Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2012, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 12.01.2012, Qupperneq 48
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR32 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 5. - 11. janúar 2012 LAGALISTINN Vikuna 5. - 11. janúar 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Gotye / Kimbra ...............Somebody I Used To Know 2 Of Monsters And Men ................King and Lionheart 3 Mugison ............................................................ Kletturinn 4 Dikta...................................What Are You Waiting For? 5 Amy Winehouse ........................... Our Day Will Come 6 Florence & The Machine ......................... Shake It Out 7 Adele..........................................................Rumour Has It 8 Lana Del Ray .............................................Video Games 9 Jason Derulo ...............................................Fight For You 10 Ed Sheeran ....................................................Lego House Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ...................................................................Haglél 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Adele .................................................................................. 21 4 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorl ........ Ásamt Sinfó. 5 Kammersveit Reykjavíkur............................Bach svítur 6 Helgi Björnsson ........ Íslenskar dægurperlur í Hörpu 7 Sóley .......................................................................We Sink 8 Sigur Rós ........................................................................ Inni 9 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 10 Ýmsir ................................................................Pottþétt 56 Hljómsveitin Underworld fagnar tuttugu ára afmæli á árinu 2012. Af því tilefni koma út tvær safnplötur með henni nú í janúarmánuði. Annars vegar einföld plata, A Collection, sem hefur að geyma helstu smellina og nýleg samstarfsverkefni, m.a. með Brian Eno, High Contrast og Tiesto. Hins vegar er það svo þrefaldur pakki, 1992-2012 Anthology, en í honum er kafað dýpra. Á fyrri plötunum tveimur er helstu lögum sveitarinnar safnað saman, en þriðji diskurinn inniheldur fágætt efni, áður óút- gefnar upptökur og b-hliðarlög. Forsaga Underworld hófst árið 1980 þegar þeir Karl Hyde og Rick Smith hitt- ust fyrir tilviljun í stúdentaíbúð í Cardiff. Þeir voru fyrst saman í hljómsveitunum Screen Gemz og Freur sem voru undir áhrifum frá reggítónlist og þýsku sveitinni Kraftwerk. Freur, sem m.a. tók upp efni undir stjórn Conny Plank og Dennis Bovell, þróaðist í fyrstu útgáfuna af Underworld sem gerði tvær plötur á árunum 1988-1989. Hljómsveitin var hins vegar stofnuð upp á nýtt eftir að þeir Karl og Rick kynntust Darren Emerson árið 1991. Hin nýja Underworld, með Darren innanborðs, sendi frá sér sitt fyrsta lag árið 1992 og fyrstu stóru plötuna dubnobasswithmyheadman í janúar 1994. Þá hafði tónlistin breyst í þá rokkskotnu teknóblöndu sem Underworld er þekkt fyrir. Underworld fékk frábæra dóma fyrir dubnobass …, en þegar tvö laga sveitarinnar voru valin í kvikmyndina Trainspotting náði hún til fjöldans, ekki síst fyrir lagið Born Slippy sem varð einkennislag heillar kynslóðar í Bretlandi. Í kjölfarið varð Underworld öflug tónleikasveit. Darren Emerson hætti árið 2000, en þeir Karl og Rick héldu áfram og hafa gefið út fínar plötur undanfarin ár, síðast Barking sem kom út 2010. Árið 2012 gæti orðið stórt ár hjá Underworld. Auk safnplatnanna, sem ég mæli sérstaklega með, þá munu þeir Karl og Rick hafa umsjón með tónlistinni á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London í sumar, ásamt Danny Boyle leikstjóra Trainspotting. Enn þá líf í Underworld AFMÆLISÁR Nýjar safnplötur og Ólympíuverkefni á 20 ára afmælisári Underworld. Nýrrar plötu Lönu Del Rey hefur verið beðið með mik- illi eftirvæntingu. Flestir telja að þessi bandaríska söngkona muni slá rækilega í gegn á þessu ári. Enska söngkonan Adele var á allra vörum á síðasta ári en núna hefur sviðsljósinu verið beint að Lönu Del Rey, bandarískri söngkonu sem vill láta kalla sig glæpakvendis- útgáfuna af Nancy Sinatra. Önnur plata hennar, Born To Die, er hennar fyrsta hjá útgáfufyrir- tækinu Stranger Records, undir- fyrirtækis Interscope Records sem er í eigu Universal Music Group. Hún kemur út í lok mánaðarins og telja helstu markaðs- og tónlistar- sérfræðingar að hún eigi eftir að seljast eins og heitar lummur á árinu. Fyrsta smáskífulagið af plöt- unni, Video Games, kom út síðasta sumar og samdi hún það sjálf með aðstoð lagahöfundarins Justins Parker. Það náði níunda sæti breska smáskífulistans og sumir töldu það eitt af lögum ársins. Seiðandi og frekar dimm rödd Del Rey var öðruvísi en annað sem var í gangi og í nýlegu viðtali sagðist hún hafa ákveðið að syngja lagið með dýpri tón til að vekja meiri athygli hlustenda sinna. Mynd- bandinu við lagið leikstýrði hún sjálf og klippti og síðan það birtist fyrst á Youtube hafa tæpar átján milljónir manna skoðað það, sem segir sitthvað um vinsældir söng- konunnar. Lana Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Grant, fædd- ist í New York-fylki í júní 1986. Hún ólst upp í smábænum Lake Placid en átján ára flutti hún til New York-borgar. Faðir hennar er milljarðamæringurinn Rob Grant og það var starfsfólk á vegum hans sem fann upp listamannsnafnið Lana Del Rey því það þótti henta tónlist hennar vel. Fyrsta plata hennar, Lana Del Ray, kom út í janúar 2010 og naut hún aðstoðar föður síns við markaðs setninguna. Útgáfan vakti minni athygli en vonir stóðu til en Del Rey var ekki af baki dottin. Hún sneri aftur með nýja ímynd, kynþokkafyllri, klædd í anda sjö- unda áratugarins og með betri lög í farteskinu. Þetta virkaði og að undan förnu hefur andlit hennar prýtt forsíðu hvers tímaritsins á fætur öðru, þar á meðal tímaritsins Q. Breska tónlistartímaritið valdi hana einnig björtustu von ársins 2012, auk þess sem ein stærsta fyrir sætuskrifstofa heims, Next, gerði við hana fyrirsætusamning. Ljóst er að framtíð Lönu Del Ray er björt og verður forvitnilegt að fylgjast með ferli hennar í fram- tíðinni. freyr@frettabladid.is Rísandi stjarna í tónlistinni Á UPPLEIÐ Nýrrar plötu Lönu Del Rey, Born to Die, er beðið með mikilli eftirvænt- ingu. NORDICPHOTOS/GETTY Rokkarinn Dave Grohl úr Foo Fighters hefur líkt tón- listarlandslaginu í dag við það sem var uppi árið 1991 þegar fyrrum hljómsveit hans Nirvana braust fram á sjónarsviðið með látum. Hann telur að hljómsveit- ir sem spila gítarrokk fái ekki næga athygli í dag. „Mér finnst ekkert að rokkinu í dag. Það bara fær ekki næga athygli. Núna er tónlistarlandslagið ekki ósvipað og árið 1991 áður en Nirvana varð vinsæl,“ sagði Grohl við Billboard. „Undir lok níunda áratugarins var mikið af straumlínulöguðu poppi sem krakkar höfðu engan áhuga á. Þeir náðu engum tengslum við hármetalsveitir sem sungu um súludansara í limósínum akandi eftir Sunset Boulevard,“ sagði hann. Líkir 2012 við árið 1991 ÓSÁTTUR Grohl telur að gítarrokkið fái ekki nægilega athygli. og á smile@smile.is > PLATA VIKUNNAR GP! - Elabórat ★★★★ „Guðmundur Pétursson gítarleikari fer um víðan völl á frábærri sólóplötu.“ - tj > Í SPILARANUM Intro Beats - Half Time Emilie Simon - Franky Knight The Maccabees - Given to the Wild Ani DiFranco - Which Side Are You On? Of Montreal - Paralytic Stalks
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.