Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 07.04.2011, Blaðsíða 40
7. tölublað 2011 Fimmtudagur 7. apríl Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 20. apríl Sáðvörulistinn fyrir árið 2011 er kominn á netið Pantaðu áburð á þægilegan og einfaldan hátt á www.fodur.is Fóðurblandan - Korngörðum 12 - 104 Reykjavík - Sími: 570 9800 - Fax: 570 9801 - netfang: aburdur@aburdur.is - www.aburdur.is Miklar breytingar til batnaðar hafa orðið í Þingeyjarsýslum und- anfarin ár á útbreiðslu minksins og hefur hann nánast horfið af vissum svæðum. Sem dæmi um það má nefna að Tjörnes hefur verið minklaust frá árinu 2007 og ekki hefur verið minkur við Lónin í Kelduhverfi sl. fjögur ár. Margt getur orsakað breytingar sem þessar en Þingeyingar þakka góðum veiðmönnum þennan frábæra árangur, ekki síst vegna þess að þeir hafa verið mjög vakandi fyrir sínum verkefnum á þessum vettvangi. Þar ber að nefna bræðurna Jóhann Gunnarsson frá Víkingavatni og Jón Gunnarsson á Húsavík, sem ættaðir eru frá Arnarnesi í Kelduhverfi, en þeir réðu sig fyrst til þessara starfa árið 1998 og síðan þá hefur svæði þeirra smám saman verið að stækka. Báðir höfðu áður verið nokkuð að fikta við veiðar en Jóndi, eins og Jón Gunnarsson er kallaður, eignaðist hund árið 1990 fyrir tilviljun og hafði sú skepna mikinn áhuga á veiðum, sem Jóndi fór að taka þátt í og veiddu þeir saman fyrsta minkinn árið 1992. Þá átti Jóhann fjárhund sem var mikið fyrir veiðar (1973- 1975)og áhugi þeirra bræðra þróaðist með árunum. Þeir Jóhann og Jóndi stunda nú vorleit allt frá Aðaldal í vestri og austur að Ormarsá á Melrakkasléttu. Inni í því eru Reykjahverfi, Húsavík, Tjörnes, Kelduhverfi og Axarfjörður, auk þess sem þeir leita á Hólsfjöllum og allt upp í Hvannalindir. Þetta er mikið svæði en þeir bræður eru sam- mála um að þegar ákveðin landsvæði verði minklaus sé leikurinn léttari og vorleitir þurfi ekki að taka langan tíma. Þá hafi mikið gildi að stunda gildruveiðar þegar svo hentar og haust- og vetrarveiði í gildrur sé mjög árangursrík. Á fyrstu árum þeirra bræðra í minkaveiðinni var töluvert af dýrum og árið 2000 veiddust rúmlega 140 minkar í Kelduhverfi. Hins vegar veiddust þar aðeins 6 minkar árið 2010 og einungist einn karlminkur fannst við Litluá. Á Húsavík veiddust 30 minkar árið 2000 en nú er þar eng- inn minkur. Þá veiddust 60 minkar á Tjörnesi árið 2006 og bara einn árið 2007. En þó minkurinn sé að hopa eru þeir Jóhann og Jóndi á því að mikil- vægt sé að slaka ekki á þeim kröfum að halda svæðum minklausum og vaka vel yfir landinu. Þeir nefna í því sambandi heiðagæsavarpið í Hvannalindum, sem var gjörsam- lega í rúst á síðasta sumri. Þá sé það svo að alltaf komi minkar inn á hrein svæði og þau þurfi að vakta þannig að hann nái ekki bólfestu á ný. Veiðiréttareigendur og æðar- bændur í Þingeyjarsýslum hafa sagt að ekki megi slaka á. Kostnaður við veiðarnar sé mjög lítill miðað við þann árangur sem er að nást. Ljóst sé að ríki og sveitarfélög eru að fá umtalsverðar skatttekjur af lax- og silungsveiði sem og æðarrækt. Sumir sveitarstjórnarmenn og aðrir ráðamenn hafa gengið svo langt að segja að þetta sé kostnaður sem megi sleppa og bændur geti séð um þetta sjálfir. Það er ekki raunhæft og hefur sveitafólk nokkrar áhyggjur af þróun mála. MÞÞ Góður árangur í minkaveiði í Þingeyjarsýslum - Bræðurnir Jóhann og Jón Gunnarssynir öflugir í veiðinni: Minkur nánast horfinn af sumum svæðum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.