Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Líf og starf Ræktunarstarf er langtímaverk- efni sem hefur það að markmiði að tryggja erfðaframfarir við- komandi búfjárkyns til langs tíma án þess að um of sé gengið á erfðabreytileika þess. Kynbótaskipulagið, sem á hverj- um tíma er unnið eftir, skiptir miklu máli um árangur og því er mikil- vægt að það sé stöðugt í umræðu og mótun. Þá er nauðsynlegt að vera sífellt að meta gildi og þýð- ingu þeirra eiginleika sem valið er fyrir. Íslenski kúastofninn hefur, frá því skipulegt ræktunarstarf í naut- griparækt hófst hér á landi í upphafi síðustu aldar, verið ræktaður sem einhliða mjólkurkúakyn. Í upp- hafi var áherslan í meginatriðum á afurðirnar en nú er ræktunarmark- miðið samsett úr afurðaeiginleikum og eiginleikum sem tengjast lífeðl- isfræðilegri starfsemi og endingu. Samhæft kynbótaskipulag Notkun á djúpfrystu sæði hófst hér á landi árið 1969 og þar með varð kúakynið einn samhæfður ræktunarhópur. Samhæft kyn- bótaskipulag í nautgriparækt var fyrst sett fram árið 1974 og hefur í meginatriðum verið unnið eftir því síðan. Rannsóknir hafa sýnt að skilvirkasta aðferðin við að ná fram erfðaframförum fyrir marga eiginleika samtímis er að vega þá saman eftir mikilvægi þeirra í kynbótaeinkunnir. Útreikningar á kynbótaeinkunn- um voru teknir upp strax í kjölfar upptöku kynbótaskipulagsins þó í mjög einföldu formi væru. Síðan þá hafa verið gerðar ýmsar breytingar og endurbætur á því og þá sérstak- lega með breytingunum sem urðu þegar BLUP-matið var tekið upp og farið að nota mjólkurskeiðsaf- urðir í stað ársafurða. Mat á eigin- leikum hefur verið endurnýjað og breytt, nýir eiginleikar teknir með og kynbótamarkmiðum breytt í tímans rás. BLUP-aðferðafræðin tryggir besta línulega óhliðraða mat á kynbótagildi hvers einstaklings og tryggir þannig hámarks erfða- framfarir fyrir þá eiginleika sem metnir eru hverju sinni. Þar sem kúakynið er einn rækt- unarhópur og upplýsingarnar sem nýtast í ræktunarstarfinu koma í mestum mæli gegnum skýrsluhald- ið og sæðingastarfsemina, er virk þátttaka bænda í þessum verkefn- um lykillinn að þeim árangri sem næst á hverjum tíma. Kynbótamat er reiknað reglulega og uppfært. Í hvert sinn sem kynbótamatið er reiknað er það gert fyrir alla gripi sem þá eru í gagnagrunni skýrslu- haldsgrunnsins „HUPPU“ svo þar eru ávallt nýjustu upplýsingar um kynbótagildi hvers grips. Erfðaframför Útreikningar á kynbótamati eru nú unnir af Landbúnaðarháskóla Íslands eftir sérstöku samkomulagi milli skólans og Bændasamtakanna. Ágúst Sigurðsson framkvæmir útreikningana og í kjölfar hverrar kynbótamatskeyrslu hefur hann lagt mat á erfðaframför bæði hvað varðar einstaka eiginleika og heildar framfarirnar. Síðasta úttekt á erfða- framförum í stofninum var gerð í kjölfar kynbótamats sem unnið var í júlí 2010. Í þeirri úttekt kemur fram að erfðaframför er fyrir alla þá eiginleika sem eru hluti af heildar kynótaeinkunninni og sama er að segja um prótein% og fitu%. Það kemur einnig fram að erfðaframfar- ir eru mun hraðari nú eftir að BLUP matið var tekið í notkun. Mestar eru framfarirnar fyrir afurðaeigin- leikana og svara til þess að árleg erfðaframför sé ríflega 1.0 kg af próteini sem er litlu lægra en það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Erfðaframför fyrir júgur og spena er sem svarar u.þ.b 0,5 stigum á ári frá 1995. Árleg erfðaframför fyrir mjaltir eru u.þ.b 2,5 stig og fyrir skap nál. 1,8 stig á þessu tímabili. Sá eiginleiki þar sem framfarir eru minnstar er frjósemi sem um nokk- urt skeið var í afturför. Ræktunarstarfið í nautgriparæktinni Það er mikilvægt að stöðug umræða sé um ræktunarstarfið í nautgriparæktinni. Einnig um erfðafræðilega stöðu kúakynsins, hvað má gera betur og hvar megi sjá hættumerki. Á undanförnum árum hefur verið unnið að margvíslegum rannsóknum sem tengjast þessum málum. Þar má nefna rannsóknir á stöðu skyldleikaræktar, arðsemi kynbóta, tíðni dauðfæddra kálfa, stöðu erfðabreytileika og sérkenn- um próteina. Allar þessar rannsóknir sýna að íslenski kúastofninn er ekki í hættu hvað varðar erfðafræðilega þætti en sýna jafnframt fram á mikilvægi þess að vandað sé til allra verka. Þeir útreikningar á erfðafram- för stofnsins sem hér er vitnað til sýna einnig að ræktunarstarfið er að skila miklum árangri og líklegt er að enn megi bæta þar úr með endurskoðun á matsaðferðum og mati á einstökum eiginleikum. Þá er hin mikla notkun heimanauta að tefja fyrir hámarksframförum. Er því eins og er ekkert til fyrirstöðu að íslenska kúakynið verði áfram ræktað sem megin framleiðslukyn í íslenskri nautgriparækt. Sett séu skilgreind ræktunarmarkmið Það er nauðsynlegt fyrir okkar nautgriparækt að sett séu skilgreind ræktunarmarkmið fyrir íslenska kúakynið því eftir því er kallað á ýmsum vettvangi. Við mótun þeirra markmiða er mikilvægt hafa að leið- arljósi að samþætta framfarir þeirra eiginleika sem skipta meginmáli fyrir mjólkurframleiðslu á hverjum tíma en jafnframt skal gæta þess að halda ásættanlegum erfðabreytileika og sveigjanleika til að bregðast við breyttum aðstæðum. Undanfarið hefur umræða og áhugi á nautgriparækt verið að aukast og bændur sýna ræktunar- starfinu mikinn áhuga. Þetta hefur glögglega komið í ljós á fundum og öðrum samkomum um naut- griparækt. Það er mikilvægt að þessi umræða og vakning haldi áfram að þróast því við mótun framtíðar- stefnu og markmiða þurfa allir að koma að málum og fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós. Ræktunarstarfið í nautgriparækt að skila miklum árangri Fjóstíran Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt Ísmótið Mývatn Open var haldið í gullfallegu veðri fyrir skömmu. Mótið gekk vel í alla staði, þátt- takan góð og flottir hestar á ísnum. Alls voru 70 skráningar á mótið en keppt var í fjórum flokkum. Úrslit urðu eftirfarandi: Tölt B 1. María Marta Bjarkadóttir -- Víkingur frá Úlfsstöðum 6,83 2. Baldvin Kr. Baldvinsson -- Mist frá Torfunesi 6,67 3. Stefanía Árdís Árnadóttir -- Vænting frá Akurgerði 6,0 4. Páll Viktorsson -- Taktur frá Hestasýn 5,67 5. Auðbjörn Kristinsson -- Svala frá Enni 5,17 Tölt A 1. Stefán Friðgeirsson -- Saumur frá Syðra-fjalli 6,97 2. Sölvi Sigurðarson -- Nanna frá Halldórsstöðum 6,80 3. Elvar Einarsson -- Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,67 4. Vignir Sigurðsson -- Prinsessa frá Garði 6,63 5. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir -- Gýgja frá Úlfsstöðum 6,60 Stóðhestakeppni 1. Blær frá Torfunesi -- Erlingur Ingvarsson 8,62 2. Tristan frá Árgerði -- Stefán Birgir Stefánsson 8,50 3. Möttull frá Torfunesi -- Lilja 8,46 4. Steinar frá Sámsstöðum -- Höskuldur Jónsson 8,38 5. Dagur frá Strandarhöfði -- Stefán Friðgeirsson 8,34 Skeið 1. Páll Viktorsson -- Kóngur frá Lækjamóti 8.44 2. Svavar Hreiðarsson -- Jóhannes Kjarval frá Hala 8.68 3. Höskuldur Jónsson -- Sámur frá Sámsstöðum 8.96. /MÞÞ Úrslit B tölt, 1. María Marta og Víkingur, 2. Baldvin Kr. og Mist, 3. Stefanía og Vænting, 4. Páll og Taktur, 5. Auðbjörn og Svala, 6. Jóhannes og Össur. Flottir hestar á Mývatn Open Raddir kúabænda - naut.is Aðalfundur Landssambands kúa- bænda var haldinn á Akureyri nú í lok mars. Þar voru samþykktar margar ályktanir, sem allar má finna á vef LK, naut.is, jafn- framt sem þeim verða gerð skil í Bændablaðinu. Ég hvet bændur og aðra áhugamenn um naut- griparækt að kynna sér þær. Miklar umræður sköpuðust í vinnuhópum, sem fóru yfir til- lögurnar sem fyrir fundinum lágu. Jafnframt því að fundurinn fjallaði um tillögur að ályktunum, lágu fyrir honum drög að stefnumörkun, sem unnið hefur verið að frá síðasta aðal- fundi. Um þær sköpuðust einnig miklar umræður og mótuðust mark- mið og leiðir stefnumörkunarinnar enn frekar á fundinum. Var þeim vísað til stjórnar til áframhaldandi vinnslu. Í umræðum, bæði í vinnuhópum og ræðustól, vitna fulltrúarnir oft í bú sín og rekstur, til að leggja áherslu á orð sín. Sérstaklega tók ég eftir því núna hve margir ræddu um ræktunarstarf. Einnig koma af og til upp umræður á Kýrhausnum um ræktunarstarfið. Eðlilega er það bændum hugleikið að kýrin, sem er grunnforsenda mjólkurframleiðsl- unnar, sé þannig úr garði gerð að hún geti framleitt sem mestar og bestar afurðir á sem hagkvæmastan og heilbrigðastan hátt. Til að svo verði þarf ræktunarstarfið að vera öflugt. Bændur þurfa að velja naut á bestu kýrnar sínar, Nautastöðin þarf að fá öfluga kálfa á stöðina og sem flestir þeirra þurfa að fá góðan dóm. En því miður er þetta ekki alveg svo einfalt. Nautin sem koma á Nautastöðina eru of mörg með ein- hverja galla, sem við getum ekki sætt okkur við. Til þess að koma í veg fyrir skyldleikarækt og hafa nokkurt úrval af nautum fá sum naut heimild til áframhaldandi notkunar þrátt fyrir einhverja galla. Það er því bændanna að para saman kýr og naut á þann veg að sem líkleg- ast sé að vænlegur gripur verði til. Heimanautanotkun þurfum við algjörlega að lágmarka, þær kýr sem eru undan heimanautum hjálpa okkur lítið í ræktunarstarfinu. Ein af stefnumörkunartillögunum er að meta hvort til greina komi að taka upp blendingsrækt í íslenska kúastofninum, hverjir kostir þess og gallar séu. Verði sú tillaga í endan- legri stefnumörkun, er spennandi að sjá hvaða áhrif blendingsrækt getur haft á íslenska kúakynið. Fagráð í nautgriparækt er nú um stundir að velta fyrir sér for- gangsröðun verkefna í kynbótum. Hefur þar sérstaklega verið rætt um frjósemi, mjaltir og mat á afurða- eiginleikum. Mjög víða í fjósum eru tölvutengd mjaltakerfi þar sem skráðar eru ýmsar upplýsingar um hverja kú. Þær upplýsingar þarf að nota í kynbótamatinu, t.d. upp- lýsingar um mjaltahraða. Jafnframt heldur sæðingakerfið saman ýmsum upplýsingum sem vert væri að nota við kynbótamatið. Í umræðum um kynbótastarfið skapast eðlilega miklar umræður um skapeiginleik- ann. Hann er erfiður í mati, þar sem skoðun bænda á því hvernig kýr eiga að vera skapi farnar eru mis- jafnar eftir því hvernig fjósgerðin er, já og eftir því hvernig bóndinn er sjálfur. Fást þarf niðurstaða í það hvernig best er að meta skapið. Fljótlega nú á vordögum mun Fagráðið funda ítarlega um kyn- bótamatið og meta niðurstöður þeirra nauta sem eru að koma úr afkvæmaprófun. Upp hefur komið sú hugmynd að halda í haust bænda- fund um kynbætur mjólkurkúa. Nauðsynlegt er að Fagráðið og landsráðunautar í nautgriparækt heyri beint frá bændum þeirra skoðanir á kynbótastarfinu og þeirri stefnu sem þar er verið að fram- fylgja. Guðný Helga Björnsdóttir stjórnarmaður í Landssambandi kúabænda og formaður Fagráðs í nautgriparækt. Nýjar áherslur í ræktunarstarfinu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.