Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 9
9Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Skeifunni 5  581 3002 Akureyri 462 3002 Egilsstöðum 471 2002 HÁGÆÐA TRAKTORSDEKK         !"##$ %& !"###!   '''(  )   *(   + , (+   (        -     .          !"  #$%  &&& '$  '())* $  +#    #$,  - .# /% $ #   0  Krókhálsi 16 - Sími: 568-1500 Lónsbakka - Sími 461-1070 www.thor.is HAUGSUGUR 3400 lítra - 15.900 lítra TAÐDREIFARAR 5900 m3 - 7260 m3 VARAHLUTIR Eigum á lager og getum útvegað varahluti í flestar gerðir haugsuga og taðdreifara. Dagana 23. - 26. maí býðst átján nemendum framhaldsskóla að dvelja í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Þessir dagar eru kallaðir Vísindadagar unga fólksins. Markmiðið með þessum dögum er að kynna fyrir þátt- takendum heim raunvísinda og umhverfisskipulags. Starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands ætla að kenna og leiðbeina nemendunum. Auk þess munu starfs- menn nokkurra annarra stofnana og fyrirtækja leggja sitt af mörkum. Gist verður á Hvanneyri í þrjár nætur. Matur og gisting er nemendunum að kostnaðarlausu. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni www.lbhi.is. Hvað verður gert? Þátttakendur munu skoða gróður, rannsaka jarðveg og greina sýni. Farið verður í skóga í nágrenni skólans og þeir skoðaðir, sýni tekin og rannsökuð. Matvælarannsóknir og jarðsaga svæðsins eru líka meðal viðfangsefna svo eitthvað sé nefnt. Þess má geta að undanfarin tvö vor hafa þátttakendur fengið að kynn- ast bjargsigi - og líklega verður það gert aftur í vor! Gert er ráð fyrir að umsækjendur verði á öðru eða þriðja ári í framhaldsskóla veturinn 2011-12. Mæti með svefnpoka Þátttakendur þurfa að koma með svefnpoka, lak og kodda. Auk þess verða þeir að koma með hlý föt, stígvél og fatnað sem dugar til útiveru. Þeir þurfa að vera komnir til Borgarness eða Hvanneyrar fyrir hádegi mánudaginn 23. maí. Vísindadögunum lýkur eftir hádegi fimmtudaginn 26. maí. Ekki er hægt að sækja um að taka þátt í hluta af Vísindadögum unga fólksins. /ÁÞ Spennandi dagar fyrir framhaldsskólanemendur - Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri býður 18 skólanemum á Vísindadaga

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.