Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 36

Fréttablaðið - 10.02.2012, Side 36
Helga Möller söngkona segist jafnvel elda helgarmatinn á mánudögum sökum óreglulegs vinnutíma. Hún borðar sjaldan steikur nema alveg spari og kýs heldur léttari mat. Hún deilir hér með okkur æðislegri upp- skrift af kjúklingi fyrir helgina og hollu og ljúffengu banana- brauði á eftir sem hún státar sig mikið af enda uppskriftin hennar frá grunni. KJÚKLINGARÉTTUR MEÐ SÆTUM KARTÖFLUM. Sæt(ar) kartöflur afhýddar og sneiddar, settar í eldfast mót. Olíu, salti og pipar stráð yfir kart- öflurnar og þær bakaðar í 30-40 mín. í ofni (eftir smekk) Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið einum poka af spín- ati yfir. Á meðan kartöflurnar eru að malla í ofninum eru kjúklingalundir/ bringur, niðursneiddar og steikt- ar á pönnu. Kryddið með karríi og hvítlaukskryddi eftir smekk. Setjið kjúklinginn svo ofan á spín- atið. Setjið því næst eina til tvær krukkur af mangóchutney yfir kjúklinginn. Ristuðum hnetum/möndlum með hýði (mega vera hvaða hnetur sem er) dreift yfir ásamt lúku af muldu ritzkexi. Að lokum er rifinn ostur og feta- ostur settur yfir réttinn og hann bakaður í ofni á 180°C í um 20-30 mín. BANANABRAUÐ HELGU MÖLLER 3 þroskaðir bananar 4 msk. agavesíróp 3 dl gróft spelt 2 dl Granóla-múslí 1 egg 1 tsk. vínsteinslyftiduft smá maldonsalt Allt pískað saman með gaffli í skál og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Bananabrauðið er best nýbak- að með miklu smjöri en eftir tvo daga, ef eitthvað er eftir, er mjög gott að rista það. HELGARMATURINN FRÆGIR FLYKKJAST Í ÚTHVERFIN Hárgreiðslumeistarinn, sjónvarpsmaðurinn og tískulöggan Svavar Örn Svavarsson og sambýlismaður hans, Daníel Örn Hinriksson, sem bú- settir eru í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík hafa nú ákveðið að færa sig um set og breyta um lífsstíl svo um munar. Leið þeirra liggur nú í Leirvogstungu í Mos- fellsbæ þar sem náttúran er höfð í hávegum og stutt er í fjöllin. Parið á nokkra hunda og seg- ist hlakka til að fara í göngu- túra í hverfinu. Svavar og Daníel fá líklega góðar móttökur þar sem fjöl- miðlakonan Sigga Lund kom sér nýlega fyrir á sömu slóð- um. Ekki amalegir ná- grannar það. BARNALÁN Fyrirsætan og fegurðar- drottningin Kristín Lea Sig- ríðardóttir, sem var kjör- in ungfrú Norðurland árið 2009, og unnusti hennar, Vigfús Þormar Gunnarsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Kristín, sem er gengin fjóra mánuði á leið, blómstrar sem aldrei fyrr. Primus Bekkpressu- bekkur með fótatæki Fitmaster Lyftingastöð með 60 kg stafla. Classic Lyftingastöð PIPA R \ TBW A SÍA Multi- funktion bekkur Multi- funktion standur HVAÐ TEKUR ÞÚ Í BEKK? 59.900 Verð áður 47.920 Tilboð án lóða 129.900 Verð áður 116.910 Tilboð 59.900 Verð áður 41.930 Tilboð 39.900 Verð áður 31.920 Tilboð án lóða 124.900 Verð áður 99.920 Tilboð án lóða www.markid.is sími 517 4600 Ármúla 40 Lóð og handlóð 50 kg. lóðasett 36.900 Verð áður 29.900 Tilboð 15% afsláttur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.