Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 10
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201110 Fréttir Það er ekki á hverjum degi sem menn koma ríðandi að ráðhúsi Reykjavíkur, en það gerðist á dög- unum þegar Jónas Kristjánsson og hans föruneyti afhenti fyrstu eintökin af nýju bókinni Þúsund og einni þjóðleið. Í bókinni eru vönduð kort af rúmlega 1000 reið- og gönguleiðum sem Jónas Kristjánsson hefur safnað saman síðasta aldarfjórðunginn. Þeir Haraldur Þórarinsson, formað- ur Landssambands hestamanna- félaga og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, fengu sitt eintakið hvor við stutta athöfn sem haldin var fyrir utan Iðnó laugardaginn 12. nóvember síðast- liðinn. Þar var haft á orði að bókin yrði verðmætur leiðarvísir hesta- og göngufólks í framtíðinni en skrá- setning gönguleiðanna byggir m.a. á heimildum úr Sturlungu. GPS staðsetningarpunktar fylgja með á geisladiski Með bókinni fylgir geisladiskur með GPS-hnitum sem hægt er að hlaða inn á tölvur og staðsetningartæki. Í fréttatilkynningu frá útgefanda bókarinnar, Sögum útgáfu, segir að Þúsund og ein þjóðleið sé viðburður í íslenskri bókaútgáfu, enda mikill doðrantur, alls 400 blaðsíður og afar yfirgripsmikil. Auk kortanna er í bókinni ýmis fróðleikur um ferða- lög og hestaferðir auk fjölda mynda. Jónas Kristjánsson kom ríðandi á Bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt föruneyti og afhenti þar fyrstu eintökin af nýju bókinni „Þúsund og einni þjóðleið“. „Þúsund og ein þjóðleið“ er verðmætur leiðarvísir hesta- og göngufólks Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga, og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, fengu sitt eintakið hvor. Myndir / TB Á hrossaræktarráðstefnu fagr- áðs sl. laugardag kom út bókin Hrossaræktin 2011. Bókin er ársrit hrossaræktarinnar, hugmyndin að baki er að hluta til á eldri, sam- nefndri bók sem BÍ gaf út um ára- bil. Að útgáfunni stendur hópur áhugafólks um hrossarækt sem einnig hefur gefið út stóðhestabók, haldið stóðhestasýningar og rekur vefinn stodhestar.com, þar sem er að finna upplýsingar um rúmlega 600 íslenska stóðhesta víðsvegar um heiminn. Í bókinni er að finna umfjöllun um tíu efstu hross í hverjum aldurs- flokki á árinu, umfjöllun um öll ræktunarbú sem tilnefnd voru til ræktunarverðlauna í ár, umfjöllun um öll hross sem hlutu afkvæmaverðlaun á árinu, landsmót, heimsmeistaramót, einlægt viðtal við Þórð Þorgeirsson, sem hefur umbylt lífi sínu, „Tíur allra tíma“og margt fleira áhugavert. Bókin er til sölu í hestavöruversl- unum og víðar, auk þess sem allir félagsmenn í Félagi hrossabænda fá bókina endurgjaldslaust og munu aðildarfélög FHB sjá um dreifingu til félagsmanna sinna. Skuldlausir félagar í Félagi tamningamanna geta einnig keypt bókina með 20% afslætti í Ástund í Austurveri í Reykjavík. Magnús Benediktsson, ritstjóri bókarinnar, segir hugmyndina að útgáfunni hafa komið upp sl. sumar: „Margir hafa saknað þess að geta eignast einhvers konar ársrit en frá því að gamla Hrossaræktin, og síðar Hesta-Freyr, hættu að koma út hefur myndast ákveðið tómarúm hvað þetta varðar. Okkur langaði að fylla í þetta gat og höfðum metnað til að ganga í verkið.“ Vinna við bókina hófst svo í lok ágúst og unnu félagarnir að henni í sameiningu en öll eru þau í fullri vinnu og/eða námi þess utan. Niðurstaðan er 208 blaðsíðna rit sem spannar fjölbreytt og viðburðaríkt hrossaræktarár 2011. Magnús segir að lokum að það sé von útgefenda og höfunda að bókin verði áhuga- fólki um hrossarækt til ánægju og fróðleiks og bendir á að allar nánari upplýsingar megi fá á Facebook-síðu Hrossaræktarinnar 2011 og á vefnum hrossaraekt.is. Hrossaræktin 2011 komin út Bókarhöfundar og útgefendur ánægðir með afraksturinn, f.v. Magnús Bene- diktsson, Björn Kristjánsson, Guðbrandur Stígur Ágústsson, Hulda G. Geirs- dóttir, Heimir Gunnarsson og Snorri Kristjánsson. Ljósm.: Kári Steinsson. Forsíða Hrossaræktarinnar 2011, en hana prýða þeir Þórður Þorgeirsson og Spuni frá Vesturkoti. Mynd / HP Landselsstofninn við Ísland hefur ekki rétt úr kútnum frá árinu 2003. Þetta er niðurstaða talningar á fjölda landsela við Íslandsstrendur sem gerð var á vegum Selaseturs Íslands, en verkefnið stóð yfir frá síðastliðnu sumri og fram á haust. Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um stöðu íslenska land- selsstofnsins. Þetta kemur fram á vef Selasetursins. Þetta er tíunda heildartalning landsela úr lofti sem hefur farið fram hérlendis, en slíkar talningar hófust árið 1980. Ekki hefur þó verið talið síðan árið 2006 og var því mjög brýnt að telja í ár. Talningarnar fóru í ár þannig fram að flogið var yfir alla landshluta allt að þrisvar sinnum og var fjöldi sjáan- legra landsela talinn í öllum látrum. Talningar fyrri ára miðuðu að því að fljúga aðeins einu sinni yfir ströndina hvert talningarár. Talningin 2011 er því sú viðamesta sem ráðist hefur verið í til þessa. Slysaveiðar í fiskinet hafa nei- kvæð áhrif Að meðaltali sáust um 4.512 landselir, en sú tala er mitt á milli talningarniðurstaðna áranna 2003 og 2006. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela benda þessar niðurstöður til þess að landselsstofninn hafi ekki rétt úr kútnum síðan árið 2003. Skýringar á því geta verið margvíslegar, meðal annars er líklegt að slysaveiðar á sel í fiskinet hafi neikvæð áhrif á land- selsstofninn. Samstarfsaðilar verkefnisins voru Veiðimálastofnun, Rannsjá, BioPol og Hafrannsóknar-stofnun. Verkefnisstjóri flugtalningar- verkefnisins er Sandra Granquist, starfsmaður Veiðimála-stofnunar og Selaseturs Íslands, en meðverk- efnastjóri og aðaltalningarmaður var Erlingur Hauksson hjá Rannsjá. Í verkefninu tóku einnig þátt Arna Björg Árnadóttir, sumarstarfs- maður Veiðimálastofnunar og Jacob Casper, starfsmaður Hafró og BioPol á Skagaströnd. Verkefnið er styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsráðu- neytisins. Landselsstofninn nær sér ekki á strik Selasetur íslands á Hvammstanga. Ævintýri tvíbur- anna er skemmti- leg barnasaga sem Töfrakonur/Magic Women ehf. Gefur út. Fjallar bókin um tvíburana Bjössa og Begga. Þeir eru átta ára og búa norður í Húnavatnshreppi. Einn daginn eignast þau dásam- lega ferfætta vini, en hinn næsta kemur óvænt illa upp alin tíu ára frænka inn í líf þeirra. Börnin takast á við daglegt líf, óttann við að foreldrar þeirra skilji og endalausar spurningar vakna. Munu þau eignast systkyni? Hvers vegna skammar amma afa ekki fyrir að taka í nefið þegar hún er á ferðalagi? Mun Kalli frændi byrja með Rósu, gellunni á mótorhjólinu? Sagan lýsir vel lífinu í sveit- inni, gleði og sorgum og ekki síður skemmtilegum uppákomum. Bókina prýða skemmtilegar og líflegar myndir eftir Ernu Hrönn Ásgeirsdóttur. Ævintýri tvíburanna

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.