Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 4

Fréttablaðið - 10.02.2012, Page 4
10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 09.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,0098 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,8 122,38 192,81 193,75 161,58 162,48 21,737 21,865 21,18 21,304 18,324 18,432 1,5778 1,587 189,16 190,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Mest seldu vítamín í Bretlandi og hafa hlotið hin virtu verðlaun „ The Queen´s award for enterprise“ THE QUEEN'S AWARDS FOR ENTERPRISE: SUSTAINABLE DEVELOPMENT 2004 við hlustum! 20% afsláttur af öllum Vitabiotics vítamínum í febrúar KÖNNUN Samstaða, nýtt framboð undir forystu Lilju Mósesdóttur, fengi ríflega fimmtung atkvæða og fjórtán þingmenn yrði gengið til kosninga nú, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. Ný fram- boð fá samtals ríflega 30 prósent fylgi. Taka verður niðurstöðum könn- unarinnar með fyrirvara þar sem enn eru mjög margir sem ekki gefa upp afstöðu. Þó gáfu um 52,9 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni upp afstöðu til einhvers stjórnmálaflokks. Spurt var sérstaklega um fjögur ný framboð. Almennt hefur lægra hlutfall þeirra sem taka afstöðu þegar spurt er um fylgi flokka í skoð- anakönnunum verið tengt óþoli almennings á þeim stjórnmála- flokkum sem í boði eru. Í könn- unum sem gerðar voru fyrir hrun var algengt hlutfall í kringum 65 prósent. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, gefa vís- bendingu um stöðu flokkanna þrátt fyrir að margir taki ekki afstöðu til flokkanna. Hafa verð- ur í huga að nýju framboðin eiga eftir að móta afstöðu til málefna sem skipta kjósendur máli, fram- bjóðendur þeirra eru ekki komnir fram og framboðin hafa lítið sem ekkert kynnt sig. Sé miðað við þá sem tóku afstöðu til einhverra flokka nýtur Sjálfstæðisflokkurinn enn mests stuðnings. Um 35 prósent kjós- enda segjast myndu kjósa flokk- inn nú, sem myndi færa flokknum 24 þingsæti. Flokkurinn er með sextán þingmenn í dag. Samstaða mælist nú með næst mest fylgi, og segjast 21,3 prósent myndu kjósa flokkinn í kosning- um, og fengi hann miðað við það fjórtán þingmenn. Önnur ný framboð fá ekki jafn mikinn stuðning. Björt framtíð, undir forystu Guðmunds Stein- grímssonar, mælist með 6,1 pró- sents stuðning, sem myndi skila fjórum á þing. Hægri-grænir, flokkur Guðmundar Franklíns Jónssonar, fengju samkvæmt henni 0,9 prósent atkvæða. Þá fengi Lýðfrelsisflokkurinn undir forystu Guðbjörns Guðbjörnsson- ar 1,2 prósent atkvæða. Hvorugur næði manni á þing. Um 12,3 prósent þeirra sem afstöðu taka segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú, og fengi flokkurinn átta þingmenn miðað við þá nið- urstöðu. Samfylkingin er í dag með 20 þingmenn. Alls sögðust átta prósent myndu kjósa Vinstri græn í skoð- anakönnuninni, sem myndi skila fimm þingmönnum í kosningum, en tólf eru í þingflokki Vinstri grænna í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 12,5 prósent atkvæða og átta þingmenn yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við könn- un Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn er í dag með níu þing- menn. Hreyfingin nýtur stuðnings 1,7 prósenta samkvæmt könnuninni. Það myndi ekki duga til að koma fulltrúum flokksins á þing, en þingmenn Hreyfingarinnar eru í dag þrír talsins. Þess ber að geta að þingmenn flokksins vinna nú að stofnun nýs stjórnmálaafls í samvinnu við Borgarahreyf- inguna, Frjálslynda flokkinn og ýmis grasrótarsamtök. Stofn- fundur framboðsins er áformað- ur næstkomandi sunnudag. brjann@frettabladid.is Nýtt framboð Lilju Mósesdóttur með ríflega fimmtungs fylgi Kjósendur virðast bíða eftir nýjum framboðum samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ný framboð mælast með nærri þriðjung atkvæða. Hátt hlutfall tekur ekki afstöðu til flokka. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 13° -4° -7° -3° -5° -6° -2° -2° 19° 1° 11° 8° 25° -8° -1° 16° -7° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR 8-13 m/s. -1 2 1 1 2 2 3 5 3 2 -2 8 12 10 9 7 8 6 8 3 10 10 0 -2 1 2 0 4 55 6 6 HELGARVEÐRIÐ Engar miklar breyt- ingar til morguns en dregur úr éljum um landið vestan- vert og kólnar um stund. Seint annað kvöld gengur í stífa sunnanátt með úr- komu aðra nótt en á sunnudag verður komin suðvestan- átt og nokkuð milt í veðri. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Einn lýtalæknir er nú formlega til rannsóknar hjá skatt- rannsóknarstjóra ríkisins. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er hér um að ræða Jens Kjartansson. Gunnar Thorberg, staðgengill skattrannsóknarstjóra, vildi þó ekki staðfesta nafn læknisins, en segir að einn hafi staðið upp úr í skoðun embættisins á skattamálum lýta- lækna með einkarekstur. „Við erum búin að vera að skoða nokkra lækna. Ég get ekki neitað því að við erum nú með einn í rann- sókn,“ segir Gunnar. Ekki sé þó hægt að fullyrða að um skattsvik sé að ræða þar sem ekki liggi allar upplýsingar fyrir. Gunnar útilokar ekki að skattamál fleiri lækna verði skoðuð í kjölfarið. Eftir að ábendingar bárust frá velferðarráðuneytinu þess efnis að lýtalæknar með einkarekstur væru ekki að gefa viðskipti sín upp til skatts, hóf embættið skoðun til að ákvarða hvort hefja skuli form- lega rannsókn. Gunnar segir rannsóknir á lækn- um óalgengar hjá embættinu. Þetta sé fyrsti lýtalæknirinn sem rann- sakaður sé formlega. „Það er ekki daglegt brauð hjá skattrannsóknarstjóra að eltast við lækna. Langt frá því,“ segir hann. „Maður hafði alltaf talið að þeir væru heiðarlegri kanturinn af fólki. Það er ekkert sérlega gaman að vita af því að þeir séu ekki með sitt á hreinu.“ Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur formlega rannsókn á fjármálum lýtalæknis: Skatturinn skoðar fjármál Jens VÍSINDI Ameríka, Asía og Afríka munu í framtíðinni renna saman í eitt meginland, og aðrir land- massar fylgja í kjölfarið. Þegar þetta gerist má búast við að Ísland kremjist á milli Grænlands og Spánar. Þetta mun þó ekki gerast í nán- ustu framtíð, því 50 til 200 milljón- ir ára eru í þennan umfangsmikla samruna, að því er fram kemur í grein í vísindaritinu Nature, sem vitnað er til á vef BBC. Allur landmassi á jörðinni var samfastur fyrir um 300 milljónum ára, en hefur síðan rekið í sundur. Vísindamenn telja að sagan muni endurtaka sig. - bj Landmassinn rennur saman: Ísland kramið milli heimsálfa Aðferðafræðin Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 var hringt í 800 manns dagana 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Svarmöguleikar voru lesnir upp í tilviljanakenndri röð, bæði flokkar sem sæti eiga á Alþingi og ný framboð sem hafa verið stofnuð. Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Þráspurt var með þessum hætti til að reyna að fá fólk til að taka afstöðu. Alls tóku 52,9 prósent afstöðu. Það er ekki daglegt brauð hjá skattrann- sóknarstjóra að eltast við lækna. Langt frá því GUNNAR THORBERG STAÐGENGILL SKATTRANNSÓKNARSTJÓRA DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir karl- manni sem er ákærður fyrir kynferðisafbrot gegn 11 ára dóttur sinni. Héraðsdómur Vest- urlands úrskurðaði manninn nýlega í varðhald til 2. mars. Í úrskurði Hæstaréttur kemur fram að tveir dómarar töldu varðhaldið eiga rétt á sér. Jón Steinar Gunnlaugsson skil- aði sératkvæði þar sem hann taldi ekki sýnt fram á að sterkur grunur léki á því að hinn ákærði hafi framið brotin. - þj Barnaníðsmál í Hæstarétti: Ákærði áfram í gæsluvarðhaldi 21,3% Samstaða Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 50 40 30 20 10 0 FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKANNA 25 .4 .2 00 9 28 .7 .2 00 9 15 .1 0. 20 09 7.1 .2 01 0 18 .3 .2 01 0 23 .9 .2 01 0 19 .1 .2 01 1 24 .2 .2 01 1 5. -6 .4 .2 01 1 8. 9. 20 11 7. o g 8. 12 .2 01 1 8. o g 9. 2. 20 12 Ko sn in ga r 6,1% 12,3% 12,5% 35,0% 8,0% VG 0,9% Hægri grænir 1,2% Lýðfrelsis- flokkurinn Björt framtíð 1,7% Hreyfingin % EKKI BRÁÐUR HÁSKI Rannsóknir benda til þess að í fyllingu tímans muni Ísland kremjast milli Grænlands og Spánar. Kveikt í póstkössum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlsishúsi við Vallakór í Kópavogi á áttunda tímanum í gærkvöldi þar sem kveikt hafði verið í þremur póstkössum í anddyri húss- ins. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var anddyrið reykræst í kjölfraið. Ekkert skemmdist í brunanum nema póstkassarnir sjálfir. SLÖKKVILIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.