Fréttablaðið - 12.01.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 12.01.2012, Síða 22
22 12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR Starfsemi deildarinnar hefur þjónað öldruðum íbúum Akraness og nágrennis um áratuga skeið. Meginhlutverk starfseminnar er að veita umönnun, hjúkrun og lækn- ingu á sviði öldrunar. Lögð er áhersla á endurhæfingu aldraðra. Í dag eru á deildinni 14 legurými sem skiptast í þrjú rými fyrir endur- hæfingarsjúklinga, eitt fyrir hvíldar- innlagnir og 10 rými fyrir skamm- tíma- og langtímainnlagnir. Endurhæfing: Sýnt hefur verið fram á að endurhæfing þar sem skjólstæðingar fara í endurhæfingar- áætlun eykur færni aldraðra og bætir andlega líðan þeirra svo um munar og gerir þeim kleift að búa lengur á heimilum sínum. Hvíldarinnlagnir: Þjóna þeim ein- staklingum sem hafa með aðstoð ætt- ingja getað búið heima. Mikið álag hvílir á herðum ættmenna sem hjúkra öldruðum og veikum einstaklingum. Með þessu fyrirkomulagi er þeim einnig gert kleift að búa lengur heima. Skammtíma- og langtímainn- lagnir: Eru fyrir einstaklinga sem hafa fengið vistunarmat og bíða vist- unar á öðrum öldrunarstofnunum. Sumir þeirra hafa dvalið á deildinni í langan tíma vegna þess að hjúkrun- ar- og dvalarheimilisrými hafa ekki verið nægilega mörg til þess að mæta vaxandi þörf. Kemur eitthvað annað í staðinn? Með þessum upplýsingum viljum við vekja bæjarbúa og íbúa á Vest- urlandi til umhugsunar um hvað lokun á deildinni hefur að segja fyrir landshlutann allan. Á síðastliðnu ári þjónustaði deildin 105 einstaklinga og eru þá ótaldir þeir ættingjar sem njóta þjónustu um leið. Með lokun- inni mun endurhæfing fyrir fólk með skerta getu til að sinna þáttum daglegs lífs verða felld niður í þeirri mynd sem hún er núna. Hvíldarinn- lagnir verða færðar á aðrar deildir stofnunarinnar ásamt skammtíma- og langtímainnlögnum með öllum þeim óþægindum sem því fylgir fyrir alla sem að þessum málum koma. Ekkert annað þjónustustig innan heilbrigðiskerfisins getur komið í staðinn fyrir þá þjónustu sem öldr- uðum er veitt á sérhæfðum öldrunar- lækningadeildum. Á deildinni starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga ásamt öðru starfsfólki. Starfsfólkið hefur lagt metnað sinn í að sækja sér þekkingu í formi símenntunar skjól- stæðingunum til hagsbóta. Meirihluti starfsfólksins hefur áratuga reynslu af umönnum aldraðra og hefur leit- ast við að veita þeim og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Atvinnumissir og áhrif á fjöl- skyldur á Akranesi Þann 1. febrúar nk. standa hátt í þrjá- tíu konur með uppsagnarbréf í hönd- unum. Þessi ráðstöfun hefur áhrif á líf og afkomu hátt í eitt hundrað ein- staklinga á Akranesi sem tengjast þessu starfsfólki fjölskylduböndum auk hinna öldruðu og aðstandenda þeirra. Nýbygging á Dvalarheim- ilinu Höfða er því miður ekki ljós í myrkrinu. Ekki er fyrirséð að þar verði fjölgun á störfum né rýmum í náinni framtíð, þrátt fyrir viðbygg- ingu, því hún er eingöngu ætluð til þess að skapa einbýli fyrir heimil- isfólkið sem fyrir er. Heimahjúkr- un mun varla ráða við fjölgun sjúk- linga í heimahúsum því álag er mikið á þeirri þjónustu fyrir og engin umræða er um að ráða bót á því. Það segir sig sjálft að skerðing á þjónustu við aldraða á Vesturlandi er óumflýjanleg þrátt fyrir yfirlýsing- ar stjórnenda HVE um að svo verði ekki. Ingibjörg Hulda Björnsdóttir trúnaðarmaður sjúkraliða Forsetakosningar verða snemm-sumars og því er nú rætt um hvernig kjörið fari fram. Í 5. gr. gildandi stjórnarskrár segir að sá sé rétt kjörinn forseti „sem flest fær atkvæði“. Bent er á að fram- bjóðandi geti náð kjöri með litlu fylgi samkvæmt þessari reglu. Því hefur verið kastað fram að nær tugur frambjóðenda kunni að verða í boði og dreifist atkvæði mjög á milli þeirra geti svo farið að nýr forseti verði kjörinn með stuðningi svo sem fimmtungs kjósenda. Aðeins einn af forsetum lýð- veldisins hefur náð stuðningi meirihluta kjósenda við fyrstu kosningu í embættið. Það var í forsetakosningunni 1968 þegar Kristján Eldjárn var kjörinn með nær tveimur þriðjuhlutum atkvæða. Yfirlit yfir stuðning við kjörinn forseta er sýnt í 1. töflu. Kjörnir forsetar hafa að jafn- aði skjótt aflað sér stuðnings þjóðarinnar og það óháð kjörfylgi. Þannig varð Vigdís strax vinsæl enda þótt enginn af þjóðkjörnu forsetunum fjórum hafi hlotið minna fylgi við upphaflegt kjör en hún. Engu að síður er æskilegt að forseti njóti ótvíræðs stuðn- ings meirihluta kjósenda. Sums staðar tíðkast að endurtaka kjör- ið ef enginn frambjóðandi nær meirihluta í fyrstu atrennu. Er þá að jafnaði kosið á milli tveggja efstu manna á ný og nær þá annar þeirra hreinum meirihluta. Stjórnlagaráð leggur til í frum- varpi sínu einfaldari aðferð að sama marki. Hún er sú að sam- eina fyrstu og aðra umferð með því að beita forgangsröðunarað- ferð. Kjósendur raða þá frambjóð- endum í forgangsröð: Þennan vil ég helst, en nái hann ekki kjöri þá þennan o.s.frv. Fái enginn fram- bjóðenda meirihluta að fyrsta vali kjósenda er sá þeirra sem fær minnst fylgi dæmdur úr leik og atkvæði hans færð til hinna í samræmi við annað val viðkom- andi kjósenda, o.s.frv. allt þar til meirihluti liggur fyrir. Írar hafa um langan aldur notað þessa aðferð í öllum almennum kosningum, þar á meðal í for- setakosningum. Einu sinni hefur reynt á það á Írlandi að sá for- setaframbjóðandi hafi ekki náð kjöri sem þó fékk flest atkvæði að fyrsta vali. Þetta dæmi er rakið í 2. töflu. Brian Lenihan hlaut vissulega flest atkvæði í fyrstu en þó ekki meirihluta. Kjósendur Austin Currie gerðu því útslagið. Eins og sjá má í töflunni tóku flest- ir þeirra Mary Robinson fram yfir Brian Lenihan svo að það var Mary sem náði kjöri en ekki Brian. Trúlega hefði það sama orðið upp á teningnum ef kosið hefði verið aftur á milli þeirra tveggja. Nýr forseti var kjörinn á Írlandi á sl. ári. Óvenjumargir, eða sjö, voru í kjöri. Úrslitin og talningar- hrinurnar eru sýndar í 3. töflu. Fram kemur í töflunni að enginn frambjóðenda náði í fyrstu hreinum meirihluta. Þá eru tveir þeir atkvæðarýrustu dæmdir úr leik og atkvæði þeirra færð að 2. vali kjósenda. (Írar spara sér talningar með því að slá tveimur hrinum saman eftir vissum reglum, sem er þó fræði- lega ekki alveg kórrétt!) Fyrst við 4. talningu er orðið ljóst hver er sigurvegarinn. Það var Michael D. Higgins. Þótt hann hafi ekki hlotið meirihluta í upphafi sótti hann í sig veðrið við hverja taln- ingarhrinu og var því með traust umboð í lokin. Í forsetakosningunni hér á landi árið 1996 féllu atkvæði eins og sýnt er í 4. töflu. Hefði valið á forseta orðið annað með forgangsröðunarað- ferð, eða ef forsetakjörið hefði farið fram í tveimur umferðum þar sem kosið hefði verið á milli þeirra Ólafs Ragnars og Péturs Kr. í seinni umferð? Því verður ekki svarað eftir á. Forgangsröðunaraðferðin tryggir að rétt kjörinn forseti njóti meirihluta stuðnings kjós- enda en sneiðir hjá ókostunum við kjör í tveimur umferðum sem eru m.a. eftirfarandi: ● Kostnaður við tvær kosningar. ● Áhugaleysi almennings á þátt- töku í báðum umferðunum. Sé t.d. talið ljóst að enginn muni ná kjöri í fyrri umferð og ein- sýnt hverjir nái að vera í kjöri í þeirri seinni, kunna kjósendur að bíða seinni umferðarinnar. ● Flokkadrættir og hrossakaup frambjóðenda eftir fyrri kosn- inguna, þar sem hinir tveir efstu kunna að biðla með óvið- eigandi hætti til stuðnings- manna þeirra sem eru úr leik. Stjórnlagaráð leggur til skýrar valdheimildir handa forsetanum. Þær eru fáar en ótvíræðar. Það er því mikilvægt að kjósendur vandi valið. Því miður er næsta ólíklegt að búið verði að breyta stjórnar- skránni fyrir næstu forsetakosn- ingar. Forseti verður því kjörinn til næstu fjögurra ára með gamla laginu. Vonandi lukkast valið samt vel. Hvernig á að kjósa forsetann? Forseti Kosningarár Hlutfall af gildum atkv. Mótframbjóðendur Sveinn Björnsson 1944 þingkjörinn Ásgeir Ásgeirsson 1952 48,3% 2 Kristján Eldjárn 1968 64,3% 1 Vigdís Finnbogadóttir 1980 33,8% 3 Ólafur Ragnar Grímssson 1996 41,4% 3 1. tafla Fylgi kjörinna forseta við fyrstu kosningu Atkvæði Atkvæði í Frambjóðandi að 1. vali Færð atkvæði 2. talningu Austin Currie 267.902 -267.902 0 Brian Lenihan 694.484 36.789 731.273 Mary Robinson 612.265 205.565 817.830 2. tafla Forsetakosning á Írlandi 1990 Frambjóðandi Hlutfall að 1. vali Talningarhrinur 1. talning 2. talning 3. talning 4. talning Michael D. Higgins 39,6% 701.101 730.480 793.128 1.007.104 Seán Gallagher 28,5% 504.964 529.401 548.373 628.114 Martin McGuinness 13,7% 243.030 252.611 265.196 Gay Mitchell 6,4% 113.321 127.357 136.309 David Norris 6,2% 109.469 116.526 Dana Rosemary Scallon 2,9% 51.220 Mary Davis 2,7% 48.657 3. tafla Úrslit og talning í forsetakosningum á Írlandi 2011 Hlutfall Frambjóðandi Gild atkvæði af gildum atkvæðum Ástþór Magnússon Wium 4.422 2,7% Guðrún Agnarsdóttir 43.578 26,4% Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 41,4% Pétur Kr. Hafstein 48.863 29,6% 4. tafla Forsetakosning 1996 Forseta- embættið Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Stjórnlagaráð leggur til skýrar valdheim- ildir handa forsetanum. Þær eru fáar en ótvíræðar. Það er því mikilvægt að kjósendur vandi valið. Ólafur Ragnar Grímsson er svo dularfullur í tali um fram- boð til eða fráhvarf frá forseta- embætti að hann hefur reynst einkar verkefnaskapandi fyrir kollega sína stjórnmálafræð- ingana. Þeir hafa ærinn starfa við að túlka véfréttarsvör frá Bessa- stöðum. Stéttvís maður að þessu leyti, Ólafur. Nú eru ýmsir að spá því að Ólafur Ragnar vilji tefla svo, að á einhverjum tímapunkti verði efnt til mikillar herferðar meðal íslenskrar þjóðar til að skora á hann að sitja áfram í embætti - hvað sem hann svo gerir við þær áskoranir. Í því samhengi má ekki gleyma því að Ólafur Ragnar hefur jafnan haft mikinn áhuga á ævisögum mikilmenna og því er freistandi að skoða þær ýmsar ef þar mætti finna mynst- ur í pólitískri hegðun sem hann kynni að máta sig við. Og þá mætti til dæmis nefna snilldar- taflmennsku Ívans keisara hins grimma í Moskvu á ofanverðri sextándu öld. Ívan hafði ríkt um hríð og átti í basli við ýmsa höfðingja sem vildu ráða einhverju líka sem og kirkjuna sem bað þeim stundum vægðar sem hann vildi losna við. Hann átti sumsé við að glíma ýmsar hömlur eða hindranir í embætti þjóðhöfðingja, eins og nú myndi sagt. Þá bregður Ívan á það ráð að segja af sér höfð- ingdómi, ég er hættur að stjórna þessum þvermóðskufulla lýð, sagði hann, hættur og farinn. Og hann yfirgaf höfuðborg sína Moskvu með lítilli hirð og sett- ist að í plássi sem heitir Alexand- rovskaja sloboda. Nú greip skelf- ing mikil um sig meðal lýðsins í Moskvu, ekkert fannst mönn- um, segir sagnfræðingurinn Karamzin, verra en höfðingja- leysi. Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlenskum, hvernig getur hjörð verið án hirðis? Og svo fór að biskupar og bojarar, kaupmenn og borgarar aðrir gerðu út sendinefnd til Ívans. Þeir menn slógu ennum í gólf, eins og sagt var þá, grátbiðjandi Ívan um að yfirgefa þá ekki. Ívan lét þá engjast um hríð, en eftir dágóða umhugsun tilkynnti hann að hann mundi láta svo lítið að snúa aftur til Moskvu og taka við embætti. En - það mundi hann gera með vissum skilyrðum. Skilyrðin voru þau, að héðan í frá yrðu engar hömlur settar á hann í hans háa embætti, hann mætti gera hvað sem honum sýndist. Og var það samþykkt. Þetta var um áramótin 1564- 1565. Og nú eru aðrir tímar, eins og skáldið sagði. En bæði er að taflmennska er gömul og vel æfð íþrótt og svo má svo vel sé vitna í skarpan Fransmann sem fyrir um 200 árum sagði: „Því meir sem allt breytist því meir fáum við af því sama”. Taflmeistarar ólíkra tíma Lokun öldrunar- lækningadeildar Heilbrigðismál Erla Linda Bjarnadóttir formaður Vesturlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands Forseta- embættið Árni Bergmann rithöfundur Við förumst, vældi hver upp í annan, hver mun nú vernda okkur fyrir útlensk- um, hvernig getur hjörð verið án hirðis?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.