Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 2

Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 2
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL „Ég er bara sár yfir að tapa þessu vegna þess að þetta er hluti af mínum íþróttaferli,“ segir Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri, sem kært hefur Pál Winkel fangelsis- stjóra vegna lyftingalóða sem seld voru frá Kvíabryggju. Geirmundi var vikið úr starfi fangelsisstjóra á Kvíabryggju fyrir um einu og hálfu ári vegna gruns um brot í opinberu starfi. Hann var í nóvember síðastliðn- um ákærður fyrir fjárdrátt í starfi og vísað til 39 mismunandi atriða. Þess er krafist að hann endur- greiði ríkinu tæpar tvær milljónir króna. Að sögn Geirmundar óskaði hann eftir því að fá líkamsrækt- artækin sem hann eigi – og reynd- ar fjölmarga aðra muni sína sem enn séu á Kvíabryggju – en fékk afsvar. „Páll Winkel hefur sagt að ég eigi að framvísa nótu fyrir öllu sem ég eigi á Kvíabryggju. Pabbi gaf mér þessi lóð þegar ég byrj- aði að æfa tólf ára gamall,“ segir hann. Geirmundur kveðst hafa upp- götvað nýlega að hluti tækjanna sem hann hafi átt í fang- elsinu hafi verið seldur til líkamsræktarstöðv- ar í Stykkishólmi og á sveitabæ í Helgafells- sveit. Hann hafi sjálf- ur farið á staðinn og gengið úr skugga um að það hafi verið hans búnað- ur sem seld- ur var. Um hafi verið að ræða lóð af Brooklyn-gerð sem ekki hafi verið framleidd í þrjátíu ár. „ É g e r ekki að fal- ast eftir að fá þetta til baka frá þeim sem keyptu þetta í góðri trú,“ tekur Geirmundur fram. Hann hafi spurst fyrir um málið hjá núver- andi forstöðumanni á Kvíabryggju og fengið þau svör að tólin hafi verið seld að beiðni Páls Winkel. „Ljóst er að framangreind hátt- semi hlýtur að teljast brot í opin- beru starfi auk þess sem um þjófn- aðarbrot er að ræða,“ segir í kæru sem Geirmundur lagði fram á hendur Páli nú í vikunni. Hann krefst þess að málið verði rann- sakað og Páli gerð refsing, komi í ljós að hann hafi mælt fyrir um sölu lóðanna. Þá gerir hann einnig kröfu um 400 þúsund króna bætur. „Þetta er þvæla,“ segir Páll Winkel. „Þegar ákvörðun var tekin um að banna laus lóð í fangelsum landsins gaf ég fyrirmæli um að selja lóð í eigu fangelsanna. Það var gert.“ gar@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Fangelsisstjóri kærir stuld á lyftingatólum Geirmundur Vilhjálmsson, sem vikið var úr starfi fangelsisstjóra á Kvíabryggju og ákærður fyrir auðgunarbrot í starfi, hefur kært Pál Winkel fangelsismálastjóra fyrir þjófnað á lyftingatólum sem Geirmundur kveðst hafa átt á Kvíabryggju. LYFTINGASALUR Á KVÍABRYGGJU Fyrrverandi fangelsisstjóri segist hafa átt lyftinga- tæki sem fangelsismálastjóri hafi að honum forspurðum selt til líkamsræktarstövar á Stykkishólmi og á bæ einn í Helgafellssveit. Finnur, eru þetta ekki bara einhver skyndikynni? „Nei, alls ekki. Þetta er ást við fyrstu sýn.“ Finnur Sveinsson er sérfræðingur hjá Landsbanka Íslands sem er í hópi stór- fyrirtækja sem vilja innleiða svokallað skyndibílakerfi fyrir starfsfólk sitt. TÆKNI Ný tegund vírusa er nú að ryðja sér rúms og farin að berast með tölvupósti. Ekki þarf lengur að opna viðhengi eða smella á tengla í tölvupóstinum til að vírusinn hlaðist niður í tölvuna. Fjallað er um þessa nýju vír- usa í nýjasta tölublaði Vírsins, fréttabréfs upplýsingatækni- sviðs Deloitte. Þar kemur fram að þegar smitaður tölvupóstur sé opnaður fái notandinn skila- boð um að eitthvað sé að hlaða einhverju niður í tölvuna, og þar með laumi óværan sér inn. Mikilvægt er að uppfæra vírusvörn í tölvum og mögulega stilla póstforrit þannig að þau sýni aðeins texta tölvupósts. - bj Ný tegund vírusa í tölvupósti: Smita tölvur án viðhengis STJÓRNSÝSLA Ofurtollar á tæki sem ætluð eru til hljóðritunar mismuna blindum sem hafa ekki efni á tækjum sem sérhönnuð eru til að spila ákveðna teg- und hljóðbóka. Þetta segir Arnþór Helga- son, fyrrver- andi formaður Öryrkjabanda- lags Íslands. Í bréfi sem Arnþór hefur sent fjármála- ráðherra og formanni efnahags- og viðskiptanefndar segir hann það klára mismunun að slík tæki beri 7,5 prósenta toll, 25 prósenta vörugjöld og 2,5 prósenta stef- gjald, þegar myndavélar beri engin slík gjöld. Arnþór skorar í bréfinu á fjár- málaráðherra að leiðrétta þessa mismunun hið snarasta. - bj Segir tolla mismuna blindum: Tæki til hljóð- ritunar of dýr ARNÞÓR HELGASON Pabbi gaf mér þessi lóð þegar ég byrjaði að æfa tólf ára gamall. GEIRMUNDUR VILHJÁLMSSON FYRRVERANDI FANGELS- ISSTJÓRI Á KVÍABRYGGJU. GEIRMUNDUR VILHJÁLMSSON PÁLL WINKEL KÓPAVOGUR Nýr meirihluti hefur verið mynd- aður í bæjarstjórn Kópavogs og verður Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðis- manna, næsti bæjarstjóri. Komist hefur verið að samkomulagi við Guðrúnu Pálsdóttur, fráfarandi bæjarstjóra, að hún muni taka við starfi sviðsstjóra hjá bænum á ný eftir stjórnarskiptin, sem verða á bæjarstjórnar- fundi í næstu viku. Samkomulag listanna felur í sér að Rann- veig Ásgeirsdóttir, Y-lista, verður formaður bæjarráðs og Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, varaformaður. Þá verður Margrét Björnsdóttir, úr Sjálfstæðisflokki, forseti bæjarstjórnar. Ármann segir í samtali við Fréttablaðið að viðræður listanna hafi hafist á föstudag og þær hafi gengið vel. Listarnir hafi þurft að gera ýmsar málamiðlanir, en sjálfstæðismenn leggi áherslu á að hefja skattalækkunarferli í bænum. „Við teljum líka tímabært að fara að úthluta byggingalóðum, þar sem markaðurinn er greinilega að fara að taka við sér, og svo vilj- um við byrja að greiða niður skuldir bæjar- ins.“ Rúmar þrjár vikur eru síðan slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Samfylkingar, Vinstri grænna, Næstbesta flokksins og Lista Kópa- vogsbúa. - þj Nýr meirihluti þriggja framboða tekur til starfa í Kópavogi eftir margra vikna stjórnarkreppu: Ármann Kr. verður næsti bæjarstjóri DÓMSMÁL Icelandair þarf að greiða 80 milljóna króna stjórn- valdssekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn sneri niðurstöðu héraðsdóms, sem hafði sýknað flugfélagið. Málið snýst um brot félags- ins frá árinu 2007, þegar fargjöld á flugleiðunum frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London voru lækkuð til að bregðast við samkeppni á þeim leiðum. Samkeppniseftirlitið og áfrýj- unarnefnd samkeppnismála vildu sekta Icelandair um 130 millj- ónir. Hæstiréttur staðfesti brotið, en lækkaði sektina um 50 millj- ónir króna. - bj Hæstiréttur sneri niðurstöðu: Sekta Icelandair um 80 milljónir MISNOTKUN Icelandair misnotaði markaðsráðandi stöðu sína með því að lækka verð á fargjöldum á þeim leiðum sem samkeppni ríkti. FRÉTTABLAÐI/PJETUR UMFERÐ Mokað hefur verið burt snjóhraukum sem talið var að hætta stafaði af í Reykjavík. Hraukarnir hafa hlaðist upp í snjómokstri borg- arinnar síðustu vikur. „Við tókum nokkra en erum hættir,“ segir Guðni J. Hannesson, yfirverkstjóri hjá framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. „Nú þarf bara að bíða eftir að þetta hláni.“ Guðni segir að fjarlægðir hafi verið hraukar sem talið var að gætu skapað hættu, svo sem þar sem skyggði á umferð. Hann segir nokkuð um að kvartað sé undan snjóhraukunum sem sums staðar taki pláss á bílastæðum og gang- stígum. Hins vegar sé það ekki svo nú að börnum geti stafað hætta af því að leika sér í hraukunum. „Það er orðin svo hörð skel á þessu að þau geta ekki grafið sig inn í þá.“ - óká Hættulegir snjóhraukar hafa verið fjarlægðir af götum höfuðborgarinnar: Nú þarf að bíða eftir hlákunni SNJÓHRAUKUR Snjó sem rutt hefur verið af göngum og stígum hefur sums staðar verið hraukað upp og tekur nokkurt pláss. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Í MEIRIHLUTA Ármann Kr. Ólafsson og Rannveig Ásgeirsdóttir tilkynntu myndun nýs meirihluta í bæjar- stjórn Kópavogs í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UPPLÝSINGATÆKNI Breyti Arion banki ekki verklagi sínu við skráningu kennitalna við gjald- eyrisviðskipti hyggst Persónu- vernd beita bankann dagsektum. Samkvæmt nýju áliti Persónu- verndar á bankinn að bregðast við ekki síðar en í dag. Álitið er ítrekun á fyrri úrskurði frá 22. júní í fyrra, en þar var talið að bankann skorti heimild til að skrá kennitölu viðskiptavinar við sölu á 60 evrum. Bankanum var sagt að stöðva slíka vinnslu, en við því var ekki orðið. - óká Kennitöluskráning óheimil: Hóta Arion banka sektum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.