Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 38
39Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011 Halldóra Íris Magnúsdóttir er 15 ára gamall nemandi við Vallaskóla á Selfossi. Hún er farin að hlakka til jólanna og allra kræsinganna sem þá verða á borðum. Sá siður er á hennar heimili að fjölskyld- an opnar öll jólakortin saman á aðfangadagskvöld eftir að búið er að glugga í alla pakkana. Nafn: Halldóra Íris Magnúsdóttir. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Selfoss. Skóli: Vallaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði og nem- endaráðsfundir. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundar og hestar. Uppáhaldsmatur: Fiskisúpan hennar mömmu. Uppáhaldshljómsveit: Emilíana Torrini. Uppáhaldskvikmynd: The Last Song. Fyrsta minningin þín? Ég man eftir Suðurlandsskjálftanum árið 2000. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta og fimleika ásamt því að spila á gítar og píanó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Ég er aðallega bara á Facebook. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Verða læknir eða ljós- móðir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég var einu sinni í sumarbúðum og sagði stelpunum í næsta herbergi að setja sjampó og hárnæringu á gólfið og dreifa því vel því þá væri hægt að skauta á gólfinu. Ráðskonan varð brjáluð og ég náði að ljúga mig út úr þessu öllu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég geri ekkert leiðin- legt. Eru einhverjar sérstakar jólahefð- ir á þínu heimili? Við opnum alltaf öll jólakortin saman á aðfangadags- kvöld þegar við erum búin að opna pakkana. Jólakortin eru eiginlega jólagjafir mömmu og pabba. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin/áramótin? Allur maturinn. /ehg Fiskisúpan hennar mömmu best FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Prjónaðar jólakúlur PRJÓNAHORNIÐ Núna þegar jólin nálgast óðfluga og dagurinn verður sífellt styttri er óskaplega notalegt að kúra sig niður í sófa undir teppi og byrja að dunda við að prjóna jólaskraut. Láta sig síðan dreyma um jólatré sem skreytt er eingöngu með heimatilbúnu jólaskrauti sem maður tekur upp úr kössunum ár eftir ár. Þessar jólakúlur eru fallegar og hægt að leika sér með að gera mismunandi útfærslur af mynstrum og nota mismunandi gróft garn fyrir mismunandi stórar kúlur (kúlan á myndinni er frekar stór). Efni: Tyra frá garn.is, hvítt nr. AF0001 og rautt nr. AN3127. Tróð til að fylla upp í. Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4 eða nr. 5, (fer eftir hvað kúlan á að vera stór). 1. umf.: Fitjið upp 12 lykkjur á sokkaprjóna, 3 lykkjur á hvern prjón. 2. umf.: Prjónið slétt. 3. umf.: *Prj 2L slétt, aukið út um eina lykkju, prj 1L slétt*. Endurtakið þetta á hverjum prjón. Þá eiga að vera 16 lykkjur samtals. 4. umf.: Prjónið slétt. 5. umf.: *Prj 1L slétt, aukið út um eina L, 2L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 24 lykkjur. 6. umf.: Prjónið slétt. 7. umf.: *1L slétt, aukið út um eina L, 4L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 32 lykkjur. 8. umf.: Prjónið slétt. 9. umf.: *1L slétt, aukið út um eina L, 6L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 40L. 10. umf.: Prjónið slétt. 11. umf.: *1L slétt, aukið út um eina L, 8L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 48L. 12. umf.: Prjónið slétt. 13. umf.: *1L slétt, aukið út um eina L, 10L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 56L. 14. umf.: Prjónið slétt. 15. umf.: *1L slétt, aukið út um eina L, 12L slétt, aukið út um eina L, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 64L. 16.-27. umf.: Prjónið slétt. 28. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 10L sléttar, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 56L. 29. umf.: Prjónið slétt. 30. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 8L sléttar, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 48L. 31. umf.: Prjónið slétt. 32. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 6L sléttar, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 40L. 33. umf.: Prjónið slétt. 34. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 4L sléttar, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 32L. 35. umf.: Prjónið slétt. 36. umf.:*1L slétt, 2L sléttar saman, 2L sléttar, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 24L. 37. umf.: Prjónið slétt. 38. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 16L. 39. umf.: Prjónið slétt. 40. umf.: *1L slétt, 2L sléttar saman, 1L slétt*. Endurtakið á hverjum prjón. Samtals 12L. Fyllið kúluna með tróði. 41. umf.: Klippið þráðinn, um 20 sentí- metra langan. Dragið þráðinn gegnum síðustu 12 lykkjurnar. Heklið svo loftlykkjulengju, lengd eftir smekk, til að gera upphengilykkju, og festið í kúluna. Bókabásinn Hjá bókaútgáfunni Sölku er komin út bókin „Er lítið mein yfirtók líf mitt“ eftir Lilju Sólrúnu Halldórsdóttur. Bókin er persónu- leg reynslusaga konu sem greinist með krabbamein og fer í gegnum átakamikla meðferð. „Miðinn vill ekki í ruslið og er búinn að þvælast á borðinu í mánuð. Það er eins og einhver sé að ýta á mig og segja mér að ég skuli fara svo ég panta tíma og dríf mig af stað. Eftir nokkra daga er hringt og rödd í sím- anum segi: „Lilja, það þarf að endur- taka myndatökuna. Geturðu komið á morgun, best að ljúka þessu af.“ Á sólríkum haustdegi fékk Lilja Sólrún þær frétt- ir að hún væri með brjóstakrabba- mein. Við tók þriggja ára tímabil sjúkdómsins þar sem hún upplifði slæmar aukaverkanir af lyfjameð- ferðinni sem þó bjargaði lífi hennar. Hér lítur hún til baka og dregur upp svipmyndir, minningar um sköllótta konu; sumar eru sláandi, aðrar ljóð- rænar sagðar í trúnaði og enn aðrar spaugsamar og kaldhæðnar í senn. Bókin er 128 bls. og prentuð hjá Prentmeti ehf. Er lítið mein yfirtók líf mitt Út er komin þriðja prentun af upp- skriftabókinni vinsælu Bakað og matreitt í 90 ár sem Kvenfélag Villingaholtshrepps gefur út. Bókin hefur notið mikilla vin- sælda allt frá því hún kom fyrst út haustið 2009 og vegna aukinnar eftirspurnar nú í haust var ákveðið að ráðast í þriðju prentun. Í bókinni eru yfir 100 uppskriftir af ýmis- konar mat og bakkelsi sem fylgt hafa félaginu í þau rúmu 90 ár sem það hefur starfað. Bókin verður til sölu hjá for- manni félagsins Valgerði Gestsdóttur í Mjósyndi fram til jóla, eða meðan birgðir endast. Bókin kostar kr. 1.500. Bakað og matreitt í 90 ár Ævisaga Elfríðar Pálsdóttur Bókaútgáfan Hólar var að gefa út bókina Elfríð sem er ævisaga Elfríðar Pálsdóttur sem fædd- ist í Þýskalandi og ólst þar upp á stríðsárunum. Frásögn hennar er hvort tveggja í senn óhugnanleg og hugljúf. Eftir hörmungar stríðsáranna ákvað Elfríð að freista gæfunnar á Íslandi og réðst sem vinnukona í sveit á Norðurlandi. Líklega hefur hana ekki grunað þá hver einangrunin yrði, en Siglunes var staðurinn og þar var allt með öðrum hætti en hún hafði vanist. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Erlendi Magnússyni, og urðu þau síðar vitaverðir á Dalatanga í aldarfjórðung. Frá árunum á Siglunesi og Dalatanga segir Elfríð vitaskuld í þessari áhugaverðu bók sem dóttir hennar, Helga Erla Erlendsdóttir, hefur fært í letur. Hitlersæskan „Við krakkarnir, sem vorum innan við fermingu, þurftum að ganga í og starfa með svokallaðri Hitlersæsku þar sem aðaláherslan og tilgangur- inn var að trúa á og virða Adolf Hitler. Við þurftum að mæta tvisvar í viku minnir mig í æskulýðsheimilið sem var í hverf- inu. Það voru mjög strangar reglur og við urðum að vera í sérstökum búningum. Hart var tekið á aga- brotum og refsingarnar einkennd- ust af barsmíðum eða niðurlægjandi athöfnum. Einu sinni mismælti ég mig þegar flokkstjórinn spurði mig hvort ég myndi afmælisdag Hitlers. Ég sagði 20. febrúar í staðinn fyrir 20. apríl og mér var refsað harðlega fyrir það og lamin fast með priki í bakhlutann." ' Š          ] &   ]& Húsráðakver frú Kitschfríðar Bókaforlagið Salka hefur gefið út bók- ina „Húsráðakver frú Kitschfríðar en bókin er 188 blað- síður og er prentuð í Odda. Í fréttatil- kynningu segir að frú Kitschfríður hafi fleiri rif en aðrar konur – og ráð undir þeim öllum! Frú Kitschfríður Kvaran er mörgum kunn, en hún hefur um árabil skrifað vinsæla húsráðapistla í tímaritið Vikuna. Hér hefur hún tekið saman allra handa húsráð, sem gagnast reyndum hús- mæðrum jafnt og óreyndum, að sumri sem vetri, í kreppu og á upp- gangstímum. Glæsileg bók með húsráðum sem bjarga mál- unum og gera lífið skemmti- legra. Eldhúsið, þrifin, garðurinn, þvotturinn, bíllinn - Marta Stjúart hvað? Kitschfríður veit það! Húsráðakver frú Kitschfríðar á heima á öllum betri heimilum enda agalega gagnlegt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.