Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 12.01.2012, Qupperneq 54
12. janúar 2012 FIMMTUDAGUR38 folk@frettabladid.is LEIKKONAN Naomi Watts mætti í fallegum kjól og einfaldri kápu sem líklega er frá Stellu McCartney sjálfri. SAMFESTINGUR Fyrirsætan Elettra Rossellini Wiedemann mætti í bláum blúndusamfestingi. LÉT SIG EKKI VANTA Ritstjóri Vogue, Anna Winour, fagnaði með Stellu í brúnni kápu með trefil og hanska í stíl. TÓNLISTARFÓLKIÐ Upptökustjórinn LA Reid sló í gegn í bandarísku X Factor þáttunum í haust en hér er hann ásamt konu sinni Perri A. Reid. SÝNISHORN Fyrirsætur sýna hér svokallaða „pre fall“ fatalínu Stellu McCartney en sú þykir gefa ákveðnar vísbendingar um hvernig haustlínan verði frá hönnuðinum en sú lína verður væntanlega frumsýnd á tískuvikunum í febrúar og mars. Einföld snið, glansandi efni og mikil munstur einkenndu þessa fatalínu. NORDICPHOTOS/GETTY Fatahönnuðurinn Stella McCartney er áhrifamikil innan tískuheimsins og fatnaður hennar í uppáhaldi hjá mörgum. Það kom því engum á óvart að stjörnurnar flykktust á búðar opnun hjá dömunni sem opnaði sínu fyrstu búð í Sohohverfinu í New York í vikunni. Meðal þeirra sem mættu voru Anna Wintour, ritstjóri Vogue og upptöku- stjórinn og dómari X Factor, LA Reid. MARGMENNI Á OPNUN STELLU MCCARTNEY HÖNNUÐURINN Stella McCartney er einn af vinsælustu hönnuðum dagsins í dag og á sér marga aðdáendur í hópi fræga fólksins. ÁRS er gamanleikkonan Kirstie Alley en undan- farin ár hefur hún verið frægari fyrir rokkandi þyngd en hæfileika sína í leiklistinni. „Ég vissi ekki að þeir væru til,“ segir Gijs van Veldhuizen í holl- ensku hljómsveitinni Maus. Hann hefur ákveðið að breyta nafni hljómsveitarinnar, líkast til í Mauz, eftir að Biggi í Maus kvart- aði yfir nafni þeirra, enda hefur hin íslenska Maus einkaréttinn á nafninu í Evrópu. „Ég gæti hafa séð þá á Google en líklega leiddi ég þá hjá mér vegna þess að þar stóð að þeir hefðu ekki starfað í langan tíma,“ segir Gijs, sem er ekkert að æsa sig yfir nafnabreytingunni. „Þar sem Maus er nýtt verkefni hjá mér þá verður ekkert svo mikið mál að breyta nafninu. Hin hljómsveitin mín, Audiotransparent, hefur verið starfandi miklu, miklu lengur. Ég hef starfað í tónlistar- bransanum í um fimmtán ár og ég veit hvers virði vörumerki getur verið. Í þessu tilfelli hefur hin íslenska Maus lagt mikið á sig til að búa til gott vörumerki.“ Gijs í Maus heldur áfram: „Biggi hafði samband við mig og lýsti yfir áhyggjum sínum af mögulegum misskilningi vegna nafnsins. Við áttum vinsamleg tölvusamskipti og það er líka gaman að kynnast nýju fólki í tónlistarbransanum.“ Eins og Fréttablaðið hefur greint frá munu Gijs og félagar spila undir nafninu Maus á hátíð- inni Eurosonic í kvöld. Það verða vafalítið síðustu tónleikar þeirra undir því nafni. Gijs hefur einnig lýst yfir áhuga á að hita upp fyrir Maus ef íslenska sveitin kemur saman aftur og ítrekaði hann þann áhuga í viðtali við blaðamann. „Biggi var nokkuð hrifinn af hug- myndinni, þannig að hver veit? Kannski munu vinaleg samskipti okkar verða til þess að við spilum í fyrsta sinn á Íslandi.“ - fb Þrautreyndur Gijs aldrei heyrt um Maus ENGAR ÁHYGGJUR Gijs van Veldhuizen í Maus hefur ekki miklar áhyggjur af nafnabreytingunni. 61 JÓGAKENNARANÁM Jóga stúdíó kynnir 200 stunda jógakennaranám byggt á umgjörð Yoga Alliance. Þátttakendur læra jógaæfingar, öndun, slökun, siðfræði, raddbeitingu og kennslufræði auk fá þeir grunn í jógaheim- speki og anatómíu. Kennarar eru: Guðjón Bergmann, Ágústa Kolbrún Jónsdóttir og Drífa Atladóttir, auk Eiríks Arnarsonar sjúkraþjálfara. Námið hefst 20 jánúar 2012 og líkur seinnipart árs. Skráning og frekari upplýsingar á heimasíðu Jóga stúdíó www.jogstudio.is eða í síma 772-1025 Ágústa og 695-8464 Drífa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.