Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201112 Fréttir Slátrarar hjá SS á Hellu komu saman til endurfunda eftir hálfa öld í Árhúsum við Ytri-Rangá á laugardaginn 5. nóvember sl. Yfir sláturtíðina bjuggu þeir flestir í bragganum sæla á bakka Ytri- Rangár. Þetta fólk var margt við störf hjá SS ár eftir ár og traust vinátta skapaðist sem enst hefur vel og lengi lifir í gömlum glæðum. „Harmónikuleikarinn Baldur Loftsson í Þorlákshöfn tók á móti gestum við útidyr með seiðandi spili og hélt áfram að leika milli atriða og fyrir dansi eftir borðhald. Guðmar í Meiri-Tungu sýndi gamla snilldar- takta. Hann greip í nikkuna og spilaði og söng einnig um skeið fyrir dansi,“ segir Sigurður Sigurðarson, einn af aðstandendum hátíðarinnar. „Dagskráin byrjaði á því að kveðin var stemma um ,,Ekkilinn í Álfahamri“. Þetta er eins konar vöggu- vísa, úrvalsgóð til að svæfa börn og jafnvel fullorðna, sem ásannaðist nýlega norður í landi. Gestirnir, sem voru á áttunda tuginn, lærðu stemm- una og tóku hraustlega undir. Þeir voru hvattir til að taka hana með sér heim og prófa á afkomendum sínum, mökum og nánum vinum. Síðan var önnur tekin til að vekja allan lýðinn. Sagðar voru sögur af samverunni forðum og brugðið upp myndum af ýmsum samverkamönnum, lífs og liðnum. Ýmis atriði fleiri voru á dagskránni. Sungin voru gömlu og góðu lögin og ljóðin úr söng- heftinu frá 1958 og upp söngst allt að mestu." Dansað fram í rauðan dauðann „Dansað var fram í rauðan dauðann, vináttusambönd endurnýjuð og til nýrra stofnað. Það var svo skemmti- legt hjá okkur að við hyggjumst gleðjast með sýslungum okkar og vinum, sem unnu við Sláturhús SS í Djúpadal á sama tíma, er þeir efna til samskonar endurfunda með sínu fólki bráðlega. Við hugum að því að endurtaka okkar leik eftir 2 ár. Væri það góð hugmynd að sam- eina þá þessa endurfundi. Aldrei var neinn rígur milli húsanna, enda um sýslunga og vini að ræða. Slátrarar frá öðru húsinu fóru til vinnu í hinu, ef þörf var á því,“ segir Sigurður Sigurðsson. Hugað að gömlum myndum Til er myndband frá „slúttum“1999 og 2005, auk margra góðra ljós- mynda frá horfinni tíð sem hægt væri að setja á geisladisk ef áhugi væri á slíku síðar. Sigurður hvetur samt alla sem þarna störfuðu á sínum tíma til að leita í gömlum myndasöfnum að myndum sem hægt væri að miðla milli manna. Sigurður segir upplagt að viðkom- andi hafi samband við Siggu frá Núpi í síma 486-6634 eða Sigga frá Hemlu í síma 892-1644. Mikil gleði á hálfrar aldar endurfundum SS slátrara Á þessari hópmynd gefur að líta sjálfskipuðu nefndina syngja slúttbraginn frá 1958. Talið frá vinstri: Lóa frá Árbæ,     \  %@] & (  &       =  & 5^_   "    \ & \  #       8  `   "    _  & '  ]]   \  '        "    E ]&      &   8  '  Eyjafjöllum. Magnús Sigurðsson frá Sauðhúsvelli kom með íslistaverk til minningar um horfna félaga og vini. Það er útskorið af Ottó syni hans, matreiðslumanni í ' @   $       &         leik lífsins. Á borðum var gómsætt og mjúkt lambalæri og úrvalskjúklingur     @] z     E& @      ]  &   og gleðin skein á vonarhýrri brá. Sunginn var slúttbragur frá 1958 við lagið ,,Komdu og skoðaðu í kistuna mína“. Anna frá Hvammi lék undir á slag- hörpuna á hátínni á Hellu eins og forðum daga. Að sláturtíð lokinni slettum úr klaufum á slúttinu síðan við bregðum á leik. Hreint ekki strákar við grissurnar gaufum en grömsum og holdinu bregðum á kreik. Stúlkurnar handsama herra ég sé, sem hertust í blóði og gori úr meeee tralla la lalla ... o.s.frv.“ Sláturhúsið Hellu 10 ára Sláturhúsið Hellu hf. átti tíu ára afmæli á dögunum en fyrirtækið var stofnað undir þessu nafni þann 10. október 2001 af 182 aðilum. Langflestir þeirra voru bændur eða um 150, ásamt nokkrum af starfsmönnum, sem og viðskipta- vinum og velunnurum sláturhúss- ins. Í afmælishófi sem fram fór fyrir skömmu sagði Þorgils Torfi Jónsson, sláturhússtjóri að starfsemin hefði gengið ótrúlega vel. Hrósaði hann stjórn félagsins og starfsfólkinu fyrir frábært starf. Í dag starfa 22 starfsmenn hjá fyrirtækinu og í desember verður í fyrsta skipti opnuð kjötvinnsla á vegum sláturhússins. Í máli Þorgilsar Torfa kom einnig fram að samkvæmt úttekt Creditinfo væri Sláturhúsið Hellu hf. fyrirmyndarfyrirtæki, sem væri í efsta gæðaflokki ásamt aðeins 177 fyrirtækjum af 30 þúsund fyrir- tækjum á landinu. „Þetta voru bestu fréttir sem hægt var að hugsa sér fyrir Sláturhúsið og góð viðurkenning fyrir að sýna ráðdeild og gætni í rekstri félagsins", sagði Þorgils Torfi. /MHH.{  _  ?   @  Ungir og efnilegir strákar lærðu rúning Sex ungir og efnilegir strákar, sem ætla sér að verða fjár- bændur, höfðu frumkvæði að því að fá rúningsnámskeið fyrir sig á vegum endurmenntunar- deildar Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem Guðmundur Hallgrímsson sá um að kennsl- una. Námskeiðið var haldið 19. og 20. nóvember í fjárhúsinu á Fjalli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Guðmundur, sem hefur kennt rúning frá 1975, gaf strákunum sín bestu meðmæli og sagði þá hafa staðið sig einstaklega vel á námskeiðinu. /MHH Rúningsstrákarnir sem sóttu námskeiðið á Fjalli, frá vinstri; Einar Magn- @  }   & ( =  =   '   & '   #&  8  =     \ ^  =@] ]] ' 9  ?  \    \    E   ?  \     \ ^  =@] ]]  =    '&  ~     8   8     '@    & \ ^  =@] ]]  var á námskeiðinu en hafði skroppið frá þegar myndin var tekin. Myndir /MHH. Guðmundur sló á létta strengi á nám- skeiðinu eins og hans er von og vísa. ?  E! \      ]   &                "       {   kvæmdastjórinn sjálfur, Finnbogi Magnússon sem stendur vaktina og bakar  &         =& €  & E   5         (   "    ] ! "  Mynd / MHH. Finnbogi á vöffluvaktinni Jötunn Vélar eru að undirbúa kynningu á nýrri endurhann- aðri Valtra dráttarvél af gerðinni A-sería Fyrstu vélarnar koma til landsins nú í 47. viku og er fyrirhugað að kynna þær á völdum stöðum um allt land á næstu dögum. Helstu nýjungarnar í þessari seríu Valtra traktora eru að nú er kominn í þær vökvavendigír, sá sami og hefur fengist í öðrum gerðum Valtra véla um árabil, vökvaaflúrtak (pto), raf- magnsbeisli er orðið staðalbúnaður, gólf húss hefur verið lækkað og ped- alar eru hangandi, stærri olíutankur er kominn í vélarnar (úr 73 lítrum í 90 lítra) mótorinn er af nýrri kyn- slóð Sisu dieselvéla, hljóðlátur og sparneytinn, 3 cyl 101 hö. Þrátt fyrir að fyrstu vélarnar séu að taka land nú í vikunni eru þegar seldar 8 vélar fyrirfram og mikill áhugi á meðal bænda að kynna sér gripinn því þarna er á ferðinni gamall félagi í nýjum búningi. Ný endurhönnuð Valtra dráttarvél E  8^ 

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.