Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.02.2012, Blaðsíða 22
2 • LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 LÁRA BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR ALDUR: 35 ára MAKI: Tryggvi Tryggvason BÖRN: Björn Óttar, 10 ára STARF: Skrifstofustjóri Vefpressunnar. ÁHUGAMÁL: Engin HVENÆR ERTU SETT?: Í lok apríl. VEISTU HVORT ÞÚ GENGUR MEÐ? Dreng. Hvað ertu gengin langt og hvern- ig líður þér á líkama og sál? Ég er komin rúma sex mánuði á leið. Mér líður alveg merkilega vel miðað við hvað ég er gömul og stressuð. Meðgangan núna og þegar þú gekkst með frumburðinn fyrir 10 árum? Þessi meðganga er allt öðruvísi. Vinkona mín sagði mér um daginn að þegar ég gekk með son minn fyrir 10 árum hafi ég iðu- lega setið í eldhúsinu með kleinu- poka og klárað hann, ég talaði mjög mikið um mat, át lasanja í morgun- mat, uppgötvaði mozzarella-ost og kenndi öllum vinkonuhópnum að nota hann. Ég nánast lagði fyrir til að eiga fyrir máltíð á klukkustunda- fresti. En núna get ég rétt þrælað ofan í mig hálfri kjúklingabringu án þess að fá ógeðshroll og brjálast. Ef ég fengi að ráða og læknavísind- in væru ekki að segja manni að vera nánast með spínat í æðalegg mundi ég bara borða tekex með smjöri og skola því niður með undanrennu. Hvernig er að vera ó lét t mamma? Bjössi fæddist 2001 en það er magnað að vera ólétt mamma. Sonur minn passar mjög upp á mig og spyr mig oft á dag hvort ég sé þreytt og hvernig mér líði. Það er ekki laust við að hjart- að bókstaflega springi úr ást að liggja með hann í fanginu og klappa bumbunni um leið. Hvernig var fæðingin? Ég missti vatnið heima, fyrirvaralaust og að- eins fyrir tímann. Ég skreið því upp á fæðingardeild í smá stressi lítandi út eins og ég veit ekki hvað. En fæðing- in gekk vel og ég þurfti engin verkja- lyf svo ég var send í þetta hippa- hreiður (engin vika á fæðingardeild- inni … nei, nei) þar sem manni er skóflað út eftir sólarhring og hent heim. Þegar ég gekk inn í íbúð- ina mína með son minn 24 klukku- stunda gamlan í fanginu beið mín lítið stöðuvatn af legvatni á stofu- gólfinu. Svo, þá var ekkert annað í boði en að skúra það upp. Sem ég gerði. Ein og með drenginn í fanginu. Hvernig viltu upplifa fæðinguna í vor? Í þetta skiptið langar mig upp á fæðingardeildina í einhverju dýru. Kannski bleikri Jackie-O dragt, með hatt og mjög mikið máluð. Síðan þætti mér eðlilegt og gott að fá að liggja á deildinni í nokkra daga. Í stóru herbergi með blómum á borði. Kalt kampavín í fötu við rúmstokk- inn væri ekki galin hugmynd þann- ig lagað. Þið vitið? Ertu með æði fyrir einhverju matarkyns á þessari meðgöngu? Ég er eiginlega frekar með óþol fyrir mjög mörgum mat. Flest sem mér fannst gott, finnst mér við- bjóður núna. En fyrstu mánuðina þegar ógleðin var sem verst borð- aði ég salsa í öll mál. Eintómt og með skeið. Og svo finnst mér sulta mjög góð. Ég gæti borðað hana með skeið líka en ég vil ekki hræða fólk svo ég læt það ekki eftir mér. Eru hormónarnir að stríða þér? Ef ég heyri lag með Bruce Spring- steen fer ég að gráta. Ef einhver spyr mig hvað klukkan sé fer ég að gráta. Ef maðurinn minn segir að ég sé sæt þá fer ég að gráta. Svo, þú getur ímyndað þér stuðið á heim- ilinu. – Djöfull held ég að Bruce Springsteen sé góður pabbi. Skemmtilegu skrifin þín! Hvað ertu að gera við þessa hæfileika þína? Í gegnum tíðina hef ég bara skrifað þegar mig hefur langað til að skrifa. Annars skrifa ég ekki. Þegar mig langar til að skrifa fæ ég svona mjög afgerandi skrifþörf, verð frek- ar þögul og vinn best seint á kvöld- in þegar komin er ró. Mér líður mjög vel í þessu ástandi og fæ mikið út úr því að skrifa. Þannig skrifaði ég bókina mína „Takk útrásarvíking- ar“. Þessi þörf hefur legið í dvala í marga mánuði en er að koma aftur yfir mig núna og ég ætla að bregðast við henni og skrifa skáld- sögu. Ég er meira að segja búin að ákveða um hvað hún á að vera. Svona af því að úrslitin í Euro- vision eru annað kvöld. Ertu Euro- vision-aðdáandi? Nei. En bara plís ekki senda ein- hvern a nærbuxunum eða þannig. Jón Ólafsson, Arnar Gauti og Jóhanna Pálsdóttir opnuðu formlega tískuskólann Fashion Academy Reykja- vík, sem Elite á Íslandi stend- ur á bak við, á dögunum. Förðun- armeistarinn Margrét R. Jónas- ar og Heba Björg hjá E-label voru viðstaddar ásamt fjölda annarra gesta. Á Hótel 101 á föstu- daginn var margt um manninn. Hjónin Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Stefán Karl Stefánsson voru kát og það sama má segja um Heiðar Má Guðjónsson fjárfesti og Stein- unni Völu Sigfúsdóttur hjá Hring eftir hring. Jón Kaldal, Geir H. Haarde, Katrín Hall, Hanna Birna Krist- jánsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Friðrik Þór Frið- riksson mættu prúðbúin á frum- sýningu verksins Mínus 16 hjá Ís- lenska dansflokkunum. HVERJIR VORU HVAR? MAGNAÐ AÐ VERA ÓLÉTT MAMMA Rithöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir sem gengur með sitt annað barn er með æði fyrir sultu. Útsölulok 3 verð aðeins af útsöluvörum. 4.990kr. 3.990kr. 2.990kr. Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Ellý Ármanns og Kolbrún Pálína Helgadóttir Förðun: Fríða María með Bobbi Brown. Fatnaður: Coco Viktorsson. Hár: Gunni N-hárstofan. Ljósmyndari: Stefán Karlsson. Útlitshönnun Arnór Bogason Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid „Lára, hraðamæling á Suðurgötu.“ Síðasta SMS frá pabba: María Sigrún Hilmarsdótt- ir fréttakona og eiginmaður hennar, Pétur Árni Jónsson útgefandi, eru flutt á Kvist- hagann í Vesturbænum. Pétur og María gengu í það heilaga síðasta sumar. Þau voru gefin saman í Dóm- kirkjunni og brúðkaups- veislan var haldin á Kjar- valsstöðum. María, sem er gengin sjö mánuði með fyrsta barnið þeirra, er alin upp á Högun- um og þekkir hverfið eins og lófann á sér. „Ég var mikill grallaraspói þegar ég var lítil. Gerði dyraat hjá nágrönnum og virti ekki lóðamörk þegar ég lék mér í fallinni spýtu. Mér finnst gott og gaman að vera komin á þessar slóðir aftur. Við erum svona smátt og smátt að koma okkur fyrir og gera allt klárt áður en barnið kemur í apríl,“ segir María Sigrún. HREIÐURGERÐ Á KVISTHAGANUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.