Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 16
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201116 Bjarni Kristófer Kristjánsson, náttúrufræðingur og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum, hefur unnið við skólann í 13 ár. Hann segir mikla eftirspurn eftir starfsfólki í fiskeldi, sem margt hvert sæki nám við skólann meðfram vinnu, með stuðningi fyrirtækja, sem sé mjög jákvæð þróun. Bjarni Kristófer lauk líffræðinámi við Háskóla Íslands árið 1991 og lauk verkefni í sjávarlíffræði með Agnari Ingólfssyni árið 1994. Hann kom til búsetu og starfa við Hólaskóla árið 1998 en í byrjun árs 2010 tók hann við stöðu deildarstjóra við fiskeldis- og fiskalíffræðideild skólans. „Það má segja að ég sé búinn að vinna mig upp kerfið hér á Hólum, en ég er deildarstjóri og einnig yfir- maður kennslumála. Í samvinnu við háskóla í Kanada og skólann hér hef ég tekið mastersgráðu og doktors- gráðu. Nýlega fékk ég framgang í pró- fessorsstöðu,“ segir Bjarni Kristófer brosandi. Nám með vinnu Nú eru 12 nemendur í diplómanámi í fiskeldi á BS-stigi við skólann. Á þessu ári hafa 9 nemendur útskrifast af brautinni. Einnig hafa tveir nem- endur lokið meistaragráðu á árinu og þrír nemendur eru að ljúka doktors- gráðu undir leiðsögn kennara við deildina. „Hvað diplómanámið varðar, þá breyttum við náminu í fyrravetur. Við beitum svokölluðu blönduðu námi og kennum stutt námskeið í lotum. Margir taka þetta með vinnu og gengur það vel. Allt námsefnið fer á netið en nemendurnir koma síðan á um þriggja vikna fresti hingað til að taka verklega hluta námsins. Langflestir sem stunda námið í vetur starfa í fiskeldi, enda er mikil eftirspurn eftir slíku vinnuafli. Í fyrra komu margir nemendanna frá Suðurnesjunum en núna eru margir frá Vestfjörðunum, enda er risastórt fisk- eldi á sunnanverðum Vestfjörðum,“ útskýrir Bjarni Kristófer sem segir það afar ánægjulegt að sjá að menn vilji mennta sig og að fyrirtækin styðji við bakið á þeim. Vel heppnað kynbótaverkefni Fiskeldis- og fiskalíffræðideildin er að meginhluta til rannsóknastofnun sem hefur mjög góða aðstöðu í Verinu á Sauðárkróki. Um helmingur af sértekjum deildarinnar, um 50 millj- ónir, kemur úr samkeppnissjóðum til rannsókna. Stór hluti af sértekjum deildarinnar er til kynbótaverkefnis á bleikju. „Kynbótaverkefnið á bleikju hefur verið í gangi frá árinu 1991. Með því sjáum við stórum hluta af fiskeldis- fyrirtækjum sem rækta bleikju fyrir kynbættum hrognum. Þetta verkefni hefur gengið vel og við þjónustum íslenskan iðnað með þessu,“ segir Bjarni Kristófer og bætir við: „Við höfum sprengt utan af okkur húsnæðið og viljum auka fram- leiðsluna um helming því það er mikil krafa frá iðnaðnum um að fá fleiri hrogn. Kynbættur fiskur vex hraðar, sem styttir eldistímann og er mjög ákjósanlegt fyrir fyrirtækin sem hagnast verulega á okkar rann- sóknum.“ Rannsóknir fyrir fiskeldið í landinu „Fjölmargar rannsóknir hafa verið framkvæmdar undanfarin ár hjá deild- inni, sem koma aðilum innan greinar- innar oft til góða við frekari þróun og rekstur,“ segir Bjarni Kristófer og nefnir nokkrar þeirra: „Við höfum verið öflug í fóður- rannsóknum sem hafa sparað fisk- eldisiðnaðnum milljónir. Við höfum notað plöntuprótín í stað fiskiprótína, sem leiðir til sparnaðar en minnkar um leið vistspor fiskeldisiðnaðarins. Einnig höfum við kannað bestu aðstæður til eldis og gerum þá til- raunir þar sem fiskar eru aldir við mismunandi umhverfisaðstæður, svo sem hita, ljós og seltu svo eitthvað sé nefnt. Þá höfum við aðallega verið að kanna áhrif þess á þorsk, lúðu, bleikju og sandhverfu. Með fiskeldisrann- sóknunum er markmiðið að spara í fiskeldi og gera það hagkvæmara, en jafnframt fylgir með að það verður umhverfisvænna. Þetta gerum við til dæmis með rannsóknum á endur- nýtingu á vatni, á fóðri með kynbótum og möguleikum til fiskeldis. Einnig höfum við mælt upp læki og unnið með bændum við að kanna hvort þeir geti farið í smáskalaeldi, þannig að rannsóknirnar sem við framkvæmum eru mjög fjölbreyttar.“ Grunnrannsóknir á fjölbreytileika náttúrunnar Einnig eru stundaðar viðamiklar grunnrannsóknir við deildina. Ber þar hæst rannsóknir á fjölbreytileika náttúrunnar, þróun fiska og tegunda- þróun í ferskvatni á Íslandi. Um 40% af því fé sem deildin hefur til umráða fyrir rannsóknirnar er nýtt á sviði vist- og þróunarfræða. Snúast þessar rannsóknir um að skilja öll þrep líffræðilegs fjölbreytileika en hann má sjá á milli vistkerfa, milli tegunda og innan tegunda. „Við höfum rannsakað líffræðileg- an fjölbreytileika milli samfélaga og vistkerfa og nú eigum við til dæmis góðan gagnagrunn um lífríki íslenskra vatna, en Háskólinn á Hólum tók þátt í að safna þeim gagnagrunni í sam- starfi við fleiri stofnanir. Einnig hef ég stjórnað rannsókn um lífríki linda þar sem reynt var að tengja saman umhverfisþætti við fjölbreytileika smádýra og nú er ég að reyna að teygja mig dýpra til að skilja lífríki grunnvatns. Næsta stig á eftir því er fjölbreytileiki millitegunda, þar sem ég hef kannað grunnvatnsmarflær sem fundust fyrst í Þingvallavatni og hef þar verið í samstarfi við Snæbjörn Pálsson við Háskóla Íslands, en hann leiðbeindi doktorsnema sem skoðaði erfðafjölbreytileika þeirra,“ útskýrir Bjarni Kristófer og segir jafnframt: „Að auki höfum við skoðað fjöl- breytileika innan tegunda þar sem ég hef kannað ólík afbrigði sömu tegunda í vötnum og á ákveðnum svæðum. Þar hef ég sérstaklega skoðað dvergbleikju og hvað það er í umhverfi fiskanna sem ýtir undir þróun þeirra. Þetta er svokölluð samhliða þróun þar sem svipað útlit kemur fram við ólíkar umhverfisað- stæður. Þá er borin saman bleikja frá ólíkum svæðum, þar sem ég hef skoðað 20 mismunandi stofna og ber þá saman við umhverfið. Við höfum einnig tekið þátt í rannsóknum á erfðafræðinni á bak við þetta, annars- vegar í stóru samstarfsverkefni við skoska vísindamenn og hinsvegar sem hluti af teymi um öndvegis- styrk frá Rannís, þar sem dr. Sigurður Snorrason við Háskóla Íslands er verkefnisstjóri. Í þessum verkefnum skoðum við fósturþroska bleikju af ólíkum afbrigðum, reynum að finna lykilgen og könnum ólíka tjáningu þeirra milli afbrigða. Rannsóknirnar hafa svo einnig snúist um að tengja saman þessi mismunandi þrep í líf- fræðilega fjölbreytileikanum, til dæmis með því að kanna hvaða áhrif afbrigðamyndun í vötnum hefur á vistkerfi. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að þróun þessa fjölbreytileika sem við sjáum í kringum okkur er síkvikt ferli. Til að skilja og vinna með umhverfi sitt verður þó mað- urinn að skipta hlutum í flokka, til dæmis eins og við gerum á bóka- söfnum. En við megum ekki festa okkur í flokkunum. Það eru ferlarnir, vistfræðilegir og þróunarfræðilegir, sem móta náttúruna. Því verðum við að vernda náttúruna og skilja þá ferla sem eru þar á bakvið en ekki horfa á ákveðnar tegundir eða lítil afmörkuð svæði.“ Líffræðilegur fjölbreytileiki Á síðustu árum hefur rannsóknar- starf við fiskeldisdeild Háskólans á Hólum vaxið mikið. Tengist það að miklu leyti bættri aðstöðu til rann- sókna í Verinu á Sauðárkróki. „Deildin hefur það að markmiði að efla enn frekar þessa aðstöðu, til dæmis með því að fá aðgang að enn betri sjó til rannsókna á lirfum og seiðum sjávarfiska. Einnig er í undir- búningi stækkun á aðstöðu til bleikju- kynbóta og rannsókna á kynbættri eldisbleikju. Þannig að viðbúið er að rannsóknarstarf deildarinnar vaxi á næstu árum. Einnig hefur verið gerð aukin krafa hjá okkur um fagmennsku og að niðurstöður rannsókna okkar skili sér áfram. Að hluta til gerist það í gegnum kennsluna hjá okkur og í beinum samskiptum við iðnaðinn. Það er einnig eðlileg krafa á fólk sem stundar rannsóknir að það skrifi rit- rýndar greinar sem birtar eru í alþjóð- legum fræði- og fagritum. Frá árinu 1991 hafa komið um 70 slíkar greinar frá sérfræðingum deildarinnar, þar af eru komnar út 12 á þessu ári. Það er því greinilegt að fiskeldis- og fiska- líffræðideild háskólans á Hólum er vaxandi hvað rannsóknir varðar.“ /ehg Bjarni Kristófer Kristjánsson, deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum: Fjölbreyttar og viðamiklar rannsóknir koma þjóðarbúinu til góða   €  €       ^   &  '  '         <  &         @  ]   Mynd / ehg   €          

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.