Fréttablaðið - 12.01.2012, Side 26

Fréttablaðið - 12.01.2012, Side 26
Framhald af forsíðu Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Í Útsala - Útsala allt að 50% afsláttur Verð áður 34.900,- Verð nú 17.450,- ÚTSALA Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is www.lindesign.is Sendum frítt úr vefverslun dúnsængum af öllum 30% afsláttur ÚTSALA HAFIN Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík Sími 551 5814 www.th.is 40% AFSLÁTTUR Af þessum brúnu hönskum Takmarkað magn Verð áður 5.800 kr. Verð nú 3.400 kr. Fyrirtækið Cintamani færir út kvíarnar með opnun verslana í Bandaríkjunum og Kanada. Dreifingaraðili fyrir Cintamani- vörur í Colorado í Bandaríkjunum opnaði nýverið verslun undir merkj- um fyrirtækisins í Silverthorne, þekktu skíðasvæði í fylkinu. Dagný Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Cintamani, segir opnunina vísbendingu um að vörumerkið njóti vaxandi virðingar ytra. „Auðvitað er jákvætt að erlendir aðilar sækist eftir því að halda okkar nafni á lofti. Það sýnir bara að Cintamani hefur fest sig í sessi,“ bendir hún á og bætir við að aðrir dreifingaraðilar hyggist opna Cintamani-búðir í Bandaríkjunum og Kanada er fram líða stundir. Óhætt er að segja að með þessu færi fyrirtækið enn frekar út kvíarnar en það hefur þegar opnað eigin verslanir, átján talsins, í Þýskalandi. Er þá óupptalinn fjöldi verslana sem selur Cintamani- vörur í Evrópu. Spurð hvað sé næst á döfinni hjá Cintamani segir Dagný standa til að kynna nýja útivistarlínu með sumr- inu. „Þetta verður allt frá úlpum niður í nærföt, og miklu líflegra og litríkara en áður hefur sést.“ - rve Cintamani opnar í Colorado Ný Cintamani-verslun hefur verið opnuð í Colorado. MYNDANÚMER: F14110112 Rafmagnað hár er hvimleitt en margir kannast við það vandamál yfir vetrarmánuðina. Ráð við því er að úða hárspreyi á hárburstann og renna honum í gegnum hárið frá rótum að enda. Nýja merkið ber nafn hans sjálfs, Boaskristjanson en Bóas sýndi sína fyrstu fatalínu á tískuvikunni í París árið 2010, prjónaföt fyrir karlmenn. Hann segir nýja merkið allt öðruvísi. „Þetta er mun stærri lína og fjöl- breyttari snið og efni. Við erum í samstarfi við bæði íslenska og erlenda aðila við að þróa efnin og erum búin að þróa prjónaefni þar sem við blöndum íslenskri ull við vistvænan textíl, svo sem lífræna bómull og mjólkurtrefjar. Það hefur tekist mjög vel. Einnig erum við að vinna með ofin ullarefni og notum töluvert af leðri í línuna,“ útskýrir Bóas en fyrirtækin Glófi og Sjávar- leður eru meðal samstarfsaðila. „Við notum hráefni sem fellur til, til dæmis við matvælaiðnað, svo það er ekki verið að rækta til að búa til skinnin,“ útskýrir Bóas og seg- ist finna fyrir stórauknum áhuga á hönnun úr vistvænum efnum. „Ég er búinn að vinna að þessu verkefni síðan 2009 og finn fyrir auknum áhuga, miklu meiri en var. Það á þó almennt eftir að vinna mikla kynningarvinnu á því um hvað hönnun úr vistvænum efnum snýst og sú kynning verður að koma frá skapandi fólki. Vistvæn hönnun þýðir að ekki er verið að ganga á náttúrulegar auðlindir sem ekki er hægt að endurnýja,“ útskýrir Bóas. „Ég hugsa að staðan á þessum málum sé svipuð og hún var fyrir tíu árum með lífræn matvæli.“ Bóas hyggst opna heimasíðu kringum nýja merkið síðar í mánuð- inum og hægt verður að sjá línuna fullunna á vefnum í mars. Í fram- haldinu verður línunni dreift í verslanir hér á Íslandi og erlendis en Bóas er í samstarfi við kynning- ar- og söluaðila bæði í New York og París. Það eru því spennandi tímar fram undan. „Þetta gæti verið byrj- unin á einhverju stærra. Mér finnst þetta allavega mjög spennandi.“ Hægt verður að fylgjast með á www.boaskristjanson.com síðar í janúar. heida@frettabladid.is Bóas er á leiðinni til Parísar að kynna nýja fatalínu úr vistvænum textíl en hægt verður að fylgjast með á www.boaskristjanson.com. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hattar hafa gegnt ýmsum hlutverkum. Litir á höttum urðu þannig einkennandi fyrir vissar fjölskyldur á Ítalíu, jakobínahúfan varð tákn frönsku bylt- ingarinnar og svo fram- vegis. Tíska aldanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.