Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 18
18 - Mjólkuriðnaðurinn BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 7. APRÍL 2011 Heimavinnsla mjólkurafurða með áherslu á ostagerð Þann 28. apríl verður átta kennslustunda námskeið í osta- gerð á Keldnaholti í Reykjavík. Farið nánara í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð, til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á framleiðslu á t.d. Skyri, Brauðosti, Gráðaosti og smurostum og hvað þarf til. Gerðar verklegar tilraunir/sýni- kennsla með einfalda framleiðslu. Möguleikar heimaframleiðslu og samanburður við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt ýtarlegar um tæki, tól og aðstöðu, sem þarf fyrir hverja ostategund. Leiðbeinandi: Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkur- verkfræðingur. Verð er kr. 12.000. Skráning á endurmenntun@lbhi. is eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími). Einstaklingar á lögbýlum eiga möguleika á að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóði bænda (www. bondi.is . Eins er hægt að hafa samband í síma: 433 5033/ 433 5000. Rekstur MS – Akureyri gekk vel á síðastliðnu ári; innvigtun á mjólk nam tæplega 38 milljónum lítra, sem er svipað magn og var árið á undan. Framleiðendur eru 210 talsins í þremur sýslum norðan heiða, Húnavatnssýslu þar sem þeir eru alls 51, og í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum alls 159. Hjá MS – Akureyri eru um 80 ársverk og er starfsstöðin sú þriðja stærsta innan Mjólkursamsölunnar. Hún er á Lundstúni og fer vinnslan fram í ríflega 8.000 fermetra stóru húsnæði, en lóðin sem fyrir- tækið hefur til umráða er um 38 þúsund fermetrar að stærð. Sala á liðnu ári gekk mjög vel og segir Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri hjá MS – Akureyri, að árið 2010 hafi verið gott rekstrarár. „Liðið ár var mjög hagstætt, framleiðslan gekk vel og salan var mjög góð. Fyrstu mánuðir þessa árs gefa vísbendingu um að þetta ár verði einnig gott, það fer vel af stað og ekkert sem gefur tilefni til að ætla að breyting verði þar á,“ segir Sigurður Rúnar. Tvær flugur í sama höggi Sú vörutegund sem á miklum og sívaxandi vinsældum að fagna er íþróttadrykkurinn Hleðsla sem kom á markað í febrúar í fyrra. Hleðsla inniheldur eingöngu hágæða mysuprótein. Samlagið var í hópi þeirra fyrstu í heiminum til að fjár- festa í búnaði til að vinna mysupró- tein með nýrri tækni úr mysunni, en hann kemur frá Danmörku. Búnaðurinn gerir að verkum að unnt er að framleiða vöru sem skapar verðmæti en sparar einnig umtals- verða fjármuni, því ella hefði þurft að reisa hreinsistöð á frárennsli við samlagið. Þannig hafi tvær flugur verið slegnar í sama höggi. Varan selst í miklu magni í hverjum mánuði og skapar þannig umtalsverð verðmæti, en hráefnið sem er uppistaða í drykknum fór áður í svínafóður eða var skolað á haf út. Heilbrigðiseftirlitið gerir strangar kröfur um efnainnihald í fráveitu og með tilliti til þess fer lítið magn mysu í fráveitu fyrirtækisins. Segja má að í kjölfarið hafi menn farið að velta vöngum yfir því hvað gera mætti við afurðina. Árangur vöruþróunar starfsfólks MS – Akureyri og Mjólkursamsölunnar hefur því svo sannarlega borið ríku- legan ávöxt. Fyrsta sending á erlendan markað Viðtökur Íslendinga hafa verið sérlega góðar og er nú stefnt að því að bjóða drykkinn til sölu erlendis. „Við munum pakka tilraunasendingu nú í vikunni, síðan á framhaldið eftir að koma í ljós,“ segir Sigurður Rúnar. Hann segir að fyrir fáum árum hefði enginn trúað því að unnt væri að búa til verðmæta framleiðsluvöru úr hráefni sem áður var ekki nýtt. Innan samlagsins liggja menn nú yfir því hvað hægt er að gera við síu- vökva sem inniheldur mjólkursykur, sem er aukaafurð sem til fellur við framleiðsluna. „Við vitum enn ekki hvað úr verður en það gæti dregið til tíðinda þegar líður á árið, við erum að vona að þá getum við kynnt til sögunnar nýja, verðmæta vöru úr hráefni sem fram til þessa hefur ekki verið notað og sjáum fram á, ef vel tekst til, að hún skapi verðmæti fyrir mjólkuriðnaðinn,“ segir Sigurður Rúnar. MS er stór aðili í flutningum MS – Akureyri tók á liðnu ári á móti tæplega 38 milljón lítrum af mjólk frá 210 framleiðendum. Mjólkin er sótt um langan veg á alls 6 tank- bílum, hver þeirra er ekinn allt að 80 til 100 þúsund kílómetra á ári. Þá hefur fyrirtækið yfir að ráða fjölda aftanívagna sem taka frá 5 og upp í 14 þúsund lítra. Sigurður Rúnar gerir ekki ráð fyrir að mikil breyting verði á næstu árum á fjölda framleiðenda. „Það er auðvitað ómögulegt að segja fyrir um hvaða breytingar nýtt sölukerfi í greiðslu- marki getur haft í för með sér, en eins og staðan er nú á ég ekki von á stökkbreytingum,“ segir hann. Á síðasta ári varð áherslubreyting í flutningum en þá tók fyrirtækið við daglegum akstri á milli Akureyrar og Reykjavíkur. „Einnig tókum við stærri þátt dreifingar á svæðinu í eigin hendur en þessi breyting tókst vel og skilaði okkur hagræðingu.“ Óhrært skyr bara fyrir norðan MS – Akureyri er langstærsti einstaki framleiðandi osta í landinu og eru framleiddar alls 12 tegundir osta hjá fyrirtækinu. Yfir 60% fara til osta- gerðar af innveginni mjólk hjá sam- laginu. Stjórnendur MS hafa gefið út að næsta stóra fjárfesting á vegum fyrirtækisins verði í nýjum búnaði til ostagerðar. „Það eru uppi áform um að endurnýja ostagerðartæki og vonandi verður það að veruleika. Við erum sífellt að leita leiða til að nýta hráefnið betur og búa til betri vörur, það er alltaf hægt að gera gott betra,“ segir hann og bætir við að á næstu mánuðum verði smurostar komnir í nýjar og endurbættar umbúðir. KEA-skyr, sem framleitt er hjá MS –Akureyri, nýtur mikilla vin- sælda og setur hvert sölumetið á fætur öðru. MS – Akureyri er eina samlagið í landinu sem framleiðir óhrært skyr upp á gamla, þjóðlega mátann og kunna fjölmargir traustir viðskiptavinir vel að meta það. Það er síað í gegnum poka, líkt og tíðk- ast hefur allt frá landnámsöld, en mysan sem til fellur við það er seld kjötiðnaðarfyrirtækjum sem fram- leiða þorramat og einstaklingum til drykkjar og súrsunar. „Gamla góða, óhrærða skyrið á sinn dygga hóp aðdáenda og við viljum gera veg þess sem mestan,“ segir Sigurður Rúnar. Engin vernd í fjarlægð lengur Hvað framtíðina varðar segir samlagsstjóri að ágætlega horfi með reksturinn á næstu árum, en vissulega hafi hann af því áhyggj- ur ef ákveðið verði að ganga í Evrópusambandið, verndartollar heyri þá sögunni til en slíkt myndi án efa hafa mikil áhrif á starfsstöð- ina á Akureyri þar sem ostafram- leiðsla er stór hluti starfseminnar. „Ég sé það fyrir mér að ef við miss- um 30-40% af markaðnum, sem ekki er óvarlegt að áætla, muni það hafa gríðarleg áhrif á okkar starf- semi og raunar hef ég efasemdir um að mjólkuriðnaðurinn almennt muni standa slíkt áfall af sér,“ segir Sigurður Rúnar. Hann bendir á að flest Evrópulönd hlúi að fram- leiðslu sinna landbúnaðarvara og vilji vera sjálfum sér næg á þeim vettvangi. „Ég óttast auðvitað að innflutningur á mjólkurvörum verði verulegur komi til þess að við göng- um í ESB og það er löngu liðin tíð að tala um að íslenskar vörur njóti fjarlægðarverndar, slíkt á ekki við lengur. Samgöngur hafa breyst á liðnum árum og eru mjög örar til og frá landinu og eins er geymsluþol mjólkurvara meira en áður með tilkomu nýrrar tækni. Við njótum því engrar verndar í fjarlægðinni lengur,“ segir Sigurður Rúnar. „En við eigum tækifæri í okkar góðu vörum sem felast einkum í miklum gæðum og mikilli fjölbreytni og vörum án aukaefna þar sem fram- leiðslan tekur mið af þeim aðstæð- um sem við búum við.“ /MÞÞ MS – Akureyri tók á móti tæplega 38 milljónum lítra af mjólk í fyrra -Fyrsta tilraunasendingin af íþróttadrykknum í sölu erlendis Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóri hjá MS – Akureyri. Mynd/MÞÞ Bændum og búaliði var boðið að skoða nýju, glæsilegu innvigtunarað- stöðuna sem tekin var í notkun hjá MS – Akureyri í lok síðasta árs. Nýtt innvigtarhús tekið í notkun Ný og glæsileg innvigtunarað- staða var tekin í notkun hjá MS – Akureyri í lok síðasta árs. Um er að ræða 340 fermetra byggingu, hvar í eru tvær akbrautir, 25 metra löng hvor sem rúmar mjólkurbíl og vagn. Góð aðstaða er til þvotta og þrifa innandyra. Inndælingarafköst eru 35 þúsund lítrar á klukkustund, sérstakur búnaður sem tryggir góða meðferð mjólkurinnar, unnt að losa og þvo tvo bíla sam- tímis. Allur búnaður í húsinu er nýr. Mjólkinni er dælt beint í 75 þúsund lítra sílótanka og hægt er að kæla innvigtaða mjólk niður í 1-2 gráður. Rekjanleiki á innvigt- aðri mjólk er nánast fullkominn, rekja má framleiðslu niður í hólf í tankbíl og þannig til framleiðenda. „Það er mjög mikilvægt, við leggj- um ríka áherslu á gæðamál í okkar starfsemi og þau skipa veglegan sess í daglegum rekstri. Það er líka krafa yfirvalda að hægt sé að rekja hráefnið til framleiðenda,“ segir Sigurður Rúnar, mjólkursamlags- stjóri hjá MS – Akureyri. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur heitt vatn > sparneytin · Stórt op > auðvelt að hlaða · Þvotta og orkuklassi A · Engin kol í mótor 12 kg Þvottavél Amerísk gæðavara

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.