Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 34

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 34
klæðum og þar fram eftir götunum. Nú er mikið um að fólk sé að gera upp gömul húsgögn, er það komið til að vera? Já,alveg tvímælalaust komið til að vera, en það helst auðvitað allt í hendur við tískuna. Einnig er mjög vinsælt að blanda saman nýju og gömlu. Þessi gömlu húsgögn hafa sál og það er eitt- hvað svo sjarmerandi við það að gefa þeim nýtt líf, þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Veggfóður – halda þau áfram? Já, veggfóður verða alltaf í tísku, en auðvitað breytast litir, áferð og munstur. 14 • LÍFIÐ 10. FEBRÚAR 2012 Hvenær byrjaði ástríða þín fyrir því að skreyta heiminn? Hún byrjaði þegar ég var lítil stelpa, ég passaði alltaf upp á að það væri hreint og fínt í herberginu mínu, þar voru allir hlutir á réttum stað og ég spáði mjög mikið í hvernig allt ætti að vera. Byrjaðir þú strax að breyta og bæta eða er það eitthvað sem kom síðar? Áhuginn á því að breyta og bæta byrjaði þegar ég var um tvítugt eða um svipað leyti og ég fór ég að kaupa hönnunar- blöðin. Hvar færðu bestu hugmyndirn- ar? Þær koma oftast upp í hugann seint á kvöldin þegar ég er komin upp í rúm og er við það að festa svefn, og svo auðvitað úr blöðum og af netinu. Hvert er þitt hlutverk sem stíl- isti? Það sem ég byrja yfirleitt á að gera er að skoða það rými sem viðkomandi óskar eftir að breyta og síðan kem ég með nokkrar hug- myndir út frá því. Langflestir eru að leita eftir góðum ráðum um það sem þeir geta gert sjálfir. Hvers konar breytingum er fólk helst að leitast eftir? Flestir vilja fá hugmyndir að því hvernig hægt er að breyta miklu með litilli fyrir- höfn, eins og að skipta um liti á veggjum og færa til húsgögn, finna stað fyrir allar myndirnar, skipta út púðum í sófa, skipta um liti á hand- VEIT EKKERT SKEMMTILEGRA EN AÐ GEFA GÖMLUM HÚSGÖGNUM NÝTT LÍF Þórunn Högna hefur unnið sem stílisti í mörg ár og gefið landsmönnum góð ráð við að fegra heimili sín. Hún var einn umsjónarmanna Innlits/út- lits til sex ára og starfar nú sem blaðamaður og stílisti á tímaritinu Hús og híbýli. Vegna fjölda áskorana hefur Þórunn nú ákveðið að bjóða upp á sérstaka stílistaráðgjöf fyrir fyrirtæki og heimili ásamt því að gera upp gömul húsgögn en það hefur verið ástríða hennar lengi. Vegna fjölda áskorana hefur Þórunn nú ákveðið að bjóða upp á sérstaka stílista- ráðgjöf fyrir fyrirtæki og heimili ásamt því að gera upp gömul húsgögn fyrir aðra. GAMALL BASTSTÓLL ÖÐLAST NÝTT LÍF Þessi gamli körfustóll var á leiðinni í Sorpu, en syst- ir mín ákvað að hirða hann og nýta hann lengur, og þannig komst hann í mínar hendur. HRÁEFNI: Grátt lakk frá Slippfélaginu, grunnur til dæmis frá Kópal, einnota hanskar og tveir penslar. AÐFERÐ: Grunnurinn er borinn jafnt og þétt á stól- inn með pensli og látinn þorna í sex klukkustund- ir. Síðan er lakkið borið á. Fara þarf tvær umferð- ir yfir stólinn, gott er að bíða í fjórar klukkustund- ir á milli umferða. Að lokum er sniðugt að setja fallegan púða eða sessu í stólinn. FACEBOOK/STÍLISTARÁÐGJÖF ÞÓRUNNAR HÖGNA UPPÁHALDS Hönnuðurinn? Arne Jacobsen-Philip Starck&Charles and Ray Eames. Heimasíðan? www.novagrats.com og www.contemporist.com og vin- tageseeker.com Tímaritið? Það eru svo mörg sem ég skoða en þessi kaupi ég alltaf: norska Elle Decoration-Living etc., Bo bedre og breska Elle Decora- tion. Kaffihúsið? Ég er áskrifandi að Kaffitárskaffi, en finnst reyndar líka mjög notalegt að fara á Súfistann á Laugaveginum og kíkja í blöð í góðra vina hópi. Veitingastaðurinn? Ég elska indverskan mat þannig að Austur-Indía- félagið er minn uppáhaldsstaður, svo hef ég heyrt að Sushi Samba sé æðislegur. Dekrið? Andlitsbað ásamt heil-nuddi í Nordica Spa. ■ Skipta um lit á veggjum. ■ Breyta um lit á púðum/mottum í stofunni ■ Skipta um rúmteppi og púða í svefnherbergjum og barnaher- bergjum. Skipta um skerma á lömpum og loftljósum og breyta þannig lýsingunni. ■ Breyta um liti á handklæðum á baðherberginu. ■ Poppa upp á gömlu mublurnar ■ Svo gefa fersk blóm og kerti í vasa alltaf ljúfa stemningu. 5 HUGMYNDIR AÐ BREYTING- UM SEM BREYTA MIKLU EN KOSTA LÍTIÐ 1 2 3 4 WUSHU FÉLAG REY (KUNG FU S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Kínversk hugræn teygjleikfimi -WU SHU ART KJAVÍKUR ) KUNG FU Tai Chi Qi Gong FYRIR BÖRN OG UNGLINGA fyrir líkama og sál 15% afsláttur af heilsumeðferð þegar þú kaupir leikfimikort

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.