Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 201 Fréttir Ný stjórn var kosin á aðalfundi Landssambands kúabænda á dög- unum og var niðurstaðan sú í for- mannskosningu að greidd voru 40 atkvæði; Sigurður Loftsson hlaut 37 atkvæði og 3 seðlar voru auðir. Kosning til stjórnar fór þannig að Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, hlaut 38 atkvæði, Sveinbjörn Sigurðsson, Búvöllum, 38 atkvæði, Jóhann Nikulásson, Stóru- Hildisey 2, 35 atkvæði og Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði, 29 atkvæði. Aðrir fengu færri atkvæði. Stjórn mun skipta frekar með sér verkum á fyrsta fundi á nýju starfsári sem haldinn verður fljótlega. Tvær konur voru kjörnar varamenn í stjórn. Þær Jóhanna Hreinsdóttir, Káraneskoti, hlaut 33 atkvæði og Guðrún Lárusdóttir, Keldudal, 20 atkvæði. Aðrir fengu færri atkvæði. Tillaga uppstillingarnefndar um Pétur Diðriksson, Helgavatni og Katrínu Birnu Viðarsdóttir, Ásólfsskála sem skoðunarmenn reikninga var sam- þykkt með lófaklappi. Frekari umfjöllun um aðalfundinn má finna á blaðsíðu 26. Sigurður endurkjörinn formaður Fyrir stuttu var kynning send til leikskóla á Reykjavíkursvæðinu um mögulega fræðslu fyrir leikskóla- börn um tré. Það er Náttúruskóli Reykjavíkur og Grasagarður Reykjavíkur í Laugardal sem standa saman að þessu boði fyrir elstu leikskólabörnin. Áhuginn reyndist svo mikill að færri komast að en vilja. Börnunum er boðið að kynnast trjánum; hvað þau verði gömul, hvernig heyrist í þeim og hvernig lykt sé af þeim – svo nokkuð sé nefnt. Fræðslan er í tilefni af því að nú er Alþjóðlegt ár skóga hjá Sameinuðu þjóðunum. Sameinuðu þjóðirnar hafa skorað á sem flesta í hverju landi fyrir sig að koma á viðburðum sem tengjast verkefninu, m.a. með því að tengja viðburði á sínum vegum við árið og merki verkefnisins, sem er hannað um þemað skógar fyrir fólk. Það sýnir í hnotskurn fjölþætt gildi skóganna fyrir lífríki og umhverfi. Allir skógar, rækt- aðir og óræktaðir, veita skjól og eru mikilvæg búsvæði fjölmargra lífvera, þ.á.m. mannsins. Í skógum er upp- spretta matar og þeir varðveita gæði ferskvatns. Þeir eru mikilvægir fyrir jarðvegsvernd og gegna mikilvægu hlutverki í að viðhalda stöðugu lofts- lagi á hnattræna vísu og jafnvægi í umhverfinu. Úr skógum fáum við vistvænt, endurnýjanlegt og endur- vinnanlegt byggingarefni og efnivið í margskonar hönnun og nýsköpun. Þessir þættir og miklu fleiri undir- strika að skógar eru ómissandi fyrir vellíðan og velferð fólks alls staðar í heiminum. Hvað vill þín stofnun, þitt fyrirtæki gera í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga? /Hulda Guðmundsdóttir /smh Norðurhlíðarbændur hlutu hvatn- ingarverðlaun og Heiðurshorn Á liðnu sumri vann nefnd á vegum Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að úttekt á stöðu lífræns landbúnaðar hér á landi. Á grundvelli niðurstaðna nefndarinnar hefur í vetur verið unnið að samningu verklagsreglna, samkvæmt samkomulagi á milli ráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands, um aðlögunarstuðning til allt að fimm ára, samanber auglýs- ingu í síðasta Bændablaði, bls. 33. Nýju reglurnar, sem eiga einkum fyrirmynd í norskum reglum, eru mun víðtækari en eldri viðmið samkvæmt búnaðarlagasamningum og miða við alhliða styrki á bæði land og búfé fyrir bændur sem gera samninga við vott- unarstofu um aðlögun að lífrænum búskaparháttum frá og með 2011. Þar með hefur merkum áfanga verið náð þótt fjármunir séu af skornum skammti en með þessu framtaki er verið að stuðla að svipaðri þróun og orðið hefur í nágrannalöndunum. Hún hefur verið hægari hér, m.a. vegna skorts á aðlögunarstuðningi fyrstu árin en framangreind nefnd áætlaði að hlutdeild lífrænt vottaðra vara á markaði hér sé allt að 2%, þar af um helmingurinn innlend framleiðsla. Lífræni markaðurinn fer vaxandi, hér sem annars staðar, og neytendur kunna greinilega að meta hina ýmsu kosti þessara afurða. Til marks um þá þróun hér á landi eru nýstofnuð Samtök lífrænna neyt- enda (www.lifraen.is), samanber frétt í Bændablaðinu 10. mars, bls. 4. Til fróðleiks má geta þess að bændum í lífrænum búskap hér á landi gengur yfirleitt vel að selja afurðirnar og Bondebladed í Noregi greindi frá því 17. mars sl. að betri afkoma væri í lífrænni mjólkur- og kindakjöts- framleiðslu en í þeirri hefðbundnu, samkvæmt niður- stöðum Nilf hag- rannsóknarstofnun- arinnar þar í landi. Hvað íslenskan landbúnað varðar hefur stefnuleysi tafið þróunina en nú hafa Þuríður Backman og fleiri alþingismenn lagt fram þingsálykt- unartillögu um mótun framleiðslu- stefnu í lífrænum landbúnaði, með ákveðnum markmiðum, líkt og gert hefur verið í Noregi og víðar. Þess má einnig geta að fyrir Alþingi liggur tillaga um bann gegn útiræktun erfðabreyttra lífvera sem getur skipt miklu máli fyrir þróun líf- rænnar ræktunar, og reyndar einnig fyrir hreinleikaímynd íslensks land- búnaðar í heild. Þar sem aðstæður eru mjög breytilegar, og skilyrði misgóð til aðlögunar að lífrænni ræktun og búskap henni tengdri, koma almennar leiðbeiningar að litlu gagni. Umsóknarfrestur er því lengri en almennt gerist um styrki í land- búnaði eða til 1. júní n.k. þannig að hver og einn hafi góðan tíma til að kanna möguleikana. Verklagsreglur um úthlutun og fleira leiðbeinandi efni er að finna á www.bondi.is og velkomið er að hafa samband við mig til að fá nánari upplýsingar. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap, tölvupóstfang: ord@bondi.is, Símar 563-0300 og 563-0317. Nýjar reglur um stuðning við aðlögun að lífrænum búskaparháttum Stóðhesturinn Orri frá Þúfu er 25 vetra gamall og án efa einn áhrifamesti gæðingafaðið íslenskrar hrossaræktar. Í tilefni af stórafmæli Orra var haldin sýning honum til heiðurs í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli fyrir skemmstu. Mikið lófaklapp Þar komu saman afkvæmi hans og afkomendur í tugatali og léku listir sínar í fjölbreyttum sýningaratrið- um. Orri sjálfur mætti auðvitað til veislunnar og hlaut mikið lófaklapp frá áhorfendum sem kunnu vel að meta að sjá þennan mikla höfðingja í toppstandi enda vel fóstraður heima í Þúfu. Einn eftirsóttasti stóðhesturinn Orri hefur um árabil verið einn eftir- sóttasti stóðhestur landsins og hann er enn frjósamur og sinnir hryssum með góðum árangri. Um áhrif hans á íslenska hrossa- rækt er óþarfi að fjölyrða, en hann á tæp 1200 skráð afkvæmi og á fimmta hundrað þeirra hafa hlotið dóm. Stofnað var félag um Orra á sínum tíma og hefur hann reynst hryggjarstykki í hrossarækt ýmissra eigenda sinna. Bændablaðið óskar Orra frá Þúfu til hamingju með kvartaldar afmælið með óskum um áframhaldandi frjó- semi og góða heilsu. /HGG Orri frá Þúfu heiðraður með stórsýningu Sauðfjárræktarverðlaun voru afhent á aðalfundi Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga í Ýdölum fyrir skömmu. Það þótti tíðindum sæta að sami bóndinn fékk bæði verðlaunin sem í boði voru, fyrir frábæran árangur á árinu 2010. Það var Agnar Kristjánsson bóndi og frjótæknir í Norðurhlíð í Aðaldal sem hreppti báða verð- launagripina og var vel að verðlaun- unum kominn. Heiðurshornið er veitt fyrir að ná bestum árangri í ræktun kjöt- gæða og er verðlaunagripur sem Fjárræktarfélag Mývetninga gaf í minningu Eysteins Sigurðssonar bónda á Arnarvatni, sem var mikill áhugamaður um sauðfjárrækt. Þessi verðlaun eru nú veitt í fimmta sinn, en næstir að stigum að þessu sinni voru bændur í Baldursheimi I og III, Grænavatni II og Arnarvatni IV. Hvatningarverðlaun BSSÞ eru veitt þeim sem náð hafa hvað bestum árangri í fjárræktinni þegar á heildina er litið og er þá átt við góðan fallþunga (gildir 25%) og fjölda lamba til nytja (gildir 40%). Þá þarf hlutfall vöðva og fituflokkunar að vera sem best (gildir 35%). Röð bæja til hvatningarverð- launanna var þannig að Norðurhlíð var í fyrsta sæti, Búvellir í öðru, Stóru- Tjarnir í þriðja, Sílalækur í fjórða og Ystihvammur í því fimmta. /MÞÞ Grænmetisinnflutningur ekki meiri í ársbyrjun síðan 2007 Innflutningur á grænmeti í janúar 2011 nam 849 tonnum samkvæmt tölum Hagstofu Íslands á móti 673 tonnum í janúar 2010. Hefur inn- flutningur í þessum flokki ekki verið meiri síðan 2007 þegar flutt voru inn 955 tonn í janúar það ár. Heildar innflutningur á græn- meti til landsins á síðasta ári nam 10.267 tonnum. Innflutningurinn árið 2007 var aftur á móti 11.323 tonn. Kartöfluinnflutningurinn í janúar sl. var aftur á móti sá sami og í janúar 2007 eða 51 tonn en í janúar 2010 voru flutt inn 99 tonn af kartöflum. Allt árið í fyrra voru flutt inn 2.788 tonn af kartöflum en 1.796 tonn á árinu 2007 og 2.459 tonn á árinu 2008. Árið 1999 sker sig aftur á móti úr hvað innflutning á kartöflum varðar en það ár voru einungis flutt inn 491 tonn samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Ólafur R. Dýrmundsson, Elín Kjartansdóttir og Agnar Kristjánsson í Norðurhlíð ánægð með verðlaunin. Mynd/Atli Vigfússon Orri frá Þúfu, ásamt mönnunum sem segja má að standi að baki honum, þeir Sveinn Guðmundsson hrossarækt- andi á Sauðárkróki og Indriði Ólafsson, ræktandi Orra. Barnabörn þeirra beggja eru með á myndinni og halda heimasæturnar í Þúfu prúðbúnar í Orra. Mynd | HGG Fræðsla leikskólabarna um tré í tilefni Alþjóðlegs árs skóga Hvað finnst þér um tré?VB-landbúnaður mun halda opið hús af tilefni árhátíðar sauð- fjárbænda sem haldin verður í Reykjavík um helgina. Allir eru velkomnir milli kl. 14:00 og 17:00 föstudaginn 8. apríl í aðalstöðvar VB-landbúnaðar að Krókhálsi 5F (gengið inn Járnhálsmegin). Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að ýmis vörutilboð verði kynnt og léttar veitingar í boði. Opið hús hjá VB-landbúnaði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.