Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.01.2012, Blaðsíða 4
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR4 VIÐSKIPTI „Upphæðirnar sem við höfum frétt af eru afar háar og gætu í einhverjum tilvikum veitt fyrirtækjunum náðarhögg,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), um endurálagningar vegna gjalda- breytinga sem embætti ríkisskatt- stjóra hefur verið að senda út til fyrirtækja. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að gjalda- breytingarnar hefðu alls numið sex milljörðum króna á árinu 2011. Á meðal þeirra sem hafa fengið tilkynningar um endurálagningu eru Skipti, móðurfélag Símans, sem þarf að greiða á bilinu 800 til 1.800 milljónir króna og Húsa- smiðjan sem þarf að greiða allt að 700 milljónir króna. Á meðal þeirra mála sem hafa leitt til endurálagn- ingar eru skuldsettar yfirtökur þar sem gjaldfærslu á vöxtum lána sem tekin voru til að fjármagna yfir- tökuna var hafnað. Slík mál eru oft kölluð öfugir samrunar, þar sem einkahlutafélagi sem kaupir rekstr- arfélag er rennt inn í það með eign- um og skuldum. Vilhjálmur telur að margir tugir fyrirtækja hafi fengið endurálagn- ingu vegna slíkra samruna. „Við höfum fengið allnokkrar tilkynn- ingar um þetta. Frá því sem ég hef heyrt þá myndi ég álykta að þetta væru einhverjir tugir fyrirtækja. Þetta er eftirá-herferð hjá ríkis- skattstjóra gegn þessum öfugu samrunum og það er farið mörg ár aftur í tímann. Í ýmsum tilvik- um hafa umrædd fyrirtæki skipt um hendur og nýir eigendur keypt þau í góðri trú um að það sé ekk- ert athugavert með skattskil þeirra. Þetta er því afar bagalegt.“ Endurálagning RSK getur veitt náðarhögg Sum þeirra fyrirtækja sem þurfa að greiða endurálagningu skatta gætu farið á hausinn. Greiða þarf skattaskuldina áður en endanleg niðurstaða fæst um lögmæti endurálagningarinnar. Vilhjálmur Egilsson segir málið bagalegt. FRAMKVÆMDASTJÓRI „Í ýmsum tilvikum hafa umrædd fyrirtæki skipt um hendur og nýir eigendur keypt þau í góðri trú um að það sé ekkert athugavert með skatt- skil þeirra“ segir Vilhjálmur Egilsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Til viðbótar við gjaldabreytingar sem lagðar hafa verið á félög og fyrir- tæki lækkaði ríkisskattstjóri yfirfæranlegt tap sem þau ætluðu að nýta sér til skattafrádráttar um 46,7 milljarða króna. Sú lækkun nam einungis 86 milljónum króna á öllu árinu 2010 og því ljóst að um gríðarlega aukningu er að ræða. Heimildir Fréttablaðsins herma að ástæða þess að upphæðin hafi verið svona há í fyrra sé að fjölmörg félög og fyrirtæki sem hafi farið illa út úr bankahruninu, en hafi síðan verið fjárhagslega endurskipulögð og haldið lifandi þrátt fyrir að bera ekkert nema tap, hafi ætlað að nýta tapið til frádráttar. Því hafi ríkisskattstjóri hafnað. Nýtanlegt tap lækkað um 47 milljarða Að sögn Vilhjálms hefur hann meðal annars heyrt af sjávarút- vegsfyrirtækjum sem hafa feng- ið háar endurálagningar vegna öfugra yfirtaka. „Hér á árum áður voru mörg sjávarútvegsfyrirtæki tekin af markaði í kjölfar yfirtaka. Þá var þessi leið oft farin. Þau eru nú að lenda í endurálagningu.“ Ágreiningur um skattakröfu leiðir ekki til þess að gjaldandinn fái frest til að greiða hana. Því þurfa fyrirtækin sem um ræðir að greiða ætlaða skattaskuld sína jafn- vel þótt þau kjósi að vísa ákvörð- uninni um endurálagningu til yfir- skattanefndar. Vilhjálmur segir það bagalegt að fá ekki úr lögmæt- inu skorið fyrst. „Það er ekki gott þegar fyrirtækin þurfa að leggja út fyrir þessu og verða fyrir mikl- um kostnaði, jafnvel gjaldþroti, en síðan kemur í ljós að þetta hefur verið ólöglega gert allan tímann. Við höfum rætt við ríkisskattstjóra um þessi mál. Hann er ekki að fara að draga aðgerðir sínar til baka. Því er spurning um hversu hratt yfirskattanefnd úrskurðar í mál- unum og hvað ríkisskattstjóri mun gera ef hún úrskurðar skattgreið- endum í vil.“ thordur@frettabladid.is GENGIÐ 11.01.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,625 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,94 124,54 191,31 192,25 158,12 159,00 21,256 21,380 20,666 20,788 17,961 18,067 1,6099 1,6193 189,34 190,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is www. tengi.is ALMAR ECO STURTUSETT GÆÐI,ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI 6.550.- kr Tilboðsverð VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 8° 9° 8° 8° 6° 8° 8° 21° 12° 18° 10° 22° 1° 10° 15° 4° Á MORGUN 8-15 m/s. LAUGARDAGUR 8-13 m/s. 0 -5 0 -5 2 -10 -7 -4 -3 -2 -2 6 6 5 4 3 5 3 3 2 3 4 6 4 4 6 5 4 5 6 3 2 HLÝNANDI VEÐUR Það gengur í stífa suðaustanátt í kvöld með úrkomu og heldur hlýnandi veðri. Rigning og stíf sunnanátt á morgun í 4-10 stiga hita og því verður hláka víða um land. Nokkuð svipað veður á laugardag en kólnar um tíma. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður VEIÐI Leigusamningur fyrir Þverá og Kjarrá í Borgarfirði var undir- ritaður í gær. Samningurinn er til fimm ára eða frá næsta sumri til ársins 2017. Leigutaki árinnar er nýtt félag, Starir ehf. í eigu þeirra Davíðs Mássonar, sem er jafnframt stjórnarformaður, Halldórs Haf- steinssonar og Ingólfs Ásgeirs- sonar. Starir greiða Veiðifélagi Þver- ár 111,7 milljónir króna á ári. Átta tilboð bárust í leigu ánna í nóvember, en 30 ár voru þá síðan leiga í Þverá og Kjarrá var boðin út. Veiðifélagið Sporður hafði ána á leigu en tók ekki þátt í útboð- inu nú. Næsthæsta tilboðið kom frá Lax-á ehf., og hljóðaði upp á 111,2 milljónir. - shá Þverá og Kjarrá í Borgarfirði: Gengið frá leigusamningi Í HÖFN Kristján F. Axelsson, formaður Veiðifélags Þverár, og Ingólfur Ásgeirs- son handsala samninginn í gær. MYND/STARIR BANDARÍKIN, AP Mitt Romney vann næsta öruggan sigur í for- kosningum repúblikana í New Hampshire-ríki í fyrrakvöld. Hann hlaut 39% atkvæða en þing- maðurinn Ron Paul kom honum næstur með 23% fylgi. Romney var einnig hlutskarp- astur í fyrstu rimmunni í Iowa í síðustu viku, en næsti slagur verður í Suður-Karólínu um aðra helgi og svo í Flórída tíu dögum síðar. Þrátt fyrir að slagurinn sé nýhafinn er staða Romneys sterk og hann er almennt talinn líkleg- astur til að hljóta útnefninguna og keppa við Barack Obama í for- setakosningunum í haust. - þj Romney vann í annað sinn: Slagurinn fær- ist til S-Karólínu SIGURREIFUR Mitt Romney leiðir slag repúblikana um útnefningu fyrir forsetakosningarnar. NORDICPHOTOS/AFP KÓPAVOGUR Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti á fundi sínum á þriðju- dag að friðlýsa þann hluta Skerja- fjarðar sem er í landi bæjarins. Líkt og Fréttablaðið greindi frá stóð nokkur styr um málið. Svo fór að kosið var um friðlýsinguna í tvennu lagi. Allir samþykktu frið- lýsingu Kópavogs en friðlýsingu Kársness norðanverðu í Fossvogi samþykkti aðeins meirihlutinn. Þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn friðlýsing- unni, sá fjórði sat hjá ásamt full- trúa Framsóknarflokks. - kóp Bæjarstjórn Kópavogs: Friðýsingin var samþykkt SVEITARSTJÓRNIR Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur samþykkt fjórar nýjar lóðir fyrir sumarhús í Flatey. Ýmsar athugasemdir bárust vegna nýju lóðanna. Skipulags- nefndin sagði þær vera minni- háttar. Meðal annars benti nefnd- in á að samkvæmt eldra skipulagi hafi verið gert ráð fyrir allt að fimmtán húsum. Þá verði gerðar ráðstafanir varðandi takmarkað aðgengi að vatni og rafmagni. Einnig sé dregið nokkuð úr bygg- ingarmagni á stærstu lóðinni. - gar Umdeild skipulagsbreyting: Heimila nýjar lóðir í Flatey Á inniskóm í snjónum Umhyggjusamur borgari hafði sam- band við lögregluna á höfuðborgar- svæðinu í fyrradag og greindi frá manni sem var illa á sig kominn í miðborginni. Maðurinn var hríð- skjálfandi þegar lögreglumenn komu á vettvang, afar illa klæddur og í inni- skóm. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Skilanefnd Glitnis tókst ekki að sýna fram á réttmæti kröfu um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding þegar krafan var lögð fram hjá sýslumanni. Þessu héldu lögmenn Jóns Ásgeirs og Lárusar fram við mál- flutning um kyrrsetningarkröfuna í Hæstarétti í gær. Jón Ásgeir og Lárus áfrýjuðu dómi héraðsdóms, sem staðfesti kyrrsetningarúrskurð sýslumanns. Einu gögnin sem lágu til grund- vallar þeirri ákvörðun sýslumanns að kyrrsetja eignirnar voru full- yrðingar í kröfu skilanefndarinn- ar, sagði Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs. Hann sagði það ekki uppfylla skilyrði fyrir kyrrsetningu eigna. Hróbjartur Jónatansson, lögmað- ur skilanefndarinnar, sagði öll skil- yrði fyrir kyrrsetningu uppfyllt. Málið sé í raun skólabókardæmi um mál þar sem kyrrsetning eigi við. Skilanefndin hefur höfðað skaða- bótamál á hendur Jóni Ásgeiri og Lárusi vegna sex milljarða láns frá Glitni til félags í eigu Pálma Har- aldssonar sem aldrei fékkst greitt. Krafist var kyrrsetningar á öllum eignum Jóns Ásgeirs og Lárusar hér á landi svo þeir geti ekki komið eignunum undan verði þeir dæmdir til að greiða skaðabætur. - bj Tekist á um kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Lárusar Welding: Segja ekki sýnt fram á réttmæti kröfu JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON LÁRUS WELDING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.