. Í ritgerðinni eru metangasvinnslu gerð skil á býsna víðtækan hátt. Þar er t.a.m. gert kostnaðaryfirlit fyrir samlagsver sex býla (í mismunandi búrekstri) austan Reykholts í Árnessýslu. Kostnaðaráætlun við að koma upp slíku samlagsveri nemur 400 milljónum samkvæmt útreikningum Kristjáns og tæpast hagkvæm fjár- festing miðað við gefnar forsendur. Við frekari skoðun á samlagsveri sem væri enn stærra, kemur hins vegar í ljós að það gæti hugsanlega borgað sig út frá stærðarhagkvæmn- inni. Í viðtali við Bændablaðið þann 1. september sl. kom fram að hugur Kristjáns stendur nú til að rannsaka einfaldari metanvinnslustöðvar fyrir stök býli og hagkvæmni þeirra. Hann segir þar að ýmsir möguleikar séu fyrir hendi; bæði á þeim svæðum þar sem jarðvarmi nýtist til eldsneytis- framleiðslu og einnig þar sem nýta má hrágas með litlum tilkostnaði til vatnshitunar eða t.d. á grófar ljósa- vélar. Meistararitgerð Kristjáns er aðgengileg á vefslóðinni www. skemman.is. /smh Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr. 116.000 m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr. 109.000 m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr. 122.000 m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 - e-mail manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 varma úr lofti þar eð íbúðarhúsið er stórt, á mörgum hæðum og nokkuð lokað. Einar Ófeigur lét smíða dæluna hér heima og setja hana upp. „Dælan kostaði upp komin um tvær millj- ónir króna. Við þurftum hins vegar ekki að fara í neinar stórfelldar framkvæmdir, hér var rafmagns- túba sem einfaldlega var tekin út og varmadælan tengd við ofnakerfið og neysluvatnslagnirnar einnig. Dælan eyðir tæpum tveimur kílówöttum af rafmagni en skilar hitaorku sem er einhvers staðar milli átta og níu kílówött. Við erum að kynda um 300 fermetra hús og inni í þessum tölum er öll rafmagns- notkun, í útihúsum og í íbúðarhús- inu. Fyrsta árið eftir að dælan var tekin í notkun lækkaði rafmagns- reikningurinn um helming, niður í 300.000 krónur. Kyndikostnaðurinn lækkaði því gríðarlega mikið með þessari aðgerð.“ „Malar bara gull“ Eingreiðslan sem Einar Ófeigur nýtti til að greiða hluta stofnkostn- aðarins við varmadæluna dekkaði ríflega helming kostnaðarins. Þó ber að geta þess að þar til skömmu áður en ráðist var í framkvæmdina höfðu verið tvær íbúðir í húsinu og þar með hafði niðurgreiðsla vegna húshitunar verið meiri en ef um eina íbúð hefði verið að ræða. Þá var vatnslögnin sem vatnið er tekið um til staðar og því lítill kostnaður við þann hluta. „Það mun taka mig þrjú til fjögur ár að greiða niður stofnkostnaðinn við framkvæmdina og eftir það malar þetta bara gull. Það er ekki nokkur spurning að þeir sem eru á köldum svæðum ættu að íhuga verulega að koma sér upp varma- dælum, sérstaklega ef fólk er í þeirri aðstöðu að hafa vatnslind á bilinu 10 til 20 stig. Hins vegar skiptir verulegu máli að það sé vatnskerfi á hituninni í húsinu. Ef því er ekki til að dreifa þarf að reikna út hver kostnaðurinn við að koma upp slíku kerfi er og það er ekki víst að það borgi sig,“ segir Einar Ófeigur. /fr Varmadælur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.