Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 35

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Það er ekki seinna vænna að byrja að hekla eða prjóna páskaskrautið svo það verði tilbúið í tæka tíð. Hér kemur uppskrift að fallega þæfðum dúskum sem tekur stuttan tíma að gera og sóma sér vel á trjágreinum sem eru að byrja að laufgast. Páskadúskar Efni: Eskimo garn frá Drops eða bara gamli góði plötulopinn ef þið finnið hann í páskalitum. Eskimo no. 1 hvítur, no. 24 gulur, no. 35 grænn og no. 30 ljósbleikur. Bómullarþráður í upphengi. Dúskarnir eru einfaldlega gerðir með því að vefja garninu utan um hendina. Litir að eigin vali. Tveir litir: snúið 2 þráðum sitt í hvorum lit 24 sinnum um hendina. Þrír litir: snúið 3 þráðum sitt í hvorum lit 16 sinnum um hendina. Fjórir litir: Snúið 4 þráðum sitt í hvorum lit 12 sinnum um hendina. Bindið með bómullarþræðinum utan um alla þræðina í öðrum enda dúsksins og búið til upphengilykkju. Klippið út úr hinum end- anum á dúsknum Þæfing: Þvoið dúskana í þvottavél á 40°C heitu kerfi. Notið sápu sem er án ensíma og bleikiefnis, í raun er gott að setja bara eina matskeið af hár- þvottaefni í hólfið. Eftir þvottinn er dúskurinn teygður til í allar áttir áður en hann þornar. Fallegt og fljótlegt páskaskraut Hólmfríður Svala Jósepsdóttir er 14 ára nemandi við Naustaskóla á Akureyri og fermist í byrjun maí- mánaðar. Hún hlakkar mikið til stóra dagsins en stefnir á að verða leikskólakennari í framtíðinni. Nafn: Hólmfríður Svala Jósepsdóttir. Aldur: 14 ára. Stjörnumerki: Meyja. Búseta: Akureyri. Skóli: Naustaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt, íslenska og stafsetning. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hundur og köttur. Uppáhaldsmatur: Saltfiskur með kartöflum. Uppáhalds hljómsveit: Ég hlusta á allt. Uppáhaldskvikmynd: Clueless. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var fjögurra ára gömul og læsti vinkonu mína úti á sokkunum. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi dans hjá Piont dansstudio og spila á fiðlu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Ég er voða lítið í tölvu en þegar ég kíki þá fer ég inn á Facebook og á dagskrain.is. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikskólakennari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég og vinkona mín fylltum flöskur af vatni og hentum inn í hús hjá fólki. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Þegar ég var að spila bandí og viðbeinsbrotnaði. Hvenær fermist þú? 7. maí næst- komandi. Hlakkar þú til fermingarinnar? Já, mjög mikið. /ehg Saltfiskur með kartöflum í uppáhaldi Eitt sinn spilaði Hólmfríður Svala bandí og viðbeinsbrotnaði í átök- unum og er það með því leiðinlegasta sem komið hefur fyrir hana. Samtök bænda hafa komið því á framfæri við þjóðina og stjórnvöld að innlimun Íslands í Evrópusambandið – ESB – sé ekki æskileg. Ég hygg að þótt bændur hafi auðvitað skoðað hagsmuni sína í ESB-ljósi, þá hafi Íslendingurinn í brjósti þeirra ekki haft minni áhrif á ákvörðun þeirra. Ég efast um að nokkur bóndi finnist á landinu sem ekki elskar ættjörð sína og þjóð, vill hag hennar sem bestan og óskert fullveldi hennar og sjálfstæði tryggt um alla fram- tíð. Sem betur fer er stærsti hluti þjóðarinnar á sama máli. Því miður verður það sama ekki sagt um stjórnvöld. Icesave Af bankahruninu og afleiðingum þess stendur Icesave uppúr í umræðunni þessa dagana, enda stutt í þjóðaratkvæðagreiðsl- una. Flestir hafa séð í gegnum hræðsluáróður stjórnvalda og blöskrar undirgefni þeirra við Breta og Hollendinga. Þau vilja greiða ólögvarða Icesave- kröfuna, það sé lykillinn að vin- áttu Evrópubúa og þátttöku okkar í alþjóðasamfélaginu. Eitthvað er það nú sérstakt að tala um vináttu þeirra þjóða sem sameinast um að þvælast fyrir fótum okkar á ögur- stundu. Svona vini vantar okkur ekki – auk þess sem vinir verða ekki keyptir – hvað sem sumir stjórnmálamenn halda. Sögu málsins þekkja allir: Leynimakk, ósannindi, óheilindi, bruðl og alger skortur á samráði við þjóðina – opið lýðræði með þátttöku og valdi almennings, eins og það hét í loforðasúpunni fyrir kosningarnar 2009. Þessar aðferðir og þessi þörf sumra stjórnmálamanna fyrir að sjást á alþjóðlega sviðinu – eða „leika við stóru strákana úti í heimi“, eins og ég stundum kalla það, færir Íslendingum lítið ef nokk- uð. Hinsvegar eykur hún sjálfsagt sjálfumgleði og ímyndað alþjóð- legt mikilvægi þessara starfs- manna okkar. Sjálfsagt er að eiga góð samskipti við aðrar þjóðir. En það verður að gerast á jafningja- grundvelli. Það besta sem við getum gert er að sýna heiminum hvernig sjálfstæð, friðsöm þjóð getur byggt upp samfélag rétt- lætis og velmegunar, hamingju og öryggis. ESB Evrópusambandið, „The European Union“, hefur verið í fæðingu í marga áratugi. Framan af var það viðskipta- og friðarbandalag en eftir því sem árin liðu fór annað og meira að gerast. Sambandið hefur hnýtt þátttökulöndin meira og meira saman með samræmdum reglum, stöðlum og stefnu. Sambandið sem einu sinni snerist um frið og tollaívilnanir hefur kastað grím- unni svo hver sem hefur augu má sjá að hér er stórveldi í smíðum. Landamæri milli ríkjanna opnuðust allt frá Grikklandi til Íslands með tilkomu Schengen- samningsins fyrir síðustu alda- mót. Sameiginleg mynt, Euro, tengir þjóðirnar saman. Sama gerir fáni ESB, þjóðsöngur og forseti. Þá annast sambandið eitt alla gerð utanríkisviðskipta- samninga – þar glatast áratuga viðskiptasambönd og markaðs- vinna Íslendinga. Nýting auðlinda lýtur stefnu og stjórn ESB. Samræming her- afla eða stofnun Evrópuhers er á döfinni. Sömuleiðis bein skatt- heimta ESB hjá fólki og fyrir- tækjum í hinum einstöku löndum. Hér er aðeins stiklað á stóru miðað við stöðuna í dag. Hún getur breyst; sporin sýna stefn- una. Greiðsla Icesave-kröfunnar gerir tvennt fyrir ESB og íslensk stjórnvöld: Hún kætir ESB sem liðkar, jafnvel flýtir fyrir, inn- limun Íslands. Einnig hjálpar sá skuldabaggi sem greiðslan er, til að koma þjóðinni – okkur – niður á hnén, bæði hvað varðar reisn og fjárhag. Fleiri Íslendingar munu flytja erlendis og auðveldara verður að „sannfæra“ þá sem eftir eru um að leiðin upp úr fátækt og skorti á atvinnu og velferðar- þjónustu liggi til ESB – ráðið sé að ganga stórveldinu á hönd. Það er sorglegt að meðan vonir þjóð- arinnar standa til uppbyggingar og sjálfstæðis, er ríkisstjórnin búin að setja stefnuna á Brüssel. Jafn hræðilega og það hljómar að ætla íslenskum stjórnvöldum að brugga eigin þjóð slík launráð þá þarf ekki annað en að líta um öxl og skoða leiðina sem við höfum gengið. Hún er vörðuð mann- dómsleysi og undirlægjuhætti við þá sem ágirnast landið, en einnig leynimakki, ósannindum, sviknum loforðum og frekjulegri framgöngu þeirra sem fara sínu fram, hvað sem öllum öðrum líður. Munum að þetta eru þau stjórnvöld sem samþykktu þjóðaratkvæði um innlimun okkar með semingi – og aðeins sem ráðgefandi fyrir stjórnvöld. Slíkur er hrokinn. Kosningaátak Í upphafi voranna bið ég bændur og allt gott fólk að hvetja vini og vandamenn, sveitunga og sam- starfsmenn til að kjósa og segja NEI við Icesave-lögunum og síðan ESB í framhaldi af því. Ég hvet alla til að kynna sér upplýsingar hér: http://kjósum.is – viðtöl, sjón- varpsþættir og fróðlegar greinar. Hér er einnig að finna einblöðung með greinargóðum upplýsingum og skýringum sem hægt er að „hala niður“ og prenta út. Blaðið má bera í hús og hengja upp t.d. í verslunum og á vinnustöðum. http://advice.is – sjónvarps- þættir og viðtöl. Mikill fróðleikur. Skipulega flokkað og framsett á aðgengilegan hátt. Fróðleikur er víðar, s.s. á http:// thjodarheidur.blog.is, http://lands- menn.is og víðar á netinu, þ.á.m. urmull bloggfærslna. Mætum öll og kjósum – ógreitt atkvæði býður hættunni heim. Baldur Ágústsson Höfundur er fv. forstjóri og forsetaframbjóðandi www.landsmenn.is baldur@landsmenn.is Lesendabásinn Bændum sé þökk Baldur Ágústsson :+24  ++ 4         +&!! ,-  .              !!          ; 2 *&+, '$/ # (#!   #   #3# H'# 2 . #$!%!! ) 1  !%) 1 H'# 2 !%# (#-  4+ @! & % .&!!!  /  # % !

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.