Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 201 Fréttir Aðalfundur Sambands garðyrkju- bænda (SG) verður haldinn á Hótel Selfossi / Riverside, á morgun, 8. apríl 2001. Fundurinn hefst stund- víslega kl. 13:00 með starfsskýrslu stjórnar og framlagningu ársreikn- inga. Fundastjóri verður Bjarki Reynisson. Aðildarfélög SG eru fjögur; Félag blómaframleiðenda - Félag garð- plöntuframleiðenda, Félag grænmetis- framleiðenda og Landssamband kart- öflubænda. Á aðalfundinum verður m.a. kynnt og afgreidd tillaga að ályktun um afstöðu SG til viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í lok síðasta mánaðar var haldið fjölsótt málþing á Kirkjubæjarklaustri þar sem fjallað var um eflingu landbúnaðar í Skaftárhreppi. Á málþinginu var meðal annars farið yfir nýtingu lands í hreppnum, tækifæri sem liggja í einstaka framleiðslugrein- um og rætt um raunhæfar leiðir til nýliðunar á bújörðum. Fram kom að íbúaþróun á svæðinu síðasta áratuginn hefði verið neikvæð- ari en meðaltalið á landsbyggðinni. Hins vegar fælust ýmis tækifæri í hreppnum, m.a. vegna vannýttra möguleika í landnýtingu. Fram kom í máli Margrétar Ólafsdóttur land- fræðings að um 18% af jörðum í sveitarfélaginu væru ekki í ábúð. Á þeim hluta málþingsins sem sneri að sóknartækifærum í landbúnaði var komið víða við. Þar lögðu allir fyrirlesarar áherslu á að fjölbreytni í greininni skapaði aukin tækifæri og sterkari samfélög. Fjallað var um stöðu og horfur í sauðfjárrækt, fram- leiðslu á repju til olíugerðar og land- búnað samhliða ferðaþjónustu. Á þinginu kom fram að viðhorf bænda sjálfra er mikilvægur hluti af því að auðvelda og efla nýliðun í land- búnaði. Hugarfarsbreyting sem lýtur að aukinni trú bænda á atvinnugrein- ina getur því verið hvati til nýliðunar og eflingar landbúnaðarsamfélaga. Í máli Gunnfríðar E. Hreiðarsdóttur frá Samtökum ungra bænda kom fram að eðlileg nýliðun hefði almennt ekki átt sér stað í landbúnaði undanfarin ár, það sýndi m.a. hár meðalaldur bænda. Takmarkandi þættir á nýliðun væru t.d. hátt verð á jarðnæði og greiðslumarki. Það voru Samtök ungra bænda og atvinnumálanefnd Skaftárhrepps sem stóðu að málþinginu en stefnt er á að halda sambærilegar samkomur víðar um land á næstu mánuðum. Sunnudaginn 10. apríl verður mikið um að vera í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem hátíðin „Hestafjör 2011, hátíð æskunnar á Suðurlandi“ fer fram. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 14:00 fyrir alla fjöl- skylduna, m.a. skrautreið polla, sirkusatriði, villta vestrið, lands- þekktur leynigestur kemur í heim- sókn og Íslandsmeistararnir 2010, Hekla Katharína Kristinsdóttir og Guðmunda Ellen Sigurðardóttir verða með sýningaatriði. Auk þess verður hópatriði og sýningar barna og unglinga frá 6 hestamanna- félögum. Hátíðin er haldin á vegum hestamanafélaganna Geysis á Hellu og Sleipnis á Selfossi. Frítt er inn á hátíðina og allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta. /MHH Rangárhöllin á Hellu: Hestafjör 2011 Aðalfundur Sambands garð- yrkjubænda - Haldinn á Selfossi 8. apríl Efling landbúnaðarsamfélaga rædd á Klaustri - Hugarfarsbreytingu þarf til að auka nýliðun: 18% af jörðum í Skaftárhreppi ekki í ábúð Greiðslumark hækkaði um 5 krónur á lítra - Framboðið aðeins fjórðungur af eftirspurninni á fyrri kvótamarkaði ársins Fyrri uppboðsmarkaður ársins með greiðslumark mjólkur var haldinn 1. apríl síðastliðinn. Á markaðinum náðist jafnvægisverð upp á 285 krón- ur á lítrann en á bak við það verð standa viðskipti upp á 229.072 lítra. Gríðarlegur munur var á framboði og eftirspurn eftir greiðslumarki að þessu sinni en 10 gild tilboð um sölu komu fram á meðan 62 gild tilboð komu fram um kaup. Óskað var eftir ríflega 1,6 milljónum lítra til kaups en aðeins voru ríflega 400 þúsund lítrar boðnir til sölu. Framboð á greiðslumarki nú er verulega minna en var á fyrsta kvótamarkaði, sem haldinn var 1. desember á síðasta ári, eða 49 prósentum minna. Hins vegar er eftirspurnin umtalsvert meiri, eða 83 prósent umfram það sem þá var. Þá hefur verðið hækkað um 5 krónur á lítra. Kom verulega á óvart Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir það hafa komið sér verulega á óvart hversu lítið framboð var af kvóta. „Við höfðum á tilfinningunni að það væri umtalsverð þörf fyrir viðskipti af hálfu seljenda. Á síðasta markaði voru boðnir til sölu rúmir 900 þús- und lítrar og þá seldust ekki nema um 140 þúsund lítrar. Nú er ekki boðnir til sölu nema um 400 þúsund lítrar. Hvað gerðist í millitíðinni? Ég hef enga haldbæra skýringu á því.“ Sigurður bendir jafnframt á að hluti af þeim kvóta sem boðinn var til sölu sé verðlagður á fráleitu verði. „Seljendur og kaupendur eru kannski að senda hvorir öðrum einhver skilaboð og athyglisvert verður að sjá hvað gerist í fram- haldinu. Hins vegar er þó nokkur hluti kvótans sem boðinn er til sölu nú á verði sem er undir jafnvægis- verðinu. Það gefur vísbendingu um að þar sé hópur sem liggur á að selja kvóta. Ég átti hins vegar von á að það væri umtalsvert stærri hópur miðað við það sem við höfðum heyrt og miðað við síðasta markað.“ Kvótaverð nú er fimm krónum hærra en á síðasta markaði. Sigurður segir það ákveðin vonbrigði. Það segi þó ekki að sú aðferðafræði sem beitt sé með kvótamarkaði sé röng. Hins vegar sé nú kominn heldur holari hljómur í þá kröfu kúabænda að kvótamörkuðum verði fjölgað á hverju ári. „Það verður mjög erfitt fyrir okkur að færa rök fyrir þörf á fleiri markaðsdögum hvert ár. Mín skoðun er þó reyndar sú að þrjá markaðsdaga þurfi til hið minnsta. Það væri frekar að menn settu lág- marksmörk til að markaður megi fara fram, þau mörk sem menn telja þurfa til að ná einhverju jafnvægisverði.“ /fr Eigendur lands sem tekið verður vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gerð Vaðlaheiðarganga eru ósáttir við það verð sem Vegagerðin býður og þykir það í lægri kantin- um. Samningaviðræður eru í gangi milli aðila, en mikið ber í milli. Stofnfundur hlutafélagsins Vaðlaheiðargöng ehf. var haldinn á Akureyri fyrr í þessum mánuði, en félagið er stofnað samkvæmt heimild í lögum um stofnun hlutafélaga um vegaframkvæmdir sem Alþingi sam- þykkti í júní í fyrra. Hluthafar eru Vegagerðin með 51% hlut og Greið leið ehf. með 49% hlut. Vaðlaheiðargöng verða 7,5 km löng með vegskálum beggja vegna. Lengd vegskála verður 280 m. Þversnið ganganna verður 9,5 m og vegtengingar 4,1 km. Grafnir verða út um 700 þúsund m3, þar af 500 þúsund m3 Eyjafjarðarmegin. Vaðlaheiðargöng munu stytta Hringveginn um 16 km og áætluð umferð við opnun ganganna er um 1400 bílar á sólarhring. Áætlað er að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í árslok 2014 og er heildarkostnaður við framkvæmdina áætlaður 10,4 milljarðar króna á verðlagi ársins 2011. Steingrímur J. mælir með göngum Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra sagði á stofnfundinum að allt mælti með að ráðist yrði í þessa framkvæmd, ekki síst nú á tímum hækkandi eldsneytisverðs. Dýrmætt væri að fá styttingu á mikilli samgöngu- og flutningaæð, eins og Vaðlaheiðargöng yrðu frá Eyjafjarðarsvæðinu og austur á bóg- inn.„Það er þjóðhagslega hagkvæmt að draga úr eldsneytisnotkun og sliti á bílum, þannig að bæði notandinn og þjóðarbúið njóta góðs af.“ Deilt um verð og ýmis grundvallaratriði Alls mun land fimm jarða verða tekið að hluta vegna fram- kvæmda við gerð ganganna; tvær þeirra eru Eyjafjarðarmegin, Hallland og Halllandsnes og þrjár Fnjóskadalsmegin, Skógar, Nes og Tungunes. „Við erum alls ekki sáttir og þykir Vegagerðin bjóða okkur sví- virðilega lágt verð fyrir landið,“ segir Guðmundur H. Guðmundsson, bóndi í Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi. Guðmundur segir að taka þurfi 6–7 ha af jörð hans vegna framkvæmda við göngin. Um er að ræða ræktað land að hluta en eins nefnir hann að landið henti afar vel til bygginga, bæði íbúðarhúsa og/eða orlofshúsa. Hann segir ekki tímabært að nefna upp- hæðir, en ljóst sé að það verð sem Vegagerðin bjóði sé afar lágt. Karl Axelsson, hæstaréttarlög- maður hjá Lex, fer með málið fyrir hönd landeigenda og segir hann samningaviðræður í gangi milli þeirra og Vegagerðarinnar. „Það ber mikið í milli, það er alveg óhætt að fullyrða það,“ segir hann. Bendir hann á að bændur á áðurnefndum bæjum muni fá umferð um Þjóðveg 1 um jarðir sínar. „Það er bæði deilt um verð og eins um ýmis grundvallar- atriði sem tengjast þessu máli,“ segir hann. Mögulegt að kalla til matsnefnd eignanámsbóta Náist ekki samkomulag milli land- eigenda og Vegagerðar um bætur fyrir land er sá möguleiki fyrir hendi, að sögn Karls, að til verði kvödd matsnefnd eignarnámsbóta. Eins geti komið til þess að málið verði rekið fyrir dómstólum, uni menn ekki niðurstöðu matsnefndarinnar, þannig að verið getur að langt sé í að niður- staða fáist í málinu. Guðmundur á Halllandi væntir þess að betri niðurstaða fáist, komi málið til kasta matsnefndar eignar- námsbóta. Hann segir væntanlega umferð skipta sig og sína litlu og sér lítist vel á að ráðist verði í gerð Vaðlaheiðarganga. „Ég hef aldrei sett mig upp á móti nýjungum, en Vegagerðin getur ekki vaðið hér yfir allt og alla. Við teljum sanngjarnt að við fáum viðunandi verð fyrir okkar jarðir, en eins og staðan er nú bíðum við bara eftir því hvaða stefnu málið tekur,“ segir Guðmundur. /MÞÞ Áætlað að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í árslok 2014: Bændur ósáttir við lágt verð sem boðið er fyrir landið - Mikið ber á milli þess verðs sem Vegagerðin býður og krafna bænda Skrifað undir stofnsamning Vaðlaheiðarganga hf. á Hótel Kea fyrr í þessum mánuði, f.v. Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneytinu, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Pétur Þór Jónasson formaður stjórnar Greiðrar leiðar og Kristján L. Möller alþingismaður. Ungur og efnilegur knapi, sem mun koma fram á Hestafjöri 2011. Núverandi stjórn SG, Sveinn A. Sæland, formaður er lemngst til vinstri. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið sendi frá sér fréttatil- kynningu í vikunni þar sem greint var frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, hefði síðasta föstudag kynnt ríkisstjórn Íslands ályktun Búnaðarþings vegna aðildarvið- ræðna Íslands við ESB. Var það gert í framhaldi af fundi sem full- trúar BÍ áttu með ráðherra í kjölfar þingsins. Í ályktun um ESB-málin og varnarlínur bænda fóru sam- tökin fram á það að hún yrði kynnt ríkisstjórninni. Afstaða bænda til ESB-viðræðna kynnt í ríkisstjórn Fjöldi manns sótti málþing í Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri um eflingu landbúnaðar í Skaftárhreppi. Mynd | Ingibjörg Eiríksdóttir.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.