Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 16
16 10. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Fjórði hver drengur, sem útskrifast úr grunnskóla, er sagður ekki kunna að lesa. Enn stærri hópur núlifandi Íslendinga virð- ist ekki kunna einföldustu undirstöðuatriði í almennum reikningi. Þannig upplýsir Guð- laugur Þór Þórðarson alþingismaður þjóðina um að vegna verðtryggingar fjár- skuldbindinga hafi lífeyrissjóðirn- ir hagnast um 200 milljónir króna frá hruni – og lántakendur, almenn- ingur í landinu, þá væntanlega tapað sömu fjárhæð. Vissulega er það rétt, að verð- tryggingin hefur haft þau áhrif, að greiðslur til lífeyrissjóða hafa numið 200 milljónum fleiri krónu- peningum eftir hrun en ella hefði orðið. Þetta segir okkur það eitt, að sérhver króna hefur lækkað svona mikið að verðgildi. Verðtrygging- in gengur út frá því, að lánveitandi fái jafnmikið verðgildi til baka og hann lánar – auk vaxta – og að lán- taki borgi til baka jafnmikil verðmæti og hann fær að láni – auk vaxta. Samanburður Guð- laugs Þórs sýnir einfaldlega hve miklu minna virði hver króna er nú en var fyrir hrun. Þess vegna þarf fleiri krónupeninga til þess að skila sambærilegum verðmætum. Svo einfalt er nú það. Samt vill maðurinn endilega halda í þessa hrunmynt – þrátt fyrir þann mikla vanda sem hrunmyntin hefur skapað! Nei, Guðlaugur Þór, lífeyrissjóðirnir hafa ekki grætt og skuldarar þeirra ekki tapað sem nemur verðhruni krónunnar. Ef hrun- krónunum hefði ekki fjölgað í sam- ræmi við skuldbindingar skuldara lífeyrissjóðanna hefðu lífeyrissjóð- irnir hins vegar tapað verðmætum sem því nemur og skuldarar grætt verðmæti, sem því nemur. Þannig var það fyrir 40 árum. Lántakendur græddu á því að fá lán. Lánveitend- ur töpuðu. Þess vegna vildi enginn lána. Þess vegna vildi enginn spara – nema neyddur til þess með lögum. Og lán fengust ekki nema í gegn um klíku pólitískra fyrirgreiðslupáfa. Þykir þér þá vanta? Langar þig til þess að verða slíkur sjálfur? Ekki trúi ég því. Guðlaugur Þór – fáðu nú endilega Pétur Blöndal til þess að kenna þér samlagn- ingu og frádrátt – og jafnvel prósentureikn- ing ef vel myndi nú takast til við námið! Mjög margir samlandar okkar hefðu gott af því að fylgjast með í tímunum. Gervallt Silfur Egils til dæmis. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Guðlaugur Þór - fáðu nú endilega Pétur Blöndal til að kenna þér samlagn- ingu … Ruglið og reikningsgetan Fjármál Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Lævís markaðsbrögð Það er kannski til marks um hækk- andi aldur aðdáenda Lemmy og félaga að nú vilja þeir maula osta við kertaljós og sötra rauðvín, í stað þess að þamba gambra. Þeir verða hins vegar að bíða um sinn, því ÁTVR neitar að selja Motörhead rauðvín. Ýmislegt var tínt til þeirri skoðun til rökstuðnings, til dæmis það að meðlimir sveitarinnar komu ekki að víngerðinni. Tenging vínsins og nafns sveitarinnar sé einungis markaðsleg ákvörðun. Svo virðist sem íslenskir embættis- menn hafi búið til nýjan markað, þar sem vöruheiti og umbúðir verði að hafa aðra skír- skotun en bara markaðslega. En hvað með Móra? Hin lævísa notkun nafnsins var ekki það eina sem fór fyrir brjóstið á þeim sem um leyfin véla. Sveitin var talin syngja um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Það þykir ekki gott, sérstaklega ekki fyrir rauðvínsdrykkjumenn. Hins vegar er hægt að kaupa sér bjórinn Móra í ríkinu, kannski kerfiskallarnir hafi ekki hlustað á texta rapparans Móra, til dæmis lagið Atvinnukrimma? Er þetta ekki orðið ágætt? Um fátt gilda fleiri reglur á Íslandi en söluvörur Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins. Aðgengi að þeim er takmarkað, notkun á vörunum er takmörkuð, auglýsingar á þeim bannaðar og svo framvegis og svo framvegis. En er þetta ekki orðið ágætt þegar virðulegir embættismenn sitja og rýna í texta Motörhead? Fer þá ekki að vera kominn tími á annað kerfi? kolbeinn@frettabladid.isF áar þjóðir eiga fleiri eða aflmeiri bíla miðað við fólks- fjölda en Íslendingar. Það á sér að mörgu leyti eðlilegar skýringar í stóru, strjálbýlu landi þar sem veðrið er oft vont og almenn hagsæld ríkir; flestir hafa haft efni á að kaupa sér dýra yfirhöfn úr stáli, jafnvel þótt þeir fari aðallega styttri ferðir. Á seinustu árum hefur hins vegar hrun krónunnar, hækkun á heimsmarkaðsverði eldsneytis og vaxandi skattheimta gjör- breytt forsendunum fyrir rekstri þessa gríðarlega einkabílaflota. Nýir bílar eru helmingi dýrari en fyrir hrun og eldsneytislítrinn sömuleiðis. Margir hljóta að vera á útkíkkinu eftir öðrum kostum en að reka dýran einkabíl – eða að minnsta kosti að fækka einka- bílunum þar sem tveir eða fleiri slíkir eru á heimili. Fréttablaðið sagði í gær frá hugmyndum nokkurra fyrir- tækja og stofnana, þar á meðal Landsbankans, Landsvirkjunar, Alcoa, Orkuveitu Reykjavíkur, Landspítalans og Reykjavíkur- borgar, um að koma á fót svo- kölluðu skyndibílakerfi. Það felur í sér að notandinn skráir sig í þjónustuna og getur svo í gegnum tölvu eða síma pantað sér bílaleigubíl með skömmum fyrirvara, til lengri eða styttri ferða um lengri eða skemmri tíma. Samanburður á líklegum kostnaði við leiguna og rekstrarkostnaði smábíls sýnir að fyrir minni peninga en fara í rekstur bílsins má leigja bíl til að fara stutta ferð alla daga ársins, eða þá leigja bíl allar helgar, svo dæmi séu nefnd. Verkefnið er ekki komið á koppinn, en reynsla af svipuðum kerfum frá nágrannalöndunum er góð. Finnur Sveinsson, sér- fræðingur hjá Landsbankanum, segir í Fréttablaðinu í gær að hugsunin að baki því sé meðal annars að fjölga kostum fólks í samgöngumálum. Það er þarft, því að það hentar alls ekki öllum að nota strætó, ganga eða hjóla. Kosturinn við þessa hugmynd er að hún tekur mið af þeim raunveruleika að einkabílismanum verður seint útrýmt í þessu landi þar sem rignir lárétt og meira að segja þéttbýlið er strjál- býlt, en gefur fólki engu að síður kost á að létta á heimilisútgjöld- unum. „Þetta mun ekki endilega koma í stað fyrsta bíls á heimili, en mögulega í stað annars eða þriðja bíls,“ segir Finnur. Ekki má gleyma því að um leið og fólk getur sparað peninga á því að nota skyndibílakerfi verða samgöngur vistvænni og minna verður losað af gróðurhúsalofttegundum. Það er gott og hjálpar Íslandi að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þeim efnum. Við gefum vistvænum lífsstíl oft ekki mikinn gaum og virðumst stundum uppteknari af því að hlýnun jarðar geti skapað okkur ný viðskiptatækifæri með opnun skipaleiða á norðurhjara en að Maldíveyjar fari í kaf í leiðinni. Hinn efnahagslegi raunveruleiki knýr okkur hins vegar til að velja umhverfisvænni kosti. Forsendur fyrir rekstri einkabílaflotans eru gjörbreyttar: Fleiri kostir í samgöngum Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.