Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.02.2012, Blaðsíða 2
11. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2 HEILBRIGÐISMÁL Búið er að ómskoða 105 konur með PIP-púða hér á landi, af þeim tæplega 300 sem fengu boðun í skoðun. Sam- kvæmt nýjustu upplýsingum frá landlæknisembættinu hefur 71 kona greinst með leka púða, eða um 68 prósent af þeim sem hafa verið skoðaðar. Þetta er lægra hlutfall en greindist í ómskoðun fyrir viku, þar sem rúmlega 80 prósent voru með sprungna púða. Landlækn- ir fær þessar tölur frá leitarstöð Krabbameinsfélagsins, sem sér um að skoða konurnar á fimmtu- dögum og föstudögum í viku hverri. - sv / sjá síðu 24 Nýjar tölur frá landlækni: 68 prósent með sprungna púða LANDBÚNAÐUR Ekkert eftirlit er með því hvort vörur merktar sem vistvæn landbúnaðarafurð upp- fylli kröfur um umhverfisvæna framleiðsluhætti. Bændasamtökin höfðu áður eft- irlit með vörum merktum sem vistvænar landbúnað- arafurðir. Þau hvetja ekki lengur til þess að merkingin sé notuð og hafa ekki eft- irlit með gæðum framleiðslunnar. Neytendasamtökin hafa gagn- rýnt íslensk fyrirtæki fyrir að nota merki vistvænnar landbún- aðarframleiðslu. Telja samtökin merkinguna villandi fyrir neyt- endur, sem telji margir að vörur merktar vistvænar séu sambæri- legar lífrænt vottuðum vörum. - hhs / sjá síðu 32 Vistvæn landbúnaðarafurð: Marklaus vist- væn merking Páll, stendurðu í lóðabraski? „Nei, verða ekki allir að leggja sitt lóð á vogarskálarnar?“ Geirmundur Vilhjálmsson, fyrrverandi fangelsisstjóri á Kvíabryggju, sem sætir ákæru fyrir fjárdrátt, hefur kært Pál Winkel fangelsismálastjóra fyrir að stela af honum lyftingalóðum og selja þau. DANMÖRK Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglu í Danmörku sterklega grunaður um að hafa myrt og nauðgað starfskonu á sam- býli þar sem hann bjó. Maðurinn, sem hefur oft komið við sögu lögreglu vegna óreglu og ofbeldisverka, hélt í bílferð með konunni á fimmtudag. Þegar þau sneru ekki aftur hófst leit og fannst konan látin með fjölmörg stungusár á líkama. Hinn grunaði fannst í gær, mikið slasaður eftir að hafa klessukeyrt stolinn bíl á flótta undan réttvís- inni. Hann hafði ekki verið yfir- heyrður vegna ástands síns. - þj Grunaður um að drepa konu: Slasaðist í bíl- slysi eftir morð VIÐSKIPTI Icelandair Group tap- aði sem nemur 200 milljónum íslenskra króna á fjórða ársfjórð- ungi 2011. Til samanburðar var hagnaður félagsins 1,4 milljarðar á sama ársfjórðungi 2010. Viðsnúningurinn skýrist að stórum hluta af mun hærra olíu- verði á fjórðungnum miðað við árið áður. Jókst kostnaður vegna eldsneytis um 46% á fjórðungnum miðað við sama fjórðung árið áður. Rekstrartekjur félagsins voru 20 milljarðar og jukust um 7% milli ára. - mþl Hátt eldsneytisverð dragbítur: Icelandair eyk- ur tekjur sínar ICELANDAIR Stjórn fyrirtækisins spáir því að EBITDA ársins 2012 verði á bilinu 11 til 12 milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÖNNUN Meirihluti landsmanna vill að þing verði rofið og boðað til kosninga í vor, samkvæmt niður- stöðum skoðanakönnunar Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á miðvikudag og fimmtudag. Alls sögðust 55,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja kjósa til þings í vor, en 44,1 prósent eru því andvígir. Tæplega 86 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Stuðningsmenn stjórnarflokk- anna voru síst á því að boða ætti til kosninga í vor. Um 22,5 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú vilja kosningar, en 20 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Afgerandi meirihluti þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn, Fram- sóknarflokkinn og Samstöðu, fram- boð undir forystu Lilju Mósesdótt- ur, vill að þing verði rofið. Alls sögðust 82,2 prósent stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins vilja kosningar, 71,4 prósent þeirra sem kjósa myndu Framsóknar- flokkinn og 68,7 prósent þeirra sem styðja Samstöðu. Þeir sem sögðust myndu kjósa Bjarta framtíð, flokk Guðmunds Steingrímssonar, voru síður áfjáð- ir í kosningar. Um 30 prósent þeirra sögðust vilja að þing verði rofið og gengið til kosninga í vor. Ekki reyndist marktækt að reikna afstöðu þeirra sem styðja önnur framboð. Lítill munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Þó sögðust heldur fleiri íbúar landsbyggðarinnar vilja kosningar samanborið við íbúa höf- uðborgarsvæðisins. Fólk á aldrinum 18 til 49 vill frek- ar kosningar en þeir sem eru 50 ára eða eldri. Tæplega 59 prósent yngri aldurshópsins vilja slíta þingi og kjósa í vor samanborið við tæplega 53 prósent þeirra sem eldri eru. Hringt var í 800 manns 8. og 9. febrúar. Þátttakendur voru vald- ir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að leysa upp þing og boða til alþingiskosninga í vor? Alls tóku 85,9 prósent afstöðu til spurn- ingarinnar. brjann@frettabladid.is Meirihluti kjósenda vill kosningar í vor Ríflega helmingur landsmanna vill rjúfa þing og boða til alþingiskosninga í vor samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mikill meirihluti stuðningsmanna stærstu stjórnarandstöðuflokkanna vill þingkosningar í vor. Allir Framsókn Björt framtíð Samstaða Sjálfstæðisfl. Samfylking Vinstri græn 55,9% 44,1% 71,4% 28,6% 30,0% 70,0% 68,7% 31,3% 82,2% 17,8% 22,5% 77,5% 20,0% 80,0% Meirihlutinn vill kosningar Á að leysa upp þing og boða til alþingiskosninga í vor? HEIMILD: SKOÐANAKÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 ■ Já ■ Nei KOSIÐ Haldi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna út kjörtímabilið verður næst kosið til þings vorið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Maður sem keypti vændi í tvígang af fjórtán ára dreng var í gær dæmdur í tólf mánaða skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Maðurinn játaði að hafa haft kynmök við drenginn í tvígang, og greitt honum fyrir í bæði skiptin. Dómurinn telur að þar sem mað- urinn játaði brot sitt skýlaust, auk afleiðinga málsins fyrir hann, sé rétt að skilorðsbinda árs fangels- isdóm yfir manninum. Þar var einnig litið til þess að hann hafi bætt ráð sitt í kjölfar málsins. Í dóminum er vísað í vottorð geðlæknis. Niðurstaða hans var að maðurinn hafi um árabil lifað í felum með kynhneigð sína. Hann hafi leitað eftir samskiptum við aðra karlmenn í gegnum netið. Rannsókn málsins hafði að sögn geðlæknisins alvarlegar afleiðing- ar fyrir fjölskyldulíf mannsins, auk þess sem hann missti vinn- una. Geðlæknirinn sagði manninn hafa unnið vel í sínum málum eftir að lögregla hóf rannsókn á kynferðisbroti hans. Hann hafi farið í áfengismeðferð og stund- að fundi hjá samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Geðlæknirinn taldi víst að maðurinn þjáðist ekki af barna- hneigð. - bj Fékk 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að kaupa vændi af 14 ára barni: Dómur mildaður vegna afleiðinga LÖGREGLUMÁL Karlmaður á áttræðisaldri var í gær hand- tekinn grunaður um að hafa komið fyrir sprengju við hús neðst á Hverfisgötu í Reykjavík að morgni dags 31. janúar síðastliðinn. Lögregla birti myndir úr eftirlitsmyndavélum sem sýna lágvaxinn, feitlaginn mann á vettvangi. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborg- arsvæðisins, staðfestir að maðurinn sem nú er í haldi sé grunaður um að vera sá sem sést á upptökunni. „Rannsóknin er enn í fullum gangi,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að upplýsa málið sem fyrst. Lögregla lagði hald á ýmiss konar búnað sem talinn er tengjast málinu og tók bíl mannsins í sína vörslu. Hann er sömu gerðar og bíll sem sást á upptökum úr eftirlits- myndavélum við Hverfisgötu. Tveir menn til viðbótar voru handteknir í gær, en þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum, segir Friðrik Smári. Hann vildi ekki skýra frekar hvernig þeir eru taldir tengjast málinu. Spurður hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum segir Friðrik Smári það verða að koma í ljós eftir því sem yfirheyrslu vindi fram. - bj Maður á áttræðisaldri handtekinn vegna sprengingar við Hverfisgötu í janúar: Telja sig hafa manninn á myndinni GRUNAÐUR Lögregla telur sig hafa handtekið manninn sem sést á upptökum úr eftirlitsmyndavél skömmu eftir sprenginguna við Hverfisgötu. Rannsókn málsins hafði að sögn geðlæknisins alvarlegar afleiðingar fyrir fjölskyldulíf mannsins, auk þess sem hann missti vinnuna. ... BANDARÍKIN, AP Fjárlagafrumvarp Baracks Obama Bandaríkjafor- seta, sem kynnt verður á mánu- dag, gerir ráð fyrir 1.300 millj- arða dala halla í ár. Áætlun Obama mun, að sögn fjölmiðla fela í sér skattahækkun á þá tekjuhæstu, aukin útgjöld til vegagerðar og landsamgangna auk niðurskurðar á framlögum til almannatryggingakerfisins. Vonir stjórnvalda standa til þess að jákvæðar atvinnutölur sem komið hafa fram nýlega muni bæta horfurnar. Fjárlög Bandaríkjanna: 1.300 milljarða halli á árinu SPURNING DAGSINS Á námskeiðinu er farið í hvar og hvernig megi kynn- ast öðrum, samræðulist, líkamstjáningu, mörk, kyn- líf, samskipti kynjanna og fleira. Sérstök áhersla er lögð á sjálfstyrkingu og að uppræta mögulegar hindranir á sviði náinna tengsla. Námskeiðið hefst 28. febrúar nk. og stendur yfir í átta vikur, alls 18 klst. Stjórnendur námskeiðs eru dr. Gyða Eyjólfsdóttir og Sóley D. Davíðsdóttir sálfræðingar. Nánari upplýsingar um námskeiðið og umsagnir fyrri þátttakenda má finna á www.salarafl.is og www.kms.is en skráning og fyrirspurnir fara fram á salarafl@salarafl.is og kms@kms.is. Námskeið fyrir fólk í makaleit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.